Alþýðublaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 3
Krústjov til viðtals um leynitillögu Macmillans. GENF, 27. apríl, (REUTER). Fulltrúar Breta, Bandaríkj- anna og Rússa á Genfarráð- stefnunni um bann við tilraun- um með kjarnorkuvopn komu saman til fundar í dag, eftir að lienni hafði verið frestað síðast liðinn laugardag, er Rússar liöfnuðu bandarísku tillögun- um um, að bannið yrði fram- kvæmt í áföngum. Fulltrúar hafa ekkert látið 'hafa eftir sér varðandi þessa afstöðu Sovétstjórnarinnar, en talið er, að hún muni ekki tefja ráðstefnuna að ráði. Banda- ríkjamenn höfðu lagt til, að fvrst yrðu bannaðar tilraunir með kjarnorku- og vetnisvopn í háloftum og í hafinu, þar eð auðvelt væri að fylgjast með, að slíku banni yrði framfylgt. Krústjov forsætisráðherra Sov- étríkjanna vísaði þessari tillögu algerlega á bug í bréfi til Eis- enhowers og Macmillans, sem afhent var á laugardag. Banda- ríkjamenn lögðu þessa tillögu fram til þess að leysa ráðstefn- una úr þeirri sjálfheldu, sem hún hefur lengst af verið í. KRÚSTJOV STYÐUR MACMILLAN. Um leið og Krústjov hafnaði Selwyn Lloyd telur frjálsar kosn- ingar í Þýzkalandi nauðsynlegar. LONDON, 27. apríl (NTB— REUTER). Selwyn Lloyd, utan- ríkisráðherra Breta, ræddi í neðri málstofu bi’ezka þingsins í dag tillögur þær í kjarnorku- málum, sem Macmillan bar upp við Krústjov í för sinni til Sov- étríkjanna í vetur. Eru þær í stuttu máli á þá leið, að í stað stöðugs eftirlits með því að banni við tilraunum! með kjarn orku- og vetnisvopn verði framfylgt, verði komið á tak- mörkuðum eftirlitsleiðöngrum, fulltrúa frá viðkomandi ríkj- um. Krústjov lét í það skína í bréfi sínum til Eisenhowers for seta Bandaríkjanna, sem af- hent var á laugardag, að hann væri fús að athuga þá tillögu nánar. TAKMARKAÐ EFTIRLIT Lloyd kvað þessa aðferð hafa þann kost, að hægt væri að velja grunsaimileg tilfelli og rannsaka þau nákvætmlega. Ó- mögulegt væri að rannsaka hvert einasta grunsamiegt til- felli vegna skorts á hæfumi vís- indamönnumt. Lloyd sagði að sovétstjórnin bæri því við að alþj óðliegar ef tirlitsnef ndir m'und-u nota vitneskju sína í njósnaskyni, en með þv.í að tak marka athu'ganir við tiltekinn fjölda tilfella á ári hverju væri komið í veg fyrir hugsanlegar njósnir. FRJÁLSAR KOSNINGAR HÖFUÐATRIÐI Lloyd ræddi að öðru leyti einkum urn væntanlegan fund ut anríki sráðlherra stórveldanna sem hefstt í G-enf 11. maí nk. Hann sagði vesturveldin stefna að því, tað íbúar Vestur-Berlín- ar fengju sjálfir að ráða stjórn- skipan sinni, en um leið að tryggja frjálsa flutninga til borgarinnar. Höfuðnauðsyn væri að draga úr spennu i Ev- rópu og tryggja jafnvægi þar. „Við getuirm ekki fallizt á neitt það samikomiulag, sem hefði í för með sér að Berlín yrði inn- Selvyn Lloyd. lim'uð í komni'únistískt ríki. Brezka stjórnin álítur, að á sín- um tíma verði að fara fram frjálsar kosningar í Þýzka- landi öllu. Frj.álsar kosningar eru frumskilyrði fyrir samein- ingu landsins,11 sagði Ll'Oyd. TAKMÖRKUN VÍGBÚNAÐAR Lloyd sagði að nýr samning- ur um samband Vestur-Þýzka- lantjs og Vestur-Berlínar gæti verið nauðsynlegur fyrir báða aðila. Hann kvað brezku stjórn ina haifa á'huga á að komið verði á svæði í Evrópu þar sem víg- búnaður verði takmarkaður og undir eftirliti. SAMEINING BEZTA TRYGGINGIN Aneurin Bevan, talsmaður Verkamannafliokksins í utanrík ismálum, sagði í þessum um- ræðum, að flokkur hans miyndi þegar í stað hætta tilraunum með kjarnorkuvopn, ef hann fengi meiriíhluta á þingi. Bevan taldi að öryggi Vestur-lBerlínar