Alþýðublaðið - 13.03.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.03.1959, Blaðsíða 6
o Draumur- inu, sem rætfisf ÞEGAR við ökum með strætisvögnum eða spor- vögnum, verður okkur oft hugsað til vagnstjóranna: Hversu ömuregt -hlýtur ekki að vera að aka sömu léiðina dag eftir dag, ár eftir ár? Eftirfarandi frá- sögn um píslarsögu eins sporvagnsstjóra lásum við nýlega í dönsku blaði: ; Hann hét Mogesen og var ættaður úr litlu þorpi, þar ðiem engir sporvagnar voru. Þegar hann kom til Kaup- mannahafnar, urðu spor- vagnarnir hans ær og kýr. Iðulega ók hann í þeim hverja ferðina eftir aðra sér til skemmtunar. Draumur- inn var að verða sporvagns s'tjóri, og hann rættist eft- ir skamma hríð. En Adam var ekki lengi í Paradís. Smátt og smátt varð Moge- sen það Ijóst, að lífið hlyti að vera fólgið í öðru en því að aka sporvagni milli tveggja endastöðva. Þegar hann hafði ekið í tuttugu ár sömu áætlunar- ferðina, var svo komið, að hann hataði sporvagna og hét því með sjálfum sér, að þegar hann væri kominn á ellilaun, skyldi hann byggja sér sumarbústað í námunda við gamla þorpið sitt, þar sem enn voru engir spor- vagnar. Draumurinn varð fegurri og fegurri í huga Mogesen og nú lifði hann eingöngu fyrir tilhugsunina um lausn frá starfi sökum aldurs til þess að geta gert þennan draum sinn að veru leika. Tíminn leið og hinn stóri dagur nálgaðist. Mogesen var haldið skilnaðarhóf af sporvagnafélaginu, þar sem honum var þakkað heilla- drjúgt ævistarf. í hófinu stóð Mogesen sjáifur upp og flutti ræðu, þar sem hann sagði frá hatri sínu á spor- vögnum. Nu stíg ég af, sagði hann. — Hér með segi ég öllum sporvögnum í víðri veröld að fara til fjandans! Þegar hann kom heim úr veiziunni, voru ættingjar hans saman komnir til þess að hylla hann á þessum merku tímamótum. Þeir vissu um draurn hans og ætluðu nú að koma honum heldur en ekki á ó- vart. Draumurinn skyldi rætast með það sama. Ætt- ingjarnir höfðu látið útbúá sumarbústað fyrir hann í ná munda við fæðingarþorp hans, — stofu, svefnher- bergi og eldhús — innrétt- uð i gömlum sporvagni! ☆ Dýrmælur vindlingur. SLAVKO MITROVISKI frá Kumanovo í Júgóslavíu fann kvöld eitt sígarettu á gólfi í kvikmyndahúsi. Þeg ar sýningunni var lokið ætlaði hann að kveikjá sér í sígarettunni, en tókst ekki. Hann hafði nærri eytt heilum eldspýtnastokk, þeg ar hann missti þolinmæðina og reif sígarettuna í tætlur. Þá kom í ljós, að innan í henni var þéttvafinn 1000 dollara seðill! ðiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiimiifiiiiiiitiHiHiiutiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.... VIÐ höfum áður skýrt Íítillega frá Gillian Hills, sem Rodger Vadim hefur uppgötvað og ætlar að gera áð nýrri Brigitte Bardot. Nú hefur hún fengið sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd og á að leika skólastúlku á gelgjuskeiði í myndinni „Les Liaisons dangereus- us“ (Hættuleg sambönd). Sagan, sem kvikmyndin er gerð eftir, kom út fyrir nokkrum . árum og þótti nokkuð djörf, svo að Gil- lian hefur ekki fengið leyfi til að lesa hana fyrr en nú. Gillian er nefnilega ekki nema 14 ára ennþá, og þeg- ar myndin verður sýnd, fær hún ekki að sjá hana, fyrr en eftir tvö ár, ef öllum lög- um og reglum er fylgt. Gillian Hills, sem um þessar mundir dvelst í Par- ís, þar sem myndin er tek- in, er brezk að uppruna, en hefur undanfarin 10 ár ver- ið búsett í. Nice.