Alþýðublaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 12
40. árg, — Fimmtudagur 23, apríl 1959 — 90. tbl. ffiemhluti stjórnarskráriiefndar: Benedikt Gröndal, Einar Olgeirsson, Jóhann Hafstein og Jón SigurSsson. Bjarni Benediktsson, Flutnlngsmenn eru Áki Jakobsson Gunnar Jóhannsson, Steingrímur Steinþérsson og Jón Sigurðsson. (Ii|UI’tGOS31!ilBlllllllllIIHIIl'miIllll93!ll8ÍBIlÍgBQain3nin]Ulllltl i 20 | 't „ KRÓNHVELTAN. velturj - j.ö-g. yeltur. Þeir, s©ma askor-1 gísii'. hafa. fengið, eru vinsáhi ! llegust beðnir um a® láta ekki i gireidsluna di'agast, því að | það.,.. er.., grundvaliarskilyrði -| því' að veltan á velt- I ■ isajri .sé nægilega milál. j £ ■•Æejki§t,er yið áskoramim I . v; og greiðslum á slcrifstöfiim j /4.Jj>:rðublaðsins o-g Alþýðu-: I ' ý flokksins hvern virkam ðag i i fra kl,9 til 7 e. 'Íe. I '?**?*■. • - - • E tiiEEEEcnDQBaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiðgaBBQBtiBaaaaaaaaaajiiiixiiir Fregn til AlþýSubiaSsins. Keflavík í gær. AFLAHÆSTI bátur £ gœr var „Erlingur V.“ með 55 lestir , (tveggja nátta), næstur „Ólaf- Úr Magnússon” með 53,7 lestir (2ja mátta) og þriðji var „Von- í«“ með 51,2 lestir (einmig 2ja í*átta). Yfirleitt var aflinn ■usamilegur hjá bátunum í gser, sem voru flestir tvær riætur í *©3ri. Héðan eru gerðir út 52 bát- ar og höfðu þeir farið í 2190 róðra 15. þ. m. Nam Iieildar- «fli þeirra 14.914 iesturn þann dag. Aflahæstur er „Olafur Magn 'fisson11 með 560 lestir í 56 róðr- Tjm, næstur „Bjarmi“ með 510 Sestir í 50 r-óðrum, þriðji er, „Hilmir“ með 482 Iestir í 58 róðrum og fjórði „Guðmundur S>órðarson“ með 466 lestir { 56 róðrum. — B. G. Álit meirihluta stjórnarskrárnefndar neðri deildar komið MEIRIHLUTI stjórnarskrárnefndar neðri deildar hefur skilað áliti um kjördæmabrej tinguna og mælir, eins og vænta mátti, með frumvarpinu óbreyttu. Hins vegar liggja báðir Framsóknarmennirnir, sem skipa Jninnihluta nefndarinnar, rúmfastir í infúenzu og liöfðu í gærkvöldi ekki skilað áliti sínu. í meirihlutanefndarinnar eru þeir Bjarni Bener diktsson, Einar Olgeirsson, Benedikt Gröndal, Jóhann Haf- stein og Jón Sigurðsson. í minnihlutamun þeir Gísli Guð- mundsson ©g Páll Þorsteinsson, Það kemur fram í nefndará- litinu, að Framsóknarmenn gerðu fyrst tillögu um frestun njálsins, en ,að henni felldri aðra tillögu um breytingar, sém væntanlega verður lögð fram í neðri deild. BRÝN RÉTTARBÓT. í áliti meirihlutans segir, að kjördæmabreytingin sé svo brýn réttarbót, að ekki megi dragast að samþykkja hana. Nefndarálitið bendir á, að mál- ið hafi í seinni tíð verið þraut- rætt, innan flokkanna og á milli þeirra. Er bent á þá stað- reynd, að endurskoðun stjórn- arskrárinnar í heild hafi hing- að til stöðvazt á ágreiningi um kjördæmin, og sé því talið hyggilegast að leysa kjördæma málið fyrst. Meirihlutinn bendir á, að 6- samkomulag milli flokkanna hafi seínustu daga minnkað Verulega, þar sem ekki sé leng- ur deilt um heildarfjölda þing- manna, þörf uppbótasæta hé þingmannafiölda { fjórðungum, nema hvað Framsókn vill hafa einum fleiri á Austurlandi en hinir flokkarnir og uppbótar- sæti einu færra. EKKI GERT Á HLUTA NEINS. Kostir hlutfallskosninga eru ítarlega ræddir og bent á reynslu annarra í þeim efnum. Þá eru hraktar þær fullyrðing- ar, að verið sé að afnema gömlu kjördæmin eða að gamla skip- unin sé fornhelg. „Með þeirri skiþan, sem er lögð til í frum- varpinu, er tekinn upp þráður- inn, sem slitnaði er þjóðveldi íslendinga leið undir lok. Kjör dæmin nú svara að ýmsu leyti til hinna fornu þinga og fjórð- unga á okkar fyrri frelsisdög- um“, Svo segir enn: „í þessu frumvarpi er ekki gert á