Alþýðublaðið - 10.04.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.04.1959, Blaðsíða 6
n NÝLEGA var haldin í Caxton Hall í London sýnins; á kökum o? brauðum og stóðu 1300 fyrirtæki að sýning- unni. Mun þetta vera fyrsta sýning af þessu tagi, sem sögur íara af. Á myndinni sést einn af dómurum sýn- ingarinnar, MacLachlan, þefa af verðlaunabrauði frá Skotlandi. „Þetta eru bara tilbreytingar, — til þess að finna unp á einhverju nýju.“ í PYRRA voru 48 menn ■— engin kona — dæmdir til dauða í Banadríkjunum og er það lægsta tala, sem um getur í sögu Bandaríkj- anna. Að meðaltali hafa 167 dauðadómar verið kveðnir upp á ári, sam- kvæmt þeim skýrslum, sem unnt hefur verið að afla. 40 af dauðadómunum í fyrra voru fyrir morð, 7 fyrir nauðganir og eitt fyr- ir vopnaða árás. 20 af hin- um dauðaaæmdu voru hvít ir menn, 27 negrar og 1 Asíubúi. Aldur þeirra er frá 20 til 54 ár. 34 voru sviptir lífi með rafmagnsstólnum, en 13 voru líflátnir í gasklefa. í Utak var einn maður hengd ur. í rikinu geta hinir dauðadæmdu valið milli þess að vera hengdir eða skotnir, og er þetta í fyrsta sinn síðan 1912, að maður hefur valið henginguná. Saína NÝJASTA söfnunarbrjál æðið í Bandáríkjunum er að safna hnöppum og auð- vitað af fötum frægra manna. Fjöldinn allur af hnappaklúbbum hefur ver ið stofnaður, þar sem safn- ararnir bera saman bækur sínár og'. skipta jafnan á hnöppum, eins og safnarar gera gjarnan. Sérstaklega eru hnpapar af kvikmynda- stjörnum eftirsóttir. — Allt fólk, sem ég hitti er svo geSillt og dónalegt, sagði taugasjúklingurinn við lækni sinn. Læknirinn lét hana hafa meðul í tonna tali og ráðleggingar í stóru sem smáu og bað hana að koma eftir viku. Að vikunni liðinni spurði læknirinn: — Jæja, er ekki heilsan að skána? — Onei, ekki er það nú, svaraði sjúklingurinn. — Þó er ég nú ekki frá því, að fólk sé farið að haga sér örlítið betur! GARY COOPER er far- inn að nota gleraugu, og fyrir skömmu spurði blaða maður hann, hvort hann væri ekki hræddur um að missa einhverja af aðdáend- um sínum, ef hann sæist úti á götu með gleraugu. Coop- ,er svaraði: — Það getur vel verið, — en í staðinn hitti ég fjölda fólks, sem ég hef ekki séð í fjölmörg ár! Þekkjasf á eyrunum MEÐ ærinni fyrirhöfn og sársauka geta innbrotsþjóf- ar og aðrir afbrotamenn skorið fingraför sín úr góm unum, og losnað þannig úr klóm réttvísinnar. Hætt er þó við, að þeirn verði erf- itt um vik í náinni framtíð að sleppa við sína refsingu, því að til þess þurfa þeir hvorki meira né minna en að skera af sér eyrun. Lögreglustjóri í Illinois hefur fundið upp nýja að- ferð til þess að þekkj af- brotamenn. Aðferðin er fólgin í því, að taka myndir af eyrum þeirra. Að sjálf- sögðu er aðferðin engan veginn einhlít og mun ekki útrýma fjngraförunum, en getur engu síður komið í góðar þarfir. Vísindamenn hafa kynnt sér þessa aðferð lögreglustjórans og rann- sakað málið. Niðurstaða þeirra er sú, að aðferðin fái staðizt, þar sem engir tveir menn í veröldinni hafi ná- kvæmlega eins eyru. ☆ ÍTALIR ferðast sem kunnugt er mikið á vespum og eru fjölmargar sögur sagðar í