Alþýðublaðið - 12.03.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.03.1959, Blaðsíða 5
ekki meirihluta n fáum lijördæmum. is gæíj farið svo, þróun yrði framve iö hefur, að b; sveitafólk réði e ingu nema í þreir um kjördæmum eftir nokkur ár. menningskjörd.æmi þau væru . nokkuð MEISTARI ÞÓRBERGUR er sjötugur í dag. Mig langar af því tilefni að senda honum kveðju og þakkir með örstuttri greinargerð. Þórbergur Þórðarson er tíma- jnótamaður í íslenzkri bók- menntasögu, og ber margt til. Ungur fékkst hann við ljóða- gerð og orti heimspekileg og hátimbruð kvæði í anda Einars Benediktssonar, en varð fljótt þreyttur á slíkri iðju og gerðist nýtízkulegur í ljóði. Vinnu- brögðin minntu samt á Heine, Svo að ekki var leiðum að líkj- ast, en Þórbergur mundi mæta- vel sjálfan sig og þjóðerni sitt. Margir töldu kvæði hans apa- kattarlæti, en þau hafa eigi að síður haft mikil áhrif. Ný skáldakynslóð lærði af Þórbergi að höggva af sér gamla fjötra og velja efni og ljóðstíl fremur með framtíð í huga en til þjón- ustu við fortíðina, og þetta hef- ur gefizt ágætlega. Þó.varð úr- slitasigur Þórbergs annar og meiri. Hann gerðist upphafs- maður nýs prósa á íslandi og lærifaðir þeirra rithöfunda okkar, sem mestir og beztir verkamenn hafa orðið í vín- •gar ði Samtí ðarb ókm enn t an na. Og ekki nóg með það, að Þór- bergpr Þórðarson færi nýjar leiðir og vísaði veginn. Enginn hefur komizt lengra og hærra á töfrafjall Lslenzkrar málfeg- urðar og stílsnilldar en hann í ógleymanlegustu köflum bóka sinna ,,Bréfi til Láru“, „íslenzk- um aðli“ og ,,Ofvitanum“. Enn- fremur mætti nefn:a „Pistilinn skrifaði“ og sumar ritgerðir eins og til dæmis frásögnina af vatnadeginum mikla. Raunar nam hann list sína af Eiríki á Brúnum, Benedikt Gröndal og Heine, en sá lærdómur var að- eins viðmiðun í frábærri lang- ferð. Þórbergur Þórðarson hef- ur ekki skrifað skáldskap í venjulegum skilninei, þegar fevæðagerð hans er undanskilin, en hver ætti fremur skilið heið- urssessinn í sýnisbók íslenzka prósans á +uttu.gu$tu öld? Mál hans og stíll er skáldsins. Og úthlutunarnefnd listamanna- launa verður kannski ekki af öðru verki betur bokkuð í sög- unni en að hafa vísað Þórberai til sætis á nalhnum hiá Davíð Stefánssvni. Gunnari Gunnars- Sjmi off Halldóri Kilian Lax- ness. Allir bessir o« hinir líka standa í ómetanlegri bakkar- skuld við meistara Þórberg, hvort s°m bei.m líkar betur eða verr. Fordæmi hans er slíkt og þvílíkt. þórbergur var sem ungling- ur kokkur á skútu, undi hlut sínum illa og bótti enginn snill- ingur við matseldina. En hann lærði til siós ýmislegt, sem aldrei hefði orðið í Suðursveit- inni eða höfuðborginni. Meðal annars vandist hann á orð- bragð, sem einkennist af því að nefna hlutina afdrát+arlaust réttum nöfnum. Afleiðing þessa er sú, að talsmtáti Þórbergs er stundum grófserður í rituðu 'máli. Sumum finnst vafa.samt, að allur málflutningur hans sé prenthæfur. En honum fyrir- gefst mikið, þegar hann skenk- ir hin góðu vin frásagnargleð- innar. orðsnilldarinnar og stíl- fegurðarinnar. Sama er að segja um miskunnarleysi. hans í boð- skap áddlunnar. Þórbergi hlýt- ur að líðast ímvnduð eða raun- sönn afstaða heilagrar vand- lætingar. réttlátrar reiði og gráglettinnar gamansemi af því að enginn skopast að sjálfum ÞORBERGUR ÞORÐARSON. sér