Alþýðublaðið - 08.03.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.03.1959, Blaðsíða 1
40. árg, — Sunnudagur 8. marz 1959 —- 56. tbl. VAX&NDI ÁHYGGJUR VEGHA OF VEIÐI Á N.-AT LANTSHAFI. SNÖR Donald Horton (myndin, sem er ■tjil vinstrj), — stendur á ]»ak- brún Blackstone hótels á Long Beach í Kaliforn- íu, og er nýbú- ihn að rétta Jack Harris lögreglu- þjónj mynd af stúlkunni, sem hryggbráut hann. Lögreglumaður- inn bað um að fa að sjá mynd- ina, og hugðist á þann hátt kom- ast nálægt Hort- ön tíl þess að hindra, að hann steypti sér fram af þakinu. Á myndinni til hægri þrífur lög- regluþjónninn í Horton um leið og hann stíg ur út í tómið. — Og hann hélt takinu. í BRETLANDI ríkir nú vaxandi ótti vegna hinna stór- kostlegu fiskiskipasmíða Rússa og Pólverja. Rússar eiga nú þegar nokkur þúsund togskip og togara, um 500 skipa síldár- flota og þar við bætast nú ört hinir risastóru verksmiðjntog- arar. Pólverjar eiga mikinn fiskiflota og eru að byrja bygg- ingu verksmiðjutogara, sem verða 54 talsins eftir 15 ár. —- Blaðið „Fishing News“ segir, að í Bretlandi hafi menn „eðli- lega alvarlegar áhyggjur út af framtíðar áhrifum þessara sfór- auknu fiskveiða á fiskistofnana.“ ÞANN 29. nóv. sl. var brot- izt inn í úra- og skartgripaverzl un Magnúsar Baldvinssonar að Laugavegi 12. Stolið var 40 til 55 kven- og karlmannsúrum, enn fremur útkeðjum og hring um, Verðmæti þýfisins nemur tugum þúsunda króna. Innbrots þjófarnir hafa verið handtekn- ir. Njörður Snæhólm rannsókn arlögregluþjónn skýrði blaða- mönnuf frá eftirfarandi um mál þetta: Innbrotsþj ófarnir, sem kom- ust ytfir þessi verðmæti, eru báðir u mitvítugt, annar fædd- ur 1938 pg hinn 1939. Annar þeirra er Vestfirðingur, en binn er héðan úr Reykjavík. ÞÝFIÐ STEYPT í GÓLF 'Etftir innbrotið fóruj þjófarnir með feng sinn á heimili annars hér í Reykjavík Pökkuðu þeir þýfinu inn og settu í kassa. Steyptu þeir síðan þýfið í kjall aragólfið í húsinu, Fóru þeir síðan tit sjós, annar þeirra fór vestrn’, en hinn suður með sjó. Síðar fékk sá, er bjó í húsinu þar sem þýfið var geymt, kunn ingja sinn til þess að líta á úrin, og var gólfið brotið upp við það tækifæri. Kunningi hans segir að úrin hafi verið um 41 tiT 42. HÉLT TIL SJÓS Á NÝ Eftir þessa skoðun á úrunum fór maðurinn til sjós suður á ný. Hafði hann þá> með sér úr- in. Flutti hann þau með sér um borð í togara og ætlaði að selja þau ef hann færi í siglingu. En' af siglingu varð ekki. Kom hann því úrunum fyrir' hjá kunningja sínum í Reykjavík. iSá stal fr áhonum tveim ár- urn. en eitt úranna komst í vörzlu eins skipverjans á togar- anum og fór ásamt honum til Þýzkalands. HINN ÞJÓFURINN HEIMTAR SITT. Þrem vikum eftir að Reyk- víkingurinn kom heim til sín hittust þeir þjófarnir og heimt- aði Vestfirðingurinn þá sinn hlut. Tók hann það sem eftir var og kom því í geymslu. Sjálf ur var Vestfirðingurinn orðinn félaus og pantsetti hann eitt úranna. Það komst síðan í hend ur rannsóknarlögreglunni og var þá Vestfirðingurinn hand- tekinn. Það var 26. f.m. Bifreiðarstjórar höfðu tekið við nokkru af úrunum, en 31 Framhald á 2. síðu. „Fishing News“ minnir á, að* nýlega var stofnað Fiskveiða- ráð