Alþýðublaðið - 26.04.1959, Page 3

Alþýðublaðið - 26.04.1959, Page 3
.imiiimmiiimiiimmiiiimm* Alþýðublaðið — 26. apríl 1959 J Gegn aðskilnaði hvítra og blakkra Stúdentar frá öllum landshlutum £ Englandi söfn- uðust nýlega saman í London og fóru mótmæla- göngu gegn aðskilnaði hvítra og blakkra við há- ^kóla í Suður-Afríku. Þeir báru kröfuspjöld, sem á stóð: Við styðjum stúdentana í SuðurAfríku og frelsi fræðslunnar. — Á myndinni eru þeir á leið frá Hyde Park til Trafalgar Square. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiimmmiiimimmiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmjHJiiiuHMttutMmtMitiiiitmiimMiimiiiiiiiiiiiuiHiiimiiiiiimiiiHiiUKimiiiiiiiiii., r r S«C NÝJUSTU og fullkomnustu alfræðibækur minnast ekki á Christian Herter hinn nýja utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Það bendir eindregið til að frami hans hafi verið skjót ur á síðustu árum. Frá því að Dulles veiktist hafa margir menn verið til- nefndir líklegir í embætti ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna. Meðal þeirra var Allan, bróðir Dullesar, en hann er forstjóri leyniþjónustu Banda ríkjamanna. En samt sem áður varð Herter fyrir valinu. Hinn nýji utanríkisráðherra er 64 ára að aldri. Hann gekk á unga aldri í utanríkisþjón- ustuna og starfaði fyrst í Ber- lín og Briissel. Hann er því gjörkunnugur Evrópu, enda fæddur og uppalinn í París. Herter var einn af aðstoðar- mönnum Wilsons á Versala- fundinum og síðar gerðist \ Flygur íjór- ! : : j um smnum \ \ hraðar en \ hann starfsmaður hjálpar- stofnunar Evrópu, sem Hoov- er stofnsetti í sinni forsetatíð. Á þessum árum öðlaðist Hert- er ómetanlega þekkingu á vandamálum Evrópu og á- standinu í Sovétríkjunum á fyrstu árunum eftir bylting- H, hljóðið BANDARÍSKI flugherinn 'heí'ur tilkynnt, að flugskeyti 'hersins af gerðinni X-7 hafi farið með rúmlega 4160 km hraða á klst. Var Því skotið frá flugvél í miikilli hæð yfir eyðimiörkum Nýj u Mexíkó, og fór það mieð rúmlega fjórum sinnum meiri hraða en hljóð- ið. Hraði hljóðsins er 1056 km á ldst. í 12 000 og 30 000 metra hæð. X-7 er af þeirri gerð flug- skeyta, sem- þurfa loft til þess að geta gengið, þ. e. a. s. í þeim er orkuver, sem fær súrefni til brennslu frá loft- inu fyrir utan, en ekki frá því súrefni, sem eldsneytið inniheldur eins og í eldflaug- um. X-7 er hraðskreiðast af öllum flugskeytum af þessari gerð. lERTER komst brátt á þá skoðun, að Bandaríkin yrðu að taka drjúgan þátt í alþjóð- legu samstarfi. En önnur stefna varð ofan á. Banda- ríkjastjórn ákvað að standa utan við Þjóðabandalagið og til að mótmæla þeirri afstöðu ákvað Herter að ganga úr ut- anríkisþjónustunni. Þetta var árið 1924. Hann gerðist þá rit- stjóri að pólitísku tímariti og flutti jafnframt fyrirlestra við Harvardháskóla. Nokkru síð- ar hóf hann afskipti af innan- landsmálum og átti um skeið sæti á þingi Massachusets. Eftir stríð var hann kjörinn á Bandarík.jaþing og átti sæti í nefnd þeirri, sem ferðaðist um Evrópu 1947 og undirbjó Marshallaðstoðina. Eftir það varð hann fylkisstjóri í Massa- chusets og nú er rætt um hann sem væntanlegt forsetaefni Republikana, þegar Eisenhow er fer frá völdum. Christian Herter. OKKAR Á MILLl SAGT v Einu sinni var kvennalisti borinn fram við kosningar hér á landi, og oft hafa kvennasamtökin krafizt meiri hlutar fyrir konur £ ábyrgðarstöðum, sem kosið er um. . . Ekki virð- ist hlutur kvenna fara vaxandi, hvort sem um er að kenna áhugaleysi þeirra siálfra eða andstöðu karlmannanna. . . Sam- kvæmt Hagtíðindum voru i-fytra kosnir 1146 bæjarfullbúar og hreppsnefndarm'enn, en af öllum þessum hóp voru aðeins 10 konur! . . Hin kvenhollu sveitarfélög voru: Reykjavík, Hafnarfjörður, Flateyri, Selfoss, Garðahreppur, Mosfellshrepp- ur, Breiðdalshreppur og Beruneshreppur. ☆ Einn af sparnaðarliðum á fjárlögum £ afgreiðslu þeirra nú var að lækka „ferðakostnjað á flugmálaráð- stefnur úr 280 000 krónum £ 160 000. . . Og hvar skyldi flugmálastjóri vera, þegar þessi ósköp dynja yfir embætti