hluta neins frá því, sem nú er. Eng- um er veittur réttur, sem hann á ekki fulla kröfu til“. Fregn til AlþýSublaðsins. VESTM.EYJUM í gær. MOKAFLI hefur verið hér í gær og í dag. í gær munu hafa borizt hingað um 1500 tonn. í dag eru enn margir bátar ó- komnir, en margir verða með kringum 50 tonn. T, d. er Ár- sæll kominn með 47 tonn. Siglufirði í fyrradag. BÍLSTJÍÓRADEILD Verka-í mannafélagsins Þróttar á Siglu firði hefur lýst sig samþykka því að lagður verði skattur á alla bíla er fara munu gegnum hin íyrirhuguðu Strákavegs- göng. — J. M. í happdrætti ■ AlþýSuflofcksins * LAGT hefur verið fram á alþingi frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til lántöku vegna lagningar Siglu- fjarðarvegar (ytri) Strákaveg- ar. Flutningsmenn eru Áki Ja- kobsson, Gunnar Jóhannsson, Steingrímur Steinþórsson og Jón Sigurðsson. Samkvæmt frumvarpinu er ríkisstjórninni heimilað að taka allt að 12 millj. kr. lán til þess að greiða kostnað af lagningu Siglufjarðarvegar ytri og það- an að Stafá og verði við það miðað, að loki verði vegagerð þessari á næstu 4 árum. Láni skal greitt af framlög- um til Siglufjarðarvegar ár hvert. Til lántöku þessarar og vegalagningar. skal þó eigi stofnað nema því aðeins að Siglufjarðarkaupstaður og Skagafjarðarsýsla ásamt Sau'ð- árkróki taki að sér aUar vaxta- greiðslur af láninu samkvæmt samkomulagi þeirra sín á milli. í greinargerð segir m: a.: „Undanfarin þrjú ár hefur verið unnið að því að leggja veg frá Siglufirði út fyrir Stráka og byggja þar bílgöng til þess að tryggja Siglufjarð- arkaupstað samband við vega- kerfi landsins árið um kring. Þetta mál er mjög aðkallandi, bæði fyrir Siglfirðinga og Skagfirðinga, og er ríkjandi mikill áhugi fyrir því, að Áki Jakobsson þessu verki verði hraðað sem mest. Stærsta átakið við lagn- ingu þessa vegar eru bílgöng þau, um 900 m löng, sem þarf að gera í f jallinu Strákar fyr- ir utan Siglufjarðarkaupstað. Gerð bílganganna er stór- virki, sem ekki er hægt að vinna £ smápörtum, svo sem gera þyrfti, ef eingöngu væri unnið fyrir fjárveitingu hvers árs fyrir sig. Því hefur sú hugmynd komið upp, að leit- Framhald á 2. síðu. Barnavinafélagið Sumargjöf þrjáfíu og fimm ára í dag BARNAVINAFÉLAGIÐ Sumargjöf var stofnað 22. apríl 1924 og er því 35 ára í dag. Stofnendur voru 36 að tölu og var fyrsti formaður þess kjör- inn Steingrímur Arason, kenn- ari. Gegndi hann formennsku í félaginu um samfléytt 15 ára skeið. ísak Jónsson, kennaii, varð næsti formaður Sumargjafar í 15 ár, Arngrímur Kristjánsson, skólastjóri, var formaður í 3 ár, og núverandi formaður, Páll S. Pálsson, hrl., hefur gegnt því starfi síðustu tvö ár- in. TILGANGUR FÉLAGSINS. Tilgangur Sumarý^far hef- ur frá öndverðu verið, að stuðla að andlegri og líkam- legri heilbrigði og broska barna í Reykjavík, og að vernda bau gegn óhollum áhrifum. Félag- ið hefur { þessu skyni starf- rækt dagheimili og leikskóla fyrir börn, og eru nú starfandi í höfuðstaðnum 4 dagheimili og 6 leikskólar fyrir börn á aldrinum 2—6 ára, og að auki 1 vöggustofa. Félagið nýtur mvndarlegs styrks úr bæjar- sjóði. Sumardagurinn fvrsti hefur verið árlegur kvnningardagur féiapsins og jafnframt haldinn: hátíðlegur sem dagur barn- anna. ST.TÓRN FFLAGSTNS. Auk formanns. Páls S. Páls- sonar, eigq sæti í stiórninni: Jónas Jósteinsson, varaformað- ur, Helgi Elíasson. Sveinn Ól- afsson, séra Emil Biörnsson, Þórunn F.inarsdóttir ng Valborg Sigurðardóttir. — Varastjórn: Arnheiður Jónsdóttir. Biarni Biarnason og Guðmundur Þor- láksson. Framkvæmdastjóri félagsins um langt skeið hefur verið Bogi Sigurðsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.