Alþýðublaðið - 09.04.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.04.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- Jjórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- con. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- «on. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- sámi: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. Gufuketill undir Reykjamk UNDANFAEIÐ hefur verið borað eftir heitu vatni á ýmsum stöðum í Reykjavík með ágætum j órangri, en til þess eru nú aðstæður allt aðrar , og betri en fyrir nokkrum árum. Ræddi Gísli Hall- dorsson verkfræðingur þetta mál í blaðagrein ný- ilega og taldi engu líkara en tekizt hafi að opna < 750 metra langa leiðslu frá yfirborði jarðar ofan 1 x gufuketil eða eitt lítið afhólf gufuketils. Komst { g’reinarhöfundur svo að orði að telja megi, að hafið sé nýtt tímabil í orkuvirkjun íslendinga. \ Þetta er stórmál. Sérfræðingar hafa bení á ! jþann möguleika, að framtíðarskrefið í hagnýtingu jarðhitans kunni að verða gfuvirkjun, og sú bug- ! niynd virðist mjög tímabær eftir árangur hita- leitarinnar í höfuðborginni. Ástæða er til að ætla, ©ð undir Reykjavík sé gufuketill, sem kunni að reynast okkur meira virði en auðugar námur öðr- um þjóðum. Þá orku þarf að leysa úr læðingi og gera auðæfi hennar að þjóðareign. Olíuinnflutningurinn til íslands skiptir miklu máli fyrir þjóöarbúskap okkar og afkomu. Mikill hluti þeirrar olíu er notaður til upphit- unar í húsum, þrátt fyrir hitaveiturnar í Reykja- vík og á sumum stöðum úti á landi. Hagnýt- ing jarðhitans mun leiða til þess, að hægt verði að spara .andvirði . þessa . olíuinnflutnings, sem nemur geysilegum fjárhæðum. Heita vatnið og gufan á íslandi samsvarar því, að hér væru mikl- ar olíunámur í jörðu. Og ekki nóg með það: Siór- virkjun heita vatnsins ©g gufunnar leggur grund- völl að stórfelldum ©g margþættum iðnaði. Hér er þess vegna kominn til sögunnar nýr mögu- ieiki í lífsbaráttu ísienzku þjóðarinnar. íslendingar hljóta þegar í stað að gera nauð- * ryniegar ráðstafanir tii að virkja og nytja gufu- • líetilinn undir Reykjavik og leita annarra slíkra. 1 Þar er um að ræða auðæfi, sem þola samanburð : við sjávaraflann og jarðargróðurinn. Sú ríka orka 1 má ekki fara til spillis. Hana á að hagnýta, svo ' að hun geri landið byggilegra og lífsbaráttu í jþjóðarinnar auðveldari og öruggari. Þetta er eitt af hinum stóru verkefnum okkar í framtíðinni. I t i 4 i 4 I I 3 I \ K, iRUSTJOV forsætisráð- herra Sovétríkjanna hefur hvað eftir annað sagt álit sitt á þýzkalandsmálinu og ekki dregið fjöður yfir, hvað hann raunverulega vill í því máli. Hann hefur aldrei viljað og mun varla í náinni framtíð fallast á, að Þýzkaland verði sameinað í eitt ríki. Lausn Krústjovs er í fáum orðum þessi: Undirritaðir verði frið- arsamningar við Austur- Þýzkaland — og væntanlega þá um leið við Vestur-Þýzka- land. Með því er viðurkennd tilvera tveggja sjátfstæðra þýzkra ríkja. Vesturveldin verði knúin til þess að yfir- gefa Berlín Qg þar með síð- ustu leifar ástands þess, sem skapaðist 1945, fjarlægðar. Þýzkalands sé möguleg og unnið sé af beggja hálfu að því að koma