hans? . . Hann er á flugmálaráðstefnu í Reno í Banda- ríkjunum. ☆ Alþingismenn virðast vera farnir að fá bakþanka út af framkvæmdunum í Skálholti, sem enginn veit hvað á að gera við, eins og einn þingmaður komst að orði. . . Fjárveiting til Skálholts var lækkuð stórlega, úr 1 000 000 niður í 500 000 kr. og vildu sumir fella alveg niður. ☆ Eigandi Hótel Selfoss hótar Guðmundi Daníelssyni, rit- stjóra „Suðurlands“ málsókn út af grein um „Dýrt kjaftshögg". sem á að hafa verið greitt á dansleik í hótelinu með þeim af- leiðingum, að ein framtönn var brotin og sætzt á 5 000 krónu skaðabætur. . . Guðmundur svarar fullum hálsi og endur- prentar greinina. ☆ Séra Gunnar Árnason segir frá því £ grein £ Kirkju- ritinu, að nokkrar vandræðastúlkur hafi verið sendar á björgunarheimili erlendis, og kveður hann einstaklinga og stjómarvöld, sem að því hafi unnið, eiga þakkir skildar. . . Hann kvartar um, hve seint gangi að fá slíkt heimili reist hér á landi og skorar á alþingi að sinna þeirri þörf. ☆ Fyrir skömmu byggði vinnustofa Gríms Valdimarssonar h.f. á Akureyri stálhús yfir Ferguson-dráttarvél . , , Útsýni úr húsinu er gott og í gluggum öryggisgler, sem ekki molar, ef vélin væltur . . . Raddir eru uppi um að lögskipa sterk hús á dráttarvélar til að fyrirbyggja manntjón, ef slys ber að hönd- um. ☆ Annað áhugamál kommúnista var að fá framlag til eyð- ingar refa og minka lækkað um millión, úr 2,5 í 1,5 milljónir. .. Þeir munu þó ekki hafa ætlazt til, að dregið yrði úr baráttu við þessi dýr, heldur greitt minna fyrir skottin . . Karl Guð- jónsson komst skemmtilega að orði um þetta, er hann sagði, að þetta verðlaunafé virtist „auka refskapinn í mannskepnunni.“ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiinuiiiiiiiiiiB Orkuver í mánanum 6 S i ÚEZ-styrjöldin varð til þess að Herter kom á ný í utanríkisráðuneytið. Hann varð aðstoðarutanríkisráð- herra og hefur síðan unnið í skugga Dullesar. En starfs- hæfileikar Herters nutu sín ekki í þessu star-fi. Dulles réði einn öllu og þoldi engan við hlið sér. Herter og Dulles eru ólíkir um flesta hluti, en eitt eiga þeir þó sameiginlegt. Þeir eru báðir lærisveinar Woodrow Wilsons. Þess vegna er útnefningu hans á vissan hátt fagnað í Evrópu. \ CuRISTIAN HERTER er í flokki Republikana, en í vinstri væng hans. Hann er (Frembald á 10. sí3u) ANDARÍSKA tunglflaug- in Pioneer I, sem skotið var upp í október s.l., fullnægði betur margs konar tæknileg- um og vísindalegum erind- um, sem henni hafði verið falið að leysa, en nokkur fyr- irrennari hennar. Hún var tvo daga á ferðinni upp í geimn- um og komst í 113,600 km. hæð frá jörðu. Þetta er mesta hæð, sem nokkur eldflaug hafði komizt í, en fyrra met átti eldflaugin Vanguard I, sem skotið var upp í marz 1958 og komst í 3,946 km. hæð. Þar næst kemur Explor- er III, sem komst í 2,786 km. Pioneer I eldflaugin er hrað skreiðari en nokkurt farar- tæki, sem menn hafa hingað til smíðað, og fór hún með 10 320 metra hraða á sekúndu — rúmlega 37,520 km. á klst. í þessari rannsóknarför var m.a. mæld í fyrsta skipti geislavirkni í geimnum fyrir utan 4,000 km. hæð frá jörðu. Niðurstöðurnar, sem bárust niður til jarðarinnar, sýndu að geislavirkni í þessari hæð er ef til vill ekki eins alvar- legt vandamál í sambandi við geimferðir og haldið hefur verið. Þá útvarpaði eldflaug- in upplýsingum um segulsvið jarðar í mikilli hæð, svo að vísindamenn gátu þá í fyrsta skipti prófað gildi ýmissa gamalla kenninga. Einnig veitti hún margs konar upp- lýsingar, sem munu koma að miklum notum við lausn erf- iðra vandamála varðandi það, hvernig á að hafa samband við geimför framtíðarinnar, og hvernig hægt verður að stjórna hitastiginu inni í slík- um geimförum og öðrum geim tækjum. | ÞESSI 400 tonna kranabátur er á Ieið til olíuhreinsun- | | arstöðva Shell-félagsins á Maracaieyjum út af strönd | I Venezúela. Einn maður getur stjórnað öllum hinum | | flókna lyftiúthúnaði kranans. lniiiiiiiimiiiiiiiimmiimmiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.