Alþýðublaðið - 15.04.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.04.1959, Blaðsíða 1
stund. A leið til hundasýningar IJNGA konan á myndinni ér vel klædd í riffning- xinni þar sem hún er að fara yfir gxitii í London meíi Afghanistan-hundana sína. Hún er á leiðinni á hunda- sýningu með þessar verðmætu skepnur. 40 árg. — Miðvikudagur 15. apríl 1959 — 83. tbl. málsins, en skertu rétt þétibýlisins. IMM) EMIL JÓNSSON FORSÆTISRÁÐHEERA sagði í útvarpsumræðunum í gær- kvöldi, að Alþýðuflokkurirm hefði lengi barizt fyrir leiðréttinSu á kjördæmaskip- uninni og samþykkt á flokksþingi sínu i haust í meginatriðum þá tilhögun, sem lögð er til grundvallar í frumvarpinu um lausn kjördæmamálsins. Ta'ldi forsætis- ráðherra þá breytingu merkan áfanga, þó, að hann tryggði ekki fullkomið rétt- læti. Samkvæmt henni verður fulltrúum dreifbýlisins ekki fækkað, en sérhags- munir Framsóknarflokksins hins vegar skertir. Fulltrúatala stjómmálaflokk- anna og kjördæmanna mun skiptast réttlátlega. Emil Jónsson Benedikt Gröndal ik á bið- skák við Larsen Einkaskeyti til Albbl. frá Iíeuter. SJÖUNDA umferð skákmóts ins í Moskvu var tefld í gær. Úrslit urðu sem hér segir: Fil- ip vanri Aronin, Spasský vann Lútikov. Jafnteflf gerðu Sima- gin og Smyslov, Vasjúkov og Blilev, Portis og Bronstein. — §kák þeirra Friðriks og Ijar- sens fór í bið eftir 41. leik. Biðskákir voru tefldar í gær- morgun. Friðrik og Filip gerðu jafntefli, sömuleiðis Vasjúkov og Aronin, svo og Simagin og Portis. Larsen gafst upp fyrir Bronstein eftir nokkra leiki. Forsætisráðherra minnti á, að skipting þingmanna hefði komizt næst því að vera í réttu hlutfalli eftir kjördæmabreyt- inguna 1942, en rakti síðan, hver tilfærsla hefur orðið í ís- lenzku þjóðlífi á Þeim fimímtán árum, sem liðin eru frá 1942. Upplýsingar hans voru eftirfar- andi staðreyndir: Tbúatalan í landinu hefur aukizt úr 123979 í 164708 á tímabilinu frá 1942 til ársloka 1957 eða um nær 41000. Þessi f jölgun hefur fyrst og fremst orðið í Reykjavik, en þar óx íbúatalan á nefndu ára- skeiði um nærri 27000. í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og Hafn arfirði hefur íbúatalan meira ,en tvöfaldazt á sama tíma og vaxið um nær 11000. Fólksf jölg- unin er .þannig um réttur þriðj- ungur af íbúatölunni eins og hún var 1942. Af þeim 41000, sem háfa við bætzt, eru 38000 í Reykjavík og nágrenni hennar. Sést af þvi, hvar skórinn krepp ir. Frumvarpið um nýju kjör- dæmaskipunina er við það mið- að að leiðrétta þá skekkju, sem hér hefur orðið á hlutfallinu milli íbúatölu og fulltrúatölu á alþingi. . Lausn kjördæmamálsins er samkomulag þriggja flokka og ekki eins og hver einstakur þeirra myndi vilja. Al’þýðu- flokkurinn vildi t. d. fjölga þingmönnum Reykjavikur um ' vegna andstöðu sex í stað f jögurra eins og frum j lagsins. varpið gerir ráð fyrir og líka að þingmenn Nbrðausturlands- kjördæmásins yrðu sjö og Reykjaneskjördæmisins sex