Alþýðublaðið - 25.04.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 25.04.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞróttir ) VíÖavangshSaup ÍR: GSæiIIegir slgrar utaiíbæjarmanna; Haukur En@IIbertsson sigraHI i annað sinn ÞAÐ voru fimmtán' hlaupar- ■ ar, sem mættú til leiks í 44. ■ víðavangiilaupi ÍR á sumardag -inn fyrsta, fjórir voni forfall- :aðir. Híaupið íhófst og endaði í Hljómskálagarðinurm eins.. og undanfarin ár, en vegalengdin •var tæpir 3 km. Áhórfendur vóru margir og. veður Ktýtt, en .rigning. • Sigurvegaririn frá { fyrra, Iíaukur Engilbetrsson, Bórgar- ’firði, tók fljótlega forustuna og .héit henni mestalla leiðina. Hann kom langfyrstur að omarki og virtist lítt þreyttui’, það er augljóst, að Haukur er vel þjálf .aður og líklegur til mikilla af- reka á þessu sumri pg þeim .næstu, ef hánn heldur áfram • æf ingum. Kristján Jóhannssor. var annar að miarki, en þetta var í 10. sinn, sem hann tók þátt í víðavangshlaupinu. . Kristján héfur ávallt staðið sig með mik illi prýði, fjórum sinnum hefur hann sigr að, fimm sinnum verið í verðlaunasæti ög einu sinni varð bann sjöumdi í mark. Hörð keppni var um þriðja sæti milli Hafsteins Sveinssön- ar og Jóns Gíslasonar og lauk henni með sigri hins fyrr- ne’fnda.. Birgir Marinóssön er ]ítt þekktur hlaupari, sem mik- ils má af vænta, en hann varð fimrnti, nœstur á undan mara- þonhlauparanum Jóni Guð- laugssyni, en þetta hefur senni lega verið nokkuö stutt vega- lengd fyrir hann. HSK ÁTTI BEZTA ÞRIGGJA MANNA SVEIT Keppnin var geysihörð um þriggja sveita bikarinn að þessu sinni, en henni lauk með sigri Héraðssamibandsins Skarphéð- ins, sem hlaut 16 stig, átti þriðja, siötta og sjöunda mann í mark. Önnur verð sveit IJMSE (Ungmennasamband Eýjafjarð- ar) með 18 stig, þriðja sveit ÍR með 21 stig, fjórða A-sveit Umf. Reykdæla 23 stig og fimmta B- sveit Uanf. Reykdæla 42 stig. Sveit Umf. Reykdæla vann fimm manna sveitakeppnina að þessu sinni, en þeir áttu helm- ingi fleiri þátttakendur en nokk urt annað félag eða samband og er það lofsvert. Frj álsíþróttadeild ÍR hélt keppendum kaffisamsæti eftir hlaupið og þar voru verðlaun afihent. Var samsætið 'hið á- nsegjulegasta. ÚRSLIT Haukur Engilbertsson, Umf. Reykdæla 8:0,6 Kristján Jólhannsson, ÍR 8:30,0 Hafst. Sveinss., HSK 8:39,8 Jón Gíslason, UMSE 8:40,0 Birgir Marinóss., UMSE 9:08,0 Jón Guðlaugsson, HSK 9:12,0 Einar Jónsson, HSK 9:17,0 Helgi Hlóm, ÍR 9:19,0 Birgir Jóhanness., UMSE 9:36,0 Vigf. Péturss., U. Reykd. 9:36,2 Helgi V. Ölafss., ÍR 9:41,0 Magnús Jakobsson, Umf. Reyk dæla, 10:02,0 Hinrik Guðmundsson, Umf. Reykdæla 10:13,0 Guðlaugur Guðmundsson, Umf. Reykdæla 10:22,0 Sigvaldi Eggertsson, Umfél. Reykdæla 10:30,0 Á FRJÁLSíþróttamóti í San José í Kaliforníu um síðustu helgi, náðist frábær árangur. Hinn rúmlega tvítugi blökku- maður, Ray NoT-ton, jafnaði heimsmetið í 100 m. hlaupi, náði 10.1 sek. Tilkvnnt er, að allt hafi verið í lagi og iogn var þe?ar hlaumð fór fram. Norton h^fur áðnv’ iafnað heims metið í 100 yds, 9.3 sek. WOODHOTTSF «1 en.K. Einn’" var bp^i mót í Abi- lene. T«xas op' bar hljóp Woodho'is° 100 vds á 9,1 sek., •en meðvindur var of mikill. í .ColuinK’is s’graðí Haves Jon- æs í 120 yds grindahlaupi á 13,6 sek., bezti heimstíminn 