Alþýðublaðið - 26.04.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 26.04.1959, Blaðsíða 12
ÞAÐ er siður í Englandi, að ef brúðhjón á leið heim frá kirkju sjá sót- ara, ]já þarf brúðurin endilega að fá koss hjá honum, því að sótarakossi á brúðkaupsdag kvað fylgja miikil gæfa. Brúð- urin, sem þarna er að fá sinn koss, heitir Belinda og á heima í Beaulieu í Englandi. Maðurinn henn ar heitir Montague og er lávarður. kmimmmhmhummmmwm Fræðslukvöld GarS yrkjufélags íslaiids ANNAÐ fræðslukvöld Garð- yrkjufélags fslands var haldið síðasta vetrardag. Fræðsluna önnuðust þaú Ölafíá Einars- dóttir og Jónas Sig. Jónsson. Aðsókn var góð og var fræðsl- unni vel tekið. Þriðja fræðslukvöldið verður haldið mánudaginn 27. apríl kl. C,30 í Iðnskólanum, stofu 202. Efni: Trjágróður og runnar (Óli Valur Hansson) og Trjá- klipping (Jón H. Björnsson). Fólki er ráðið til þess að not- f$era sér þetta tækifæri til að fá ókeypis hagnýta og fjöl- breytta fræðslu um gróður og ggrðyrkj ustörf. Uppréísnarmenn í Tíbet enn HÖNG KONG, 25. apríl (REUTER). Tilraunir Nehrus, forsætisráðherra Indlands, til þess að jafna deilu Kínverja og Tíbetbúa, hafa vakið reiði og grunsemdir í Kína. Hin op- inbera fréttastofa Pekingstjórn arinnar sakaði í dag Indverja um útþenslustefnu og kvað Nehru miða að því, að gera Tí- bet að Ieppríki Indlands. Pek- ingblaðið Ta kung po skrifar; „Ræður indversku heims‘valda- sinnanna undanfarna daga benda eindregið til þess að þeir hafi í hyggju að hlutast enn frekar cn orðið er í innanríkis- mál Kína og losa Tíbet algey- lega undan Icínverskum yfirráð um. Þessi afstaða getur valdið vinslitum Kína og Indlands ef Nehiu Iætur ekki af þeirri fyr- irætlan að gera Tíbet að lepp- ríki Indlands.” Neíhru og Dalai Lamia hittust í gær í Mussoorie þar sem indr- verska stjórndn hefur fengið hinum lándflótta þjóðhöfðingja aðsetur. 'Néhrú sagði fréttamönnum í gær, að honum væri mikið í mun að sættir tækjust í Tíbet og Dalai Lama fengi að hverfa aftur til lands síns. Kínverskir kommúnistar hafa undanf arið sakað Indverja um útþenslustefnu. veg'na af- skipta þeirra ,af máli Dalai Lama. Kínverskur hershöfðingi flutti ræðu í dag á þingi Kína, sem nú stendur yfir í Peking. Skoraði hann á uppreisnar- menn í Tíbet að gefast upp, að öðrumi kosti yrðu þeir brytjaðir niður. Hershöfðinginn kvað Kínverja hafa alla mikilvæga staði í landinu á valdi sínu. í fréttum frá Formósu segir, að enn sé barizt af hörku í Sin- kiangfylki norður af Tíbet og hafi uppreisnarmenn þar náið samiband við uppreisnarmenn x Tíbet. Riúmlega 4000 m-anns hafa þar verið teknar af Mfi af herrmönnum komimiúnista. FíckkskaSfiS ídag FLOKKSKAFFI Fulltrúa- ráðs Alþýðuflokksins í Rvík verður í Iðnó, uppi, kl. 3 í dag. Þorsteinn Pétursson, ráðsma^ir Fulltrúaráðs Verkalýðsfélaganna. í Rvík, mun ræða þar um 1. maí, og er þess vænzt að Alþýðu- flokksfólk í Reykjavík og nágrenni fjölmenni. Sérstök athygli skal vakin á því, að Flokkskaffið er að þessu sinni í IÐNÓ en ekki Ingólfs Cafó eins og verið hefur. Þá eru þeir sem tek- ið hafa að sér störf við vænt- anlega hlutaveltu beðnir að koma, þar sem fundur um það mál verður að Flokks- kaffinu loknu. Tónverk við 7 kvæi Laxness frumflutt í Þýxkalandi í gær DAGARNIR 24. til 26. apríl eru helgaðir nútímatónlist í Stuttgart í Þýzkalandi. i gær var frumflutt þar verk eftir hið kunna tónskáld Hermann Reut- ter. Nefnist tónverkið „Welt- licht“ eða Heimsljós og er sam- ið við sjö kvæði eftir Halldór Kiljan Laxness. Er það gert fyr ir djúpa karlmannsrödd og hljómsveit. Verkið var flutt af sinfóníu- hljómsveit suður-þýzka útvarps ins, en ekki er kunnugt hver syngur. Eftir því sem blaðið veit bezt, er Halldór Kiljan Laxness nú staddur í Þýzka- landi, og mun hann að öllum líkindum vera viðstaddur frxim flutning verksins. Hermann Reutter er eitt af kunnustu tónskáldum Þjóð- Enska koaft- spyrnan ÚRSLIT í ensku deilda- keppninni í dag urðu sem hér segir: Arsenal — Portsmouth 5:2. Birmingham — Chelsea 4:1. Bolton — Blackburn 3:1. Burnley — Newcastle 2:2. Wolverhampton — Everton 1:0. Leicester — Manch. Utd. 2:1. Luton — Blackpool 1:1. Manch. C. — Aston ViIIa 0:0. Preston — Tottenham 2:2. W. B. Albion — Nottingh. 