yrði ekki tryggt nerœa í samein uðu Þýzkalandi og Þýzkaland yrði ekki sameinað fyrr en kom ið hefði verið á fót einhvers konar öryggisstofnun Evrópu. bandarísku tillögunni kvaðst hann fús að athuga, hvort ekki væri framkvæmanlegt að tak- marka eftirlit með kjarnoi’ku- tilraunum við það, að eftirlits- sveitir færu með vissu millibili um heiminn og könnuðu, hvort banninu hefði verið framfylgt. Hann upþlýsti, að Macmillan hefði komið með þessa hug- mynd í Moskvuför sinni fyrr í vetur. Macmillan og Selwyn Llloyd ræddust við í dag um þetta síð- asta bréf Krústjovs. Talsmaður . Franthald á 2. síðu. Yiðbrögð LO'NDON, 27. apríl (NTB— AFP). Kosning Líú Sjaó-Sí í embætti forseta Kina kom mjög á óvart í flestum höfuðborgum Vesturlanda og á Formósu- í London e'r sagt að búizt hafi verið við, að einhver síður áber andi maður yrði kjörinn í emb- ættið. Líú hefur lengi verið hinn sterki maður kínyerska komimúnistaflokksins við hlið Maó Tse Tungs og’ sumir telja hann Stalinista. Þá er talið að Líú standi á bak við efnahags- þróunina í Kína. Á Formósu er haldið fram, að val Líú muni hafa í för með sér allmiklar breytingar á' pólitík Kínverja. Bent er á, að Maó hafi fyrir- skipað myndun kommúnanna svonefndu og ta-lið er að fram- tíð hans sé undir því komin hvernig þeim reiðir af. Líú er sagður munu bæta samhúð Kína og Sovétríkjanna. í Wash ington er það álit mianna að Maó sé áfram hinn sterki mað- ur Kíínaveldis og ekki sé neinna breytinga á utanríkisstefnu Kína að vænt'a. í Moskvu hefur ekki verið látið neitt uppi um viðibrögð kommúnistaforingj- anna. Talsmaður frönsku stjórn arinnar sagði að hann vildi ekki segja neitt um forsetakjörið, þar eð Frakkar væru ekki í stjórnmiálasamhandi við Kína og verzlunarviðskipti landanna væru svo til engin. Þar af leið- andi skipti Frakka það litlu hverji.r væru þar við völd.' Tónleikar Waliers Klien. AUSTURÍSKUR píanóleik- ari, Walter Klien, hélt tónleika í Þjóðleikhúsinu s.l. sunnudags kvöld á vegum Ríkisútvarpsins. Hér er á ferðinni afburðamað- ur í listinni, sem hefur til að bera ágæta tækni og innlifun, er hann heldur þó alltaf í hem- ilinn á. Á efnisskránni voru fjögur verk: Partíta í c-moll eftir Bach, tilbrigði og fúga eftir Brahms um stef eftir Hándel, sónata eftir Stravinsky og loks sónata í c-moll óp. 111 eftir Beethoven. Auk þess varð hann að leika tvö aukalög, og voru öll verkin afbragðsvel leikin. Klien mun leika einleik í pí- anókonsert Schumans á þriðju dagskvöldið með symfóníu- hljómsveitinni. Eftir frammi- stöðuna á sunnudagskvöldið bíð ur maður þess konserts með ó- þreyju. G.G. Samningar undirritaðir við Brefa um landhelgi Færeyja KAUPMANNAHÖFN, 27. apríl (REUTER). Samkomulag ríkis- stjórna Dana og Breta um fisk- veiðilandhelgi við Færeyjar var undirritaður í dag. Jens Otto Krag undirskrifaði samn- inginn af hálfu Dana en enski sendiherrann í Danmörku af hálfu Breta. Monigðmeiy farinn fi! Moikva. LONDON, 27. apríl (REUT- ER). Montgomery hershöfðingi hélt í dag í þriggja daga óopin- bera heimsókn til Sovétríkj- anna. Fjöldi blaðamanna var á flugvellinum er hann lagði af stað, en hann kvðst ekki hafa tíma til að ræða för sína. „Það er ekkert leyndarmál 'hvað ég setla að gera í Moskvu. Ég hef sagt öllum fyrirætlanir mínar.