eða einum fleiri í hvoru en til er lagt. Hann gat einnig Mlizt á, að þingmenn Suðurlands yrðu sjö í stað sex. Þingmannatalan í heild hefði þá orðið 65 í stað 60. -Þetta fékkst ekki fram Alþýðuhanda- KOMMUNISTAR LITLU FEGNIR Þá vék Emil Jónsson að skil- yrðum Alþýðubandalagsins fyr Framliald á 2. siðu. I.S. URSLITALEIKURINN í körfuknattleiksmóti fslauds fóv fram að Hálogalandi í gær- kvöldi. íþróttafélag stúdenta. sigraði íþróttafélag Reykjavík- ur með 62:58 og hreppti þaf með íslandsmeistaratitilinn. í gærkvöldi léku ÍR og KR í kvennaflokki og sigruðu ÍR- stúlkumar með 19:16. Herskip hindraði iöku togaran s, sem var 3,5 mílur frá landi. Fregn til Alþýðublaðsins. ÞORLÁKSHÖFN í gær. UM KLUKKAN 12,20 í dag Varð elds vart í gamla f jósinu Blaðið hefur hlerað — Að Framsóknarhúsið hafi haft í athugun að fá hingað snögga ferð franskar dánsmeyjar, sem nú sýna fáklæddar við mikinn fögnuð í Las Vegas í Bandaríkjun- um, en horfið snögglega frá þessu — fyrir skemmstu. , Tjón áæflað rúm efn miiljón króna. og hlöðunni hér, sem nú eru notuð sem beituskúr og veið- arfærageymsla. Urðu húsin al- eldá á svipstundu og vafð ekk- ert við eldinn ráðið. Um tíma var og nokkur hætta á, að. eld- urinn læsti sig í gamla bæinn, sem stendur þar við, en þó tókst að verja hann. Vindur var hvass af austan, þegar eldurinn kom upp. í hlöð unni var geymt kork, er átti að nota til nýja frystihússins, sem verið er að byggja hér, og einnig öll lína á bátana. í fjós- inu voru geymd net og fleira tilheyrandi bátunum. Slökkviliðsbifreið frá Hvera gerði kom á vettvang og einnig bíll með dælu frá Selfossi. Byrj uðu þeir að dæla sjó á bálið, Framhald á 2. síðu. í GÆRKVÖLDI kom varðskipið „Óðinn“ að brezka togaranum .,Swa- nella“ frá Hull að ólögleg- um veiðum um 3,3 sjó- mílur undan Snæfells- nesi. Varðskipið setti út dufl hjá togaranum, i var á leið út, og reyndist hann vera 3,5 ^ frá landi. Stóð þarna í þófi um þar seni ’■ varðskipið .— nokkrum aðvörunarskotum að togaranum. Stöðvaði hann loks för sína, en aðrir brezkir togarar reyndu að hindra „Óðinn“ í að komast að „Swanella“. Að Iokum kom herskipið „Scarbourogh“ á vettvang og hélt að duflinu. Mældn her- skipsmenn legu duflsins og töldu samkvæmt mælingum sínum, að það væri rúmlega hálfri sjómílu utar en mæl- ingar „Óðins“ sýndu. Mein-, aði herskipið „Óðni“ að halda áfram töku togarans og skip- aði honúm að halda áfram veiðum. Þar sem veður var erfitt, hvasst og skyggni misjafnt, var varðskipið „Ægir“ sent „Óðni“ til aðstoðar og bSr mælingum „Ægis“ saman við mælingar „Óðins“ á duflinu. Stóð í þessu þófi þarna í gær- kvöldi, er blaðið fór í prent- un, en málið átti að aflund- ast utanríkisráðuneytiau í morgun til meðferðar. <WWMíHIIHtW»Wmm>WW*%IWWWWW>WWWM«W*wHW ÚTVARP5UMRÆÐURNAR UM KJÖRDÆMAMALiÐ Kommúnistar féllu frá öllum skilyrðum. er verulegu máli skiptu, fyrir lausn kjördæma-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.