Alþýðublaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 10
ákl Jakobsson 0« iíristján Eiríksson hæstaréttar- og héraSa- dómslögmena. Málflutningur, innheimta, ■amningagerðir, fasteigna- og skipasala. Laugaveg 27. Sími 1-14-53. Húseigendur. önnumst allskonar vatns- og hitalagnir. HIT ALAGNI8 h.f Símar 33712 og 32844. Minningarspjöld D. A. S. lást hjá Happdrætti DAS, Vest- •arveri, sími 17757 — Veiðarfæra verzi. Verðanda, sími 13786 — S'jánaannafélagi Reykjavíkur, (jími 11015 — Guðm, Andrés- syai gullsmið, Laugavegi 50, 9Ími 137*69. — í Hafnarfirði í Pösthúsinu, sími 50267. Sigurönr Óláson hæstaréttarlögmaður, og Þorvaldur Lúðvíksson héraðsdómslögmaður Aastarstræti 14. Sími 1 55 35, Sandblástur Sandblástur og málmhúð un, mynztrun á gier og legsteinagerð. S. HelgasaB, Súðavogi 20. Sími 36177. Leiðir allra, sem ætla að kaupa eða selja BÍL liggja til okkar B í Sasalan Klapparstíg 37. Sími 19032. Samúöarkort Biysavarnafélags íslands kaupa fiestir. Fást hjá slysavarnadeild- um land allt. I Reykjavík í Hannyrðaverzl. Bankastræti 6, Verzl. Gunnþórunnar Halldórs- 4óttur og í skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd í síma 14897, Heitið á SlysavÆrnafélagið. — Það bregst ekki. Lálið okkur aðstoða yður við ka;up og sölu bifreiðarinnar. Úrvalið er hjá okkur, AÐSTOD við Kalkofnsveg og Laugaveg 92. Sími 15812 og 10650. Keflvíkingar! Suðumesjamenn! Innlánsdeild Kaupfélags Suðurnesja greiðir yður hæstu fáanlega vexti af imnstæðu yðaT. Þér getið verið örugg um sparifé yðar hjá oss. ICaupfélag Suöurnesja, Faxabraut 27. Málflutnings- skrifstofa Lúövík Gizurarson héraðsdómslö gmaður. Klapparstíg 29. Sími 17677. Húsamáiun OG skreytingar Sími 34779 Bifreiðasalan og leigan Ingólfssfræfi 9 Sími 19092 og 18966 Kynnið yður hið stóra út val sem við höfum af alli konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. Bifreiðasalan Ingélfsstræti 9 og leígan Sími 19092 og 18966 Gerum við bilaða KRANA og klósett-lcassa. VATNSVEITA REYKJAVÍKUR, símar 13134 og 35122 Húsnæðlsmiðlunin Bíla og fasteignasalau Vitastíg 8A. Sími 16205. Dr. Krisiinn Framhald af 1. síðu. sögu. Jafnframt því sem borin voru fram harðorð mótmæli vegna atburðar þessa, var þess krafizt af hálfu ríkisstjórnar íslands, að brezka stjórnin gerði þegar í stað ráðstafanir til að hið íslenzka varðskip gæti haldið áfram töku land- helgisbrjótsins eða honum snú- ið við til íslenzkrar hafnar til þess að íslenzkur dómstóll gæti fjallað um mál hans. í svari sínu, sem sendifull- trúi Bretlands í Reykjavík af- henti utanríkisráðuneytinu s. 1. laugardag (18. apríl), endurtek- ur brezka stjórnin fyrri yfir- lýsingar um að hún viðurkenni ekki fiskveiðilögsögu íslend- inga utan þriggja mílna land- helgi og véfengi því rétt ís- lenzkra varðskipa til þess að taka erlend skip ,,á höfum úti“, eins og bað er orðað, eða veita þeim eftirför, nema um sé að raeða brot, sem framin séu inn- an þriggja mílna landheigi. Brezka stjórnin heldur því og fram, að togarinn Carella hafi ekki verið innan fjögurra mílna markanna samkvæmt reglugerðinni frá 1952 um fisk- veiðilögsögu íslands, og neitar því að viðurkenna staðsetningu togarans samkvæmt mæling- um hins íslenzka varðskips. Þá neitar brezka ríkisstjórn- in að verða við kröfunni um að mál togarans verði fjallað af íslenzkum dómstólum, þar eð hún telur að reglugerðin um 12 mílna fiskveiðilögsögu ís- lands sé ógild að alþjóðalögum. Vernd sú, sem hið brezka her- skip veitti togaranum, hafi ver- ið utan þriggja sjómílna yfir- ráðaréttar íslands og því heimil samkvæmt alþióðalögum, en auk þess sé það ekki á valdi brezku stjórnarinnar að fyrir- skipa brezkum fiskiskipum að halda til erlendrar hafnar. Loks tekur brezka stjórnin fram, að hún telji líklegustu leiðina til þess að koma megi í veg fyrir að atburðir sem þessi endurtaki sig — meðan ekki liggi fyrir niðurstaða væntan- legrar alþjóðaráðstefnu vorið 1960 um réttarreglur á hafinu — að fundin verði bráðabirgða- lausn varðandi fiskveiðar hér við land, annað hvort með samningaviræðum eða með bví að vísa málinu til alþjóðadóm- stólsins. Pípur Fiffings Vainshæðarmælar og hifamælar fyrir miðsföðvar HELGI HAGNÚSSON & CO. Hafnarstræti 