Alþýðublaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 1
▲ Fyrir þá sem áhuga hafa á Brigitte Bardot (sjá mynd), er það nýjast, að hún hefur verið í Englandi að undan- förnu að vinna við kvik- niynd þar sem hún leikur skæruliða, sem sendur er í fallhlíf til Frakklands að berja á nazistum. Brigitte segist vera orðin leið á því að leika fáltlæddar stúlkur. í skæruliðamyndinni ber hún hermannabúning — stundum. Hvað heldur hún um viðbrögð aðdáendanna? „Jú“, sagði hún fyrir nokkru, „einhverjir Itunna að verða fyrir vonbrigðum. En það verður þá að hafa það.“ 40. árg. — Fimmtudagur 30. apríl 1959 — 95, tbl, Framsókn og kommar börðust FYRIR greiðsluhalla! ALÞiNGI samþykkti í gær fjárlög fyrir árið 1959 — og eru bau án greiðsluhalla, eins og ríkisstjórnin hafði Iofað. Að vísu gerðu Framsóknarmenn og kommúnistar ítrekaðar til- raunir til að fá samþykktar yfirboðs útgjaldatillögur, sem námu milljónum króna. og fá þannig afgreidd fjárlög með greiðsluhaíla. Var ábyrgðarleysi þeirra flokka takmarkalaust og jafnvel Eysteinn Jónsson greiddi nú atkvæði með nálega hverri tillögu, sem til hækkunar stefndi, Allt þetta mistókst, og fjárlögin voru afgreidd á ábyrgan hátt, án nýrra, almennra skatta eða tolla á almenning. Við þriðju umræðu fjárlag- anna voru ýmsar breytingar gerðar, en þessar eru meðal hinna athyglisverðari: ^ Veitt var 200.000 kr. til á- ætlunargerðar fyi’ir saltverk- smiðju. Heimilað var að koma í veg fyrir hækkun erlends áburð- ar með niðurgreiðslu. ■jfc- Samþykkt var að koma í veg fyrir hækkun erlends áburð- ar með niðurgreiðslu. 'fa Samþykkt var ríkisábyrgð á 1 milljón kr. lán til hitaveitu í Hveragerði. Samþykkt var að ríkið skyldi ábyrgjast og annast rekstur Seyðisfjarðartogarans Brim- ■ ness. -jfc- Samþykkt var ríkisábyrgð á lán fyrir síldarverksmiðjurn ar á Seyðisfirði og Norðfirði. 'jlr Samþykkt ríkisábyrgð fyrir Ferðaskrifstofuna á 500,00 kr. til að bæta gistiaðstöðu í landinu. 'k Heimilað að taka 3 milljóna lán til að auka húsnæði rík- isspítalanna. ★ Samþykkt að ábyrgjast 2,5 millj. til kaupa á vindu til djúpborunar á gufubor ríkis- ins og Reykjavíkur. Þetta eru nokkur viðbótar- atriði við fjárlögin, sem sam- þykkt voru í gær. MMMMMtMWHMtMMWMW ENNÞÁ EINN! Um hádegisbilið í gær kom varðskipið Albert að brezka togaranum Ash- anti GY-16 þar sem hann var að ólöglegum veiðum næstum 9 sjómílur innan fiskveiðimarkanna vestur af Eindrang. Varðskipið setti dufl í kjölvatn tog- arans og annað þar sem hann stöðvaði og hífði inn vörpu sína, eftir að varðskipið hafð'i skotið að honum 3 aðvörunarskot- um. Kom þá tundurspíll- irinn Barrosa á vettvang og gerðu yfirmenn hans staðarákvarðanir við dufl in ásamt yfirmönnum á varðskipinu Albert. Tóku mælingar þessar alllangan tíma m.a. vegna þess að skyggni var mis- jafnt, en þeim lauk með því að yfirmaður herskips ins viðurkenndi að togar- inn hefði verið innan gömlu 4 mílna fiskveiði- takmarkanna, en hann kvaðst mundu Ieita fyrir- mæla frá yfirboðurum sínum viðvíkjandi kröfu varðskipsins Alberts um að færa togarann til hafn ar, til rannsóknar á máli hans. — Var beðið átekta, er blaðið fór í prentun ALÞINGI samþykkti í gærlvita- og varðskips í stað vita- ' Mun ríkisstjórnin hafa í hyggju að heimila ríkisstjórninni að skipsins Hermóðs, sem fórst við að láta smíða nýtt skip, sem semja um smíði eða kaup nýs Reykjanes síðastliðinn vetur. Fregn ti] Alþýðublaðsins. Vestmannaeyjum í gærkv. RÉTTUR var settur að nýju kl. 10 í kvöld yfir George Harrison, skipstjóra á „Lord Montgomery.