eins og hann. Maðurinn erj í senn barn og garpur, trúboði og ofviti, spekingur og glópur,: en öllum hlutverkunum vaxinn í sérstæðri og persónulegri túlkun, svo að frægt mun í ís- lenzkum bókmenntum. Fjöl- hæfari rithöfundur hefur varla gengið um götur Reykjavíkur nema ef vera skyldi Albert Engström, þegar hann kom hingað í heimsókn. Eg legg að Ijjku gamian og alvöru Þórbergs. ; Hvorugt má missa sig fyrst í- j þrótt hans er komin á daginn. Geð Þórbergs er mikilla sanda og sævá eins og við á um Skaftfelling, en h.ann komst einnig í kynni við fjöllin, jökl- ana og stórfljótin austu.r I átt- högum sínum, heilláðist af haf- inu og sá skipin úti fyrir víð- áttumikilli' og hættulegri •ströndinni. Þess vegna fékk hann hljóijainn, litbrigðin og blæniðinn í mál sitt og stíl, hugkvæmnina, dirfskuna og næmleikann. Hér mun sömu- leiðis fundin skýring þess, að Þórbergur varð postuli og heim spekingur, þó að sannarlega megi deila um fr.æði hans og ályktanir. Og Suðursveitín mótaði hann í margvíslegum skilningi. Þórbergur er trú-, gjarn eins og einangraður sveitamaður, sem hefur ósköp skrýtnar hugmyndir um lífí S og veröldina. — Fáir lifa sig betur inn í undraheim íslenzkr- ar þjóðtrúar, þar sem naum- ast verður þverfótað fyrir álf- um og draugum og hvers konar aðskotadýrum og eilífðarver- um úr ríki dulhygðarinnar. Hanp minnir á mvrktælinn þyltingarmann eða hjátrúar- fullan þrumuklerk — gætí jafnvel verið göldróttur sér- vitringur á atómöldinni. Eii alít þetta fer Þórbergi vel af því að hann er listamaður. Og er svo nokkur furða, þó að maður ávarpi hann óvenjulega á sjötugsáfmælinu? Stjórnmálaskoðanir Þórbergs Þórðarsonar hafa löngum þólt einkennilegum tíðindum sæta. Ég þakka honum baráttuná gegn fasismanum, þegár hann móðgaði Hitler í Alþýðublað-: inu, en reyni ekki að mæla bót þeim barnaskap hans að elta villuljósið, sem hann hyggur stjörnuna í austri. Eitt skal þö fram tekið; Ég dreg aldrei ís- lenzka þjóðerniskenndÞórbergs í efa, þó að hann leggi hálsinn á sér að veði í sókn og vörn fyrir erlendan málstað. Maður eins og hann gæti víst ekki verJ ið nema íslendingur. Og amÞ stæðingar Þórhergs ættu .að muna, hvert yeraldar undur hann er og v.erður í bókmennt- um okkar. Ég trúi ekki dia- lektískri efnishyggju . hans fremur en draugasögunum, en hef gaman af list h.ans í sér- hverju hlutverki. Gamninu fylgir svo sú al-j vara, að ég endurtek fimm ára gamla játningu þakklætis og aðdáunar; Þórbergur er minn meis'ari. Helgj Sæmundsson. Yincenzo Domelz Í KVÖLD klukkan verSa haldnir í Gamla híói þriðju nemendatónleíkri*. Vincenzo Maria Demetz. Stiérfl* andi kórsins er Ragnar Bjainaa-* spn, við fíygjlinn er FLU Weisshappel. Meðal þeirra, .sem þarna feoma fram eru Guðmær.ulur Guðjónsson, Sigurveig Hjalte- sted pg Jón Sigurbjörnsscn. en. hann hefur nú. löngji námi. Á tónleikunum .vejða sungnir kaflar úr uicrrirng». þekktum verkum, þæði gin- söngur, tvísöngur og kvaitt- t, Einnig mun syngja fjölm£rnn.;j«- kór ög er .