19 Símar 13184 og 17227. PILTAR ÍFÞIÐE lG.fls* ÞA Á É<? HRI.Vr. f , / Tlu listamenn mynda eins konar akademíu Frumvarpið um úthlutun listamanna- launa til 1. umræðu á alþingi í gær. FRUMVARPIÐ um úthlut- un listamannalauna var til fyrstu umræðu í neðri deild al- þingis fyrir helgi. Menntamála- ráðh. rakti efni frumvarpsins í ítarlegri framsöguræðu fyrir málinu. Sagði hann m.a. að þeir 10 listamenn, er hljóta ættu föst heiðurslaun, mundu mynda listráð eða eins konar akademiu fslands. í upphafi ræðu sinnar sagði Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, að sl. 10 ár hefði oft verið rætt um breytingar á út- hlutun listamannalauna. Ráð- herrann kvaðst hafa flutt þing- frumvörp um málið 1948, 1949, 1950 og 1951, en einnig hefðu flutt frumvörp um málið Magn ús Kjartansson, Jónas Árnason og Ásmundur Sigurðsson og Gunnar Thoroddsen. því, að skömmu eftir myndun fyrrverandi ríkisstjórnar hefði hann skipað nefnd til þess að endurskoða úthlutunarfyrir- komulagið og gera tillögur um breytingar á því. Væri umrætt frumvarp í meginatriðum byggt á tillögum nefndarinnar. Varð andi eftirfarandi væri frum- varpið þó frábrugðið hinum upphaflegu tillögum nefndar- innar: 1) Ýmsum hefur þótt nefnd in gera ráð fyrir of mikilli fækkun þeirra, sem njóta listamannalauna, en nefndin gerði ráð fyrir að flokkar listamannalauna skyldu vera þrír, og launin ákveðin upp- hæð í hverjum flokki. Þessi tillaga hefði þýtt það, að laun þegum hefði fækkað úr rúm- lega 100 í um það bil 60. í frumvarpi því, sem hér er fram lagt, er þessari flokkun þannig háttað, að 10 lista- menn skulu hlióta föst heið- urslaun, 35 þús. kr. á ári. Skulu þeir skipa listráð og vera ríkisvaldinu til ráðu- nevtis um listmál. Árlega skal úthluta listamannalaunum í þrem flokkum: 20 þús., 12 þús. og 6 þús. kr. Ekki færri en 25 listamenn skulu njóta 20 hús. kr. launa. Er þannig leitazt við að taka tillit til þess sjónarmiðs, að aukin festa verði í úthlut- uninni frá því, sem verið hef- ur, og að ákveðin tala lista- manna sé á tilteknum laun- um, en hins vegar er tala laun þega ekki bundin við neitt hámark, svo að algerlega er á valdi úthlutunarnefndar, svo sem verið hefur, hvort eða hversu mikla fækkun laun- þega yrði að ræða. 2) Nefndin hafði ætlað 12 mönnum sæti í listráði, en ráðuneytið hefur fækkað list- ráðsmönnum í 10. Val manna í slíkt ráð þarf að sjálfsögðu vel að vanda, og virðist því varlegast að hafa ráðið ekki mjög fjölskipað, a.m.k. með- an starfsemi þess er að mót- ast. Með fækkun ráðsmanna er lögð áherzla á þennan skiln ing. 3) í frumvarpi nefndarinn- ar er menntamálaráðherra ætlað sæti í kjörstjórn kjör- ráðs og Iistráðs. Ekki er venja„ að ráðherrum sé gert lögskylt samkvæmt stöðu þeirra a'ð eiga sæti í nefndum af þessu tagi, og er því í frumvarpi því, sem hér Hggur fyrir, ráðu neytisstjóra menntamálaráðu neytisins ætlað sæti í kjör- ráði, ásamt ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins og skrifstofustjóra alþingis. 4) Nefndin gerði ráð fyrir, að listamannalaun skyldu vera skattfrjáls. Sú grein hefur verið felld niður, þar eð ekki þykir eðlilegt að breyta á- kvæ'ðum skattalaga í frum- varpi um úthlutun listamanna launa. Hins vegar hefur verið tekið í frumvarpið ákvæði um, að listamannalaun skuli . < breytast í hlutfalli víð breyt- ingar á kaupgjaldsvísitölu. ÍÞRÓTTIR Framhald af 9. síðu. sigruðu KR-stúlkurnar með 6:5 eftir framlengdan leik. Ármann sigraði Víking í 3. fl. með 11:9. Hinir ungu leiknaenn sýndu góða knattmeðferð og í þessuna flokkum' eru margir efnilegir piltar. Á sunnudagskvöldið léku Afturelding og ÍBK í 2. deild og sigruðu þeir fyrrnefndu með miklum yfii’burðum, 40:26. Aft urelding færist því upp í 1. deild. Meistaramótinu lýkur Uffi næstu helgi. Maðurinn minn KRISTJÁN FK. JÓNSSON frá Bræðraborg, Seyðisfirði, andaðist í St. Josefsspítala Hafn- arfirði, laugard. 18. apríl. Fyrir mína hönd og barna okkar Guðrún Arnþórsdóttir. Bróðir okkar ÓLAFUR A. GUÐJÓNSSON sem lézt 13. þ. m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun 22. þ. m. kl. 1,30, Guðbjörg Guðjónsdóttir og bræður. £© 21. apríl 1959 — Alþýðubíaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.