Alþýðublaðið - 11.03.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 11.03.1959, Blaðsíða 12
r V S l ''.iiiiiiuMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiuiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Birtingsm&nn uppreisn gegn p Sósíalisfaflokksins vegna óheilindé þeirra í NÝÚTKOMNU* hefti a£ Birtingi, fara „róttækir ritliöfundar“ hörðum orð- w um Þjóðviljann og Sósialistaflokkinn. Þykir \ þeian Sósíalistaflokkurimm á káfa svikið í hermálunum og í seinni tíð hafa lítinh áfiuga á samstarfi við „rót- tæka rithöfunda“. 'J - Einar Bragi segir t,d.: „Ég hef ekki orðið var við, að-Sósíalistaflokkurinn hafi nokkurn áhuga á samstarfi við íslenzka rithöfunda seinni árin. Sambandsieysi Þjóðviljans við róttæka rithöfunda verður æ meira áberandi með hverju ári sem líður. Á síðum Maðs- ins er varla minnzt á þá og þeirra starf“. UPPREISN GEGN KOMMUM. Síðar segir Einar Bragi: „Það hefur mátt sjá á Birtingi, að rithöfundarnir hafa verið. í vanda staddir: 'fiestir þeirra hafa aðhyllzt róttækar skoðanir i stjórn- 'jmálum en verið í upp- ‘reisn, bæði gegn pólitíkus- um Sósíalistaflokksins og Sós.íölsku ríkjanna vegna óheilinda þeirra, henti- stefnu og margháttaðrar spillingar.“ Síðar segir Einar, að Sósíalistaflokkurinn hafi sofið í hermálinu í hálft þriðja ár og „lainað alla baráttu gegn hernáminu með deyfð sinni og undan- slætti“. Jón úr Vör og fleiri taka í svipaðan streng. lUimitdimmmmmmmimmmmmmmmmiiiimmiiiimimmimimiimimmmimimimmmmmmmmiim Dregið í 3. flokki Happdrælíis Háskólans DREGIÐ var í 3. flokki Happ drætti Iláskóla íslands í gær. Voru dregnix- út 845 vinningar samtals að upphæð 1.095.000 kr. Hæsti vinningurinn, 100. 000 kr. kom upp á miða nr. 18789. Voru það fjórðungsmið- ai’, tveir þeirra voru seldir í Verzl, Þorvalds Bjarnasonar í Hafnarfirði og einn í umboði Arndísar Þorvoldsdóttir í Vest- urgötu 10 og einn í umhoði Jóns Arnórssonar og Guðrúnar Ol- afs, Bankastræti 11. 60 þús. kr. vinningur kom upp á nr. 8643, fjórðungsmiðar, sem seldir voru hjá Helga Si- vertsen, Vesturveri og Jóni Arnórs og Guðr.únu Ólafs í Bankastræti 11. 10 þús. kr. vinn ingur kom upp á þessi númer: 9997, 29327, 29634, 32136, 33787 47925. 5 þús. kr. vinningur kom upp á þessi nr.: 15832, 17785, 23125, 27790, 33091, 38920, 44999, 7468,10742,15778. Auka- vinningar, einnig að upphæð 5 þús. kr. komu upp á þessi nr. 18788 og 18790, það er sinn hvoru megin við 100 þús. kr. vinninginn. Umsækjendur um borgararélf loma flestir frá Þýzkalaudi FRAM er komið á alþingi frumvarp um að 26 manns fái ísjenzkan ríkisborgararétt. Er [fyS athyglisvert, að af þessu fólki eru 15 fædd í Þýzkalandi, 4 í Ðanmörku, 2 í Noregi og einn £ hverju þessara landa: .Finnlandi, Hollandi, Færeyjum, ■ Englandi og á fslandi. Ellefu ■hinna þýzku umsækjenda eru ' nú. húsmæður, langflestar. þetrra utan Reykjavíkur. Meðferð þessa máls er svip- ' «ð. og venjulega, og er í frum- ■ varpinu lagt til að eftirtalið fólk fái hér borgararétt: 1. Andersen, Annemarie, hús móðir að Arnórsstöðum á Barða f.trönd, f. 17. maí 1930 í Þýzka- landi. (Fær réttinn 22. sept. 1959). 2. Beckemeier, Christel-Mar- ilse Irene- Luise, húsmóðir í Reykjavík, f. 13. apríl 1924 í Þýzkalandi. 3. Borchmann, Dietrich, bú- síjóri að HeJgavatni í Mýra- sýslu, f. 22. júlí 1927 í Þýzka- íandi. 4. Borowski, Kurt Paul, jarð ýtustjóri, Reykjavík, f. 30. okt. 1931 í Þýzkalandi. (Fær rétt- ínn 29. júní 1959). 5. Carlsen, John Schou, járn- smiður í Reykjavík, f. 1. júlí 1932 í Danmörku. (Fær réttinn 5. sept. 1959). 