Alþýðublaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.04.1959, Blaðsíða 3
Einsdæmi, að manni í einkaerindum séu veitt viðtöl tvo daga í röð Er árás Montys á USA skýringin? iWMMWWWWMWWWW MOSKVA, 29. apríl (REUTER). Montgomery, lávarður og hers- höfðingi, ræddi heimsmálin í meira en tvær klukkustundir við Krústjov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, í dag og var, að eigin ósk, veitt önnur áheyrn Montgomery. á morgun. Samþykki Krústjovs fyrir því að taka á móti óopin- berum gesti annan dag í röð er svo til einstæð. Minnast vest rænir diplómatar ekki annars dæmis um slíkt. Hinn aldni her maður, sem var aðstoðarforingi Eisenliowers, forseta, í styrj- öldinni og síðar hjá NATO, kom hingað í gærkvöldi í þriggja daga einkaheimsókn. Koma hans hingað var á sama tíma og mjög umdeildu sjón- varpsviðtali við Montgomery, sem kvikmyndað hafði verið áður í Bretlandi, var útvarpað í Bandaríkjunum. í viðtalinu segir hann m.a., að forusta Bandaríkjamanna hafi verið „grunsamleg“ í allmörg ár og „forustan sé nú að komast í hendur Bretum.“ Montgomery sagði blaða- mönnum, að samtal sitt við Krústjov hefði staðið tvær klukkustundir og fimmtán mín útur og „andrúmsloftið hefði verið ágætt, og' forsætisráðherr ann í prýðilegu skapi“. Kvað hann þá hafa „rætt allt“, þar á meðal Þýzkalandsmálið og önn ur helztu deilumál austurs og vesturs. Krústjov og Montgomery brostu breitt, er þeir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara eftir fundinn, og skröfluðu glaðlega saman. Síðan fór Montgomery í liðsforingjaklúbbinn, þar sem haldið var hádegisverðarboð honum til heiðurs. Síðdegis fór hann um borgina til að skoða sig um. Montgomery hefur enn neit- að að hafa reglulegan blaða- mannafund, en er einn blaða- maður spurði hann hvort hann væri að ná árangri í hinum yf- irlýsta tilgangi sínum að auka skilning, sagði Montgomery: „Ég er alltaf bjartsýnn — þang- að til allt er farið út um þúfur. Þá hætti ég að vera bjartsýnn“. Hann neitaði að svara fleiri spurningum. „AScafle leiðinleg misSök" BlaÖasíríði Indverja og Kín- verjð haldið áfram af kraffi Ekkert lát á „útþenslustefnu brigslum Kínverja í garð Indverja HONG KONG 29. apríl (REUT-1 væri „skýr yfirlýsing um þá ER). „Blaða-stríðið“ milli Ind-1 sannfæringu Indverja, að Tíbet verja og kínverskra kommún-1 ’ búarnir væru að flýja undan ista hélt sleitulaust áfram í dag. Harðasta fordæmingin á Ind- verjum og indverskum blöðuin kom í grein, sem Peking-blaðið Ta Kung Pao birti í dag og Nýja Kína vitnar í. „Hver er það, sem í rauninni er að ráð- ast á aðra og liver er það, sem í rauninni er að grafa undan vináttu þessara tveggja þjóða?