Alþýðublaðið - 10.04.1959, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 10.04.1959, Qupperneq 1
EDfíQHCP 40. árg. — Föstudagur 10. apríl 1959 — 80. tbl. MMMMMMIUMMtMMMHtVW SLÖKKVILIÐIÐ átti annríkt í gær. Það var sífellt verið að kalla það út. Það kviknaði í köss- um fyrir framan Lauga- veg 15 og í fyrstu var ferlega mikill reykur og þá dreif að múgur og margmenni (sjá mynd). Á baksíðu er frétt um þennan annadag slökkvi- liðsmannanna. um kjör- EKKI náðist samkomulag um kjördæmamálið á nætur- fundinum í fyrrinótt. Stóðu fundir til kl. 4 um nóttina og virtist þá útilokað, að sam- komulag næðist með þremur flokkum, Alþýðuflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðubandalaginu. Ákveðið var þá, að fulltrúar Alþýðuflokksins og Sjálfstæð- isflokksins kæmu saman til f undar kl. 5 í gær til þes.s. að ræða um flutning kjördæma- málsins á alþingi enda þótt þingmenn Alþýðubandalagsins yrðu ekki meðflutningsmenn að frumvarpinu. Friðrik réffi skák- mmm 3. ŒDédMtl) iíða MWVMMMMMMMMMHMUMi MOSKVU, 9. apríl. (Einka- skeyti frá Router) Spasski vann Friðrik í þriðju umferð. Filip vann Portis en skákir Vasiukovs og Smyslovs, Luti kovs og Bronsteins fóru í bið. Skákum Larsens og Simagins og Aronins og Milevs var frestað. — Spasski byrjaði á því að vinna peð af Frikrk og Fríðrik missti noklsru síðar drottninguna og gafst upp í 39. leik. Smyslov vann bið- skákina á móti Spasski. til ráðuneyfis ríkissfjérnisini GUÐMUNDUR í. Guðmunds- son, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að skipa átta manna nefnd ríkisstjórninni til ráðu- neytis og aðstoðar við undir- búning ráðstefnunnar um fisk- veiðilandhelgi, sem haldin verð ur á vegum Sameinuðu þjóð- anna í Genf snennna á árinu 1960. U+anríkisráðherra hefur skrif að formönnum þing'flokkanna, Alþýðuflokksins, Alþýðubanda lagsins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og ósk- að þess, að þeir tilnefndu einn mann hver í þessa nefnd. Auk þessara fjögurra munu eiga sæti í nefndinni fjórir embætt- isrnenn, þeir Heni'ik Sv. Björns son, ráðuneytisstjóri, Hans G. Andersen ambassador, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri og Jón Jónsson, forstöðumaður fiskideildar Háskólans. Undirbúningur næstu land- helgisráðstefnu, sem mun geta haft mikla þýöir<>» Jyrir ís- lendinga, er þegar hafinn í utanríkisráðuneytinu, sem þáttur í samfelldu starfi vegna landhelgismálsins. TRILLUBÁTUR úr Garði, 2 smálestir að stærð, er nú tal- inn af og með honum 25 ára gamall sjómaður. Það var um hádegisbilið í fyrradag að far- ið var að óttast um bátinn. Fór að hvessa um hálf-ellefu leytið um morguninn og allar trillur leituðu þá hafnar. En umrædd trilla kom ekki fram og var þá hafin leit að henni. Leitaði gæzluflugvélin Rán auk margra báta allan daginn. Var leitinni síðan haldið áfram í gær en án árangurs. Sjómað- urinn, er fórst, var 25 ára gam- all og lætur eftir sig konu og ÞATTTAKA ALÞÝDU- BANDALAGSMANNA f VIÐRÆÐUM Á NÝ. En kl. 9 í gærkvöldi gerðist það, að fulltrúar Alþýðubanda lagsins hófu þá+ttöku í viðræð- unum á ný. Stóð fundur full- trúa allra þriggja flokkanna er blaðið fór í prentun og var útr lit fyrir næturfund öðru sinni. Vestmannaeyjum í gær. LIFRARMAGNIÐ er nú orðlð meira en það var á sama ííma í fyrra. Var það í gær orðið 2102 smálesíir en var á sama tíma í fyrra 2097 smálestir, SKÓLABÖRN! Lesið frétt- ina um