Alþýðublaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 1
Flokksþing Alþýðuflokksins í nóvemher markaði stefnuna í kjördœmamálinu KJÖRDÆMAMÁLIÐ er eitt mesta mál, sem alþingi hefur f jallað um, síðan það var endurreist. Fjallað er um höfuðbreytingar á kjarna lýðræðisins, kosn- ingakerfinu, því tæki sem fólkinu er ætlað til að tryggja stjórn þess á landinu. Með afgreiðslu þessa máls er borgurum landsins tryggður grundval'lar þegnrétt- ur þeirra og hann gerður eins jafn og aðstæður eru taldar leyfa. Stórt skref er stigið í rétta átt. Síðan kjördæmaskipan var breytt 1942, hefurþjóðinnifjölgaðmjögogbyggð í landinu breytzt. Misrétti um kosningar til alþnigis hefur vaxið stórlega, svo að ekki verður við unað. Tilraunir til að setja landinu stjórnarskrá eftir end- urreisn lýðveldisins 1944 hafa allar mistekiztaf þeirri höfuðástæðu, aðsamkomu lag náðist ekki um kjördæmaskiptingu.Forystumenn þjóðarinnar hafa komizt á þá skoðun, að fyrst yrði að leysa þetta viðkvæma mál, en síðan hefja heildar- endurskoðun stjórnarskrárinnar. WHHHHHHHHWHWWHIHHWHUHWUWWHHHV Gömul ummæli og ný ÞE-TTA aukablað Alþýðu- blaðsins er helgað kjör- dæmamálinu og er tilgang- ur þess að gefa lesendum margvíslegar upplýsingar um það. Birtar eru ræður þær, sem Emil Jónsson og Benedikt Gröndal fluttu í útvarpsumræðunum í síð- ustu viku. Þar að auki birtir blaðið nokkur eldri ummæli for- ustumanna Alþýðufl. um þetta mál. Þetta er gert í þeim tilgangi að sýna sam- hengið í baráttu Alþýðu- flokksins í þessu mikla máli. Það var að vísu stefna flokks ins fyrir aldarfjórðungi, að iandið skyldi vera eitt kjör- dæmi, en þá var alltaf sú varatillaga, að skipta því í fá en stór kjördæmi. Það eru röksemdir fyrir þeirri lausn og hin almenna réttlætis- hlið málsins, sem þeir Jón Baldvinsson og Héðinn Valdi marsson rökræða í köflun- um, sem hér eru birtir. Það er sú lausn, sem flokksþing- ið í nóvember formlega gerði að stefnu Alþýðuflokksins — og var um leið hafnað ein- menningskjördæmum og einu kjördæmi um land allt. Eins og víða kemur fram í þessu blaði, hefur Alþýðuflokk urinn frá öndverðu barizt mjög fyrir umbótum varðandi kosn- ingarétt og kjördæmaskipun. Enn liefur flokkurinn átt mik- ilvægan þátt í að hrinda mál- inu af stað. Gerði síðasta flokks þing ályktun um málið í nóv- ember 1958, markaði skýra stefnu og hvatti til aðgerða. Sjálfstæðisflokkurinn kvaðst reiðubúinn til viðræðna á þeim grundvelli, sem flokksþingið gerði ályktun sína um. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, var lausn kjördæma- málsins eitt þeirra fáu atriða, sem hún lofaði að beita sér fyrir. HORFIÐ FRÁ GAMALLI STEFNU. Áður fyrr var það stefna Al- þýðuflokksins, að landið skyldi allt vera eitt kjördæmi. Þeir Jón Baldvinsson, Héðinn Váldi- marsson og fleiri þingmenn flokksins fluttu þá hugmynd á «iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Framhald á 7. síðu. iiiimiiiimmmmiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiimiimimiiHiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmiiiiiiiiiiiiiiiii MILLIFLOKKANNA ÞAÐ var þungur róður fyrir Alþýðuflokkinn að fá þann þingmannafjölda, sem vax- andi fylgi hans gaf tilefní til- Eftir ko’sningarnar 1927 fékk flokkurinn 4 þingmenn, en hefði átt að fá 7 eftir fylgi. Við kosningarnar 1931 þrjá, en átti sex, 1932 aftur fjóra, en átti