“ spurði blaðið. Sakaði blaðið „indversk afturlialdsblöð“ um að æsa til uppreisnar í Tíbet og um að vera „himinlifandi“ þeg ar hún byrjaði og um að mála „ægilega mynd“ af bardögum í Lliasa. Onnur Peking-blöð segja frá fjöldafundum, er lialdnir liafi verið um allt Kína- vekli „til að fordæma ögranir indverskra útþenslustefnu- manna“. Flest indversku blöðin héldu í dag áfram að gagnrýna stefnu kínverskra kommúnista í Tíbet og fagnaði óháða blaðið Hindus tan Standard þeirri ákvörðun indversku stjórnarinnar að hleypa tíbetskum flóttamönn- um inn í landið í stórhópum. Sagði blaðið, að þessi ákvörðun dauðadómi, sem Pekingstjórnin hefði kveðið upp yfir þeim sem refsingu fyrir að mótmæla á- rásum á þann rétt þeirra að ráða eigin lífi sínu sem þjóð“. Aldersliot, Englandi. Það var upplýst í Aldershot í fyrradag, að verkamenn á vegum bæjarstjórnar- innar hefðu þrammað inn í hús, borið húsgögnin út í garð, kveikt í þeim og hafizt handa um að rífa það — áður en þeir gerðu þá uppgötvun, að þeir voru með vitlaust hús í takinu. „Ákaflega leiðinleg mis- tök og alveg einstök í sinni röð,“ sagði talsmað- ur bæjarstjórnarinnar, er fréttamenn liöfðu tal af honum. MmMMMHWHWWmHHW 2 fundir í París í gær PARÍS, 29. apríl, (NTB-REUT- ER). Utanríkisráðherrar vest- rænu stórveldanna fjögurra luku síðdegis í dag öðrum fundi sínum síðan þeir komu saman í morgun til að ræða málatil- búnað fyrir utanríkisráðherra- fundinn í Genf 11. maí. Fund- irnir voru leynilegir og er það talið benda til, að ráðherrarnir séu staðráðnir í að ryðja úr vegi öllu ósamkomulagi milli vesturveldanna, svo að fullt samkomulag verði um, hvaða línu fylgja skuli í Genf. Góðar heimildir segja, að all- ir ráðherrarnir hafi tekið til máls á fyrri fundinum og falið sérfræðinganefndinni að „fín- pússa“ nokkur atriði í skýrsl- unni, sem hún lagði fram eftir viðræðurnar í London í s.l. viku. Hóf hún fund þegar að loknum fundi ráðherranna. Tillögur Rússa ekki aðgengi legri, framsefningin breflf Sagði MacmiIIan í ræðu í gær Hindra undankomuleiðir til Indlands og Bhutan. KALKUTTA, 29. apríl (NTB —AFP). Kínverskir verðir hafa verið settir til að hafa strangt eftirlit með öllum veg- um, er liggja frá Tíbet inn í Ind land eða Bhutan, og eru margir tíbetskir flóttamenn, sem Kín- verjar ná, sendir tij óþekktra á- kvörðunarstaða, sagði ind- verska blaðið Statesman í dag. Mikið lið kínverskra kommún- ista er að leggja í rústir síðustu vígi tíbetskra þjóðernissinna fyrir sunnan Brahmaputra, að því er segir í fréttum, sem bor- izt hafa til landamærabæjarins Kalimpong, og Reuter sendir. Komm-únistarnir beita stór- skotaliðl og sprengijuflugvélum og er fótgönguliðið búið vél- byssum, er miskunnarlaus t hrytja niður Khamiba stríðs- mennina, er aðeins hafa- nokkra gamla riffla sér til varnar, seg- ir í fréttinni. í vetur höfðu Khambar náð á sitt vald 50 virkjum kínverskra kom-mjúnista, semi nú hafa n-áðst aftur eftir -blóðu-ga bardaga. Heiiftarlegar sprengjuárá'sir hindra hina flýjandí stríðs- itíenn í að kom-ast yfir la-nda- mærin í suðri. Margar kínversk ar herdieildir hafa verið settar í að hindra undarihald Kha-mb- anna og virðist aðferð Kínv-erja vera sú að dreifa Khömibunum með sprengju-kasti til þes síða-n að útrým-a s-veitum- þeirra. Margir hinna tíbetsku flótta- manna, er komnir eru til Ind- lands, eru veikir, en aðrir eru algjörlega örmagna eftir flótt- ann undan -kommúnistum. -Frá Nýju Dellhi segir AFP, að þeir, sem vel fylgist með stjórnrriá'lum, séu þegar upp- teknir af Þeim mög-ul'eika, að Dalai Lama kunn-i að snúa aft- u-r til Tflbet. Líta m-enn svo