3959. Gutowski tanaði fyrir Johnston í stöng. báðir stukku .sömú hæð 4,42 m. -—ö— í 400 M. HLAUPI urðu þau óvæntu 'úrslit, að 19 ára gamall Kanadamaður, David Mills, sigraði og setti nýtt vallarmet, tími hans var 46.5 sek. Annar varð heimsmet- hafinn I 400 m. grind, Glenn Davis. Á 300 vds var tími Mills 29.5 sek.. bar var hann einnig á undan Davis. —o— HOLLENDINGURlsrN Henk Visser dvelur nú í Bakersíield í Bandarífkiunum víð nám og mun ekki kenua í EVrópu í sum ar. Hann á Evrópumet í lang- stökki 7,98 m. KÍNVERSKA stúlhan Chen Feng Yung, sem er 22 ára, (hef- ur sett met í hástökki 1,78 m. Hún átti um tíma heimsmet. Tékkneska frj 41 s ibrótt af ólkið, sem er á keppnisför í Kína, hef ur náð góðumi árangri, Skobla varpaði 17.62 m„ ög Rehak stökk 15,79 í þrístökki, sem er aðeins 6 sm lakara en met hans. FYRSTA knattspyrnumót árs ins, Reykjavíkurmótið, hófst í fyrradag — sumardaginn fyrsta — með leik mllli Þróttar og KR. Álhorfendur voru margir, lék ekki á tveim tungurn að á- hugafólki um 'knattspyrnu var nokkur forvitni á að sjá hversu vel leikmennirnir væru fram- gengnir eftir veturinn. Hafandi í huga alla þá mörgu og marg- vísiegu viðburði, sem framund- an eru á knattspyrnusviðinu í sumar, bæði heima og heiman. Erlendar heimsóknir til ein- stakra félaga, landsleiki, þátt- töku í Olympíuleiknum, tvö- falda úmferð í íslandsmótinu o. fl. ^ ÞOLI® VIRTIST NÆGILEGT Ebki verður af Þessum fyrsta leik mikið ráðið um það, hvort íslenzkri knattspyrnu verður á þessu leikári lyft hátt í hæð frá því, sem áður var. En eitt var þó íjóst, að þol leikmanna vírt- ist nægilegt allan leiktímann, og er það meira en stundum hefur verið hægt að segja áður, í byrjun keppnistímabilsins. Hins vegar gaf knattleiknin, sendingarnar, marikskotin eða leifcskipulagið í heild ekki á- stæðu til að álykta að þar á væri miklar breytingar frá því er keppnistímiaibilinu lauk á sl. hausti. En allt stendur þetta vonandi til þóta. Þessum fyrsta leik vorsins lauk með sigri KR, sem skoraði 3 mörk gegn engu. í fyrri hálf- leiknum skoruðu KR-ingar tvö mörk, iþað fyrra gerði Reynir Þórðarson eftir stutta send- ingu frá Ellert, en Það síðara Óskar Sigurðsson með góðu skoti af vítateigi. Reynir gerði einnig markið í seinni hálfleikn um. ÞRÓTTUR KOM Á ÓVART, ÞRÁTT FYRIR ÓSIGURINN E'ftir úrslitum leiksins að dæma, að þvií er til markanna tekur, mætti ætla að KR-ingar hefðu haft ráð Þróttara algjör- Iega í hendi sér, en svo var nú samt ekfci. Þróttarar áttu oft góða spretti og sýndu fulilan vilja á að jafna metin, þó ékki tækist. Erfiðasti þrándur í götu Þróttara á leið þeirra að KR- markinu var Hörður Felixson miðframvörður, og réði mið- herji Þróttar þar oftast litlu um ferðina. Þó áttu Þróttarar nokk ur góð skot á mark, en Heimir varði Tþau öll af öryggi. Yfir- leitt má segja að Þróttur kæmi nokkuð á óvart með getu sinni, þrátt fyrir ósigurinn. Beztu rnenn í liði Þróttar .