sjö. Á síðustu árum hefur aftur hallað í vaxandi miæli til þeirrar hliðar, að Alþýðu- flokkurinn hefur Þuíft meiri og meiri kjósendafjölda fyrir hvern kjörinn þingmann (ef undanskildar eru kosningarn ar 1956 veg-na bandalagsins við Framsókn). Sama er að segja um kommúnista og að nokkru leyti um Sjálfstæðis- flokkinn. Athugið eftirfarandi töflu: Til að fá hvern þingmenn kjör inn hafa flokkarnir þurft: 1942-11942-111946 1949 1953 1956 Alþýðuflokkur 1496 1206 1323 1705 2015 1894 Sósíalistaflokkur 1570 1105 1304 1564 1774 1982 Sjálfstæðisflokkur 1351 1150 1321 1502 1368 1843 Framsóknarflokkur 801 1057 1186 1038 1059 760 Kjördæmaskipunin var leið rétt 1942 og seinni kosning- arnar þá sýna eins fullJkominn jöfnuð og vænta má. EðLilegt er, að tölurnar hækki nokkuð, þar sem. þjóðinni fjölgar, en ætti ekki sú hækkun að ganga nokkurn veginn jafnt yfir flokkanna? Takið eftir, að Framsókn þarf ekki fleiri kjós endur fyrir hvern þingmann, Framhald á 7. síðu. FRUM VARPI SAMKVÆMT nýja kjördæmafrumvarpinu verða kjördæmi landsins eins og hér segir: Kjósendur Þingmenn Þingm. 1956 í frv. áður REYKJAVÍK 37 603 12 8 REYKJANES 10 901 5 2 MEÐVESTURLAND .. 6 234 5 4 VESTFIRÐIR 5 835 5 5 NORDURLAND vestra 5 876 5 5 NORÐURLAND eystra 10 893 6 5 AUSTURLAND 5 712 5 6 SUÐURLAND 2 552 6 6 Samtals 49 41 Uppbótamenn 11 11 Þingmenn alls 60 52 Frumvarpið hljóðar svo í heild: 1. gr. „31. gr. stjórnarskrárinnar orðist svo: Á Alþingi eiga sæti 60 þjóð kjörnir þingmenn, kosnir leynilegum kosningum, þar af: — a. 25 þingmenn kosnir hlut- bundinni kosningu í 5 fimm manna kjördæmum: Vesturlandskjörd.: Borg- arfjarðarsýsla, Akranes- kaupstaður, Mýrasýsla, Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýsla og Dalasýsla. V esturlandsk j ördæmi vestra: Barðastrandasýsla, Vestur-ísafjarðarsýsla, ísa fjarðarkaupstaður, Vestur Isafjarðarsýsla, Stranda- sýsla. Norðurlandskjördæmi vestra: Vestur-Húnavatns- sýsla, Austur Húnavatns- sýsla, Skagafjarðarsýsla, Suðárkrókskaupstaður og Siglufj arðarkaupstaður. Austurlandskjördæmi: Norður-Múlasýsla, Seyðis- fjarðarkaupstaður, Suður- Múlasýsla, Neskaupstaður og Austur-Skaftafellssýsla. Reykjanesskjördæmi: GuHbringu- og Kjósars., Hafnarfjarðarkaupstaður, Keflavíkurkaupstaður og Kópavogskaupstaður. b. 12 þingmenn kosnir hlut- bundinni kosningu í 2 sex manna kjördæmum: N orðurlandsk j ördæmi. eystra Eyjafjarðarsýsla, Akureyrarkaupstaður, Ól- afsfjarðarkaupstaður, Suð- ur-Þingeyjarsýsla, Húsa- víkurkaupstaður og Nórð- ur-Þingeyjarsýsla. Suðurlandskjördæmi: Vestur-Skaftafellssýsla, Vestmannaeyjakaupstað- ur, Rangárvallasýsla og Árnessýsla. c. 12 þingmenn kosnir hlut- bundinni kosningu í Rvík. d. 11 landskjörnir þingmenn til jöfnunar milli þing- flokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosn- ingar. Þingmenn skulu kosnir til 4 ára. Á hverjum fram- boðslista skulu að jafnaði vera tvöfalt fleiri menn en kjósa á í því kjördæmi, og skulu varamenn, bæði fyrir kjördæmakosna þing menn og landskjörna, vera svo margir sem til endist á listanum. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 3. gr. Ákvæði um stundarsakir. Almennar kosningar til Alþingis skulu fara fram, þegaf stjórnarskipunarlög þessi öðlast gildi, og falla umboð þingmanna niður á kjördegi.“ WWWWUMWWMVWWWVWWVMMWWMWWWWtWIIW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.