Alþýðublaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.04.1959, Blaðsíða 11
Flugvélarnar: Flugfélag fslands. Millflandaflug: Millilanda- flugvélin Gullfaxi fer til Glas gow og Kaupmannahafnar kl. 9.30 í dag. Væntanleg aft- ur til Reykjavíkur kl. 23.45 í kvöld. Flugvélin fer til Glas- gow og Kaupmannahafnar kl. 9.30 í fyrramálið. Innanlands flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Blönduóss, Eg ilsstaða, Flateyrar, ísafjarð- ar, Sauðárkróks, Vestmanna- eyja og Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar, Húsavíkur. ísafjarðar og Vestmannaeyja. Pan Amarican flugvél kom til Keflavíkur í morg- un frá New York og hélt á- leiðis til Osló, Stokkhólms og Helsinki. Flugvélin er vænt- anleg aftur annað kvöld og fer þá til New York. SkipSfii Ríkisskip. Hekla er á Austfjörðum á suðurleið. Esja er á Vest- fjörðum á suðurleið. Heröu- toreið fór frá Reykjavík í gær austur um land til Bakkaf jarð ar. Skjaldbreið er á Skaga- firði á leið til Akureyrar. Þyrill er í Reykjavík. Helgi Helgason fer frá Reykjavík í kvöld til Vestmannaeyja. Baldur fer frá Reykjavik í kvöld til Sands, Gilsfjarðar- og Hvammsfjarðarhafna. Skipadeilá SÍS. Hvassafell fór í gær frá Antwerpen áleiðis til Aust- fjarða. Arnarfell fór 24. þ. m. frá Rotterdam áleiðis til Rvík ur. Jökulfell er í Rötterdam. Dísarfell ér í Rostoek, fer - þaðan til Rotterdam. Litlafell kemur til Reykjavíkur í dag. Helgafell er í Antwerpen, fer | þaðan lil Hull. Hamrafell fór , 17. þ. m. frá Reykjavík áieið- is til Batum. * Gjafir og áheit til Hallgrímskirkju í Rvík, afhent undirrituðum: IG'100. Ónefndur 500. Annar ónefnd- ur 100. „Svarti sauðurinn x hjörðinrii" 300. Kona á'Norð- firði 50. SI 100. Þakklát stúlka 165. N. N„ ísaf. 100. Ókunngur 60. G.E.G. 30. Eng lendingur 300. Dánargjöf frá frú R. Sig. 5000. Stefanía 100. G.E.G. 100. Samtals kr. 7005. Gjafir þessar til Hallgríms- kirkju tala sínu máli, — um . hlýhug til kirkjunnar, trú á æðri máttarvöld, þökk til guðs fyrir veittar velgjörðir hans. Og sérhver gjöf til kirkj unnar hjálpar til þess að reisa llið fagra musteri til minning ár um sálmaskáldið góða, en guði til dýrðar. í hópi gef- endanna í þetta sinn er einn, sem horfinn er yfir landa- mærin, en hugsaði til Hall- grímskirkju _ við ráðstöfun eigna sinna. Ég þakka þessar gjafir og bið gefendunum góðs, bæði þessa heims og annars. Jakob Jónsson. Gólfteppahreinsun Hreinsun gólfteppi, dx’egla og móttur fljótt og vel. — Gerum einnig við. Sækjum — sendum. Gólfteppagerðin h.f. Skúlagötu 51. Sími 17360. Bernardo kinkaði kolli, hann kinkaði alltaf kolli, þeg ar Don Diego hætti að bæra varirnar. „Þetta eru óróatímar, Bern ado“, hélt Don Diego áfram. „Það er hvergi unnt að vera í friði með hugsanirnar. Er ég var hjá bróður Felipe þurfti stóri liðsforinginn endilega að berja á dyr. Það er erfitt að vera taugaveiklaður. Og þessi býðing bróður Felipe — Bernado við skulum vona að Senor Zorro, sem hegnir þeim, sem breyta rangt, frétti þetta og hegði sér samkvæmt því“. Bernado kinkaði aftur kolli. „Hvað mér viðkemur er ég í slæmri klípu“, sagði Don Diego. „Faðir minn heimtar að ég gifti mig og sienoritan, sem ég valdi mér vill mig ekki. Faðir minn verður reið ur við mig.