Norðaustur Atlantshafsins, og telur að hlutverk þess eigi að verða að tryggja fiskistofn- ana á tímum þessarar stórkost- legu aukningar á veiðiflotan- um. S<gir blaðið, að því fyrr sem ráðið taki í taumana, því betra. Rússar og Pólverjar hafa til skamms tíma ekki tekið veru- legan þátt í fiskveiðum á Norð- ur-Atlantshafi, en eru nú skyndilega orðin þar stórveldi. Rússneskir togarar veiða við Nýfundnaland og síldarfloti þeirra er um þetta leyti rétt utan við landhelgi Norðmanna. Er búizt við, að með auknum flota stórra verksmiðjuskipa muni þessar þjóðir sækja í vax- andi mæli á hin fjarlægari mið, í Norðursjó, umhverfis ísland, Grænland, Nýfundnaland og jafnvel úti fyrir Vestur-Afriku. JAPANIR ÓTTAST FISKIÞURRÐ Þá seair „Fishing News“ frá bví. að Japanir, mesta fisk- veiðibióð veraldar, óttist nú miöe fiskiburrð á heimamið- um. Er nú svo kornið í Jaoan, að bannað er að smíða eða kauoa ný fiskiskin nema í stað atinara, sem tekin eru úr umferð. Hið brezka blað spyr, livort það muni koma að bessu sama á Norður-Atlantshafi inuan skamms. I sambandi við hinar gevsi- legu skinasmíðar Rússa og Pól- veria hlýtur að vakna sú snum ina, hvort markaður fvrir fisk- afurðir geti lengi haldizt hjá þessum þjóðum, þegar þær Framhald á 2. síðu. iMWMMMMWMMMUHWWMI Viija færa úf hrezku landhelgina ÞAÐ mundi vissulega gleðja marga fiskimenn á strandmiðum, ef land- helgi okkar væri færð út, sagði L.P. Money, fiski- málastjóri norðaustur fiskveiðasvæðisins í Bret landi í skýrslu sinni um veiðarnar síðasta fjórð- vmg 1958. Af li margra brezkra bátasjómanna befur ver- ið lítill, og segir fiski- málastjórinn, að það sé almennt talið stafa af miklum veiðum erlendra togara og verksmiðju- skipa við strendur Bret- lands. MMMMMMMMWMMWMW ÞÁ FÓR BRETINN. ■ ÁTTATÍU mótorbátar ráku fyrir nokkrum dögu þrjá brezka landhelgisbrjóta á flótta. Togararnir voru við veiðar á Selvogsbanka. Undir kvöld var þeim bent á, að þeir væru að toga á línu- svæði mótorbáta og' mundu áttatíu Vestmannaeyjabátar koma á miðin innan nokkurra klukkustunda. Þetta dugði. Togararnir tóku inn vörpurnar og hypjuðu sig. Minsiiní í GÆRDAG fór fram minn- ingarathöfn um þá, sem fórust með vitaskipinu Hermóði. Hófst athöfnin með því, að Lúðrasveit Reykjavíkur lék sorgarlög við inngang kirkjunn ar. Séra Jón Auðuns dómprófast Ur flutti minningarræðuna og Kristinn Hallsson isöng einsöng.- Fór athöfnin mjög virðulega fram. Mikill mannfjöldi var við- staddur athöfnina , m. a. forseti íslands og forsetafrú og forsæt isráðheiTa og frú hans. Bandarískir flugvélasmiðir spá því, að farþegaþotur ársins 1970 muni fljúga allt að því fimm j sinnum hraðar en hljóðið, eða nálega 4000 mílur enskar á klukkustund. Um útlit flugvélanna segja þeir, að þær muni verða svipaðar því sem nú er nýjast hjá flugherjum stórveldanna. Hins vegar verði efniviðurinn ólíkur því sem nú tíðkast með farþegaflugvélar: hinar geysihrað- fleygu vélar verða að þola þann milda liita, sem stóraukinn hraði veldur. Myndin er af farþega- þotu framttíðarinnar. IWWHWWWMWMWWWWWWMWWMWMWMIWWWUWWIMIMMMWWWWMWWWMMMWWWMMMMMWIMWIMMIWMMIW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.