Alþýðublaðið - 10.03.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 10.03.1959, Blaðsíða 11
• • Framhald af 6. siðn. að í þessu efni er skjótra úr- bóta þörf. Það þarf að koma á föstum reglum um þessar æfingar ekki síður en hinar. Meðferð og notkun gúmmí- báta er meira og minna hulin, þeim, sem ekki hafa séð þá blásna út eða fengið nauðsyn- legar skýringar á einu og öðru í því efni. Verður þetta án efa bezt kennt með kvikmvnd um og verklegum skýringum. Senditæki F Lms og kunnugt er, þá eru ekki senditæki í gúmmíbát- unurn ennþá, þar eð ekki hef- ur fundizt viðunanleg lausn í því máli, en gera verður ráð fyrir, að það takist innan tíð- ar. Aftur á móti eru neyðar- senditæki á millilandaskipum, sem hægt er að fara með í björgunarbáta. Sýnist mér, með hliðsjón af, hve langt og afskekkt íslenzkir togarar sækja til fiskjar, að eðlilegast væri, að búa þá einnig þessum tækjum. Þó nefndir séu alltaf nefnd ir og ekki yrði merkileg skip- stjórn um borð í togara, þar sem nefnd réði, þá vil ég' leggja til að skipuð verði nefnd reyndustu og beztu manna, helzt starfandi á skip- unum, sem gæfi viðkomandi aðiljum skýrslu og leiðbein- ingar um allt það, er til bóta gæti orðið í þessum málum. Stórir togarar Eins og áður erkomið fram, þá er ástæða til að sétla, að þótt íslenzku togararnir séu stórir og vel útbúnir miðað við það, sem áður var, hefur komið í ljós, að þeir eru of litiir. til að sækja á jafnfjar- lapg og erfið mið og gert hef- ur verið. Er því ástæða til að hvetja útgerðarmenn og ráð- andi menn í þjóðfélaginu til að veita enn meiri athygli þeirri þróun, sem er á þess- um málum hjá öðrum þjóð- um, svo ekki verði keyptir fleiri togarar af þeirri stærð, sem við nú eigum, áður en menn hafa borið samah bæk- ur sínar um, hvað sé farsæl- ast að gera með tilliti til fram tíðarinnar. Má í því sambandi ekki gleyma hinum stóru skut tpgurum, sem eru sen\ óðast að ryðja sér til rúms. Ég átti um daginn tal Við-Loft Júlíus- son stýrimann, en hann hefur verið að undanförnu á skozk- um 2500 tonna skuttogara til að kynna sér starfstilhögun á þeim.ásamt öllu öðru, er kom ið geti að gagni í því sam-. sjónum bandi. Þó Loftur vildi ekki láta hafa neitt orðrétt eftir sér að svo stöddu, þá lét hann í ljós það álit sitt, að slíkir togarar tækju hinum eldri fram að öllu leyti, það hann þekkti til. Lýsti hann því fyr- ir mér í hverju þetta væri fólgið og væri æskilegt að Loftur eða þeir aðrir, sem koma til með að kynna sér þetta, létu til sín heyra um þessi mál, öðrum til fróðleiks og gagns. Forráðamenn þjóðarinnar verða að vera vel á verði í þessum efnum sem öðrum, er snerta hag bjóðarinnar allrar. Áhuga- eða a+hugunarleysi getur orðið okkur of dýrt. Með því að eiga slíka stóra og fullkomna togara, sem geta unnið úr aflanum um leið og hann veiðist á hinum fjarlægu miðum, gætum við í framtíð- inni verið samkeppnisfærir við aðrar bjóðir í framleiðslu á 100% vöru. Það er vitað, að ýmsar þær þjóðir, sem eru kaupendur að miklu magni af fiskafurðum okkar, eru sem. óðast að byggia eða láta byggja slík verksmiðjuskip fyrir sig og ef þeir geta á þennan hátt framleitt betri fiskafurðir en við geturn gert með þeim hætti, sem hér er á, þá stöndum við ef til vill einn góðan veðurdag andspæn is þeirri staðreynd, að við höf um ekki fylgzt nægilega með þróuninni á þessu sviði, sem snertir mest efnahag og ör- vggi íslenzku þjóðarinnar í framtíðinni. Ásgrímlur Björnsson. Menntir on lislfr Framhald af 10. síSu. Leonard Bernstein, stjórn- andi New York Filharmóníu- hljómsveitarinnar, stjórnaði nýlega þremur hljómleikum í París og tveimur í. Mílanó. Ennfremur s+iórnaði hann hljómleikum í Parma á Ítalíu til heiðurs hinum látna tón- jöfri Arturo Toscanini. Bandaríski fiðlusnillingur- inn Mischa Elman hélt nýlega hljómleika í Carnegie Hall í New York, en þar kom hann fvrst fram 10. desember 1908. TJnp frá þeim degi hafa gagn- rýnendur lofað leik hans fyrir undraverða tækni, nákvæmni og fagran tón. Hinn glæsilegi starfsferill hans nær nú vfir meira en hálfa öld, og er það aðeins einn fiðluleikari. sem . átt hefur lengri starfsferil, en það er Fritz Kreisler, sem hætti að leika