Alþýðublaðið - 08.04.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.04.1959, Blaðsíða 4
Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- þórsson og Helgi Sœmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- £on. Fréttastjóri: Ðjörgvin GuSmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- son. Ritstjórnarsimar: 14901 og 14902. Auglýsingarfmi: 14906. Afgreiðslu- siliii: 14900. ASsetur: Alþýðuhúsiö. Prentsmiðja AlþýSubl. Hverfisg. 8—10. Hvorki meira né minna! ; TIMINN heldur áfram að birta vitnanir um 1 ,'kjördæmamálið. Á 'sunnudag varð fyrir valinu til þess hlutskiptis Gunnar Dal, skáld og erindreki. Fyrirsagnir greinarinnar segja allt um efni henn- ar ög málflutning. Þær eru þetta smáræði: ,.Af- :nám kjördæmanna felur í sér dauðadóm hins ís- lenzka lýðræðis. Ef héröð landsins afsala sér rétti isínum, tákna þær kosningar, er nú fara í hönd, A endalok þeirrar menningar, er hefur réttlætt sjálfstæða tilveru þessarar þjöðar.“ Hvorki meira :né minna! Gunnar Dal hefði getað stytt sér fimbulfambið um kj ördæmamá'iið með yfirlýsingu eitthvað á _ þéssa leio: ,,Ég ætla að kjósa Framsóknarflokk- inn í vor og gera þannig mitt til að varðveita ís- lenzkt lýðræði og íslenzka bændamenningu.“ Svo ‘hefði Tíminn getað sagt í gær: „Lásuð þið játning- una hans Gunnars Dal um kjördæmamálið á eunnudag? Var hún ekki dásamleg?“ , Auðvitað er ekkert við það að athuga, þó að Gunnar Dal ætli að kjósa Framsóknarflokk- inn í þjónustuskyni við íslenzkt lýðræði og ís- lenzka bændamenningu. En hvers vegna biður maðurinn ekki um fyrirgefningu gamalla svnda | fyrst hann er orðinn svona heittrúaður? Gunnar Dal studdi Þjóðvarnarfiokkinn í síðustu kosning um af álíka fjálgleik og Framsóknarflokkinn ] nú. En Þj óðvarnarflokkurinn mun svo andvígur í lýðræðinu og bændamenningunni, að blað hans fer hörðum orðum um, hvað hlutur Reykvíkinga eigi að .verða lítill . samkvæmt fyrirhugaðri - breytingii á kjördæmaskipuninni, Gunnar Dal má þannig lofa guð fyrir, að atkvæði hans mátti | sín ekki meira en raun varð á í síðustu kosn- ,• ingum. Hann var sem sé að kalla dauðadóm vfir ] lýðræðið okkar og blessaða bændamenninguna j með því að styðja Þjóðvarnarflokkinn orðhvaíur , og heittrúaður eins og maðurinn er nú, þegar hann býður Framsóknarflokknum sverð sitt og : vopnfimi l Röksemdir Gunnars Dal um kjördæmamálið ekipta litlu. Til þess eru þær allt of líkar vitnun- '■ um nýfrélsaðs fólks, sem enn er ekki í jafnvægi • eftir safnaðarbreytinguna. Hins vegar er ekki úr ; vegi að óska Framsóknarflokknum til hamingju i ineð liðsaukann. Og víst er gott, hvað manninum . líður vel eftir tilfærsluna. Já, sennilega kýs Gunn- ar Bal Framsóknarflokkinn ,viið kosningarnar í . vor. Svo eru menn að kvarta um, að lítið beri tii tíðinda á íslandi um þessar mundir. I Nöfum fll sölu fittings fyrir svört og galvaniseruð rör, galvaniserað- an skrúfaðan fittings fvrir skólpieiðslur. Margar “ stærðir. Ennfremur .sigti fyrir sand- og malarhörp- un. Allar stærðir. — Upplýsingar á skrifstofu vorri \ í síma 14944 kl. 10—12 f.h. Sölunefnd varnarliðseigna. Rainer Maria Rilke: Sögur af ur bókarinnar naumast stór- frétt. Þó er hún fagnaðarefni. himnaföður. Hannes Péturs- son íslenzkaði. Almenna bóka félagið. Bók mónaðarins febr úar 1959. Prentverk Odds Björnssonar. ÞÝZKA