“ „Bernado ég þarf að fara burt í nokkra daga, ég þarf að fara til föður míns og segja honum að engin kona vilji kvænast mér og biðja hann fyrirgefningar. Og þar í hæðunum bak við hús hans vona ég að ég finni friðsælan stað, þar sem hægt er að hugsa og hvíla sig og lesa ljóð í heilan dag án þess að stiga imenn og liðsforingjar og dóm arar ónáði mig. Og þú Bern ado átt vitanlega að fylgja mér, við þig get ég talað án þess' að þú svarir mér“. Bernado kinkaði kolli. Hann grunaði hvað á seiði var. Don Diego var vanur að tala lengi við hann áður en þeir fóru í ferðalag. Bemado þótti gaman að ferðast og harrn dýrkaði Don Diego og hann vildi gjarnan fara til föður hans, því þar voru allir góðir við hann. Innan skamms var Don Diego lagður af stað. Barnado reið hægt á eftir. Þeir hörð- uðu sér áfram er þeir voru komnir út á þjóðveginn og náðu brátt lítilli kerru, sem bróðir Feline lá í og réyndi að bæla niður sársaukastun- urnar. Don Diego steig af baki og kerran staðnæmdist. Hann gekk að henni og tók urn hendur bróður Felipe. „Veslings vinur minn!, sagði hann. „Þetta er aðeins eins og allt annað óréttlæti, sem við höf- um orðið að þola“, sagði bróð ir Filipe. „Við höfum orðið að þola þetta í tuttugu ár og alltaf vex það. Hinn heilagi Junipero Serra kom hingað í land, sem allir óttuðust og hræddust og hann byggði fyrsta trúboðið í San Diiego de Alcala og gaf þar með heiminum nýtt heimsveldi. Okkar mistök voru þau að allt gekk vel. Við unnum verk ið en aðrir nutu ávaxtanna11. Don Diego kinkaði kolli og hinn hélt áfram: „Þeir tóku land trúboð- anna af ókkur, land, sem við höfum ræktað, sem hafði ver ið eyðimörk og sem bræður mínir höfðu breytt í aldin- garða og kálgarða. Þeir rændu öllum eigum okkar. Og þeir eru ekki ánægðir, því nú ofsækia heir okkur. 'f „Heimsveldi trúboðanna er dauðaclæmt, caballero. Það vterður ekki langt unz þök trúboðsstöðvanna faljLa og veggirnir molna. Einhvern tíma horfir fólk á rústirn- ar og undrast yfir þvf að þetta skvldi ske. En við get- um aðeins látið undan. Það er skylda okkar. Ég gleymdi mér á torginu í Reina de Los Angeles, þegar ég tók svip- una af manninum og sló með henni. Það er hlutskipti okk ar að láta undan.“ „Stundum", sagði Don Diego“, vildi ég að ég væri athafnamaður11. „Þér vorkennið okkur, vin- ur minn, og það er meira virði en dýrmætir steinar. Og athöfn, sem er á röngum tíma er verri 'en engin. Hvei’t eruð þér að fara?“ „Að búgarði föður míns, 27 eftir Johnston McCulley kæri vinur. Ég þarf að biðja hann fyrirgefningar. Hann hef ur skipað mér að kvænast, en mér hefur ekki gengið vel“. „Það ætti að vera auðvelt fyrir mann af Vegaættinni. Hver einasta stúlka væri hreykin að bera það nafn“. „Ég hafði vonast til að kvænast Senoritu Lolitu Puli do, mér leist vtel á haixa.“ „Indælis stúlka! Faðir hennar hefur einnig verið of sóttur. Ef fjöldskyldur ykkar sameinuðust myndi enginn dirfast að leggjast gegn hon- um“. „Það væri gott, munkur og er satt og rétt. En stúlkan vill mig ekki, kvartaði Don Diego. „Henni finnst ég ekki nægi- Jiega hugrakkur og skapmik- m“. „Hún er kannske vandlát. Eða kannske er hún að daðra og vonast til að aufca ást yð- ar Kona elskar að láta mann vera í óvissu. cahállero. Það eru forréttindi hennar“. „Ég sýndj henni hús mitt við torgið og minntist á auð- ævi mín og bauðst til að gefa henni nýjan vagn“, sagði Don Diego. „Minntust þér á ástina og lofuðuð að verða henni góður eiginmaður?“ Don Diego leit á hann, depl aði augunum og fclóraði sér á hökunni eins og hann gerði oft. þegar hann var í vanda. „Þetta er heimskulieg hug- ,mynd!