Alþýðublaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 4
u'tgelaiiclt. AlþyöutloKkurlnn. Kitstjorar: Benedikt Gröndal, Gisil J. Ast- þórsson og Helgi Stemundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálinars- son. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- Bon Ritstjomarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasimi: 14906. Afgreiöslu- Bmi: 14900. A'ósetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10 Listamannalaunin MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur flutt á al- þingi frumvarp um fyrirkomulag listamanna- •launanna, en það er í meginatriðum samhljóða til- 'lögum nefndar, sem skipuð var haústið 1956 til að fjalla um þetta mál og náði samkomulagi um álit og afsföðu. Frumvarpið stefnir ótvírætt í rétta étt, og löggjöf um þetta efni hefði þurft að koma fil sögunnar fyrir löngu. Núverandi skipun lista- mannalaunanna er allt of laus í reipunum, en úr því verður mjög bætt með nefndu frumvarpi. Hitt er annað, að skoðanir munu jafnan skiptar um út- hlutun listamannalaunanna. Því valda ólíkar list- skoðanir og ólíkur smekkur — og er ekki um að fást. En fyrirkomulagið ættu allir að verða sam- mála um að færa til betri vegar. Aðalgallinn vfð úthlutun listamannalaun- anna nú er sá, að fjármunum í þessu skyni er skipt í smáskömmíum til ailt of margra aðila. Slíkt fyrirkomulag er stórvarhugavert, Tilgang- ur listamannalaunanna á að vera sá að gera vel við þá, sem mega sín einhvers, en ekki hinn að þóknast sem flestum með ímyndaðri, viðurkenn- ingu. Þess vegna er vel farið, að í frumvarpi menntamálaráðherra er ákveðið um fjölda út- hlutunarflokkanna og upphæðir þeirjra. Og þar mun áreiðanlega fremur gengið of skammt en of langt. Úthlutunarflokkarnir eiga að vera sem fæstir, svo að muni um fjárveitinguna hverju sinni og hún komi að þeim notum, að af- burðamennirnir sitji fyrir um þetta fulltingi sam félagsins. Auðvitað þarf líka að hugsa til ungra manna, sem brjóta nýjar brautir, en það raskar ekki hinu sjónarmiðinu. Ennfremur skal í þessu sambandi lögð áherzia á, að hér verði innan skamms sett löggjöf um «kreytingu opinberra bygginga. Þannig á að sjá myndlistarmönnum okkar fyrir verkefnum, en það kemur hlutaðeigandi aðilum vissulega að mestu gagni. Öðrum þjóðum er Ijós nauðsyn þessa, en íslendingar hafa vanrækt þetta atriði of lengi. Sannarlega er tími til kominn að verja hluta af kostnaði opinberra bygginga til listrænnar skreyt- ingar þeirra. Samtök listamannanna ættu að gefa því máli gaum-fyrr en síðar. Frumvarp menntamálaráðherra þarf að verða að lögum og komast til framkvæmda, Það yrði öllum aðilum til góðs. Þak-asbest f.vrirliggjandi : 6, 7, 8, 9, 10 feta léngdir. líagstætt verð. >!N3 COMPANY H.F. Klapprastíg 20 — Sími 1—73—73 ÚTFLUTNINGSSJÓÐI hef- ur verið fyllilega séð fyrir tekj- um á móti auknum útgjöldum hans, sagði Pétur Pétursson al- þingismaður í framsöguræðu um málefni sjóðsins í néðri deild fyrir nokkrum dögum. Pétur sagði, að gjaldaaukning sjóðsins væri talin 199 milljón- ir króna, en séð hefði verið fyr- ir auknum tekjum, sem nema mundu 202,5 milljónum. Hins vegar kvað Pétur grundvöllinn undir sjóðnum frá upphafi hafa verið svo veikan, að gera mætti ráð fyrir einhverjum halla, sennilega um 20 milljónum króna, sem að vísu er mjög lítil upphæð miðað við heildarveltu sjóðsins. Er því engin hætta taiin á að sjóðurinn geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Pé4ur gerði grein fyrir því, að áætlun um aukin útgjöld út- flutningssjóðs á þessu ári væri á þessa leið: Millj. kr. Sj óvátry ggingaiðg j öld báta ................. 25,7 Bráðafúatryggingar- iðgjöld báta fyrir 1959 7,3 Sama fyrir 1958 ....... 4,0 Sérbætur til vinnslu- stöðva ............... 20,7 Niðurgreiðsla á beitu .. 1,8 Bætur til báta, togara. og vinnslustöðva vegna vísitölu 202 í jan... 9,8 Hækkun bóta á síld 1/1 til 15/5 ............. 0,7 Hækkun bó+a á sumar- og haustsíld umfram greiðslutryggingar fyr- ir bátana .,........... 5,5 Hækkun.bóta á útfluttar landbúnaðarafurðir . . 7,5 Samtals 82,3 Hækkuh vegna aukinnar neyzlu niðurgreiddra vara ................... 7,6 samtals 116,7 Niðurgreiðslur; Niðurgreiðslur, sem tóku gildi 1. janúar 1959 .. 83,3 Niðurgreiðslur, sem tóku gildi 1. marz 1959 .... 25,8 Þetta nemur samtals 199 mill jónum króna í auknum útgjöld um útflutningssjóðs. Þá gerði Pétur grein fyrir, hvernig þessa fjár er aflað: Millj. kr. Hækkun leyfisgjalda af bílum .................. 