SKÁLDIÐ Rainer Maria Rilke, sem fæddist 1875, en lézt 1926, er íslenzkum les- endum óþekkt að kalla, þrátt fyrir mikil áhrif úti í heimi. Sama er að segja um marga aðra athyglisverðustu fulltrúa þýzkrar ljóðagerðar á síðustu áratugum. Þetta mun illa farið og sýnir tómlæti og einangrun íslendinga. Jónas Hallgríms- son lærði af Heine og keppti við hann, en síðan slitnaði bráð urinn milli þýzkrar og íslenzkr ar ijóðlistar. Nú hefur orðið breyting í þessu efni. Hún er að frumkvæði Hannesar Pét- urssonar. Hann dvaldist í Þýzkalandi fyrir fáum árum og nam tækni og vinnubrögð fjöl- hæfra og listrænna kunnáttu- manna á þýzku skáldaþingi. Rilke varð honum kannski ekki j þvílík fyrirmynd sem Heine jónasi —■ og þó? Hann á þýzka snillingnum áreiðanlega rnikið að þakka. Og nú kemur ræktar- semin til sögunnar. Hannes kynnir Rilke löndum sínum með bókinni „Sögur af himna- föður“, en hún var bók mán- aðarins hjá Almenna bókafé- laginu í febrúar. Þetta eru eins konar barna- sögur. Rilke skrifaði bókina 25 ára gamall og víst áður en ljóð hans tryggðu honum - frægan sigur. Efnið er íslenzkum les- endum fjarlægt og skáldskap- Barnsleg nærfærni og mann- rænn ynnileiki eru meginein- kenni hennar. — Rilke opnar smáfríðan en minnisstæðan ævintýraheim í þessum fallegu dæmisögum og skákar um- hverfi sínu og samtíð sinni með skemmtilegri kímni, sem stund ÍRainer Maria Rilke urn verður ærið ádeilusöm, þrátt fyrir hófsemina og var- færnina. Mann grunar við lest- urinn stíltöfra þessa snjalla og vandvirka skálds, og heims- borgarinn Rainer Maria Rilke er hér á ferðinni, þó að sögu- sviðið virðist hvorki víðáttu- mikið né margbreytilegt. Sá H a n n es á h o r n i n u ★ Ég fór og kom heim. ★ Og margt var breytt ★ Breytt kjördæma- skipun. •k Fjölgun þingmanna. ★ Tvö óskyld mál í hug- um fólks. ÉG TÖK MÉR LEYFI ogr fór norður í land. Ég þurfti að fara fyrr, en beið þar til ég taldi al- veg víst að sumarið væri komið. Ég fullyrti líka að það væri kom ið og studdist við klæðnað stúlknanna og blómin í garðin- um mínum. Ég sagði að páska- hretið kæmi ekki. En þetta fór allt á annan veg — og sést bezt á því hversu glámskyggnir og ráðafáir við erum. — Það kom aftur vetur — og stúlkurnar skiptu um föt — og þegar ég kom heim voru blómin mín föln uð og kollarnir drúptu við mold arbarðið. MÉR LEIÐ ÁGÆTLEGA hjá 85 ára gamalli stúlku og yndis- legum hjónum, meðal ungs fólks og gamals og heyrði margar ævi sögur og sá staði, sem ég hef aldrei fyrr séð og ég undi mér svo vel, að mig langaði ekkert heim fyrst um sinn, en gat ekki verið lengur, enda hlaðinn af efni. Ég vildi ekki aka heim, en flaug, og skil ég ekkert í fólki, sem lætur sig muna um 85 kr., sem það er ódýrara að aka — og þó ékki vegna matar á leið- inni, en það er að fljúga með Faxa. ÉG TALAÐI svo að segja ekk ert urri pólitík, en það kom fyrir að ég spurði: „Hefur kjördæma- breytingin áhrif hér í sýslu?“ Og svarið var alltaf hið sama: „Nei, svo virðist ekki vera, en það get ur verið að mikil fjölgun þing- manna hafi áhrif á móti. Fólk telur yfirleitt óhjákvæmilegt að breyta kjördæmaskipuninni, en það vill ekki fjölga þingmönnum um o£.“ — Þetta er staðreynd, hvað svo sem úr verður. En mér skilst, að allir flok-kar vilji fjölga þingmönnum, einnig Framsóknarflokkurinn, sem einn er á móti breyttri kjör- dæmaskipun.