opinberlega .1950. Mischa Elman hefur haldið um fjögur þúsund hljómleika og leikið inn á meira en tvær milljónir af hljómplötum. Nýíaga hélt 'Smithsonian- stofnunin í Washington merka sýningu á verkum Charles Marion Russels, hins fræga ameríska „kúrekalistamanns11. Yfir 200 listaverk voru á sýn- ingunni — olíumyndir, vatns- litamyndir, pennateikningar og höggmyndir. Er þetta stærsta safn af verkum Russ- els, sem haldin hefur verið sýning á. Elmer Rice, sem skrifað hef ur leikinn „Street Scene“ og. önnur vinsæl leikrit, hefur nýlega lokið við leikritið „Cue for Passion“, sem frumsýnt var í New York og fékk góða dóma hjá gagnrýnendum. í leikritinu er tekið til meðferð ar sálfræðilegt efni, og Hamlet Shakespeares er fyrirmyndin. Leiksviðið er smábær í Kali- forníu á ókkar tímum. Sögu- hetjan k'emur heim eftir tveggja ára dvöl í Asíu. í'fjar- veru hans hafði faðir hans dáið á dularfullan hátt og bezti vinur föður hans er nú stjúpfaðir hans. Hann reynir að hefna dauða föður síns, en vini hans, sem er sáifræðing- ur, tekst loks að lækna hann, og hann fer af landi burt til að leita gæfunnar annars stað ar. John Kerr lék hlutverk Hamiets vorra tíma, Diana Wynyard lék móður hans og Robert Lansing stjúpföður- inn. Stjórnandi National Sym- phony Orchestra í Washing- ton D.C., Howard Mitchell, fór í hljómleikaför um Evrópu í desember sl. Stjórnaði hann l’Orchestre Nationale de Bel- gique í Brússel, og Halle- hljómsveitinni stjórnaði hann á tveimur hljómleikum í Manchester og einum í Shef- field í Englandi. Meðal þeirra verka, sem Hallehljómsveitin lék voru Sinfónía nr. 2 eftir Paul Creston, „Apalachian Spring“ eftir Aaron Copland og Píanókonsert eftir George Gershwin, þar sem Julius Katchen lék einleik á píanóið. Nicaragua Framhald af 10. síðu. Somoza ræðu, þar sem hann sagðist fyrr mundu láta lífið en sleppa völdunum. Hann kvaðst ekki vera neinn Bat- ista, sem hrökklaðist af hólmi strax og á móti blési, og hann sagði, að stjórnarandstaðan mundi ekki í nánustu framtíð fengið hrundið honum af stóli. Varla er vitað hver þessi Viljið þér fá Alþýðuhlað- ið að staðaldri? Klippið þá þennan áskriftarseðil út og sendið okkur. Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu. Gjörið svo vel að byrja strax að senda mér það. Nafn ....................... Heimilisfang ............... stjórnarandstaða er, sem Lu- is talaði um. íhaldsflokkurinn er eini stjórnarandstöðuflokk urinn, sem eitthvað kveður að, en forustumenn hans hafa yfirleitt komizt vel af við So- moza. Og hvað snertir árásir utanaðkomandi aðila er ekki vitað um annað en að fyrir skömmu handtók lögreglan í Costa.Rica 16 útlaga frá Ni- caragua, sem voru að fara yf- ir landamærin með 14 vöru- bíla hlaðna skotfærum. Bandaríkjastjórn styður að sjálfsögðu allar hinar íhalds- sömu herforingjaríkisstjórnir í Mið-Ameríku og þegar Nix- on varaforseti varð fyrir hin- um harkalegu árásum á för sinni um Suður-Ameríku í fyrri var Nicaragua eina land- ið til að fordæma þessar árás- ir. Hið nána samstarf Banda- ríkjanna og Nicaragua stafar einkum af því að ef Banda- ríkjamenn tapa í einhverju áhrifum sínum yfir Panama- skurði, þá hafa þeir rétt til þess að grafá nýjan skurð gegnum Nicaragua samkvæmt samningi frá 1916. Hjóíbarðar og slöngur .. 450 X 17 550 X 16 560 X 15 590 X 15 640 X 15 670 r 15 760 X 15 1000 x 20 Garðar Gíslason h.f. Bifreiðaverzlun, Bslasalan Klappanlíg 37 SELUR: Austin 16 ’46 Verð kr. 35 þús. Austin A-70 ’49 Verð kr. 43 þús. Morris ’47 Verð kr. 30—35 þúsund. Bedford sendif.bíll ’47 Vfeirð kr. 25 iþús. — Góðir greiðsluskJmálar. Chevrolet ’48 Einstaklega góður bíll. Alltaf verið í einkaeign. Moskwitch ’57 Ekinn 9 þúsund km. Verð kr. 70 þús. ÖRUGG ÞJÓNUSTA. Bilasalan Klapparstíg 37 19032 Rimlatjöld í Carda-glugga Sími 13743, Lindargötu 25 Rýmingarsala Rýmingarsala Verzkinin á a@ hætta og verða því atlar vcrur sefdar með miklum afsBætti Ails konar efns í Notið þetta einstaka tækifæri til að gjöra góð kaup á nýjum efnum í VOR- og SUMARFATNAÐINN. VESTURGÖTU 3. kápur, dragtir, kjóla, pils, síðar buxur O.Ol .flo Alþýðublaðið — 10. rnatz 1959 — J J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.