Æaðir henn ar var liðsforingi í hinni frægu áttundu herdeild Montgomerys. Eftir stríðið settist hann að í Egypta- landi, og þar fæddist Gilli- an. Skömmu síðar urðu þau hjón ósátt og skildu. Móð- irin settist að í Nice ásamt dótturinni og sá fyrir þeim mæðgum með því að kenna ensku. Þegar Gillian fékk tilboð um að leika í kvik- mynd, gaf móðirin sam- þykki sitt, þrátt fyrir æsku dótturinnar, og mun með- fram hafa gert það af fjár- hagslegum ástæðum. Meðfylgjandi myndir sýna Gillian Hills, annars vegar sem skólastúlku, sem leikur sér með sippu- band, —• hins vegar sem unga stúlku, sem er að vakna til lífsins. " | ■ 'V ■ . jr SAGT ER, að frumsýning kvikmyndarinnar „Verts- huset Den sjette lykke“ muni verða mikill sigur fyrir Ingrid Bergman. ,,Time“ heldur því fram, að hún eigi skilið að fá sín þriðju Oskarverðlaun fyrir leik sinn, en lilutverkið er brezk kona, sém gerist trú- boði í Kína. í myndinni kemur fyrir flest af því, sem menn sækjast eftir í kvikmyndum: ást, styrjöld, trú, morð, grinimd, kímni, tónlist og dans. Hetjan í myndinni er Gladys Aylward (Ingrid Bergman), sem telur sig hafa fengið vitrun guðs um að fara til Kína. Hún legg- ur af stað upp á eigin spýtur og kemur til lítils þorps í Norður-Kína. Þar hefur hún starf sitt og fer að segja biblíusögurnar sínar, berj- ast fyrir rétti kvenna, kem- iiiiifiimHlliliiitNiiimiiHiiiiimiiimiiliiiMiiii ur á fót heimili fyrir mun- aðarlaus börn, — og síðast en ekki sízt fer hún að elska ofursta í kínverska hernum. Hún tekur sem sagt þátt í stríðinu eins og Florence Nightingale. ☆ FRÚ nokkur í Colorado heimtaði skilnað, af því að eiginmaðurinn væri sér ó- trúr og þar að auki allta-f fullur. — Getið þér sannað, að hann hafi verið yður ótrúr? spurði dómarinn. — Ég er nú hrædd um það, svaraði frúin. — Ný- lega vorum við í samkvæmi og hann drakk sig fullan eins og venjulega. Á heim- leiðinni hélt hami að ég væri einhver önnur og fór með mig inn í íbúðina okk- a-r — bakdyramegin! Peningu feasfað á glæ MENN hafa ým arlegar venjur í heimi, en einhvern legasta, sem vif heyrt um, er a< peningum. Englendingurinn Edwards fleygir á degi pundsséðli sí sinn og horfir i brenna til ösku. 1 ir, að þetta sé sit baráttunni gegn : ’ unni. .Hanh hel frárn, að það sé Of peningaseðlum í u hverjum borgara si minnka svolítið s< ann. — Ef allir fylg fodæmi, — þá væi lifa, segir hann. ★ Ðandarfkj amaðu es Farraras er líí frumlegur í viðh til peninga. N dreymdi hann, mundi fara fyrii því að hann ■ ætti ara í banka. Bag KROSSGÁTA NR Lárétt: 2 vol skammst., 8 bii mjög, 12 pallur (þ hreyfir, 16 óopins tveir eins, 18 ógæ Lóðrétt: 1 hry kiiidúr, 4 fúgí, 5 fe efni, 10 fljótandi 11 meiðslin, 13 (þgf.), 15 felófes hrífast af. Lausn á krossgátu Lárétt: 2 lagar,: kór, 9 SÆH, 12 hr< Kóran, 16 fun, 1’ báðir. nefur löngum verið að líf fjölmargra málara í París er engan veginn „dans á rósum“. Nýlega sátu nokrir máalarar á kaffihúsi. ís og barst m. hversu erfiðlega gengi greiða húsaleiguna. u*ðu margir sér með, há- stemmdum lýsingarorðum unz einn viðstaddra, ekki hafði lagt orð í belg, tók til máls: LEYNDARDÓMUR MONT EVEREST — Ég borga aldrei neina húsaleigu. Ég haga vinnu minni ævinlega þannig, að síðustu daga hvers mánað- ar fæ ég mér gullfallega fyrirsætu til þess að mála. Þegar leigjandinn kemur, brosi ég eins gleitt og ég get og bíð honum inn, Aldr ei hefur það brugðizt, að hann hefur setið hjá mér fram eftir kvöldi og horft á fyrirsætu.na. Síðan spyr hann, hvort hann megi ekki koma aftur næsta dag og er það auðfengið. Þegar ég hef lokið við myndina, gef ég honum hana, og þar með er útrætt um húsaleiguna! smani saman rennur Ijós fyrir Frans. Hér í þessum dal, sem. einangrað- ur er af þessúm jökli, hefur þróazt samfélag, sem eng- inn hefur nokru sinni heyrt um. Sjúkdómar eru hér ó- þekkt fyrirbæri. Þessu sam félagi er enn þann dag í dag stjörnað af tíbetskum munkum og fjallagarpar, ,sem hingað lenda hópinn. ,, En er hræðilegi snjóma hefur yfirstjórni spyr Frans. „AI menn, já, það eru g 13. marz 1959 — Alþýðublafiið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.