henni í kring. Með þessu reynir hann einnig að sundra Vesturveldunum — með nokkrum árangri eins og í ljós hefur komið síðustu vikurnar. Rússar láta alltaf demókrata til fundar við Krústjov í Berlín, en sá fund- ur var árangurslaus. Krú- stjov var algerlega áhugalaus um sjónarmið þeirra. s, líta svo út sem það sé Bonn- stjórnin og Vesturveldin, sem standi í vegi fyrir samein- ingu. Þ S= )ovétherrarnir eru ekki til viðræðu um neinar tilslakan- ir í Þýzkalandsdeilunni. Þeir eru ekki einu sinni htyntir afvopnun í vissum hlutum Evrópu, ef það hefur í för með sér einhvers konar samein- ingu Þýzkalands. K, krústjov hefpr aldrei sagt hreint út, að sameining Þýzka lands sé óraunhæf. Hann legg ur höfuðáherzlu á að- halda þannig á spilunum, að fólk á Vesturlöndum standi í þeirri meiningu, að sameining 'ýzkir sósíaldemókratar hafa um árabil haldið því fram, að ríkisstjórnin í Bonn hafi unnið of dræmt að sam- einingu landsins og ekki lagt nógu mikla áherzlu á hana gagnvart Rússum. Sovétherr- arnir hafa líka við mörg tæki færi lýst velþóknun sinni á afstöðu þýzkra sósíaldemó- krata. En samt sem áður hafa ráðamennirnir í Moskvu kom- ið þannig fram, að forystu- menn sósíaldemókrata hafa orðið að viðurkenna, að ekki séu miklar líkur fyrir að Rússar fallist á neinar tilslak- anir í Þýzkalandsmálinu, Ný- lega fóru foringjar sósíal- Ikömmu síðar fóru tveir leiðandi menn þýzka sósíal- demókratanna, Carlo Schmid og Fritz Erler til Moskvu. Þeir hlustuðu þar á Krústjov ræða sín sjónarmið, en Þjóð- verjarnir gátu engu til leiðar komið á neinn veg. Þegar heim kom létu þeir í það skína, að sennilega mundi ut- anríkisstefnu sósíaldemókrata verða breytt á næstunni. Þeim hefur á endanum skilizt að Rússar vilja engar breytingar í Þýzkalandi. raS er vert að benda á, að núna eru sjónarmið allra að- ila Ijós. Sovétherrarnir vilja engar breytingar. Hið eina, sem þeir gætu fallizt á er að stofnað verði „alþýðulýð- veldi“ í sameinuðu Þýzka- landi. Sem sagt — status quo í Evrópu. Sovétríki bera alla ábyrgð á spennunni í Evrópu, bæði austan og vestan járn- tjalds. Það er vert að hafa í huga, hegar verið er að gagn- rýna Vesturveldin fyrir ósam komulag varðandi leiðir til sameiningar Þýzkalands. Tellus Hannes á h o r n i n u Sundhöll Xefiavíkur óska eftir að ráða Syndkennara Laun samkvæmt launasamþykkt Kefiavíkurbæjar. Sundhöll Keflavíkur. Tilboð óskasl í brotajárn pr. tonn og brotakopar pr. kíló og ónýta raf- geyma pr. kíló. — Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri Austurstræti 7 kl 11 f. h. föstudaginn 10. þ. m. 'Sölunefnd varnarliðseigna. Kvennamangarav á veiðum í Rvík. Noltkur . varnaðar- orð að gefnu tilefni. . ýý Hvað veldur drætt- inum? ýV I*að þarf að höggva á hnút. TÍMINN gerði að umtalsefni brezka kvennamangara, sem hér , hefðu verið, nú væru þeir aftur farnir heim til sín, en að lík- indum kæmu þeir aftur, því að hér virtust vera góð veiðisvæði handa erlendum næturklúbbum. Blöð hafa -fundið að þessu við Tímann, en ég sletti mér ekki fram í þær umræður. Hins veg- ar langar mig að segja þetta af þessu tUefni: ÞAÐ ER RÍK ÁSTÆÐA til þess áð vara fólk við mönnum á borð við þá, sem