Alþýðublaðið - 19.04.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.04.1959, Blaðsíða 3
immiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitilili„IIIIIIII|||||||||lil|! GYLFI Þ. GÍSLASON menntamálaráS'herra hefur barizt fyrir því síðan yfirfærslugjaldið var sett á í fyrravor, að fá styrki til námsmanna Ihækkaða, svo að þeir fengju sömu upp- hæð í erlendum gjaldeyri og fyrr. ... Þá hefur Gylfi í hyggju ^iýmSar breytingar á fyrirkomulagi námsstyrkja, þar á meðal að veitt verði aðeins námslán fyrstu tvö ár manna erlendis, svo að úr verði skorið hverjum er alvara um langt nám, og einnig að teknir verði upp fimm stórir styrkir, 20 00Ö kr. á ári í fimm ár, sem veittir verði nýstúdentum til náms heirna eða erlendis. ... Sennilega verður bessu komið á með reglugerðum str.ax og fjár- lög hafa verið afgreidd. Bíkið hefur verið svo svifaseint í byggingmn yfir eig- in starfsemi, að það þarf enn að greiða sex miilljónir kr. í leigu árlega, aðailega fyrir skrifstofuhúsnæði. Kínverjar virðast hafa fengið um Þ.að öruggar upplýsingar, hver.jir raunverulega eru áhrifamestu kommúnistar hér á ís- landi. ... Aðeins þrír menn hafa persónuiega og einir verið boðnir til Kína í opinhera heimsókn mleð konum sínum. — Þessir menn eru Brynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson og nú síðast Kristinn Andrésson. .. . Gaman væri að vita, hvort Krist- inn ekki vill fara fram á, að honum verið leyft að heimsækja Tíbet til að kynna sér viðhorf íbúanna til stjórnar kommúnista! MoNT BLANC jarðgöngin verða 11,5 kílómetrar á lengd og er reiknað með að þau kosti a. m. k. 15 milljarða franka. FRARKLANDSMEGI'N hefj- ast göngin í um það bil 1200 metra hæð skammt frá hin- um fræga skíðastað Ghamonix Þetta er oMnt Blanc, — Hvítafjall, hæsta fjall Evr- ópu, þegar Kákasusfjall- garðinum er sleppt. Það var fyrst klifið 8. ágúst 1786. Það afrek vann ungur mað * ur frá Genf. — Myndin er tekin frá norðurliliðinni en þar undir fjallshlíðinni, — niðri í djúpuin dal, er hinn víðkunni ferðamannastað- ur Chamioix. — Af tindi Mont Blanc er útsýn yfir 200 þús. ferkm. svæði í hjörtu veðri. OKKAR Á MILLl SAGT BAHAITRÚAR MENN HAND- ANKARA, Tyrklandi. Lögreglan í Ankara réðst fyrir skömmu inn á leyni- lega samkomu Bahai-trú- félagsins og handtók ýmsa meðlimi þess. Bahaitrú er sambland af trúarbrögðum kristinna manna, Gyðinga og Múhameðstrúarmanna. Tyrkneska lögreglan handtók 62 Bahaitrúar- menn, þar af 26 konur, sem flestar voru um eða innan við tvítugt. Félags- menn voru ákærðir fyrir að hafa stofnað leynifélag og haldið leynilegar sam- komur. Samkvæmt tyrk- neskum lögum verður að tilkynna stjórninni um alla starfsemi félaga og annarra samtaka. Bahaitrú á uppruna sinn í Persíu og var stofnuð þar árið 1884 af persnesk- um manni, Bahaullah að nafni, en hann kvaðst vera spámaður. Bahaullah byggði trú sína á Kóran- inum, en tók auk þess ým- islegt úr trúarsiðum krist- inna manna og Gyðinga. Talið er að þrjár milljónir manna í veröldinni aðhyll- ist Bahaitrú. Flestir eru þeir í Mið-Austurlöndum en í Bandaríkjunum eru 1500 manns, sem hana að- hyllast. Bahaitrúarmenn eiga mörg musteri í Banda ríkjunum og er hið stærsta þeirra í Washington. Bahaitrúin var bönnuð í Persíu eftir að Bahaullah hafði gert tilraun til þess að steypa stjórn landsins. Hann flýði þá til Bagdad. en varð brátt að flýja það- an eftir að hafa efnt þar til óeirða. Hann settist að í Edirne, smáþorpi á landa mærum Tyrklands og Búlgaríu. Fylgismenn Bahai í Tyrklandi vilja nú að dán- arstaður Bahaullah í Ed- irne verði gerður að helgi- stað, sem Bahaitrúarmenn hvaðanæva úr heiminum geti heimsótt. Miklum hjúkrunarkvennaskiptum hefur verið ihaldið uppi milli íslands og annarra landa. . •. í skýrslu stjórnar Hjúkrun.