Alþýðublaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 6
 Sf* Spjallað við Þórarin Eyjólfsson — INN á Hressingar- skála? Nei, þangað fer ég ekki. Ég hef einu sinni kom ið þar til þess að selja og þeir vísuðu mér á dyr. Ég kvaðst mundu kæra þá fyr- ir mannréttindanefnd Sam- einuðu þjóðanna, en þeir skeyttu því engu. Þórarinn Eyjólfsson, gam all sjómaður, sem að undan förnu hefur selt blöð á göt- um bæjarins, stendur neð- ■arlega á Hverfisgötu og neit ar kaffisopa á Hressingar- skálanum á fyrrgreindri for sendu. Þetta er s. 1. fimmtu- dag, þegar skiptist á hríðar- veður og glaðasólsjcin. — Kannski við förum þá niður á Alþýðublað. — Já, það ætti að vera meinlaust, svarar Þórar- inn. — Að því búnu er lagt af stað. Það er erfitt að kom ast yfir götuna vegna um- ferðarinnar og meðan við bíðum, tautar Þórarinn: — Þeir hemla ekki einu sinni þessir fjandar! fyrir norðan og vestan og bæði á síld og þorskfiskiríi. — Og hvernig líkaði þér á sjónum? — Maður mátti til með að kunna vel við sig. Það var ekki um annað að ræða. — Það var ekki hægt að velja atvinnu í þá daga. — Hvenær fluttist þú hingað? — 1939. — Hvar ertu fæddur, Þór arinn? — Á Seyðisíirði 1896. — Sömuleiðis alinn þar upp. — Og þú hefur stundað sjóinn lengstaf? — Já, alltaf á sjónum, á áijabátum og mótorbátum — Og kanntu vel við þig? — Nei. Illa. Mjög illa. Ég kunni miklu betur við mig fyrir austan. Þessi umferð hérna og hávaðinn! Landið er líka ljótt hér fyrir sunn- an. Og síðan ég fékk gigtina, fæ ég ekkert að gera. Ég þykist nú geta gert sitt af hverju, en verð að fást við blaðasölu. Svoleiðis vinna er ekki fyrir aðra en börn og aumingja. Ekkert upp úr því að hafa! Við erum svo. skrýtnir, íslendingar. Ef maður laskast eitthvað, — fæst ekkert að gera. Við er- um langt á eftir öðrum menningarþjóðum í þessu. — Hefurðu aldrei brugðið þér út fyrir pollinn? •— Jú, ég sigldi til Noregs og Grænlands. — Hvernig var á Græn- landi? — O, líkt og hér heima. Meira meginlandsloftslag. Þetta var um sumar. Ágætis sumar. Og ágætur fiskur. — Þeir hafa fé. Og þar eru hreindýr í milljónatali. — Það hefði verið fínt, ef ekki hefði verið mýbitið. Þeir, sem höfðu hatt og net niður á höku, — þeir vor.u góðir! — Hefurðu komið víðar? — Jú, 1954 var ég orðinn dálítið slæmur af gigtinni og fékk ekkert að gera. Þá brá ég mér í skemmtiferð með Orlófi. — Hvað kanntu að segja úr þeirri ferð? — Ég fór til Kaupmanna- hafnar og þaðan í langferða bíl til Parísar. Þar var margt að skoðá. Ég sá Monu Mynd: Oddur Ólafsson. Texti: Gylfi Gröndal. Lisu og kórónu Napoleons og sverð, sem hann hefur sennilega notað spari. Það var allt lagt demöntum og líklega hefur verið gull í kórónunni. Hún var svo lít il. í Versala sá ég svefnher- bergi Ma.riu Antonette. •— Það var með bogadregnu lofti, sem var skipt í reiti og myndir á reitunum. Það voru 1800 herbergi í höli- inni og 1800 gosbrunnar í garðinum. Og ekki má gleyma Lido í París! Ég held það hafi staðið við Ódáinsgötu. Þar dansaði það á skautum í 30 stiga hita. Maður drakk ískalt kampa- vín til þess að kæla sig. Það var gaman að sjá það spæna ísinn í hitanum. Um nótt- ina, þegar við komum út, sjáum við feikna Ijósagang við Sigurbogannn. Og er þar ekki Napoleon á skínandi hesti, og skari af hermönn- um á eftir honum. Ég hélt mig væri að dreyma eftir að háfa séð kórónuna og sverðið. Seinna frétti ég að þeir hefðu verið að filma. Þá fengum við okkur b'íl og það var Rússi, sem keyrði. Okkur fannst skrít- ið, að hann skyldi ekki vera heima hjá sér. Það væri svo gott að vera í Rússlandi. — Hann sagði það væri vont að vera þar. Við sögðum það færi tvennum sögum af því! Morgunin'n eftir þurfti ég að kaupa mér vindla og var nú ekki góður að rata og skildi ekki málið. Ég hafði því með mér komp ás og fékk vindlana. Þegar ég geng eftir götunni með vindlana, kemur ekki kven- maður í hvítum kjól og hvítum sokkum beint upp í fangið á mér og dembir yfir mig þessari voðalegu frönsku. Þegar hún sér, að ég skil ekkert, fer hún að tala ensku: „Do you like it?