Tíminn segir frá. Það er ekki einungis, að æv- intýrið um næturklúbbana sé stórhættulegt fyrir ungar stúlk- ur — og er af því margfengin reynsla, heldur fylgir í kjölfarið hvít þrælasala, sem alþjóðalög- reglan og lögregla allra landa berst við ár eftir ár, en er þó erfitt að koma í veg fyrir. VIÐ SKULUM SEGJA, að Jóna Jónsdóttir, ung og fögur Reykjavíkurstúlka, ráði sig sem einhvers konar sýningarstúlku til næturklúbbs í London. Henni er boðið gull og grænir skógar — og hún fer til London. Þar sýnir hún um sinn og skrifar for eldrum sínum og vinum, að hún kunni vel við sig — og þetta sé eitthvað annað líf en að afgreiða í mjólkurbúðarholunni inn á Gufunesvegi. EN SVO HÆTTA að berast bréf frá Jónu Jónsdóttur. For- eldrar hennar snúa sér til utan- ríkisráðuneytisins, það snýr sér til sendiráðsins í London og það fer til Scotland Yard, en það hefst ekki upp á Reykjavíkur- stúlkunni. Hún hefur ekki kom- ið í næturklúbbinn í heilan mán uð. Hún er horfin úr herbergi því, sem hún leigði, fór þaðan án þess að segja því upp. Og ekkert framar heyrist frá henni. Annaðhvort liggur hún á botni Thamesár, eða hún er í vændis- kvennahúsi í Suður-Ameríku éða Arabíu. MÖNNUM HRÝS ef til vill hugur við þessum skrifum, finnst of langt sótt hjá mér að skrifa þannig. En þetta er al- geng saga erlendis. Við íslend- ingar erum í aðra röndina ein- föld og saklaus afskekkt þjóð, sérstaklega þegar um er að ræða glæpamennsku og sora. Þess vegna er ef til vill léttara að vinna hér myrkraverk af þessu tagi. Þess vegna segi ég: Varist kvennamangarana, sem hingað slæðast. Þeir geta verið hættu- legir, Þeir geta leitt yfir sak- lausar stúlkur og hrekklausar fjölskyldur þá hörmulegustu ó- gæfu, sem um getur. HVAÐ Á FÓLIv AÐ BÍÐA lengi? — Hvað veldur drættin- um á alþingi? I-Iafa fjárlög ekki getað verið til fyrir löngu? Á hverju stendur? Hver veltir frumvarpinu um breytingarnar á kjördæmaskipuninni fyrir sér? Allar þessar spurningar eru á vörum almennings, á öllum vinnustöðum, ihvar sem menn ! hittast. Ég þarf ekki að skrifa þessi orð til þess að opna augu leiðtoga Alþýðuflokksins fyrir þessari staðreynd. Ég geri það vegna annarra. ÞEIR HALDA kannske að flokkar þeirra græði á drættin- um. En það er langt frá því. Ástæðan fyrir honum mun koma í Ijós — og fólkið mun dæma skynsamlega. Það vill ekki þenn an drátt, enda á hann að vera ástæðulaus. Það vill ekki að al- þingi sitji lengur en brýn þörf er. Aðalatriðið er að fá það fram hverjir það eru, sem eru með breyttri kjördæmaskipun og hverjir eru í raun og veru á móti. — Það þarf að fara að höggva á hnútinn. í raun og veru hjó AlþýðuflokkUrinn á hnútinn um áramótin. Hann þarf að fara að höggva aftur á hnút, ,sem aðrir en hann hafa verið að rembast við að. hnýta. Hannes á horninu. Sími 18-8-33 Höfum til sölu og sýnis í dag: Fiat 1100 1958, /Station Pontiac 1956 skipti koma til greina. ChevroLet 1955 Ford-Fairiine 1955 Dodge 1958 Skipti koma til greina. Buick 1953, Super Skipti koma til greina. Oldsmobill 1952 í mjög góðu lagi. BÍLLINN Varðarhúsinu við Kalk- ofnsveg. Sími 18-8-33. í| 9. apríl 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.