- FÓLIC ÉURÐAR Á ÞVÍ, að flokkar eru að tilkynna fram- boð í kjördæmum áður en á- kveðið hefur verið hvort kosn- ingar fari fram í sumar eða ekki. Það er bókstaflega hlægi- legt. Að vísu gera allir ráð fyrir að kosningar fari fram, en al- þingi hefur enga ákvörðun tekið í því efni enn sem komið er, og samkvæmt reglunum, sem enn gilda, eiga kosningar ekki að fara.fram fyrr en á næsta sumri. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- ■ sóknarflokkurinn keppast um að tilkynna framboð. Þar koma enn í ljós afbrýðisemin og keppn in í þessum flokkum. Þeir eru bara flokkar, ekki verkfæri þjóð arinnar í vanda. I VIÐTALI, sem birtist í út- hefur kunnað að æfa sig ungur í íþrótt máls og stíls. Þýðing Hannesar Péturs- sonar einkennist af mikiili til- litssemi við meistarann, og bók in er á góðri íslenzku. Hins vegar dylst ekki, að Hannes leggur meiri áherzlu á túlkun andrúmsloftsins og stílsins en djarflega speglun málsins og frásagnarinnar. Sögurnar eru dálítið fjarlægar, svo að les- andinn verður að elta þser uppi fil að sjá þær og heyra. Auk þess efast ég. um, að kímni sú, sem Rilke hafði á valdi sínu, komi hér alls kostar í leiíirnar.. Hannes Pétursson er enn ekki eins þjálfaður þýðandi og ætla mætti af því, sem hann frum- semur í lióði eða óbundnu máli. Til dæmis lætur hann ó- gert að þýða sum nafnorðin í sögunum Hvernig sviksemin barst til Rússlands, Dauði Timofejs gamla söngvara og Ljóðið um réttlætið. Rússneska andrúmsloftið hiá Rilke hefði þó sennilega batnað fremur en versnað í íslenzkum vitum við þá grímu. En Hannesi skal sannarlega ekki vanþakkað. Hann á þökk skilið fvrir að velia bókina til kynningar á Rilke, og þýðingin er honum til sóma. þó að finna megi að aukaatriðum. Lokasprettur bókarinnar, Saga sögð dimmunni, er í sér- flokki sem skáldskapur og á borð við fagurt og áhrifaríkt kvæði. Rilke fer þar ekki geyst, en hleypur brautina eigi að síður heimsmeistaralega. Þeirri sögu gleymir maðu.r varla að sinni. Hélgi Sæmundsson. varpinu nýlega við forstöðu- konu hins ágæta kvennaskóla á Blönduósi og fleiri starfskonur þar, sagði ein þeirra, að hún kenndi háttvísi og í sambandi við það sagði hún, að fyrirmenn þjóðarinnar þyrftu að læra hana. Það fylgdi ekki sögunni hvort hún var að mælast til þess, að þeir kæmu í tíma til hennar. Af þessu tilefni hefur J. G. sent mér eftirfarandi bréí: „ÉG ÞAKKA UMMÆLIN í út varpsviðtali Ragnars Jóhannes- sonar um háttvísina. Ég þurfti nýlega að tala við einn af fremstu mönnum Reykjavíkur. Hann tók ekki undir kveðju mína þegar ég kom inn. Hann svaraði mér litlu sem engu, og þó bar ég fram erindi mitt af fullri kurteisi og friðsamlega, enda gaf það ekki tilefni til ann ars. Hann sagði mér að tala við fulltrúa sinn, en vísaði mér ekki til hans og hann tók ekki kveðju minni þegar ég fór. MENN HALDA KANNSKE að eitthvað illt hafi farið á milli okkar áður, en því fer fjarri, því að ég hef aldrei talað við hann fyrr og aldrei orðið fyrir honum eða hann fýrir mér. Við vorum ókunnug hvort öðru. Ég held að þessi maður þyrfti að setjast í kvennaskólann á Blönduósi og læra háttvísi.“ Hannes á horninu. Kemssk faiahreinsun ■fa fatapressun k fatalitun Efnalaugin KEMIKÓ Laugavegi 53A Sími, 12742. 8. apríl 1959 Alþýðublaííið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.