“ Það skildi ég og mig fór að gruna margt. Ég spurði: „How much?“ — „5000 franks“, svaraði hún. Þá sagði ég á íslenzku: — „Nei, það er of mikið. Þeir eru svo sparir á gjaldeyr- inn heima“. — Komstu ekki til St. Pauli? — Reyndar. Það er ekki hægt að lýsa því! Þar voru Suður-Ameríkumenn að skemmta, — með Panama- hatta, og settu hatta á alla nema mig. Þeir hafa ekki treyst sér til þess að gera mig að Suður-Ameríku- manni. Þarna kunni fólkið að skemmta sér. Það er munur eða hér. Hér kann enginn að skemmta sér. — Á heimleiðinni kom ég til Færeyja. — Og hvernig fannst þér þar? — O, það er líkt og hér. Þær eru grænar að sjá, en það er grunnur jarðvegur- inn þar. Þeir hafa lítið beitiland. Ég sá þá hafa kýrnar í túnunum. Gæti trúað það væri samt gott í Færeyjum. Þar er ekki háv aðinn. Og þar hemla þeir ef maður þarf að staulast yfir götu. Eftir að hafa minnst á hávaðann og umferðina, fór Þórarinn að ókyrrast og gaf í skyn, að hann þyrfti að koma sér út til að sélja Vísi. Við spurðum hann að lok- um: — Hefurðu ekki komið til Ameríku? — Nei. En ef einhver spyr mig að því, sérstaklega ef það eru stelpur, þá segist ég hafa komið til Vesturheims. Grænland er þar með. LÖGREGLAN í Croydon — einni af útborgum Lond) on, leitar nú . dyrumi o’g dyngjum áð' Jiúsi. sém er gjörsamlega horfið. Húsið ■ var nýreist og var éitt af þessum tilbúnu húsum, — sem sett eru saman. Nókkr ir menn-í nágrenninu tóku eftír því eina nóttina.. að verið var að vinna við hús- . ið, en veittu því ekki eftir- tefct, hvort • verið vlar að reisa;það eða rífa niður. — Þegar eigandinn kom dag- inn eftir var ekkert eftir nema grunnurinn! KROSSGATA NR. 61: Lárétt: 2 skákmaður, 6 íþróttafélag, 8 sótt, 9 skass, 12 skammir (ef.), 15 delar, 16 grjón, 17 ósamst., 18 augljós. Lóðrétt: 1 jurtin, 3 vann, 4 neðanjarðar, 5 tímamark, 7 iblóm, 10 rúmfatið, 13 ástaratlot, 14 verkfæri, 16 fanga- mark. Þórarinn Eyjólfsson, Napóleon við Sigurbogann! Lausn á krossgátu nr. 60: Lárétt: 2 hegna, 6 OB, 8 brú, 9 sal, 12 Hrannir, 15 sóara, 16 ótt, 17 ÉF, 18 slátt. BÆJARBÍÓ sýnir um þessar mundir rússnesku kvikmyndina „Þegar trön- urnar fljúga“, og er ærin ástæða til þess að mæla með henni. Hún hlaut gullpálm- ann í Cannes og hefur verið mest sýnda kvikmynd í V.- Evrópu síðan í sumar. — Leikkonan unga, Samovilova, sem ur verið frá hér áður, leikur aðal og varð heimsfra stundu fyrir leik „Þegar trönurr er einföld saga u venjulegt fólk, sa Jayne Mansfield óskar Tatyönu Samovilovu ingju með verðlaunin í Cannes. LEYNDARDOMUE MONT EVEREST BOB WINFIELD hefur enn ekki skilið þetta til fulls. Myndir frá fortíðinni svífa fyrir hugskotssjónum hans, en Philip reynir eftir fremsta megni að hjálpa hon um að raða þessu öllu sam- an. „En hvað það er furðu- legt“, segir Bob að lokum, „að ég skuli hafa gleymt þessu öllu.saman skyldir ekki mun ur Philip. Ég sk lega hjálpa ykkui um við að geral ég verð í fyrsta reyna að ná tali Lóðrétt: 1 Móshi, 3;EB, 4 grána, 5 Nú, 7 bar, 10: lasta, 11 krafa, 13 nótt, 14 fri, 16 Ul. g 5. apríl 1959 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.