30,4 Niðurfelling á greiðslu til ríkissjóðs ............. 20,0 Fjárveiting samkvæmt fjárlögum ............ 152,1 Samtals 202,5 Varðandi stöðu útflutnings- sjóðs almennt las Pétur upp kafla úr skýrslu Jónasar H. Haralz, skrifstofustjóra í við- skiptamálaráðuneytinu, — en hann segir meðal annars: ' „Þegar lög um útflutnings- sjóð o.fl. voru sett í maímánuði 1958, var ráð fyrir því gert, að rekstur sjóðsins gæti verið hallalaus með þeim gjöldum og tekjum, er þau lög gerou ráð fyrir. Það var þá ljóst frá upp- liafi, að þetta gat því aðeins staðizt, að gjaldeyristekjur væru háar og notkun erlends lánsfjár mikil; og þar af leið- andi væri hægt að halda uppi miklum innflutningi áf há- gjaldavöru. Reynsla sú, sem fengizt hefur af starfsemi sjóðs ins í hart nær eiit ár, staðfest- ir betta í öllum aðalatriðum. Þrátt fyrir mikinn útflutning og mikla notkun erlends láns- fjár. á árinu 1958, varð innflutn ingur hágjaldavöru ekki eins mikill og áætlað hafði verið, þegar lögin um útilu'ningssjóð voru sett. Staða sjóðsins á árr inu batnaði þó um hér um bil 40 millj. kr., vegna bess að síð- ari hluta ársins fékk sjóðurintí tekjur samkvæmt hinum nýju löfíum, en innti giöld lengi vel eftir hinum gömlu. Á þeim hluta ársins 1959. sem liðinn er, hafur staða sióðsins aúur verstí að verulega. Stafar b°tta af hví, s.ð allmiklar greiðslur hafa á sióðinn fallið samkvæmt þeim bótum, sem ákveðnar voru með lösum um útflutningssjóð á s.l. j ári og niðúrgreiðslúr hafa verið I auknar, en einnig af bví, að J innflutnineur hásjaldavöru j hefur verið lágur á fyrstu mán- uðum ársins. 1 Ríkisstiórnin hefur nýlega í samráði við Seðlabankann lok- ið saroningu greiðsbnafnaðar- og innflutningsáæ+lunar fyrir árið 1959, og hafa Innflutnings- ' skrifstofan og bankarnir nú bvrjað að starfa á grundvelli bessara áætlana,- Stefna hessar áætlanir m:a. að bví. að tryggja nóffu- roikinn innfh’tning há- gialdavöru á árinu11959 til Þess að áætlanir þær, er unnhaflega voru gerðar um afkorou útflutn ingssjóðs. á s.l. vori fái staðizt, b.e.a.s., að sjóðurinn verði halla laus með þeim tekium og gjöld- um, er þá voru ákveðin.“ H a n n es a h o r n i n u ★ Jón Leifs sextugur, ★ Einn merkasti braiit- ryðjandinn. ★ Gneistamaðurinn —- Geníið. ★ Rifjaðar upp nokkrar minningar. JÓN LEIFS sextugur. Hann er einn allra sérkennilegasti | persónuleikinn meðal samferða- i mannanna. Iíann er tvímæla- laust mikill og merkur listamað- ur, sem mun lifa í minningu þjóðarinnar um langan aldur og verk hans fyrst fá viðurkenn- ingu eftir að hann sjálfur er horfinn af sjónarsviðinu. Þó að maður kunni ekki að dæma um verk hans frá fræðilegu sjónar- miði, þá hefur maður þessa til- finningu, enda ekki óeðlilegt þó að ég segi þetta, þar sem mér finnst, að ég skilji betur stórverk hans en annarra meistara — og má vera, að þar hafi mest áhrif innviðir tónverka hans, sem eru af rammíslenzkri og fornri rót. EN JÓN LEIFS er meira en tónskáld og listarnaður. Hann er brautryðjandi og baráttumaður og ber allan svip slíkra kyndla í náttmyrkri vanans. Ég var sendur heim til hans fyrir um aldarfjórðungi þegar hann kom heim snögga ferð ásamt Annie, konu sinni, eftir langa dvöl í Þýzkalandi. Þá ræddi hann fyrst og fremst, auk náms síns og tónlistarstarfs, við mig um þau baráttumál, sem hann hef- ur fórnað sér fyrir undanfarin ár, rétt listamannsins til þess agl njóta verka sinna í lifandi lífi. Alla tíð síðan höfum við verið góðir kunningjar. ÉG ÁTTI löngu síðar kost á að ræða við Jón Leifs allnáið þó að þá væru erlendir hermenn með alvæpni milli okkar. Hann kom um borð í Esju vorið 1945, er hún fór heim frá Danmörku, en Esja var fyrsta erlenda skipið, sem kom til landsins eftir styrj- öldina. Jón Leifs hafði verið ytra, aðallega í Þýzkalandi á styrjaldarárunum. — Kapteinn og hermenn voru settir um borð og tóku skipið á vald sitt þvert ofan í öll loforð og fyrirheit Bandamanna. ALLIR skyldu hlýða stríðs- kapteininum. Jón Leifs neitaði því. Hann benti á íslenzka fán- ann og mælti: „Þetta er íslenzkt skip. Þetta er frjálst skip. Hér Framhald á 10. síðu. I ......................................................................................................'"■' .................................................................................................................................................................................... 5. maí 1959 Aiþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.