Alþýðublaðið - 26.04.1959, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.04.1959, Blaðsíða 7
I far fl hafa ör- ir, sem 30. tilraun til af dögum, im almenn kaut þrem i skömmu lafði flutt Sju 1 Mos- æfðu Len- nn hættu- eftir þetta kom fljótt tefði verið iðrir héldu énin hefði , að henni íeS því að ygginguna . Á stríðs- og tíðum ra Katlin rubúðum í ndurminn- rkovs taka tn endalok .. Markov NR. 69: 6 leit, 8 i á fæti, 12 mannorðiS, r (Þf.), 17 Í8 rall. natarílát, 3 1, 5 íþrótta uð, 10 veg- ta, 13 fjöll, igamark. bbb, 3 ör, 7 rór, 10 [3 gáta, 14 var liðsforingi £ Kreml um þetta leyti og segist hon- um svo frá, að bolsivískur dómstóll hafi fjallað um mál Doru og dæmt hana til dauða fyrir hinn grimmi- lega glæp, sem hún hefði framið. Markov skrifar: „Ég var útnefndur til að framkvæma aftökuna og skaut ég Doru Katlin með eigin hendi fjórum dögum eftir árásina á Lenin. Hún var viðbjóðslegur hermdar- verkamaður og hönd mín skalf ekki, þegar ég tók í gikkinn á skammbyssunni minni og skaut hana“. Minningar Markovs voru gefnar út í tilefni af 89. afmælisdegi Lenins, sem var hinn 21. apríl síðastlið- inn. Þann dag safnast pílagrímar hvaðanæva úr Sovétríkjunum og ganga helgihljóðir framhjá bals- ameruðum líkömum nú- tímaguðanna Lenins og Stalins, þar sem þeir hvíla í svörtu og rauðu marmara musteri, tákn innilegustu og óhugnanlegustu persónu dýrkunar allra tíma. iír HIÐ fræga leikrit snill- ingsins Bernard Shaw „Pyg malion“ verður í ágúst n.k. sýnt í Varsjá á esperantó. Sýningin fer fram í stærsta leikhúsi borgarinnar, „Sala Kongresova“ og stendur í sambandi við esperantóhá- tíð, sem haldin verður' i sumar. „Hrekkjabrögð Skapins“ eftir Moilére verð ur einnig sýnt á hátíðinni. Á esperantóhátíðum eru yf- irleitt sýnd leikrit sígildra höfunda og á þessari hátíð munu verða fulltrúar 40— 50 þjóða, sem allir skilja að sjálfsögðu esperantó. ÞESSI unga failega stúlka var kosin bezti einkaritari Ástralíu fyrir skömmu. — Verðlaunin voru sex vikna ferð kringum hnöttinn, full- ar ferðakistur fatnaðar og bíll. í dómnefndinni voru fjórir karlmenn og ein kona. Margt var tekið með í reikn inginn áður en úskurðurinn var kveðinn upp: útlit, rödd, málfar, persónuleiki, al- menn þekking og þekking í viðskiptum. Hún ritaði 100 orð á mínútu í hraðritun en 60 orð í venjulegri vél- ritun. M.a. spurninga var hún spurð að því, hvað hún myndi gera, ef hún kæmist að því, að yfirmaður hennar Bezti einka- ritari Ástralíu drægi til sín fé fyrirtækis- ins. „Tala við hann um mál- ið og skýra síðan forstjóra fyrirtækisins frá því, sem ég hef komízt að“. Fyrsta skilyrðið til þess að vera góður einkaritari er, að hennar dómi, að vinna vel og samvizkusamlega. Laun erfiðis hennar voru ríkuleg, ferð um allan heim. Myndin er tekin í Róm. — En yfir- maður hennar bíður óþreyju fullur heima, því ekki er hlaupið að því að fá annan eins einkaritara,- 5AMTÍNINGUR Marilyn Monroe hefur fengið tilboð um að leika Júlíu í nýrri kvik- mynd, sem gerð verður eft- ir leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlía. Leikstjór- inn, sem bauð henni þetta hlutverk, segir að Marilyn sé sköpuð fyrir þetta hlut- verk og að hið fræga sval- aratriði í þessari mýnd verði ódauðleg perla í sögu kvikmyndalistarinnar. Ekki hefur verið látið uppi hver leika á Rómeó. Manni nokkrum, er tek izt hafði með dugnaði og eljusemi að vinna sig upp í að verða einn af máttar- stólpum bióðfélagsins, fékk dag nokkurn stóra orðu. Nokkru síðar heimsótti hann litla þorpið, sem hann var fæddur og uppalinn í. Og.þar hitti hann einn af æskuvinum sínum. — Góðan daginn, Hans, sagði hann. — Þið hérna hafið náftúrlega frétt um þann mikla heiður, sem mér hefur verið sýndur. — Já, svaraði vinurinn þurrlega. — Og hvað segið þið um þetta hérna? — Það segir enginn neitt, við hlægjum bara. V fcrum neðar uvörðurinn stinn á til- n gerir sér muni leiða er svo ráð- villtur, að hann. veit ekkert, hvað hann á að gera. Frans lieldur stöðugt áfram. Hann hefur í hyggju að bræða stórt hringmyndað stykki úr hvelfingunni, og þá býst hann við, að íshvelfingin yfir „dauðakapellunni11 hrynji. Ef þetta. tekst verða Philip og Grace þó að minnsta kosti ekki drepin samkvæmt venjum dalsins. Og ef til vill skapast svo mikil ringulreið út af þessu, að Grace og Philip komist undan. Hæ . . . það er þegar farið að bresta í ísnum. Hafitarfjörður. Hafnarfjör^ur. Kvenfélag . í Hafnarfirði heldur skemmtifund næstkomandi þriðjudags» kvöld (28. apríl) kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu. Fjölbreytt skemmtiskrá. STJÓRNIN. Trésmiðafélag Reykjavíkur. , SKEMMTUK verður haldin í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 30. apríJ, Skemmtiatriði og dans. Aðgöngumiðar verða seldir .£ skrifstofu félagsins, Laufásvegí 3» Skemmtinefndin. JARÐÝTA. Til sölu er jarðýta í góðu lagi. Upplýsingar í síma 22676. Kaupum blý Netaverksfæði ións Gíslasonar Hafnarfirði — Sími 50165. Hardi Gloss Glo-Coat er það bezta á nýtízku tíglagólf og gólfdúka. Fæst í næstu búð. Umboðsmenn: Málarinn h.f. Rvík. Berið á og farið frá! 1 Komið aftur o g gólfið hefur þornað með mjög fallegum, sterkum glans. Alþýðublaðið — 26. apríl 1959 *¥ M J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.