í þessum leik voru Helgi miðfranwörður og Þórður markvörður, sem telja verður vænlegt marfc- mannsefni, eftir þessum leik hans. Hins vegar er ekki því að neita, að marktæfcifæri KR- inga voru mifclu fleiri en Þau, sem skorað var úr. Þeir áttu bæði skot í stengur og slá eða knötturinn skreið rétt yfir eða utan hjá. Sóknaraðgerðir þeirra voru öruggari og röskari en andstæðinganna þó tækifærin nýttustekki nema þrívegis, sem hins vegar var iþeim ærið nóg til sigurs. Sterkustu menn í liði | TIL bægri sést sigurvegari |* | víðavangshlaupsins, Haukur 1 | Engilbertsson, frá Umf. 1 | Reykdæla. Haukur sigraði | | einnig í fyrra. Til vinstri er 1 I Kristján Jóhannsson, ÍR, en 1 | hann varð annar. Þetta er í 1 1 10. sinn, sem Kristján tekur I | þátt í Víðavangshlaupinu, en | | hann hefur sigrað f jórum | | sinnum og ávallt hlotið verð 1 | laun, nema einu sinni. (Ljós § | mynd: Þorvaldur Óskarss.) 1 4I||lllUIIIIHIlIIIIIll!lÍlllfÍIItltllllIIIIIIIIII|l||||.||.||,|„in þeirra voru þeir Hörður Felix- son og Garðar Árnason, og var Garðar einn bezti maðurinn á vellinum', sem naumast sendi frá sér knöttinn öðruvísi en eiga fyrir honn öruggan sama- stað ihjá meðleikara. if ÓNÁKVÆMNI í SENDINGUM Hins vegar var það áber- andi, eins og oft áður, hversu leikmaður, sem var með knött inn, flýtti sér að losna við hann, án þess að gefa gaum að hverjum væri bezt að senda í það og það skipti. Var það því ekki I fá skipti, sem knötturinn lenti hjá mót- herja og á þetta við um bæði liðin. Hvað eftij- annað kom það og fyrir að leikmenn reyndu að brjótast beint að marki, án aðstoðar samherja, sem þó voru í ákjósanlegri að stöðu til lijálpar. En viðkom- andi „gegnumhrotsmaður“ tapaði svo knettinum. I knatt spyrnu gildir fyrst og fremst samvinna byggð á rökréttri hugsun. Knattspyrnan er fyrst og fremst, já og ein- göngu íþrótt hinna hugsandi manna. Vér getum vissulega tilkynnt þátttöku voru í Ol- ympíuleikjum og óskað eftir landsleikjum við hverja þjóð- ina af annarri, en éf leikmenn vorir læra ekki jafnframt að hugsa um leið og þeir æfa í- þróttina, geta þeir aldrei leik ið annað hlutverk en „sknss- ans“ í samskiptum sínum við aðrar þjóðir á þessum vett- vangi. EB. Vei Víðavt í Hafnaríirði FH — Fimleikafélag Hafnar- fjarðar efndi til Víðavangs- hlaups á sumardaginn fyrsta. Þátttaka var mjög mikil og á- horfendur fjölmargir, — tókst hlaupið í alla staði vel. Áður en hlaupið hófst lék Lúðrasveit Hafnarfjarðar nokkur lög. Þetta framtak FH er lofsvert og verður vonandi til þess að lyfta frjálsíþróttum á hærra stig £ Firðinum, en Hafnfirð- ingar hafa oft átt ágæta frjáls- íþróttamenn. ÚRSLIT: Flokkur 17 ára og eldri Steinar Erlendss., FH, 5:07,2. Páll Eiríksson, FH, 5:21,2. Einar Sigurðsson, FH, 5:28,1. Erlingur Georgsson, SH, 5:47,4. 14—16 ára: Þórarinn Ragnarss., FH, 5:34,2. Guðm. Kristjánsson, FH, 5:42,5. Rögnv. Hjölrleifss., FH, 5:49,5. Viðar Símonarson, FH, 6:00,6. 13 ára og yngri: Trausti Sveinbjörnss., FH, 4:24,6 mín. Geir Hallsteinss., FH, 4:27,3. Ingvar Friðleifss., FH, 4:32,9. Jón G. Magnússon, FH, 4:35,5. Bjarni Bogason, FH, 4:40,5. Ómar Kjartansson, FH, 4:42,4. Sig. Brynjólfsson, FH, 4:42,4. Vegalengd tveggja fyrrn. flokfc anna var tæpir 1800 m., en yngsti flokkurinn hljóp ca. 1400 m. LEIGUBIIAR BifreiðastöS Steindórs Sími 1-15-80 lifreiðastöð fteykjavíkur Sími 1-17-20 Almennur félagsfundur verður haldinn í V. R. Vonarstræti 4 mánudaginn 27. apríl kl. 8,30. Dagskrá: 1. Kjör kjörstjórnar. 2. Uppsögn samninga. Verzlunarmannafélag Reykjavikur. Alþýðublaðið — 25. apríl 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.