Alþýðublaðið - 08.04.1959, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.04.1959, Blaðsíða 7
n r hann. í NÆSTU VIKU mun all- ur heimurinn sameinast í hamingjuóskum til lítils manns í alltof stórum stíg- vélum, í allt of stórum bux- um, í dálítið snolluðum jakka, með dálítið of lítinn pípuhatt, með mjóan bamb- usstaf, sem er e'ins og tákn hins ókúgandi glæsileika í miðri niðurlægningu fá- tæktarinnar og getur þjón- að sem tæki til tjáningar í ótrúlega flóknum sálræn- um viðbrögðum, með kostu legt yfirvararskegg á and- liti, sem á einni svipstundu getur endurspeglað tilfinn- ingar þúsundanna allt frá skelmissvip versta skúrks til göfugmannlegs yfir- bragðs ljóðræns hugsuðar. 1 stuttu máli sagt: Charlie Chaplin verður sjötugur í næstu viku. Hinar þöglu myndir Chaplins, 80 að tölu, hafa verið sýndar og séðar um heim allan. Hver og ein hef ur að meðaltali verið sýnd fyrir 350 milljónir manns og um helming þeirra er stöðugt verið að sýna við mikla aðsókn og svo virðist muni vera um ófyrirsjáan- lega framtíð. Hvorki kyn- þáttahatur, trúarofstæki né stjórnmál hafa á nokkurn hátt komið við frægðar- sögu Chaplins. Rauðir Rúss ar í Moskvu, kolsvartir íbú- ar Jóhannesarborgar, sheik ar í tjöldum sínum í fínasta kvikmiyndahúsi Damaskus, allir taka þátt í sorg Chap- lins og gleði. Blómatímabil þöglu kvik myndanna var aðeins þrjá- tíu ár. Söguskoðarar kom- andi tíma eiga eftir að fella dóm sinn varðandi menn- ingarlegt gildi þeirra, en eitt er þó víst. Þöglu kvik- myndirnar leiddu fram í sviðsljósið a. m. k. einn snilling, Charlie Chaplin. Æska Chaplins var sér- stæð, en ekki eins skugga- rík og ýmsir hafa viljað vera láta. Hann svo að segja fæddist á sviðinu og á þriðja ári kom hann fyrst fram. Þá þegar átti hann hyllj áhorfenda. Síðar átti hann eftir að fá að kynnast því örlítið hve veröldin get- ur verið skeytingarlaus og harðhent við börn sín. Móð ir hans varð geðveik, faðir hans drykkjurútur, og Charlie var komið fyrir á barnaheimili. Síðar var hann eitt ár blaðasöludreng ur í London og voru þá ó- seldu blöðin oft eina teppið til að breiða ofan á sig í vetrarkuldunum. Þetta voru þó aðeins stundarerfiðleik- ar, því Ohaplinfjölskyldan átti góða að, og þegar 10— 11 ára hafði Charlie getið sér góðan orðstír sem leik- ari í barnaleikritum. Chaplin 63 ára — í mynd- inni „Limelight.“ Chaplin var ekki ungur, hungraður, óþekktur lista- maður, þegar hann kom til Bandaríkjanna eins og róm- antískt fólk vill vera láta. Hann var þá þegar dáður leikari í sirkus, sem fræg- ur var á þessum tíma og far ið hafði í sýningarferðir víðs vegar. Og hinn 23 ára gamli Charlie Chaplin átti íbúð í New York búna for- dýrum húsgögnum, tyrk- nesk teppi þöktu salarveggi og austurlenzkir lampar slógu dularblæ á umhverf- ið. Hann vann sér þá 50 dollara inn vikulega og var það dágóður skildingur í þann tíð. Sigurbraut Chaplins hófst þó raunar eins og vera ber með, algjörri misheppnan, en það var aðeins fyrsta skrefið fyrir framan kvik- myndavélina. Hamingjusól hans hækkaði brátt og enn er hún ekki sigin til viðar. Enn er rifizt um réttinn til að sýna myndir hans og sjötugur er hann kallaður konungur kvikmyndanna, ★ PIPARKÁRL ÞEKKTASTI skilnaðar- dómari í Englandi, Bern- ard að nafni, hefur nú dreg ið sig í hlé. Hann var þekkt ur fyrir kaldhæðnislegar athugasemdir við réttar- höld í skilnaðarmálum, eins og til dæmis þetta: — Trú eiginkona? — Skyldu þær nú líka vera til á okkar dögum? Og þegar verjandi á- kærðrar eiginkonu sagði eitt sipn: — Engin kona mun þó af fúsum vilja viðurkenna, að hún hafi verið manni sín- um ótrú, — þá hreytti Bernard út úr sér: — O, skyldu þær hafa meira á móti því en karl- mennirnir! Bernard hefur séð fleiri óhamingjusöm hjónabönd renna alveg út í sandinn en nokkur annar maður, — og honum stendur hjartanlega á sama. Hann er piparkarl og segist munu verða það. ☆ Heimsnte FRANSKUR flugmaður segist hafa sett heimsmet í að fljúga flugvél öfugri. Hann var tvo tíma á flugi, en gamla metið var aðeins 75 mínútur. Hann flaug tveggja sæta kennsluvél, en þegar hún hafðj verið þessa tvo tíma á lofti (öfug), varð hún benzínlaus, og tókst heimsmethafanum naumlega að nauðlenda. Eftir á sagði hann, að senni lega hefði benzinleysið bjargað lífi sínu, því að farið var að blæða rir nös- um og eyrum. lá í bátinn, kyrrlátum mzar hann að verður að frelsa erður vand lega gætt, og það er hægra sagt'en gert að komast burt úr þessum dal. Sjáðu, ég skal sýna þér, hvert flótta- leiðirnar liggja." Hann riss ar nú upp teikningu af daln um og sýnir á teikningunni þær leiðir, sem munkarnir nota, þegar þeir fara burt í leiðangra. Á meðan Frans og Bob ræða þetta, er þjónninn á hraðri ferð til byggingarinnar. — Þegar þangað kemur skipar hann nokkrum mönnum að koma með sér á báti út á vatnið til þess að taka flóttamenn- ina tvo höndum. MOCó JP Myndavélar til fermmgargjafa Góð 6x6 kassavél kr. 286.— og með tösku kr. 381.— Góð 6x9 útdregin myndavél kr, 422.— og með tösku kr. 541.— Verzlun Hans Petersen^ Bankastræti 4 — Sími 13213. ákranes Tveggja íbúða steinhús til sölu. Laust til íbúðar 1. maí n. k. Upplýsingar gefur Hálfdán Sveinsson, Akránesi, Sími 392. Haldið vélinni í bifreið yðar ávallt hreinni. Höfum tekið í notkun þvottavél, sem gufuþvær bílvélar. Véiarnar eru þvegnar f bifreiðunum. . Fljót afgreiðsla. Bifreiðaverksiæði Hrafns Jónssonar Brautarholti 22 — Sími 22255. álalfimdur Flugfélags íslands hf. verður haldinn í Kaupþingsalnum í Reykiavík, föstian daginn 8. maí kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum, verða afhentir í afgreiðslu félagsins, Lækjargötu 4, daganfj 6. og 7. maí. Stjórnin. Höfum fil sölu að Skúlatúni 4, skolplagnaefnj 2“, 3“ og 4“. Vatns-< kassa sem nota má fyrir lofthitunarkerfi, trétex 1‘*. Delco Remy, Dinamó, Startara: Anchor o. fl. Rafmagnsrör 1“ og 114”. Sölunefnd varnarliðseigna. Ylþýðublaðið — 8. apríl 1959 a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.