Alþýðublaðið - 08.04.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 08.04.1959, Blaðsíða 12
Langt úppi í Vatnajökli er Pálsfjall, l»ar sem j> ssi mynd er tekin. Þar eru volgrur í jörð, og af þeim ástæðum liggur þetia hvolf inn milli fjallsins og hjarnhellunnar. Síðustu árin hefur fjöldi manna lagt leið sína upp á Vatnajökul og sæluhúsi hefur Jöklarannsóknafélagið jafnvel komið upp á sjálfu Grímsfjalli við Grímsvötn. Valnajökulsferðír farnar í vor EINS OG um var getið í Möðunum fyrir skömmu hefur íöklarannsóknarfélag íslands ákveðið að efna til ferða ó Vatnajökul í vor auk hinnar árlegu rannsóknarferðar. Nú er orðið það áliðið vetrar, að uauðsyniegt er að taka endan- lega ákvörðun hið fyrsta um iölu þessara ferða og um þátt- iakendur. Ferðanefnd Jöklarannsókna- félagsins mun því halda fund í Tjarnarkaffi (uppi) fimmtu- daginn 9. apríl kl. 20,30 og bið- ur þá, sem þegar hafa skráð fiig til þátttöku í Vatnajökuls- ferð og aðra þá, er kynnu að hafa áhuga á þátttöku, að mæta á þessum fundi. Þar mun verða skýrt frá tilhögun ferðanna og kqstnaðaráætlun. Sagt verður frá fyrri ferðalögum um Vatna- jökul og litmyndir sýndar. HITAVEITAN lieldur stöð- ugt áfram borunum eftir heitu vatni með gömlu borunum enda þótt stórvirki gufubor- inn sé afkastamestur og eink- um til frásagnar. Skýrði hita- veitustjóri blaðinu svo frá, að borað væri á 3 stöðum öðrum í bæjarlandinu með gömlu borunum. Einn borinn er að bora á horni Rauðarárstígs og Njáls- götu, annar á horni Höfðatúns og Hátúns og sá þriðji við Reykjanesbraut, rétt hjá af- greiðslu Loftleiða. En gufu- borinn stóri er nú á mótum Laugarnesvegar og Sigtúns. ÁGÆTUR ÁRANGUR. Beztur hefur árangurinn orðið á mótum Höfðatúns og Hátúns, sagði hitaveitustjóri. Er þar 106 stiga heitt vatn og rennslið er 2.4 lítrar á sekúndu. Á horni Rauðarárstígs og Njáls götu er vatnið 66 stiga heitt. HITAVEITA í LAUGARNES. En albezt er þó holan við Laugarnesveg, er stórvirki gufúborinn boraði. Er þar 130 stiga heitt vatn, og rennslið 28 lítrar á sek. Var holunni lokað vegna þess hve gufan var mik- il. Hitaveitustjóri skýrði blað- inu svo frá í gær, að vel lík- legt væri að heitt vatn fyrir hluta af Laúgarneshverfi yrði fengið úr holunni við Laugar- nesveg. Er undirbúningur að hitaveitu í hluta Laugarnes- hverfis þegar hafinn. BREZKU herskipin halda enn uppi gæzlu á þrem vernd- arsvæðum til ólöglegra veiða fyrir brezka togara hér við íand, nefnilega fyrir Vestfjörð- Brn frá Galtarvita að Kögri, út ■sf Snæfellsnesi frá Jökuldjúpi að Kolluál og á Selvogsgrunni frá Einidrang að Selvogi. Um hádegi í gær voru sam- tals átta brezkir togarar að ó- löglegum veiðum hér við land. Tveir þeirra voru á vemdar- fivæðinu fyrir Vestfjörðum, en Ixinir 6 á verndarsvæðinu á Sel yogsgrunni. Enginn togari var þá að ólöglegum veiðum við Snæfellsnes. Á sama tíma var vitað um 50 togara ýmsra þjóða að veið- um utan fiskveiðimarka á Sél- vogsgrunni og einn brezkan í Jökuldjúpi. Síðari hluta dags í fyrra- dag togaði brezki togarinn „Lord Beatty“ .yfir net vél- bátsins „Jökuls“ frá Ólafsvík út af Snæfellsnesi þrátt fyrir tilraunir bátsins til þess að beina honum frá netunum. Tjón á netum af völdum tog- ara hafa einnig orðið nokkur á Selvogsgrunni. Rannsókn á fcísil- leir