Alþýðublaðið - 15.04.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.04.1959, Blaðsíða 3
Menningarsam- band íslands og STOFNFUNDUR félagsj til eflingar menningar- og| vináttutengsla milli Islands! og Israels verður haldinn í| Þjóðleikhúskjallaranum í! kvöld kl. 8,30. Sendiherra; Israels á íslandi, Ambassa-1 dor Dr. Chaim Yahil og frú; hans, mæta á fundinum. ; ; Allir, sem áhuga hafa á lísrael, að fornu og nýju og ;styðja vilja að auknum ítengslum ísraels og íslands,' !eru velkomnir á fundinn. ; Myndin er frá Tel Aviv, !Jaffa í baksýn. Deilur um valdssvið forsefa í ¥esfii r-Þýika la nd s BONN, 14. apríl (REUTER). ] Einn af lögfræðingum Kristi- legra demókrata, flokks Aden- auers kanslara, vísaði í dag á bug Jieirri túlkun ýmissa aðila á stjórnarskrá Vestur-Þýzka- lands, að samkvæmit henni hafi MHIMMMHMMMIMtUMMM Bindindisfélag ökumanna í I UNDIRBÚNINGI er að stcfna í Hafnarfirði sérstaka deild Bindmdisfélags öku- manna. Til þessa hefur verið sameiginleg deild fyrir Reykja vík og Hafnarfjörð, en nýlega var ákveðið að stofna sérstaka deild í Hafnarfirði. Hefur nú verið boðað til stofnfundarins n.k. fimmtu- dagskvöld í Góðtemplarahús- inu kl. 8,30 e.h. LONDON, 14. apríl (REUT- ER). Dehré, forsætisráðherra Frakka, og Macmillan, forsæt- Aðaifundur Póst- mannafélagsins. AÐALFUNDUR Póstmanna- félags íslands var lialdinn í samkomusal ’L\andsímahússins þann 15. marz s.l. Rædd voru þar ýms hagsmuna- og áhuga- mál félagsins. í stjórn voru kosnir: Formaður Tryggvi Har aldsson, varaform. Sigurður Ingason, meðstjórnendur Dýr- mundur Ólafsson, Sigurjón Biörnsson og Lúðvík Jónsson. Einnig minntist félagið 40 ára afmælis síns með fjöl- mennu hófi laugardaginn 21. marz s.l. Félaginu bárust marg ar kveðjur og árnaðaróskir í tilefni af afmælinu. Mat+hías Guðmundsson deildarstjóri mælti fyrir minni félagsins. Aðrir, er þar fluttu ávörp og árnaðaróskir, voru: Gunnlaug- ur Briem, póst- og símamála- stjóri, Guðmundur Hlíðdal, fyrrverandi póst- og símamála- stjóri, Sigurður Ingimundar- son, formaður B.S.R.B., Magn- ús Jochumsson, póstmeistari, Helgi Björgvin Björnsson, isráðherra Breta, héldu áfram viðræðum sínum í London. í dag. Hafa þeir unnið að því að samræmia sjónarmið vesturveld anna fyrir utanríkisráðherra- fund stórveldanna, sem hefst í næsta mánuði. 'Það var opinberlega tilkynnt í dag, að ráðherrarnir hefðu náð samkomulagi um öll aðalat- riði, en væri ágreiningur um smáatriði. DeV'é mun fara aftur til Par ísar í kvöld. í dag ræddu forsætisráðherr- arnir og utanríkisráðherra þeirra einkum um Afríku og nálægari Austurlönd, Ðerlínar vandamálið og Þýzkalandsdeil- una. Claplin í gamla lerflnu LONDON 14. apríl (REUTER). Hinn heimsfrægi kvikmynda- leikarj Charlie Chaplin hefur í hyggju að framleiða litmynd, hina fyrstu, sem hann hefur fengizt við. Enska stórblaðið Daily Herald skýrir frá þessu í dag. Chaplin lét svo um mælt að mynd þessi ætti að vera afmæl isgjöf til mankynsins, en hann verður sjötugur n.k. fimmtu- dag. Myndin verður ballett- gamanleikur og kemur Chap- lin þar fram í sínu gamla gervi, sem hann notaði síðast í mynd inni „Nútíminn11, sem fullgerð var árið 1936. „Það var rangt af mér að leggja niður gervj flækingsins. Það er þörf fyrir litla manninn á þessum síðustu atómtímum“, sagði Chaplin í viðtali við Dai- ly Herald. forseti landsins allvíðtæk völd í utanríkismálum. Lögfræðingurinn Matthias Hoogan, sem er formaður laga- nefndiar neðri d’eildar þingsins í Bonn, sagði þetta í viðtali við blaðamenn í dag. Voru ummæl- in í samibandi við bollalegging- ar maniia um að Adenauer kunni að hafa í hyggju að auka mjög vald forseta, en fullvíst er talið að hann verði kjörinn forseti Vestur-Þýzkalands í sumar. Hoogan kvað þá skýringu Hermans von Mangoldt, sem var einn af þeim, sem sömdu stjórnarskrána, að utanríkis- málum verði aðeins ráðið til lykta með samstarfi forseta og kanslara, ranga. Kanslarinn einn taki ákvarðanir og beri á- byrgð á þeim. fræðingur frá USA vænfanleg Rvíkur Fyrirlestur um Hauksbók EINiS og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu, mun pró- fessor Jón Helgason flytja tvo fyrirlestra í háskólanum í þess- ari viku. Fyrri fyrirlesturiim verður í kvöld kl. 8.30 og fjall- ar um Hauksbók. Síðari fyrirlesturinn verður nk. laugardag kl. 5 e. h. og fjall ar um bnúðkaupssiðabækur. