Alþýðublaðið - 08.04.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.04.1959, Blaðsíða 6
Þegar lindar- penninn var fundinn upp NORDISK TIDENDE í Brookyln sagði nýlega frá því, hvernig lindarpenninn var fundinn upp, og var það í sambandi við bréf frá lesanda. Árið 18-81 kom umboðs- maður tryggingarfélags til byggingameistara að nafni John Doughtery, þar sem hann var við vinnu sína, —- og reyndi að fá hann til þess að kaupa líftryggingu. Loksins eftir japl og jaml lét byggingameistarinn und an og umboðsmaðurinn tók upp eyðublað, pennastöng og blekbyttu. Doughtery tók pennann, dýfði honum niður í blekbyttuna og ætl aði að fara að skrifa, en í sama bili kom járnplanki fljúgandi í áttina til þeirra og köstuðu þeir sér báðir til hliðar til þess að verða ekki fyrir honum. Blekið flaut yfir allt eyðublaðið og svo illa vildi til, að þetta var eina eyðublaðið, sem umboðsmaðurinn hafði með sér. Hann tók þegar til fót- anna og hljóp í hendings- kasti heim til sín til þess að sækja eyðublöð. En þegar hann kom aftur, hafði ann- ar umboðsmaður komið til byggingameistarans í milli- tíðinni og selt honum líf- tryggingu. Umboðsmaðurinn, sem missti af tryggingunni, varð svo gramur, að hann skundaði heim — og fann upp lindarpennann! Hann hét Lois Edison Waterman. llllllllllllllllllltlllllllHlllllllllllllllHllllllttllllltlll \ Mötlull ( Ragnhelðar | Hafstein Á FORSÍÐU Al- 1 þýðublaðsins síðastlið = inn sunnudag birtist | mynd af nokkrum 1 kvennaskólastúlkum í | peysufötum, en peysu 1 fatadagur skólans var | síðastliðinn laugar- | dag. — Ljósmyndari | blaðsins tók þessa | mynd af handahófi, | en svo skemmtilega | hefur viljað til, að | hann tók mynd af | stúlku, sem var í ein- | um merkasta möttlin- ! ,um, sem þarna var að ! sjá. Stúlkan heitir El- ! in Thorarensen og er 1 dótturdóttir þeirra ! merkishjóna Ragn- ! heiðar og Hannesar ! Hafstein. Möttullinn ! var í eigu Ragnheið- i ar, og klæddist hún = honum til dæmis við | konungskomuna og | önnur hátíðleg tæki- i færi. TALLEYRAND hefur sagt eftirfarandi um kaffið: „Það á að vera heitt eins og hel- víti, svart eins og sjálfur djöfullinn, hreint eins og engill og sætt eins og ástin.“ ☆ + BREZKUR bifreiðar- stjóri, Thomas Hindle, var nýlega dæmdur í 2 punda sekt fyrir ógætilegan akstur. Hindle er stofnandi og formaður félags, sem ber heitið „Akið hægt og var- lega!“ ☆ PRESTURINN í Bjergby- kirkju í Mors í Danmörku sá sig neyddan til að aflýsa sunnudagsguðsþjónustunni fyrir skemmstu. Organisti kirkjunnar var nefnilega vant við látinn, —- það var verið að ferma hann í kirkju næstliggjandi sókn- ar. Organistinn er 14 ára gömul stúlka, Anna Marie Dy-bdal að nafni, og er yngsti organisti Danmerk- ur. Hún byrjaði að spila í kirkjunni fyrir nokkrum árum í forföllum, en í fyrra var staðan auglýst laus. Anna sótti og fékk hana. ^Kypur litla barðist við Golíat og lét undan99 BRETARNIR kölluðu hann morðingja og settu 28 000 £ til höfuðs hon- um. Grikkir kölluðu hann hins vegar hetju og kveiktu á kyndlum honum til heið- urs. Aðeins nokkrir liðsfor- ingjar áttu samt að hafa auga með foringja hinna dularfullu EOKA-manna, George Grivas, eftir að hann sté á land úr smygl- arabáti eina stormasama nótt árið 1954. í síðustu viku, þegar friður komst á á Kýpur eft- ir undirritun sáttmála milli Breta, Grikkja og Tyrkja, skreið Grivas úr felustað sínum, sem var í fjalli, sem er míla á hæð, og hraðaði sér til Aþenu. Forsætisráð- herra Grikkja tók hjartan- lega á móti honum, kyssti hann á báðar kinnar, — og Grivas kallaði til 350 000 fagnandi Grikkja: „Kýpur litla barðist við Goliat og lét ekki undan!