- arkvennafélags íslands segir, að 29 íslenzkar hj úkrunarkonur hafi dvalizt erlendis sl. ár við störf og nám, og 25 erlendar hjúkrunarkonur hafa unnið hér á landi, þar ,a;f 12 danskar og 8! þýzkar. Almennt er talið, að kosningar verði nú 28. júní, og að þær verði einhyerjar hörðustu og sögulegustu í mattna minnum. ... Líklegt þykir, að mjög margir af eldri þing- mönnum muni nú hætta og verði meiri mannahreytingar á alþingi en nokkru sinni síðan 1933—34. wwmwuwvwwwwwwmmvwwM*wwwvmmmwwwwwwwwww Fi iRANSKIR verkfræðingar bíða nú í óþolinmæði eftir að hafizt verði handa um verk- efni, sem þá hefur dreymt í hálfa öld: Þa'ð er að segja að byrjað verði á að grafa jarð- göng undir Alpana milli Frakklands og ítalíu. ítalir eru þegar farnir að grafa sín megin og áður en langt um líður verðia lengstu jarðgöng heimsins grafin undir hæsta fjall Evrópu. Líklegt er að verk þetta hefði hafizt fyrir allmörgum árum ef ekki hefði komdð til harðvítuigar pólitískar deilur meðal Frakka á þingi landsins. Fjárskortur hefur líka haft sitt að segja. Nú hefur öllum hindrunum verið rutt úr vegi, ítalir hafa tekið til starfa og fimm frönsk verkfræðingafyr irtæki munu hefjiast handa þegar vorsólin hefur brætt snjóinn úr norðurhlíðum Mont Blanc. 14. marz 1953 var samningur Frakka og ítala varðaudi þetta mál undirskrifaður og sam- kvæmt honum greiða Frakkar helming kostnaðarins en ítal- ir og Svisslendingar hinn helminginn. Fjár verður afl- að með ríkistillagi og lánum. Talið er að kostnaðurinn verði greiddur upp á stuttum tím/ með vegagjaldi um göngin. — Gert er ráð fyrir að fyrstu ár- in muni 350.000 bílar af ýms- um gerðum fara um göngin og um sumarmánuðina er búist við að 200 bflar fari um göng- in á klukkustund hverri og liggja í beina línu undir Mont Blanc og opnast við ít- alska bæinn Enereves. Tvær bflabrautir verða í jarðgöngunum, hvor um sig sjö metrar á breidd, auk þess mjóar gangbrautir 'beggja megin akbrautanna. Á 300 metra millibili verða útskot, þar sem verða viðgerðastöðV- ar og benzínstöðvar. VANDAMÁLIN í samibandi við þetta mannvirki eru mörg og erfið. Mesta vandamiálið ei að finna ráð til þess að vernda verkamennina fyrir hinum mikla hita um miðibik jarð- ganganna. Þá verður erfitt að tryggja næga loftræstingu, þegar hundruð bíla fer um göngin og allir gefa frá sér kolsýring. Verkfræðingarnir telja að hitinn um miðbik ganganna verði um 50° á Celsíus. Verður komið upp flóknu og kostnað- arsömu kælikerfi til þess að ráða bót á þessum vanda. Sjálfur gröfturinn er tiltölu- lega auðveldur enda þótt dag- lega verði grafnir 10 metrar í hörðu graníti. ir að göngin komist í notkun, en þeir telja þó að það vanda- mál verði leyst á sínum tíma. Ætlunin er áð blása hreinu lofti inn í göngin gegnum píp- ur, sem opnast á 10—20 metra millibili en óhreinu lofti verð- ur blásið út. ONT BLANC jarðgöngin tryggja óhindraða umferð mflili Frakklands og Ítalíu, — allan ársins hring, beina leið og án þess að þurfa að fara lengri leið kringumi Alpana. Leiðin milli Parísar og Róm- ar styttist um þriðjung. F F RANiSKIR verkfræðingar játa að erfitt kunni vera að tryggja næga loftr.æstingu eft RAKKAR, ítalir og Sviss- lendingar hófu undirbúning að Mont Blanc-göngunum um síðustu aldamót. Fyrsta raun- hæfa áætlunin um verkið var lögð fram árið 1900. Næst var málið tekið upp 1935 en féll niður þegar styrjöldin í Abyss iniu hófst. Loks var áætlunin samþykkt í franska þinginu 24. janúar 1956. Alþýðublaðið — 19. apríl 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.