verðlaunasamkeppn- ina um beztu ritgerðina „Börnin og umferðin“. Tvenn verðlaun: glæsileg reiðhjól handa dreng og stúlku. Sjá 3. síðu. MMtMMtMUWMmMMMMMUMMMIMmMMUMMIMMW Kona og börn eftir í ófullgerðri íbúð NÝIÆGA hvarf ungur sjó- maður frá Reykjavík úr landi ©g skildi eftir konu sína ásamt tveim börnum og því þriðja á leiðinni. Svo er mál með vexti, að ekki alls fyrir löngu seldu þau liiónin íbúð, sem konan átti, og keyptu aðra íbúð í smíðum. Eiginmaðurinn, sem undan- farið hefur verið til sjós, gat einhvers staðar herjað út lán til að fullgera íbúðina, sem skuldir hvíldu á. Svo var það einn góðan veð- urdag, að maður þessi kemur heim til konu sinnar og kveðst vera búinn að ráða sig á tog- ara en ekki vildi hann segja henni nafn togarans. Þótti henni það allkynlegt, en lét þó kyrrt liggja. Pakkar hann síð- an niður pjönkum sínum og þótti konu hans farangurinn vera óeðlilega mikill fyrirferð- ar. NÁNARI EFTIR- GRENNSLAN. Líða nú um það bil tveir dagar, unz grunur konunnar rekur hana á stúfaná til nán- ari eftirgrennslunar. Spurðist hún fyrir um mann sinn á mörgum útgerðarfyrirtækjum, en án árangurs. Leitaði hún þá víðar að honum og við ítar- legri athugun kom í ljós, að hann hafði tekið sér flugfar til Noregs og haft lánsféð, sem mun nema um 40 þús. kr., með ferðis. Situr eiginkonan eftir með sárt ennið. tvö börn í ó- megð, það þriðja á leiðinni og íbúðin í skuld. „Á ÁRINU 1956 kom það í’ Ijós, að einungis fjórðungur strandríkja, sem eru í Samein- uðu þjóðunum, lialda enn fast við þriggja mílna landhelgi“, segir ameríski blaðamaðurinn dr. Gunnar Leistikow í athygl- isverðri grein um landhelgis- málið í tímariti Norræna fé- lagsins í Bandaríkjunum, „The American Scandinavian Revi- ew“. Leistikow heldur áfram og segir: „Það er því auglióst, að sú skoðun, að þessi takmörk (3 mílur) séu almennt viður- kennd í þjóðarétti, er ekki í samræmi við þróun síðari ára“. „Review“ segir svo um höf- und þessarar greinar, að hann sé fréttaritari í New York fyr- ir dagblaðið Tímann í Reykja- vík og mörg önnur blöð á hin- um Norðurlöndunum. Hann tók próf í þjóðarétti við háskól ann í Vínarborg. Dr. Leistikow mun hafa komið til íslands oft- ar en einu sinni. Greinin um landhelgismálið er mjög ítarleg og hvorki skrifuð frá sjónarhóli íslend- inga né Breta. Þó er það áber- andi, hvorsu mikinn skilning höfundurinn hefur á málstað íslendinga og hversu mikils hann metur flestar af höfuð- röksemdum íslendinga í mál- inu. Hann skýrir til dæmis efnahagslegan grundvöll máls- ins, og er niðurstaða hans þar þessi: „Það sem er mikilvæg' matvara og grundvöllur at- vinnugreinar fvrir Breta, er alveg bókstaflega mál, sem varðar líf eða dauða fyrir ís- lendinga". Síðan lýsir hann efnahagsmálum íslendinga lauslega, og segir svo: „Slíkri þjóð hlýtur að finnast það ógn- un við tilveru sína, þegar sjáv- arlíf hennar er í hættu. Og það er einmitt þetta, sem hefur gerzt. Það virðist vera vísinda- lega sannað og viðurkennt á alþjóða vettvangi. að á síðari árum hafi verið ofveiði á land- grunni íslands, vegna afkasta- getu nútíma veiðitækja og veiðarfæra, sem gera sjómönn- um kleift að sópa strauma hafsins. Og svo er unnið að enn íullkomnari veiðitæ cni“. Leistikow gerir grein fyrir því, hversu aðstaða annarra þjóða, fyrst og fremst Breta, sé goð til að beita slíkri tækni á ís- Framhald á 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.