6. Fivelsdal, Astrid, húsmóð- ■í r f Ljárskógum í Dalasýslu, f. 17. ágúst 1927 í Noregi. (Fær jréttiim 11. nóv. 1959). 7. Gustafsson, Eja Ingeborg, húsmóðir á Selfossi, f. 20. okt. 1931 í Finnlandi. (Fær réttinn 9. sept. 1959). 8. Helgason, Börge Wilhelm, rennismiður í Reykjavík, f. 11. maí 1920 í Danmörku. 9. Hen- ckell, Helga Guðrún, nemandi í Rvík, f. 9. maí 1937 í Þýzka- landi. 10. Henckell, Hilde Sol- veig, nemandi í Rvík, f. 6. á- gúst 1939 í Þýzkal. 11. Herr- mann, Elisabeth Charlotte Jo- hanna, húsmóðir að Vogsósum í Selvogi, f. 28. des. 1927 í Þýzkalandi. 12. Jahnke, Hannelore Eva Helga, húsmóðir á Selfossi, f. 25. jan. 1931 í Þýzkalandi. 13. Jensen, Anders Johannes Sophus, bakarameistari í Rvík, f. 10. jan. 1903 í Danmörku. 14. Jón Sigurður Oddsson, út gerðarmaður í Reykjavíkur, f. 12. des. 1887 á íslandi. 15. van Keppel, Willem, verzlunarmaðm’ í Reykjavík, f. 13. júní 1926 í Hollandi. 16. Lange, Anna Annita, hús- móðir að Hnausi í Árnessýslu, f. 26. nóv. 1929 í Þýzkalandi. 17. Lemaire, Gottfried Frie- drich, verkamaður á Eyrar- bakka, f. 1. marz 1922 í Þýzka- Framlhald á 10. síðu. ALSÍR. — F-ranska herstjórn in tilkynnir, að 73 uppreisnar- rnenn í Alsír hafi fallið undan- farna dag.a og 11 handteknir og mikið magn af vopnum verið gert upptækt. Fótbrotnaði ! ■ ■ í stjórnmála-1 umræðum I ■ HENN 16. des. s. 1. fór Sig- urður nokkur Grímsson með Htíðarvagninum frá Hverfis- götunni hér í Reykjavík og ætl aði hann upp í Reykjahhð. Tók hann sér sæti fremst í vagn- inum hægra megin. I því sæti var maður fyrir og sat hann við gluggann. Fóru þeir að tala um stjórnmál og munu um- ræður haf a orðið nokkuð heitar. Þegar sá er við gluggann sat fór úr vagninum við Reykja- hlíð, rakst hann á fótlegg Sig- urðar með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Sigurður held ur því hins vegar fram, að mað- urinn hafi sparkað í sig. Sjónarvottar að atburði þess- um eru beðnir að hafa sam- band við rannsókiiarlögregl- una. Danskennsla í barna- og ungl- ingaskólum á Akureyri í vetur g- ÁRSHÁTÍÐ Alþýðu-1 ... fíokksfélags Kópavogs i 'f verður í kvöld í Alþýðu-I ;. hús|nu við Hverfisgetu. | : Fétbgúm cr bent á auglýs-1 • ' f íragu á 7. síðu blaðsins í| 1 ‘ ^'dag. | j 5 4fi!iiu([(iiMMmiiiiiii}iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiifii(!itciisimni Akureyri í gær. UM MIÐJAN þennan mánuð byrjar Heiðar Ástvaldsson, danskennari, dansnánxskeið fyr ir fullorðna og 4—6 ára börn. Fer kennslan fram í Lands- bankasalnum. Heiðar hóf danskennslu hér á Akureyri í framhaldsskólum bæjarins í fyrr,avetur og he&ir haldið þeirri starfsemí áftWfet/ vetur. Auk þess var teikin tfpp í vetur danskennsla í bamaskól umi bæjarins og kenndur þar dans 12 tíma á barn. — Er þátt- taka afar mikil og áihugi forenn andi. ÁRANGURS VART. Hefur árangurinn þegar kom ið í ljós á dansæfingum skól- anna, þar sem börnin og ungl- ingarnir eru öruggari í fram- komu. En áður var hætta á því, að hinir óframfærnari veigruðu sér við því að stíga dansinn, en aðrir dönsuðu meira af vilja en mættí. Heiðar Ástvaldssan mun inn- an skamms halda utan til Lun4 úná, þar sem hann hyggst ljúlka námi við dánsskóla þann, sem hann hefur numið hjá undan- fatin ár. : ; > • — B.S. 4 tamningastöðvar starf- ræktar í Skagafirði Fregn til Alþýðublaðsins. Sauðárkróki í gær. SKAGFIRÐINGAR hafa löng- iim átt gott reiðhestakyn, enda óvíða á landinu eins niargt um hross og í Skagafirði. Nú á seinni