“ 'Sú áfcvörðun hetjunn'ar frá E1 Alamlein að fara til Moskvu og ræða við ráðamenn í Sovét- ríkjunum hefur vakið mikla gagni'ýni í Bretlandi, Frakk- landi o<T Þýzalandi. Samkvæmt samningnum er fiskiskipum allra þjóða nema Breta bannað að veiða innan 12 mílna frá. ströndum Fær- eyja. Brezk og færeysk skip mega veiða innan sex mílna á vissum svæðum. í samkomulag inu er tillit tekið til hins svo- nefnda „hefðbundna réttar“ brezkra togara. Guðrún Á. Síntonar syngur í New York _ Á MORGUN heldur Guðrún Á Símonar, óperusöngkona, söngskemmtun í Town Hall í New Yorjk, á vegum American Scandinavian Foundation. Und irleikari verður Kurt Steiner. Á söngskránni eru 26 lög og eru á henni lög eftir 5 íslenzk tónskáld. Síðast liðinn laugardag kom Guðrún fram í útvarpi í New York og var samtal við hana og einnig söng hún nokkur lög. Guðrún mun koma fram í fleiri útvarpsstöðvum og í sjónvarpi. Mao tse tung hverfur úr forsetastóli: Liú Sjao - Sí tekur við. PEKING, 27. apríl (NTB— AFP). Helzti hugmyndafræðing ur kinverska kommúnista- flokksins var í dag kjörinn for- seti Kínverska Alþýðulýðveld- isins. Hann heitir Liu Sjaó-Sí og tekur nú við embætti Maó tse tungs. . Maó tilkynnti í desember síð astliðnutm, að hann myndi ekki verða í kjöri við Þessar kosn- ingar, en thann verður áfram formaður kommúnistaflokksins og þar með æðsti maður lands- ins. Sún Sjin-Ling, ekkja Sun Jat Sens, var kosin varaforseti ásamt Tung Pí-V ú, forseta hæstaréttar Kína. Sjú en Lai verður áfram forsætisráðherra. HÁTÍÐ í PEKING Sj aó Sí var kjörinn með svo til öllum greiddum atkvæðum, en fimim seðlar voi’u auðir. Þegar úrslit kosn'inganna voru kunn- gerð, hófust mikil fagnaðarlæti meðal fulltrúa-nna á þinginu og á mánudagskvöl'd var Peking í hátíðabúningi, fólk d'ansaði á götunum og 'hinn nýkjörni for- seti kom fram á torgi hins himneska friðar og heilsaði manngrúanum. tengslum við Rússa, en ekkj er vitað hver afstaða hans er til hinn-a svonefndu þjóðarkomm- úna. Þær hafa vafalaust átt mikinn þátt í þessum kosning- um. Það vekur athygli, að Sjú te, sem var varaforseti skyldi lækka í tign. Hanni var af flest- urn talinn viss með að verða kjörinn eftirm-aður Maós á for- setastóli. Talið er að kosning hins 54 ára forseta beri vott um að hinn harðari hluti kínverska homm- únistaflokksins hafi nú sigrað. Enda þótt Maó verði áfram valdamesti maður landsins, þá hefur forsetinn í Kína. meiri völd en forsetar annarra kom- múnistískra ríkja. Ilann hefur raeðal' annars vald til að kalla saman æðsta ráð ríkisins, skipa meðlimi landvarnaráðsins og leggja fram lagafrumvörp. For. setinn er enn fremiur æðsti yf- irmaður hersins. Líú Sjaó-Sí hefur verið álitinn í náraum tengslum' við Moskvu, en fyrst og fremst er hann talsmaður kínversks þjóðrembings og hef- ur ákveðnar skoðanir á Stór- Kína. DREIFING VALDSINS Það virðist skoðun frétta- manna og sendiráðsstarfsmanna í Peking, að með þessum kosn- ingum hafi valdiið í Kína dreifst á fleiri hendur en áður, og Maó sé ekki eins vald'amikill og hann var. Þó er bent á, að gölmlu komtmúnistarnir séu enn valdamestir, og sagt er að hinn nýi forseti 'hafi um langt sfceið verið heili kínverska kommún- istaflokksins, og því sé kosning hans ekki annað en staðfesting á þeim völdum, sem hann hefur haft. Hinn nýi forseti er kunnur fyrir að vera í m-jög nánum Móhnæla árásum á Jón Letfs. TÓNSKÁLDAFÉLAG íslands, Rithöfundasamband Islands, STEF og Bandalag íslenzkra listamanna hafa mótmælt árás- um þeim, sem þessi samtök telja að Jón Leifs hafi orðið fyrir að undanförnu. í mótmælunum segir, að Jón Leifs hafi nú í mörg ár borið uppi varnir fyrir höfunda og eigendur flutningsréttar og leit azt við að auka gildi réttar þeirra og eigna, án þess að ganga á hlut nokkurs manns. Alþýðublaðið — 28. apríl 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.