Alþýðublaðið - 18.01.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.01.1921, Blaðsíða 1
Alþýðublaðid Gefið Át ai áLlþýðufioiikHuœ 1921 Þriðj<jdagmo 18 janúar. ----1—■■.... .M 13. tölubl. Tinnan Melr auöion. — Hvað sagðir þú við mann- >inn þarna? — Eg sagði honum að herða sig. — Hvaða heimild hefir þú til að skipa honum? — Eg launa honum? —• Hvemikið launar þú honum? — 12 krónur á dag. — Hvaðan færðu peningana, sem þú launar honum með? — Eg sel höggvinn stein. — Hver heggur steininn? — Hann gerir það. — Hvað heggur hann marga steina á dag? — Hann heggur heilmarga. — Hvað færðu mikið íyrir þá? — Kringum 50 krónur. — Já, en þá er það hann sem tborgar þér 38 krónur. — En eg á verkfærin og vél- arnar. — Hvernig eignaðist þú þær? — Eg seldi höggvinn stein. — Hver hjó hann? — Æi, þegiðu nú! (Ldk.) jfiftliflokksfiaíiriai í Bárubúð var mjög fjölmennur. Bekkir voru ekki nema í hálfu húsinu, og var sá helmingurinn af húsinu þar sem engir voru bekk- írnir troðinn af fólki, auk þess sem bekkirnir voru fullskipaðir. Fundinn setti Kjartan Ölafsson steinsmiður, og stýrði hann hon- am. Fyrstu ræðumenn voru fram- bjóðendur Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson, Ingimar Jónsson og Agúst Jósefsson. Var tekið á móti þeim með lófakiappi og góður rómur gerður að ræðum þeirra. Á eftir frambjóðendunum töluðu Héðinn Valdimarsson og Ólafur Fiiðriksson einnig af hendi AI> þýðuflokksins, en Bjarni frá Vogi lagði nokkrar spurningar fyrir þing. mannsefnin, sem þeir svöruðu, Og tjáði Bjarni að sér líkaði svörin vel. En þá kom upp úr kafinu, að efsti maðurinn á iista þeim er Bjarni fylgir (D listanum) mundi ekki fylgjandi öllum spurningun um, og sterklfga var dregið i efa, að Bjarfii væri sjálfur fylgjandi spurningu þeirri er snerti Islands- banka, Magnús Jónsson, efsti maðurinn á Íslandsbanka-Iistanum, sem ber bókstafinn C, kvaddi sér hljóðs og hélt ræðu þar sem hann sann aði, að hann væri „óskrifað blað“ í stjórnmálunum, og var hróðugur af. Á skoðanir sínar í stjórnmál um mintist hann ekki frelcar en endranær. Aldrei mun frambjóð- andi hafa farið flatar frammi iyrir kjósendum en Magnús þessi fór í þetta sinn. Hann gerði sem sé þau orð Ólafs Friðrikssonar að umtalsefni, að Jakob Möller sé í raun og veru stuðningsmaður lands- stjórnarinnar, með því að taka rnálstað íslandsbanka, Sagði hann að sér þætti gaman að því, að þeir stæðu upp sem væru þessar- ar skoðunar, og spratt þá upp yfirgnæfandi meirihluti allra þeirra er sátu (en Sighvatur pólití og örfáir aðrir sátu eftir). Þó ræðan væri ekki mjög Iöng hjá Magnúsi, vanst honum þó tfmi til þess að afneita Jakob Möller; hann sagði sem sé „að það væri eftir að sanna að hann (Magnús) væri sömu skoðunar og Jakob Möller''. Fundinum var slitið kl. iiðlega eitt, og fór hann yfirleitt hið bezta fram. Kveuííjósondafandui’ verður haldinn í Bárubúð í kvöld. Býður D(odda)-listinn þangað öllum kon- um, sem fá fundarboð þeirra og fleirum þó. Þar tala frambjóðendur Hstans og þrír gæðingar þeirra. Stjðrmnálastejna anðstxðinganna. Þegar helztu leiðtogar í hinum pólitisku flokkum andstæðinganna eru að reyna að gera grein fyrir stefnu sinni í stjórnmáiunum, þá verður þeim furðu stirt um svörin. Jafnvel þjóðkunnum ræðuskörung- um í þelrra hóp vefst tunga um tönn og sumir Ieiða málin hjá sérl Orsökin er auðsæ. Stefnuleysi og stjórnmálahringl. Hvernig eiga þeir menn að gera grein fyrir stefnu sinni, sem vita varlg hvað þeir eiga að finna upp til sundurlyndis svo að nýr flokk- ur verði myndaður. Sannfæring leiðtoganna er í molum, og taglhnýtingarnir „slíta" hver um annan þveran, og vita ekki sitt tjúkandi ráð. Þetta ásig- komulag er nú dálaglegur grund- völlur undir löggjöf þjóðarinnar. Ekki að undra þó virðing fyrir Alþingi okkar fari þverrandi hjá þjóðinni, ef slákir galgopar eiga að sitja þar í framtíðinni. Ein stefna — ef stefnu skyldi kalia — er þó að mestu saœeig- inieg þeira Sokksbrotum sera eru að berjast fyrir tilveru sinni hér f bæ. Sem sé mótstaða gegn jafn- aðarhreyfingu Aiþýðuflokksins. Einn af frambjóðendum á A Hst- anum — hr. Einar Kvaran — lýs- ir yfir afstöðu þeirra þremenning- anna til verkamannahreyfingarinn- ar hér í ræðu sinni. Mig langar til að athuga þann kafia ræðunn- ar nokkuð. Þeir hafa ekki trú á þvf, segir hann, að með þeirri breytingu sem fyrir jafnaðarmönnum vakir verði mein okkar bætt — að minsta kosti ekki hér á íslandi. Þetta bendir til þess að þessir menn hafi þó ekki gsgngerða ótrú á þessari breytingu í öðrum lönd- um — strax spor í áttina —. En rökfærslan er ekkt góð; þvf nærri má geta að jafnaðarstefna er jafn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.