á, að kosning hans sem- varafor- seta í fastanefnd ,,-alþýðuþings- ins“ 'þýði, að Pekingstjórnin hafi ákveðið að láta dyrnar standa opnar. Nehru- lý-sti því í día-g yfir, að Indverjar gætu ekki haldið Da- lai Lama gegn vilja hai%3. Kvaðst hann hafa ráðið Dalai Lam'a til að hví-1 sig vel og ekki taka neinar skjótar á'kvarð-a-nir. LAUS STAÐA. STAÐA forstjóra I'nnkaupa- sto'fnunar ríkisins er laus til umsóknar. Laun sam-kvæmt launalögum-. Umsókna'rfrestur er til 20. maí 1959. 1. maí ávarp breiks verfca Ifðs vill filfærslu herja Gaitskeli hvetur alla sósíalista til samstöðu við kosningar. LONDON, 30. apríl (REUTER). Oll brezka verkalýðshreyfingin sameinaðist í morgun um að heimta að herir verði færðir LONDON, 29. apríl, (NTB— REUTER). Harold Macmillan, forsætisráðlierra, sagði í ræðu í London í kvöld, að tillögur Rússa um nýskipan mála í Ber- lín væru engu aðgengilegri nú, en þær hefðu verið, þegar þær voru settar fram, en aðferðin við að setja þær fram hefur breytzt lieilmikið. í ræðu við afmæli konunglegu listakademí unnar sagði ráðherrann, að þeg ar sovézku tillögurnar voru fyrst settar fram hefðu þær virzt vera úrslitakostur og ógn un, sem NATO-ríkin mundu aldrei geta fallizt á. Á meðan stóð á heimsókn þeirra 'Selwyns Lloyds til Moskva hefðu þeir lagt ríka á- herzlu á nauðsyn samninga og svo virtist nú sem Krústjov hefði fallizt á þá afstöðu til málsins, sagði Macmillan. Macmillan lagði áherzlu á, að brezka stjórnin leitaðist ekki við að draga úr spennu í heim- inum með undanlátssemi, held- ur með djörfum og fordóma- lausum samningum. Gaitskell. sundur og á slíku vorði byrjað með svæði í Mið-Evrópu, þar sem kjarnorkuvopn verði bönn uð. Felst þetta í 1. maí ávarpi jafnaðarmannaflokksins sam- vinnuhreyfingarinnar og al- þýðusambandsins. Segir í á- varpinu, að skilnaður herja „mundi draga úr hættunni á skyndilegum og ósjálfráðum á- tökum. Mundi stofnun svæðis, þar sem atómvopn eru bönnuð, í Mið-Evrópu vera spor í þessa átt“. Þá er þess krafizf í ávarp- inu, að kjarnorkutilraunum Breta verði hætt, og sé það fyrsta skrefið í áttina til stöðv- unar allra tilrauna og almennr- ar afvopnunar. Þá er fordæmt flug banda- rískra flugvéla með vetnis- sprengjur innanborðs yfý’. Bret landseyjum og talið, að ekki beri að byggja fleiri eldflauga- stöðvar fyrir bandarískar eld- flaugar fyrr en nýjar tilraunir hafi verið gerðar til að semja við Sovétríkin. Þá er fagnað væntanlegum fundi æðstu manna, sem „verkalýðshreyf- ingin hefur barizt fyri-r svo lengi. Þá hefur Hugh Gaitskell, leið togi jafnaðarmannaflokksins, sent út ávarp í tilefni 1. maí, þar sem hann hvetur alla sósíal ista til að standa saman við væntanlegar kosningar. Bendir hann á, að mikið sé undir kom- ið baráttunni á næstunni, ekki aðeins fyri-r Breta, heldur einn- ig fyrir milljónir manna í Asíu og Afríku. Ennfremur seglr hann: „Við erum þeirrar skoð- unar, að engin þjóð eða stjórn hafi -rétt til að ríkja stöðugt yfir öðrum þjóðum, heldur verði að afhenda þeim það sjálf stæði, sem þær heimta sér til handa“. Alþýðublaðið — 30. apríl 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.