Alþýðublaðið - 19.03.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.03.1959, Blaðsíða 9
( fÞróttir Undirrituð félagasamtök vekja hér með at« hygli stóreignaskattsgreiðenda á auglýsingu skattstjórans í Reykjavík dags. 11. marz 1959, um álagningu stóreignaskatts á hlutafjár- og stofnsjóðseignir skattgreiðenda. Nauðsynlegt er að þeir skattgreiðendur, ei? telja hlutafjár- eða stofnsjóðseignir sínar of« metnar til skatts, sendi skattstjóra kæru eigi síðar en 31. marz 1959. Reykjavík 17. marz 1959. Félag íslenzkra iðnrekenda Félag íslenzkra stórkaupmanna ? Húseigendafélag Reykjavíkur 7^ Landssamband iðnaðarmanna Samband smásöluverzlana ? Verzlunarráð íslands Vinnuveitendasamband íslands ? Landssamband íslenzkra útvegsmanna 7. ? Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda* f Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Samlag skreiðarframleiðenda. Árshátíð Í.R. verður haldin á Röðli miðvikudaginn 25. marz og hefst með borðhaldi kl. 7 til 9. Fjölbreytt skemmtiatriði. — Dans. Miðar afhentir í verzlun Magnúsar' E. Baldvins- sonar, Laugavegi 12 og í ÍR-húsinu, sími 14387. Tryggið ykkur miða tímanlega. ÍÞRÓTTAFÉLAG REYKJAVÍKUR. Ég þakka öllum, sem heiðruðu mig með heimsókn- um. skeytum og góðum gjöfum á áttræðisafmæli mínu 13. þ. m. Vilhjálmur Ásgrímsson, Hringbraut 90. Valdimar Örnólfsson. HEIMSMEISTARAKEPPNI stúdenta í skíðaíþróttum vai' háð í Zakopane í Póllandi dag- ana 3.—8. marz s. I. Þetta var 9. mótið í röðinni og pólska stúdentasambandið hélt það að þessu sinni í tilefni 50 ára af- mælis sambandsins. Þátttakend ur í mótinu voru milli 65 og 70 frá 19 þjóðum. Margir þeirra eru í fremstu röð og kepptu á Olympíuleikjunum í Cortina Ojr heimsmeistaramótinu í Bad Gastein í fyrra. 'Eins og Alþýðublaðið skýrði frá s. 1. þriðjudag, tók Valdi- mar Örnólfsson þáitt í móti þessu og stóð sig með mikilli prýði. Hann varð 19. í svigi (þar datt Valdimar í fyrri ferð inni og tapaði á þvl ca. 20 sek.), 7. í stórsvigi og bruni og í þrí- keppni (svig, stórsvig og brun) varð hann fimmti, sem er prýði legur árangur. Valdimar sagði í viðtali við Íþróttasíðu bl'aðsins, að móttök- ur hefðu verið framúrskarandi og allt skipulag og aðstaða til keppni framúrskarandi. Rússar voru sigursælir í göngu, Pól- verji sigraði í norrænni tví- keppni og Finni í stökki. í kvennagreinunum' bar frönsk stúlka, Prince Cecile sig ur úr býtum í öllum alpagrein- um kvenna, hún sýndi mikið öryggi og lí'kleg ti[ enn meiri afreka. Iiér kom'a úrslit í þeim grein um, sem Valdimar tók þátt í: SVIG: sek. Peter Koppe, V.-Þýzkal, 125,3 (Fyrri ferð 68,6, seinni 56,7) J. Korzeniowsky, Póll., 127,4 W. Reihm, V. Þýakal., 129,7 A. Roj, PólL, ' 130,5 Valdimar varð 19., eins og fyrr segir, hann fór fyrri ferð á 85,4 og þá siðari á 65,3=150,7 sek. Svigbrautin var mjög erfið og fjölbreytileg, margir duttu illa. Alls voru 70—80 hlið. STÓRSVIG: sek. G. Dimitroff, Búlgaríu, 144,3 A. Roj, Póllandi, 144,9 G. Waroszkin, Búlgaríu, 147,5 Framhald á 2. síðu. Körfuknallleikur í kvöld - ÍS og ÍKF í mfi. karla MEISTARAMÓT íslands í körfuknattleik heldur áfram að Hálogalandi í kvöld og hefst keppnin kl. 20,15. Fyrst leika ÍKF og Ármann (b) í 2. flokki karla, en síðan befst mfl. leikur íþróttafélags stúdenta og ÍKF, sem eru ís- landsmeistarar. Sá leikur getur orðið jafn og spennandi, en lið- in í meistaraflokki karla eru jöfn. I PASKAÞVOTTINN Frjálsíþrétfasam- bandlð gefur úí FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND íslands hefur hafið útgáfu frétta blaðs, sem á að koma út fjórum sinnum á ári til að byrja með. í ávarpi til lesenda segir for- maður FRÍ, Brynjólfur Ingólfs- son, m. a. um tilgang útgáfunn- ar: ■; Stjórn Frjálsíþróttasambands íslands hefur ákveðið að gera tilraun til að gefa út af og til í blaðsformi frétta- og tilkynn- inigablað fyrir salmibandsaðila og aðra, sem áhuga hafa á frjáls um íþróttum. Það er ékki ætlun sam'bands- ins að efna með þessu til sam- keppni við íþróttalbíöð eða í- þróttasíður dagblaða, heldur eingöngu að koma á nánari tegnslum' á milli FRÍ og aðila íþróttáhreyfingarinnar og í- þróttamianna log birta ýmsar upplýsingar auglýsingar um mót, leikreglubreytingar og ann að, sem mláli skiptir. Ýmis sambönd í nágranna- löndum ökkar gefa út svipuð blöð og þykja þau nú orðið ó- missandi. Það er von stjórnar FRÍ, að þessi útgáfa verði til eflingar frj'álsíþróttaiðkunum í landinu og komi á greiðari tengslum milli sambandsins og' íþrótta- fólks um landsbyggðina. Ritstjóri blaðsins er Örn Eiðs son. | Þetta er skíðakappinn Eysteinn Þórðarson, sem stóð sig | I mjög vel á Helmenkollenmótinu fyrr í þessum mánuði. 5 | Norsk blöð ræddu tölvert um frammistöðu íslending- | 1 anna á mótinu og héldu því fram, að íslenzkir skíða- § i menn væru í framför. — Beztu skíðamenn Islands standa | | okkar mönnum ekki að bakj í alpagreinunum, sögðu blöð- | I in, Heyrst hefur að Eysteinn hafi meitt sig á æfingu í | | Svíþjóð og er því vafa sarnt, að hann geti verið með á i | Landsmóti skfsmanna, sem fer fram á Siglufirði um | | páskana. i uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiHHiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiim Alþýðublaðið — 19. marz 1959 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.