Alþýðublaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 7
r VlÐ ÞRÍR Alþýðuflokks- þingmenn erum - flutnings- menn : þessarar tillögu fyrir hönd flokksins. Hér á íslandi ríkir í orði þingræði og lýð- stjórnarfyrirkomulag. En grundvöllurinn undir því ætti að sjálfsögðu að vera alrnenn ur og jafn kosningaréttur, svipaður því, sem er í nálæg- um löndum, þar sem sams konar skipulag er. En nú er því fjarri. Almennur er kosn- ingarétturinn ekki, því að samkvæmt stjórnarskránni eru ýmsir menn undanskildir kosningarétti. Það eru t.d. þeir, sem hafa orðið að þiggja fátækrastyrk, og þeir, sem ekki hafa náð 25 ára aldri, þó að þeir séu annars full- veðja 21 árs. Mest af þessum : höftum er nú afnumið við kosningar til sveitar- og bæj- arstjórna, en ekki við kosn- ingar til Alþingis. Við höfum ekki tekið fyrir þessa hlið að : sinni, heldur hina, • að gera : kosningaréttinn jafnan hvar sem er á landinu. Nú hafa : kjósendur .víðs vegar á land- inu mjög mismunandi áhrif : á þingið. Þingið, sem ætti að : vera spegilmynd af þjóðinni, er það ekki, nema þá-af hend ingu. Það er orðinn nokkuð langur tími síðan komið var á þeirri kjördæmaskipun, sem nú gildir, og hún var , miðuð við allt aðrar kringum stæður. Þá bjó mestur hluti þjóðarinnar f sveitum, en síð- an hefir orðið hinn mikli inn- flutningur þaðan til bæjanna. í sumum sveitum hefir þó einnig fjölgað nokkuð, en víð Héðinn Valdimarsson. ast staðið í stað eða fækkað. Afieiðingin af þessu er það, að þingmenn, sem sitja á Al- þingi hafa mismunandi tölu af kjósendum bak við sig. Þetta fyrirkomulag er , hvorki byggt á viti né rétt- læti; Nú finnst mér það vel til fallið árið 1930, þegar við minnumst fyrsta vísis til lýð- stjórnar hér á landi, að sam- þykkt yrði tillaga um, að kosningaréttur skuli vera jafn og þar með að fullkomið lýðræði verði að því leyti í landinu. Við, sem berum fram þetta mál fyrir hönd flokks okkar, höfum ekki í þetta sinn til- skilið neina sérstaka aðferð til að koma þessu í fram- kvæmd, en látum nægja að óska þess, að hæstvirt stjórn athugi málið til næSta þings og beri fram þær tillögur, sem henni virðist rétt. Ég skal nefna þær þrjár aðferðir, sem helz+ koma til álita. Fyrst er það, sem við Alþýðuf lokksmenn tel j um réttast, það eru hlutfallskosn ingar um allt land. Þá hafa atkvæði allra landsmnna jafn an rétt. Önnur tillaea er það,^ að skipta landinu í fiórðungs- kjördæmi og að Revkjavík ein verði sérstakt kjördæmi. En báðar þessar breytingar mundu heimta breytingar á stjórnarskránni, því að hlut- fallskosningar eru eftir henni ekki lögleyfðar nema í Reykja vík. Þriðji möguleikinn er að skipta landinu í einmenn- ingskjördæmi og hafa nokkra þingmenn að auki til uonbót- ar þeim stjórnmálaflokkum, sem fá nógu marga fulltrúa eftir atkvæðafjölda við kosn- ingar. Ég efast ekki um, að ein- stökum þingmönnum á Al- þingi, sem eru úr kjördæm- um, sem hafa minna en með- Lítclegasfa leiðin Framhald af 1. síðu. alþingi og mæltu fyrir henni: En þeir höfðu jafnan