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrum þessum. INNAN skamms er væntan- deildarstjóri, og Eysteinn Jóns legur liingað til lands banda- son, fyrrverandi póst- og síma umferðarverkfræðineur. málaráðherra. Sinfóníuhljómleikar SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍS- LANDS hélt tónleika í Þjóð- leikhúsinu í gærkvöldi undir stjórn Páls Pampichlers. Á efnisskránni voru bæði gömul verk og ný. Fyrsta verkið var Introduction og Rigaudon eftir G.F. Handel og var fremur bragðdauft í flutningnum í gærkvöldi. Þá kom celló-kon- sert í B-dúr eftir Bocherini og var einleikari þar Klaus-Peter Doberitz. Konsertinn er mjög fallegur og var ágætlega leik- inn af hinum unga hljómlistar- manni. Má áreiðanlega mikils af honum vænta með auknum þroska. Eftir hlé komu svo nútíma- verkin: sinfóníetta fyrir kamm- erhljómsveit op. 1 eftir Benja- min Britten og svíta fyrir hljóm sveit op. 20 eftir Artur Michl. Þessi verk voru, að því er ég bezt fékk heyrt, vel leikin og einkum sinfóníettan. Svítan er og að mörgu leyti mjög athygl- isverð. Var frammistaða hljóm sveitarstjórans miklu betri nú en áður. Aðsókn að þessum hljómleik- um var mjög lítil og væri sann- arlega ástæða til fyrir stjórn hljómsveitarinnar að gera at- hugun á því, hvað veldur sveifl um á aðsókn, hvort þar kemur til efnisval eða annað. Við svo búið má ekki standa. G.G. rískur umferðarverkfræðingur. Umferðarnefnd hefur haft einn verkfræðing, Ásgeir Þór Ás- geirsson, í þjónustu sinni, en reynslan hefur sýnt, að hann hefur ekki getað annað öllum viðfangsefnum, sem kallað hafa að. Því var reynt að ráða íslenzk an verkfræðing til viðbóta,r en enginn fékkst. Þá var leitað erlendis víða að manni til starfans og hefur nefndinni borizt boð frá Bandaríkjunuji um, að umferðarverkfræðing- ur þaðan komi og dveljist hér x tvo mánuði. Hafði Iðnaðar- málastofnun íslands milligöngu í málinu. Sérfræðingur þessi mun hafa langa reynslu að baki og er talið, að ekki muni hann skorta hér vei’kefnin. Mun hann athuga um umferðarljós, vandasöm gatnamót, og síð- ast en ekki sízt sjálft heildar- umferðarkerfið í höfuðstaðn- um. NYJA DELHI, 14. apríl (REU TER. Það er nú ákveðið að Ne- hru, forsætisráðherra Indlands, fari á fund Dalai Lama hinn 24. apríl nk. Verður Dalai La- ma þá kominn til Mussoorie, en þar lxefur indverska stjórnin fengið honum aðsetursstað. Mussoorie er í Kuomonxlliéraði, senx liggur að Tíbet. Dalai La- ma hvílist nú í Bomdila, en held ur áfram til Mussoorie næstu daga, nxeð einícalest á vegum indversu ríkisstórnarinnar. Ekki er gert ráð fyrir að Da- lai Lama i-æði við blaðamenn er hann kemur til Mussorie, held- ur verði látið nægja að hann gefi stutta yfirlýsingu. Margir fréttamenn telja að ekki verði hjá þvx komizt að Dalai Lama gefi skýr svör varðandi ástæð- urnar fyrir flótta sínum frá Tí- bet. Pekingstjórnin heldur því fram, að Dalai Lama hafi farið gegn vilja sínxxm frá Tífoet, en af opinfoerri hálfu í Nýju Delhi er ekki talið véfengjanlegt að hann hafi farið af fúsumi vilja. Margvíslegur undirbúningur er nú framkvæmdur í Mussoo- rie til þess að gera dvöl Dalai Lama þar sem þægilegasta. Alþýðublaðið — 15. apríl 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.