2:0. verja, fæddur árið 1900. Hanra hefur samið nokkrar óperur, margar kantötur og er sérlega: þekktur.sem ,,Lieder“-tónskáld. í tónsmíðum sínum hefur Reutter leitazt við að sameina nýtízkulegt form alþýðlegum stíl. jiiiiniiniiiiiiiiiiHinnniiiiniiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii | Elly, Ragnar, KK | ofl „Fi¥e Keys" | K.K. sextettinn hefur verið = ráðinn til að leika með banda | ríska söngkvintettinum Five | Keys, sem skemmtir hér til | ágóða fyrir Blindravinafé- | lagið. Eily Vilhjálms og Ragn = ar Bjarnason munu þá m.a. | syngja nokkur lög. Fyrstu | hljómleikarnir eru 1. maí og | er forsala hafin (sjá auglýs- | ingu á 11. síðu). 1 Myndin sýnir 2/6 hluta | KK-sextettsins, Ólaf Gauk, | gítarleikara, og Jón Sigurðs- | son bassaleikara. Yalur-Víkingur leika í dag. ANNAR leikur Reykjavíkur- meistaramótsins fer fram á Melavellinum í dag kl. 2 e.h. i Þá leika Valur og Víkingur.! Dómari verður Magnús V. Pét- ursson, línuverðir Jón Bald- vinsson og Ragnar Magnússon. ElSilífeyrir á að hækka um 20% ÞEGAR Jóhanna Egils- dóttir tók um skeið sæti á alþingi fyrir meira en ári síðan, hreyfði hún þegar tryggingamálunum og benti séistaklega á, hversu ófull- nægjandi ellilífeyrir væri hér á landi. Var máli hennar vel tekið, tillaga hennar sam þykkt með nokkrum brey- ingum, og nefnd sett á lagg- irnar til að athuga um hækk- un bóta og lífeyris. Þessi nefnd hefur starfað af krafti og þegar skilað áliti. Félags- málaráðherra, Friðjón Skarp héðinsson, hefur heldur ekki beðið, en flutt frumvarp til laga um hækkun ellilífeyris frá næstu áramótum, sem nemur í heild yfir 20 mill- jónum króna,' og hækkun á öðrum bótum um 13,5 mill- jónir. Þegar þetta mál nær fram að ganga, hefur ís- lenzkt þjóðfélag bætt veru- lega hag gamalla, sjúkra og örkumla, og þar með greitt siðferðislega óroiðuskuld. Alþýðuflokknum tóksí úö Hún hratt málinu af stað á ' alþingi. fá bætur Trygginganna hækkaðar tvisvar á síðasta ári, en það var aðeins til samræmis við grunnkaups- hækkanir flestra stétta lands fólksins. Nú er ætlunin að hækka ellilífeyrinn um 20%, en það samsvarar því að líf- eyrinn hækki úr 17% af verkamannalaunum, sem liann er nú, í 23,8 í Sví- þjóð og Danmörku er þessi lífeyrir yfir 30% verka- mannalauna. Þá verða einnig hækkanir á örorkulífeyri, örorkustyrk, fjölskyldubótum, barnalíf- eyri, mæðralaunum, fæðing- arstyrk og ekknalífeyri. Eru hækkanirnar mjög mismun- andi, langmestar á elli- og örorkulífeyri, en minni á hinum greinunum. Nái frum varp þetta fram að ganga, koma breytingarnar til feam kvæmda á næstu áramótum. Þegar tillaga Jóhönnu Eg- ilsdóttur var samþykkt af alþingi, skipaði Guðmundur I. Guðmundsson, þáverandi trýggingamálaráðh., nefnd til að undirbúa málið: í henni áttu sæti Jólianna Eg- ilsdóttir, Gunnar Möller, Hjálmar Vilhjálmsson, Adda Bára Sigfúsdóttir, Helgi Jón asson, Ragnhildur Helgadótt ir, Sverrir Þorbjörnsson, frú Aðalbjörg Sigurðardóttir og um skeið frú Þóruun Magn- úsdóttir. Það er þessi nefnd, sem nú hefur skilað störfum. iiiilllllSill||||IIMIIl|lI|lll9fl«IIIIIIIIIII198IIIIIIIIIII9ll«lllillllIllllllllllllimillllllII(IIIIII!!!!!IM*'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.