þá tillögu til vara, að landinu skyldi skipt i fá kjöydæmi en stór. Þeir fengu ekki miklar undirtektir og urðu að taka þátf í umbót- um á kjördæmaskipaninni eft- ir miðlunarleiðum, sem þokuðu því mjög í rétta átt. Eftir því, sem árin hafa lið- ið, hafa Alþýðuflokksmenn tek ið að efast um það, að heppileg- ast eða farsælast mundi að hafa landið allt eitt kjördæmi. Um langt árabil hefur sú -lausn málsins .ekki heyrzt í ályktun- um flokkgins eða málgögnum. Þegar flokksþingið s. I. vetur tók málið til afgreiðslu, var þessari stefnu hafnað og ein- róma samþykkt sú braut, sem áður var ávallt varatillaga fo>’- ustumanna flokksins: að skiptí landinu í fá en stór kjördæmi. Hér fer á eftir ályktun flokks þingsins: „Alþýðuflokkurinn hefur á- vallt haft ríkan áhuga á rétt- látri kjördæmaskipan. Núver- andi skipan þessara mála er orðin algerlega úrelt og hefur með hverju ári leitt af sér aulc- ið misrétti og fjarlægst það markmið að tryggja borgurun- um sem jafnastan rétt til á- hrifa á skipan alþingis. Sextán ár eru liðin síðan núverandi kjördæmakerfi var síðast lag- fært og hefur kjósendum fjölg- að um 20 þús. á þeim tíma. Nálega öll fjölgunin hefur orð- ið í fáeinum kjördæmum á. Suð vesturlandi, Samkvæmt núverandi kosn- ingalögum gæti það auðveld- lega komið fyrir, að flokkur með 10—15% allra greiddra atkvæða í landinu fái engan þingmann, og er slíkt fráleitt. Flokksþingið telur breyting- ár á kjördæmaskipan landsins vcra eitt stærsta og brýnasta verkefni Alþýðuflokksins á næstunni og telur þær breyt- ingar ekki mega dragast. Flokksþingið álítur kjördæma- skipan með hlutfallskosningum í fáum en stórum kjördæmum og uppbótaþingsætum til jöfn- unar milli flokka, líklegasta til að tryggja réttlæti í þessum málum. Alþýðuflokkurinn lýsir sig reiðubúinn til að taka höndum saman við aðra flokka um lausn kjördæmamálsins á þessum grundvelli. Jafnframt er flokk- urinn reiðubúinn til að kanna aðrar leiðir, ef þær tryggja rétt læti milli landshluta og stjórn- málaflokka í jafn ríkum mæli“. altal atkvæða, finnist að ein- hverju leyti gengið á rétt sinna kjósenda, sem þeir eru í umboði fyrir, enda þótt þeir í hjarta sínu verði að viður- kenna, að hitt sé meira virði, að gera öllum jafnan rétt, enda þótt réttur þeirra minnki við það, sem nú hafa of mik- inn. Stjórnmálaflokkur, sem ekki vill sinna þessum kröf- um, mun ekki eiga sér langt líf í landinu, þó að hann gæti um nokkurn tíma haldið sér uppi á ranglátri kjördæma- skipun. Ég vænti þess, að háttvirtir þingmenn taki vel í þetta mál og greiði tillögunni atkvæði. MisrétU flokkanna Framhald af 1. síðu. þótt þjóðinni fjölgi, en allir hinir flokkarnir þurfa þess — Alþýðuflokkurinn mest. Það er augljóst, að misrétt- ið milli kjördæma og misrétt- ið milli flokka verður að leið rétta. Þjóðin sér enga ástæðu til þess að halda í kjördæma- skipun, sem ekki tryggir við- unandi réttlæti. Hún vill því breyta því, sem breyta þarf, svo að landsmenn séu jafn réftháir, 'hvar sem þeir búa á landinu