“ sagði hann eftir skamma þögn. „Reynið það samt, cáball- ero. Það gæti reynst vel“. 22. Munkai'nir óku áfram. Bróð ir Felipe blessaði bann og Don Ðiego Vega snéri út af veg inum og Bernado élti hann. f virkinu var kaunmangar inn miðstöð U'mræðnanna í -kránni. Feiti kráareigandinn ÍÞRÓTT1R Framhald af 9. síðu. firðingur, Birgir Marinósson, var í öðru sæti og sigurvegar- inn í víðavangshlaupinu í Hafn arfirði á sumardaginn fyrsta, Steinar Erlendsson, varð þriðji. Steinar virðist mikið efni. Eyfirðingar sigruðu í sveita- keppnj 3ja og Ármenningar í 5 manna sveitakeppni. * ÚRSLIT Jón Gíslason, UMSE 5:20,2 Bix-gir Marinóss., UMSE 5:39,6 Steinar Ei-lendsson, FH 5:41,4 Helgi Hólim, ÍR 5:48,6 Ófeigur Jóh.s., UMSE 5:52,0 Guðjón I. Sigurðss., FH 5:55,0 Þorkell S. Ellertsson, Á 6:05,0 Eyjólfur Magnússon, Á 6:06,0 3ja manna sveitakeppni: UMSE, 7 stig FH, 18 stig Ármann, 21 stig. A-stveit ÍBK, 32 stig B-sveit ÍBK, 4 2stig 5 manna sveitakepnni: Sveit Ármanns, 16 stig Sveit ÍBK 39 stig Ármenningar ættu að athuga það fyrir næsta drengiahlaup, hvort ekki væri rétt að hlaupið færi fram um miðian dag, t. d. kl. 2 eða 4. Drengimir eru oft nývaknaðir fyrir keppnina og það er ekki gott að taka þátt í erfiðu hlaupi undir slíkxxm ki-ingumstæðum. INNANFÉLAGSMÓT ÍR Keppt verður í kringlukasti, spjótkasti og kúluvai-oi H. 5.30 í dag. Stjórnin. skorið niður á fjárlögum ferða- kostnað á flugmálaráðstefnur. Var einnig sagt, að flugmála- stjóri væri á flugmálaráðstefnu í vestanverðum Bandaríkjun- um. Þetta var ranghermt. Blað ið hafði frétt frá góðum heim- ildum, að flugmálastjóri hefði fyrirhugað og undirbúið ferð vestur þangað, en hann hætti við hana á síðustu stundu. ORGELT0NLEIKAR RAGNAR BJÖRNSSON hélt ox-geltónleika í Dómkirkjunni i gærkvöldi á vegum Tórilistar- félagsins. Á efnisskránni vom sex verk eftir Bach, þrjár pre- lúdíur og fúgur, tveir konsert- ar og tríósónatan í Es-dúr. Með tónleikum þessum sannaði Ragnai-, að hann er ágætur org- elleikari, og er frammistaða hans því merkilegri, sem þetta nxunu vera fyrstu opinbem orgeltónleikarnix-, sem hann heldur. Flest voru verkin mjög vel leikin, en þó fannst mér hann ná mestu út úr tríósónöt- unni og pi-elúdíu og fúgu í Es- dúr. Prestó-kaflinn í G-dúr konsertinum virtist mér full- hratt leikinn og vildi renna saman af þeim sökum. Mikil ástæða er til að óska Ragnari til hamingju með þessa hljómleika. Eftir aðsókn að dæma virðast félagar í Tónlist- arfélaginu ekki hafa verulegan áhuga á öðrum hljóðfæraleik en píanóleik, og hefði, maður þó freistazt til að halda, að tilbreyt ing yrði kærkomin. G.G. Aukning Framhald af 4. síðu Land 1955 1956 1957 ísland 25,2 28,0 31,5 Kína 2,7 3,8 10,4 Noregur 3,0 8,0 8,1 íran 1,9 1,3 1,4 Mongólía 0,1 0,3 0,7 Önnur lönd 0,3 0,3 0,7 Innfl. alls 33,2 41,7 52,6 / V /cnningaráfjfo SJ.B.S. .4 SKIPMITGCRB RÍKlSINS Esja (Úr Fréttabréfi Útflutningsdeildar SÍS) FERÐIN, SEM EKKI vestur um land tif Akureyi’- ar 2. maí. Tekið á móti flutningi til áætlunai-bafna í dag og ár- degis á morgun. Farsteðlar seldir á fimmtu- dag. í DÁLKINUM „Okkar á milli 3agt“ í sunnudagsblaðinu var íaot. -fi'á bví. að albinffi befði M.s. Helgi Helgason fer til Vestmannaeyja f kvöld. Vörumóttaka í dag. GRANNARNIf* — Þú lítur bara vel út, þegar þú ert reiður, pabbi. Alþýðublaðið — 28. apríl 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.