“ Grivas rifjaði upp ævin- týri sín í góðum félagsskap í Aþenu. Hann sagði frá því, hvernig honum tókst að endurnýja hinn sterka kjarna EOKA liðsins með Kýpurbúum, sem voru við nám í Aþenu. Leynilegri mótspyrnuhreyfi-ngu stjórn aði hann gegn nazistum. Þeir æfðu sig á nóttinni í grjótnámum, sem hætt var að nota. Grivas gabbaði Bretana gjörsamlega með því að flytjast úr einum feluvtað í annan í Troodos-fjöllum. Hann dvaldist ýmist í hell- um eða kjörrum. í langan tíma bjó hann við hliðina á brezkum liðsforingja í Limassol. Einhverju sinni heimtaði hann að fá að taka í hendina á Sir John Har- ding marskálki, sem var í stuttri heimsókn á eynni. Grivas þakkar það tryggð félaga sinna, hversu hon- um heppnaðist að komast undan æ ofan í æ. í eitt skipti hlýtur hann þó að hafa bjargað sér upp á eig- in spýtur: Hann var að baða sig, þégar hann sá herflokk á árbakkanum. Honum tókst að skýla sér bak við runna, og þar var hann alls nakinn í fimmtán mínútur, eða þar til hermennirnir fóru. Það hættulegasta, sem Grivas lenti í, var þegar Bretar umkringdu fjallið, þar sem felustaður hans var. Herdeildirnar byrjuðu að færa sig nær, en spreng ingar úr þeirra eigin fall- byssum kveiktu í kjarrinu. Nítján Bretar létust af eld- inum, en Grivas slapp, án þess að missa nokkurn af liðsmörinum sínum. í langan tíma lifði Griv- as og skæruliðar hans á app elsínum og olífulaufum. Af leiðingin af því varð sú, að þeir fóru að missa tennurn- ar. — Þegar Grivas sá sig neyddan til þess að fara til nærliggjandi þorps til þess að láta taka úr sér fjórar tennur, var hann nærri fall inn í hendur Bretum, sem komu á tannlækningastoí- una í rannsóknarleiðangur. Hann bjargaði sér með því að skella á sig svæfinga- grímu, sem huldi nef hans og munn, Og eitt af því fyrsta, sem Grivas gerði, þegar hann kom til Aþenu, var einmitt að fara á tannlæknastofu til þess að láta laga i sér tenn- urnar. Að því búnu hélt hinn 60 ára gamli skæruliði til dómkirkjunnar í Aþenu og hafði meðferðis dálítið af blóðidrifnum Kýpurjarð vegi. Hann hefur verið gerður að yfirhershöfðingja, og þingið sæmdi hann sama titli og Pericles var sæmd- ur á fimmtu öld fyrir Krists burð („heiðursborgari"). Og Grivas þakkaði fyrir sig og kvaðst ætla að hvíla sig og skrifa minningar sínar. ★ ROLF BJÖRLING, sonur Jussi Björling og tenór eins og hann, hefur undan- farin þrjú ár unnið sem sölumaður í Ameríku, en sömuleiðis fengizt lítils hátt ar við söng. Metropolitan-óperan leit- ar á hverju ári að ungum og efnilegum söngvurum, og að þessu sinni voru 2000 ungir söngvarar, sem próf- aðir voru. Úr hópnum voru 14 valdir til frekari próf- unar og var Rolf Björling meðal þeirra. Hann söng eitt af eftirlætislögum föð- ur síns úr óperunni „La Boheme“. Chaplin. eins og allur heimurinn þekki LEYNDARDOMUR MONT EVEREST ÞJ.ÓNNINN fylgir Bob og Frans eftir í nokkurri fjarlægð. Þá sér hann, að þeir fara um borð í mótor- bát, og brátt sigla þeir brott frá sjónum hans. Skyldu þeir hafa tekið eftir hon- um? Þjónninn snýr við og hleypur sem fætur toga í áttina til aðalbyggingarinn ar, og sannleikurinn er sá, að Bob hefur tekið eftir því, að einhver er á hælum þeirra. Þess vegna keppti hann að því að n sem fyrst. Á stað á vatninu stí bátinn. „Nú, þ, ekki auðvelt Grace. Hennar vi g 8. apríl 1959 — AlþýðubJaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.