og hvaða flokk Þeir kjósa. í öðrum löndum' er það víða talið sjálfsagt að breyta kjör- dæmaskipun með brevttri byggð. Bandarí'kin, Svíþjóð og Danmönk hafa lögskipaða endurskoðun kjördæma á 10 ára fresti, og Bretar hafa nú fastar nefndir, sem gera að heita má stöðugar leiðrétting- ar, og í Finnlandi er þetta leiðrétt fyrir hVerjar kosn- ingar. Fyrri kjördæma- breyiingar Framhald af 8. síðu. 1928 var Hafnarfjörður gerður að sérstöku kjördæmi. Þá kemur að hinni miklu breytingu 1934, þegar landkjör- ið var lagt niður og tekin upp- bótasæti. Fjölgað var enn um tvo í Reykjavík, sem þá fékk sex, einmenningskjördæmi voru 20, tvímennings 6, þann ig að þingmenn urðu 38 auk ell- efu uppbótarsæta, samtals 49. í tvímenningskjördæmum var enn kosið meirihlutakosningu. Síðasta breytingin var gerð 1942. Þá fékk Reykjavík enn tvo, fór upp í 8. Siglufjayðar- kaupstaður varð kjördæmi og hlutfallskosningar voru teknar upp í tyímenningskjördæmum. Síðan hefur kerfið verið þann- ig, að Reykjavík kýs 8, tvímenn ingskjördæmi kjósa 12, og ein- menningskjördæmi kjósa 21, en uppbótarsæti eru 11, samtals 52. ☆ „EFTIR því, sem kjör- dæmin urðu stærri, minnkaði áhrifavald manna yfir þeim, en spill- ing varð erfiðari og dýr- an“ Sir Ivan Jennings. Sum bandarísku fylk- in hafa fylgt þeirri fram- sóknarstefnu að „afnema“ aldrei kjördæmi. Árang- urinn er sá, að smáfylk- ið Nevv Hampshire hefur til dæmis 414 þingmenu — og er frægt að endcm- um. Ef alltaf væri bætt við í þéttbýli, en gömlu kjördæmin látin halda sér, mundi alþingi fljót- lega vaxa yfir hundrað manns. iV A 19. ÖLD héldu Bret- ar fast í gömul kjördæmi. Þau urðu fræg og köll- uðust „rotnu borgirnar“, Um skeið voru ENGIR IBUAR í tveim kjördæm- um, en þá gátu menn kosið þar sem þeir áttu eignir. EINN frægasti stjórn- fræðingur Bandartkj- anna, Carl Joachim Frie- drich, sem sjálfur er ekki fylgismaður hlutfalls- kosninga, segir: Nákvæm athugun á reynslu Belgíu, Hollands, Norðurlanda, Sviss og írlands, svo og á reynslu í Bandaríkjun- um, gerir hlutlausum at- huganda erfitt að fallast á þessar skoðanir (að hlutfallskjör leiði til upp- lausnar). Ef frá er skiiið hið ósveigjanlega lista- kerfi í þýzka lýðveldinu, sem er almennt fordæmt, þá virðast öll þessi ríki hafa náð verulegri festu í stjórnmál og félagsleg- ar framfarir með hlut- fallskosningakerfi. ☆ Það er oft vitnað til þess, að Frakkland hafi fallið vígna hlutfallskosn inga. Árin 1919 til 1924 var blandað kerfi í frönsku kosningunum, hlutfallskosningar í stærstu borgunum, ein- menningskerfi utan þeirra. Frá 1928 til stríðs- ins var meiriþlutakjör en ekki hlutfallskjör — og þó hrundi Frakkland 1940! ☆ Allir flokkar í Bret- landi hafa einhvern tíma : stutt hlutfallskosningar. Þar í landi og í Ameríku eru öflug.félög sem vinna að framgangi hlutfalls- kosningahugsjónarinnar. & Meðalslærð einmeim- ingskjördæma í Bretlandi er 57.000 kjósendur. rtnWWMMMWMMWMMW Alþýðublaðið — 22. apríl 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.