það £ fyrsta sinni-i sögu þessra nemendatóniei'ka. Vineenzo Maria Demeíz heftur- dvalizt hér síðan árið ÍSSöyjg stundað söngkennslu. Nemenda ' ■tala hans er nú 56 manns, „oa segir hann áhuga mikinp ríl' j-- andi hérlendis og gnægð.göffr^ söngkrafta. siadar. AÐALFUNDUR HaUgriv.s- prestakalls í Reykjavík va *• haIdinn 22. febrúar s. I. For- maður minntist í upphafi málgN*1 sjns þeirra miklu sjóslysa, seia' orðið hafa, og lýsti samúð safn- aðarmanna með aþstandendpm* - hinha látnu. Þvínæst hann ýmsum velunnurum . aí$V aðarins þakkir fyrir síörf |)Bk» þágu safnaðarihs og gjafir, s,em hónum hefðu borízt. Þar á . al voru Guðbrandsbiblia frá þeirrí hjónum frú Guðrúnu o$> Carl Rydén, svo og kr. LíÍ.-öOO, 00, Sem fr. Sigríðúr Bjarnadó^- ir hafði gefið í líknarsjóð .safn- aðarins til minningar um ferpð- ur hennar, Gísla Bjai-nason. Séfa Jakota Jónsson enf.la%- fundinn með lestri Guðs orðfj i.alldór Kristjánsson frá Kirkjubóli hefur gengið fram fyrir skjöldu í kjöi'dæma- málinu og birt aiimikía grein í Tímanum, þar sem hann ræðst á fyrii'hugaða breytingu kjörd.æmaskipun- arinnar, heldur uppi vörn- um fyrir einmenningskjör- dæmi og vill halda uppbpta- kerfinu. Tíminn er hrifinn og kallar þetta „mei'kan vitnisburð“. Langminnugir blaðales- endur eru hins vegar undr- andi. Þeir fletta upp göml- um Tíma og finna í blaðinu 3. júlí 1948 grejn um kjör- dæmamálið eftir sama Hall- dór Kristjánsson. Þar segir Halldór allt annað: „Me.ð til- liíi tii þessa .... hvílíkur óskapnaður og hringavit- laus lirærigrautur núver- andi löggjöf er, tel. ég að það v.æri til bóta, að landinu væri skipt í nokkur kjör- dæmi með hlutfallskosning- um og uppbótakerfinu sleppt með öllu. Þetta hef ég sagt og við það stend ég.“ Þetta sagði Halldór og var hann þá. fuíltrúi Framsókn-: arflpkksins í stjórnarskrár- nefnd. En illa stendur hann við orðin. Nú finnst Halldóri stór kjördæmi vera til að hnekkja áhrifavaldi landsbyggðar- innar og veikja sýslurnar. Það er um að ræða, hvoi't við viljum evða landsbyggð- inni eða ekki. Fyrir nokkr- um árum voru stór kjör- dæmi til . bóta. Hvað hefur gerzt, Halldór? •Nú finnst Halldóri sjálf- s.agt. að halda uppbótakerf- inu, en gera á því breyting- ar. Fyrir nokkrum árum vildi hann framar öllu losna við bað. Nú finnur Halldór alls konar rök gegn hlutfalls- kosningum, en fyrir nokkr* uró árumi taldj hann hlut- fallskosningar í fáum en stór um> kjördæmum til bóta. — Hann ságði það og kvaðst standa við það. RÖK HALLDÓRS GEGN EINMENNINGSKJÖR- DÆMUM í grein sinni hinni fyrri gerði Halldpr grein fyrir ó- kpstum einmenningskjör- dæma. Hann sagði meðal annars: „Fésterkir menn og flokk- ar geta truflað eðlilega skipt ingu milli fjok.ka og keypt .sér lausafylgi með ýmsum aðferðum og þannig unnið kjördæmi. Minnihlutj kjósenda get- ur unnið sterkan meirihluta • á þingi. Heilar stéttir, fjölmennar og þýðingarmiklar, geta orð ij5 áhrifalausar á þingi að heita má, ef flokkaskipting fer eftir stéttum og þær hafa meirihiuta uema í ör- . Tii dæm- ef svipuð framvegis og ver að bændur pg j'éði ekki kosn- nema í þrem eða fjór- kjördæmum á landinu nokkur ár. Enn er svo þess að gæta, nokkrum vandkvæðum ar bundið að finna eðlilega skiptingu landsins í ein- SVO jöfn að .mannijoiaa. Með tilliti til þessa alls og einkum þ.e§s, hvílíkur , ó- skapnaður og hringa.vitl.aus hrærigrautur núverandi lög- gjöf er, tel ég að það væri til bóta, ,að landinu væri skipt í pokkur kjördæroi með hlutfallskosningum og uppbótakerfinu sleppt með öllu. Þetta hef ég sagt og við það stend ég.“ Það.var og! AlþýðuMaðið —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.