“ Kvað Torfi Jóhannsson, bæjarfógeti, þá upp dóm í máli skipstjórans fyrir margítrekuð landhelgisbrot. metið eitthvað á 2. hundrað þús. krónur samtals. Þá er málskostnaður fyrir undir og yfirrétti áætlaður ca. 100 þús. kr. og má því reikna með að umboðsmenn togarans verði að setja tryggingu kring um hálfa milljón kr. til þess að Harrison skipstjóri geti farið frjáls ferða sinina í bili. P. Þ. Harrison skipstjóri hlaut þriggja mánaða varðhald og 147 þúsund kr. sekt. Komi varðhald í 12 mánuði í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá var skipstjóri dæmdur til að greiða 5000 kr. x máls- kostnað og afli og veiðarfæri togarans gerð upptæk. Harrison áfrýjaði dómin- uniu — Dómurinn er 27 síður í réttarskjölunum. % MILLJÓN í TRYGGINGU Harrison gaf verjanda sín- um, Gísla G. ísleifssyni, um- boð til að taka á móti hæsta- réttarstefnu fyrir sig. í kvöld var verið að meta a’fla og veiðai’færi „Lod Miontgomierys“ og má búast við að hvorttveggja verði 8 menn fórusf af sprengingu PERTH, Ástralíu, 29. apríl, — (NTB). Sjö Norðmenn og einn Dani létust og fimm Norðmenn særðust alvarlega við mikla sprengingu, er varð í vélarúmi norska olíuskipsins Farmand, á Indlandshafi { morgun. Skipið, sem er 17.250 tonn og hefur 46 manna áhöfn, sendi þegar út neyðarskeyti og bað þegar í stað um læknisaðstoð. Mörg skip tóku þegar stefnu til Farmand og í kvöld var olíu- skipið Beaumont komið á stað- inn, en Farmand hafði verið á reki síðan sprengingin varð. Eldur losnaði í vélarúminu við sprenginguna, en eftir þrjá tíma tókst að ráða niðurlögum hans. — Farmand er nýtt skip, sem var afhent eigendum í fyrra. væntanlega verður svipað Her- móði að flestu leyti og til sömu nota ætlað. Ríkisstjórnin leitaði eftir venju samþykkis alþingis við smíði nýs skips með því að fá samþykkta á 22. grein fjárlaga heimild til þeirrar framkvæmd ar. Hljóðar heimildin, sem sam þykkt var einróma við atkvæða greiðslu eftir þriðju umræðu fjárlaganna, á þá lund, að við smíði hins nýja vitaskips skuli höfð liliðsjón af því, að skipið verði jafnframt nothæft til land helgisgæzlu og björgunarstarfa. Samkvæmt fjárlögunum er áætlað, að kostnaður við land- helgisgæzluna verði í ár 26,2 milljónir króna. Skipin kosta sem hér segir: Þór 5,7 milljónir, Ægir 4,9 millj., Albert 3.1 millj., María Júlía 2,5 millj., Óðinn 2,2 millj. og leiguskip (væntan- lcga í stað Hermóðs) 1 milljón. Fluggæzlan kostar 3,5 millj. og kostnaður í landi er 1,1 millj. Tekjur landhelgisgæzlunnar eru áætlaðar 1,5 milljónir. Á MORGUN sýnir Þjóð- leikhúsið Rakarann í Se- villa í 30. sinn. Þá hafa yfir 17 000 leikhúsgestii' séð þesa vinsælu óperu. Nú kváðu aðeins vera eft ix- fáeinar sýningar. Harrisoit. ttMWMMWW%tMWWW»WW Hannibal neitar enn að tala í út- varpið 1. maí. r- ðurinn hlau í GÆRDAG var flugmaður á íslenzkri millilandaflugvél sektaður í Sakadóxxxi Reykja- víkur fyrir að hafa smyglað í flugvél sinni til landsins margs konar varningi. Féltk hann 15 þúsund króna sekt. Nú í aprílmánuði gerði toll- gæzlan mákla leit í farþegaflug- vél, sem var að koma frá Ev- rópu. Var flugvélin. rannsökuð hátt og lágt. Bar leitin þann ár angur, að tollgæzlan fann undir gólfinu í farþegarými flugvél- arinnar allmikið magn af smygl varningi, t. d-. fundust alls kon- ar skartgripir, nælonsokkar, úr- armíbönd o. fl. Við eftirgrennsl an kom í Ijós, að einn af ílug- mönnum vélarinhar áitti smýgi varninginn. Eins og áður var getið, var 'hann sektaður um 15 þúsund krónur. Hefur hann ekki verið sektaður áður fyrir smygl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.