sambandi við þessi farartæki. Hér er ein þeirra, sem nýlega birtist í norsku blaði: Luigi Rossi var í sunnu- dagstúr með konu sinni og lét hana sitja fyrír aftan sig á hjólinu eins og vera ber. En svo illa vildi .til, að ein- hvern tíma á leiðinni, þeg- ar hann tók snarpa beygju, hefur frúin henzt af hjól- inu. Það var út af fyrir sig aðeins óhapp, sem enginn gat ráðið við. Hitt var verra: Rossi hafði ekið 22 kílómetra áfram, þegar hann loks tók eftir því, að kerlu vantaði. Hann sneri í skyndi við og fann konu sína heila á húfi sitjandi á vegarbrúninni. Það má í- mynda sér upplitið á frúnni þegar eiginmaðurinn kom aftur, — enda varð þetta orsök skilnaðar þeirra hjóna! vl'-'-V BREZKA KVIKMYNDAFÉLAGIÐ J. Arthur Rank er um þessar mundir að Ijúka við gamanmynd, sem gerð er í hinu nýja kvikmyndaveri Breta, Pinewood. Myndin nefnist „Upp og niður stigann“ og koma meðal annars fram í Iienni leikkonurnar þrjár, sem sjást hér að ofan. Sú, sem or lengst tíl vinstri, er frönsk — Mylene De- mongeot, sú í miðið er hin kunna brezka stjarna, nne Heywood og sú þriðja er ít- ölsk, Claudia Cardinale. — Kunnugir tel ja þessa mynd afbragðs skemmtilega og lík- lega til vinsælda. ÞAÐ má nú segja, að margar leiðir liggja til ham ingjunnar. H. I. Hamilton frá Queenslandi stöðvaði fyrir skemmstu bifreið sína við stöðumæli, en uppgötv- aði þá skyndilega, að hann hafði ekki skiptimynt á sér. í sama bili kom lítill dreng ur til hans og bauð honum happdrættismiða. Hann keypti einn, bara til þess að fá skiptimynt til baka og geta sett í stöðumælinn. Daginn eftir hlaut hann vinning í happdrættinu, 32 þúsund pund! AÐ undanförnu hefur lítið borið á Silvönu Pampanini í ítalska ltvik myndaheiminum. Nú er hún loks komin fram á sjónarsviðið aftur, en þó eru það ekki ítalskir kvik- myndaframleiðendur, sem notfæra sér starfskrafta hennar. Innan skamms mun hún leika í tveimur kvik- myndum í Mexico. ☆ Á SÍÐASTLIÐNUM 30 árum hafa helmingi fleiri börn fæðzt í Sovét- ríkjunum heldur en í Banda ríkjunum og Þýzkalandi, að því er Tassfréttastofan upplýsir. Fréttastofan segir enn fremur, að á hverri mín útu fæðist 10 börn í Sovét- ríkjunum og um það bil bil 15 000 á hverjum degi. ☆ FYRIR 150 árum voru rósir nefndar nöfnurn eins og: Titus, Akilles, Car- los o. s. frv. Nú er öldin önn ur. Nýjustu rósategundirn- ar bera nöfn eins og t. d. þessi: Atomsprengjan, Grace de Monaco, Soraya. LEYNDARDÓMUPv MONT EVEREST NÚ hefst hinn æðis- gengni eltingaleikur. Bátur þjónsins hefur snúið við og enda þótt Bob og Frans hafi fengið svolítið' forskot, lít- ur þó ískyggilega út fyrir þeim, því auðvitað verður sóttur meiri mannafli þeg- ar í stað. En Bob er kunn- ugur á þessum slóðum. ÞA.Ð er ekki óal framliðnir menn fram á ljósmyndun irleitt gerast hinh legustu hlutir mei myndavélarinnar. I ur sögð stutt sí danskan ljósmynd; varð fyrir fi reynslu í starfi hann kveðst ekki g' á eðlilegan hátt. HMHHe / :■■■:■■ ■ Vatnið er langt oí þess eru skógivax: ur liggja inn í Skyndilega hróp; „Haltu þér vel!“ g 10. aptríl 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.