árum hefur heldur dofn- að yfir hestum og reiðmönnum á Islandi, og hrossum farið fækkandi. En nú virðist á þessu vera breyting til batnaðar. Sala reiðhesta fer vaxandi, bæði vegna þess, að efnahagur ís- lendinga fer batnandi og fleiri og fleiri bæjarbúar eiga reið- hesta sér til gagns og gamans. Einnig hefur verið hægt að selja liesta til Þýzkalands og vona menn, að sá markaður aukist í framtíðinni. í Skagafirði eru nú í vetur starfræktar 4 tamningastöðvar. Hestamannafélagið Léttfeti á Sauðárkróki hefur gengizt fyr- ir því, að ein stöð er á Sauðár- króki. Tamningamenn eru Jón Baldvinsson frá Dæli ög Björn Skúlason, Sauðárkróki. Þar verða 14 folar í tamningu 4—9 vetra. Á Stóra-Vatnsskarði eru 11 folar í tamningu hjá þeim frændum Þorvaldi Árnasyni og Benedikt Benediktssyni. Páll Sigurðsson, gestgjafi í Varmahlíð, hefur 20 fola, sem hann sér um tamningu á. Þá hefur hestamannafélagi® Stígandi í Seyluhreppi, sett á. stofn tamningastöð í Varma- hlíð og eru þar 23 folar. Tamningamenn eru Gísll Höskuldsson og Pétur Sigfús- son frá Álftagerði. Togarinn Norðlendingur kom hingað s. 1. laugardag og lagði hér á land 160 tonn af fiski, Bátar hafa lítið getað róið hér í febrúarmánuði, vegna sí- felldra ógæfta, enda afli freg- ur, þá sjaldan hefur gefið á sjó. Fréttaritari, Námssfyrkir og skólavisf NORSK OG SÆNSK stjórn- arvöld hafa ákveðið að veita ís lendingi námsstyrk til háskóla- náms skólaárið 1959—1960. Er norski styrkurinn 4000 N. kr., en hinn sænski 4.300 s. kr. Ennfremur hefur listaskólinn í Kaupmannáhöfn álcveðið að veita íslending árlega skólavist í húsagerðalist árlega. Umsóknir um námsstyrkina og skólavistina sendist til menntamálaráðuneytisins. Frumvarp um að yfirlæknirinn á Kleppi verði próf. við Háskólann FRAM er komið á alþingi frunivarp til laga um þá breyt- ingu á lögununx unx Háskóla ís- lands, að forstöðumaður geð- veikrahælisins á Kleppi verði jafnframt prófessor í geð- og taugasjúkdómafræði við lækna deild Háskólans. Hefnr Vil- mundur Jónssonlandlæknirgert tillögu um þessa skipun og læknadeild háskólans og Lækna félag íslands lýst yfir stuðn- ingi við málið. Með þessu er lagt til, að em- bætti prófessorsins í geð- og taugasjúkdómafræði og for- stöðumanns geðveikrahælisins á Kleppi verði sambærilegt em bættum prófessoranna í lyf- læknis- og handlæknisdeildum Landsspítalans. Hefur land- læknir beitt sér fyrir þessari skipan í tilefni þess, að staða yfirlæknisins á Kleppi er nú laus eftir fráfall dr. Helga Tóm- assonar. Hafa heilbrigðismála- ráðuneytið, menntamálaráðu- neytið og Háskóli íslands haft ' samráð um frumivarp þetta, BRÉF LANDLÆKNIS. í bréfi Vilmundar Jónssonar landlæknis til læknadieildar há- skólans 21. ágúst 1958 uni mál þetta segir m. a. svo, en það er birt í greinargerð frumvarps ins: „Yfirlækninum á Kleppi er ekki eingöngu ætlað að sinna yfirlæknisstörfum á Kleppi í þágu sjúklinganna. Hann er einnig sjálfsagður til að kenna læknaefnum geðveikifræði við Háskólann. í hans höndum verða nær allar geðheilbrigðis- rannsóknir sakborninga í þágu réttvísinnar. Hann sleppur og tæplega við að vera höfuðráðu nautur heilbrigðisstjórnarinnar varðandi geðveikimál yfirleitt. Iiann á samkvæmt lögum sæti £ læknaráði, þar sem hann gegn- ir hinu mikilverðasta hlutverki. Ekki hæfir annað en hann sé Framhald á 3. s!3a. HLERAÐ Rlaðið hefur hlerað —■ Að Gísli Sigurðsson, biaða- maður hjá Samvinnunni, muni taka við ritstjóm Vikunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.