í Myvafni KARL KRISTJÁNiSSON hef- ur flíitt á alþingi tillögu til á- lyktunar þess efnis, að ríkis- stjórnin láti þegar á þessu ári gera á því fullnaðarrannsókn, hvort arðvænlegt sé að vinna til útflutningis kísilleir þann, seni er á botni Mývatns. Hefur mál þetta verið rann- sakað allmikið, en endanleg nið urstaða ekki fengizt. TÍMfNH ÆTTI AÐ BIÐJAST AUÐMJÚKLEOA AFSÖKUNAR ALÞÝÐUBLAÐIÐ getur upp inni í gær, þegar hann reyndi lýst, að íslenzku stúlkurnar, að skýra hið fáránlega uppá- sem Tíminn notaði til þess að tæki sitt. Blaðið á aðeins eina leið upp úr svaðinu. myndskreyta hina dæmalaust ósmekklegu 3. síðu sína síðast- liðinn sunnudag, eru sárar og gramar. Sama máli gegnir um aðstandendur heirra og vini. Hér eru staðreyndirnar: 1) Stúlkurnar höfðu ekki hugmynd um hvað til stóð, þegar myndirnar voru teknar. Sumar vissu ekki einu sinni að hér var blaðaliósmyndari á ferð. Hann birtist á vinnustað stúlknanna. tók myndirnar og fór sína leið. 2) Enginn bað stúlkurnar leyfis til að fá að bir+a mvnd- irnar. Því var vandleea haldið leyndu, hver tilsangurinn var með myndatökunni. 3) Ekki ein einasta stúlkn- anna hefði tekið í mál að lána mynd af sér, ef hún hefði vit- að til hvers átti að nota hana. ALÞÝÐUBLAÐEÐ SEGIR: Tíminn beií höfuðið af skömm Trillur afla vel í Eyjum Vestmannaeyjum í gær. í DAG er hérna fyrst ágætt veö ur. Trillurnar eru allar með mikinn afla í dag, allt upp í þrjú tonn, en bátarnir eru ekki komnir inn. í gær var afli sumra neta- bátanna sæmilegur, en margir þeirra drógu lítið, enda veður vont. Annars má segja, að afli hafi undanfarið verið ágætur, þegar veður hefur verið þolan- legt til sjósóknar. —o— Þorkell máni fcom- inn með plastbjörg unarbáfurinn ALÞÝÐUBLAÐBE) skýrði frá því fyrir nokkru að Þorkell máni hefði farið utan til þess að sækja plastbjörgunarbát í stað björgunarbátanna tveggja, er togarinn niissti á Nýfundna- landsmiðum. Er togarinn fyrir nokkru kominn heim með plast- björgunarbátinn og byrjaður Veiðar fyrir nokkru. Er hér um mjög stóran plastbjörgunarbát að ræða, er rúmar allt að 40 manns. Er báturinn á niiðju skipinu. Togararnir eru flestir að veið um á heimamiðum. Nokkrir munu þó við Grænland. Vöttur hélt á Nýfundnalandsmið fyrir nokkru og fékk 100 tonn á 2 sólarhringum en varð þá að hætta veiðum þar vegna ísreks. Það ætti að biðja hlutaðeig- endur auðmjúklega afsökunar á aulalegu uppátæki, aulaleg- um vinnubrögðum og aulalegu og aumingjalegu yfirklóri. •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■# : , : | Oskar- | | verðlaun | : Hollywood, 7. apríl. : HIN árlega úthlutun, » ; Oscarverðlauna fór fram ! ■ í gærkvöldi. Susan Hay- ; ! ward og David Nieven ; : urðu hlutskörpust leikara. « ; Susan hlaut „Óskarinn“ ■ fyrir leik sinn í mynd- ; [ inni: Ég vil fá að lifa. — ■ ; Þar leikur hún dauða- ■ ; dæmda konu. — Reuter, ; SKELLINOÐRU 5T0LIÐ í FYRRAKVÖLD var stolið skellinöðru fyrir utan Trípólí- bíó. Er hún græn að lit og bar einkennisstafina R-549. Hafi einhverjir orðið varir við þjóf- inn, eru þeir beðnir að hafa samband við rannsóknarlög- regluna. ÉG ER hérna aðeins til þess að minna Alþýðu- flokksmenn á, að tuttugu króna velta flokksins velt- ur yfir landið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.