Alþýðublaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 11
Flugvélarnar! riuffiélags íslands. Millilandaflug: Millilanda- flugvélin Gullfaxi fer til Gias gow og Kaupmannahafnar kl. 8 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Flugvélin fer til Oslóar, Kaup mannahafnar og Hamborgar kl. 8.30 í fyrramálið. Milli- landaflugvélin Sólfaxi er væntanleg til Reykjavíkur kl. 22.30 í kvöld fré Lundúnum. Xnnanlandsflug: í dag er áætl að að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, ísáfjarðar, Sauðár- króks, Flateyrar, ísafjarðar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. Á morgun er áætlað. að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Hellu, Húsavíkur, ísafjarðar, Siglufjarðar og Vestmanna- éyja (2 ferðir). Loftleiðir. Edda er væntanleg frá Löndon og Glasgow bl. 21 í kvöld. Hún heldur áleiðis til New York kl. 22.30. Saga er væntanleg frá New York kl. 8.15 í fyrramálið. Hún heldur áleiðis til Oslóar og Stafang- urs kl. 9.45. Pan Ameriean flugvél kom til Keflavíkur í morg- un frá New York og hélt á- leiðis til Norðurlandanna. Flugvélin er væntanleg aftur annað kvöld og fer þá til New York. 5klpl»i! Ríkisskip. Hekla fer frá Akureyri í dag á austurleið. Esja er á Vestfjörðum á suðurleið. Herðuhreið fer frá Reykjavík á morgun austur um land til Seyðisfjarðar. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gær til Breiðafjarðarhafna. Þyrill fer frá Fredrikstad í dag áleiðis til Reykjavikur. Skipadeild SÍS. Hvassafell losar á Norður- Jandishöfnum. Arnartell er á Akranesi. Jökulfqll fór frá Rotterdam 1. þ. m. á'leiðis til Austf jarðahafna. Dísarfell fer Væntanlega í dag frá Rotter- dam áleiðis til íslands. Litía- -fell er á leið til Reykjavikur frá Austfjörðum. Helgafeil átti að fara í gær fi’á Hull á- leiðis til Reykjavíkur. Hamra fell fór 2- þ. m, frá Batum áleiðis til Reykjavíkur. BREZK kona ýtti mann- inum sínum fram úr rúminu þegar hann hraut og hélt honnm vakandi nótt eftir nótí. Með þessu athæfi gerði hún sig seka um ómann- eskjulega grimmd, sagði brezki dómarinn, sem í síðastliðinni viku yeitti nianninum hennar skiln- að. Það skiptir ekki öllu máli, sagði dómarinn, hvort eiginmaðurinn seg ir satt þegar hann full- yrðir, að konan hans hafi lamið hann, klórað og hárreitt. Ilitt nægir, að sannað er, að það vofði sífellt yfir honum að vakna á gólfinu. i nnheimta i.ÖOFHÆ.^ÐlSrðHF ur sjálfsagt falið sig í runna og hlegið að þeim“. „Ég vona að hestur yðar sé styrkur og sverð yðar beitt“, sagði Don Diego og fór inn í vagninn. Tveir hestar voru látnir fyrir vágninn og innfæddur maður í skrautlegum einkenn isbúningi var ekillinn. Don Diego hallaði sér út af á kodd ana og hálflokaði augunum og vagninn lagðj af stað. Ekill- inn ók yfir torgið, inn á þjóð- veginn og hélt í áttina að Pplido búgarðinum. Don Carlos sat úti á svöl- um og sá vagninn nálgast, Hann urraði, stóð á fætur og gekk inn til konu sinnar og dóttur. „Senorita, Don Diegó' er á leiðinni“, sagði hann. „Ég hef talað um hann við þig og ég treysti því að þú hagir þér eins og vel uppalinni dóttur sæmir“. Svo snéri hann við þeim baki og gekk út á svalirnar og senoritan þaut inn á her- bergi sitt og henti sér grát- andi á rúmið. Hún vildi að hún gæti elskað Don Diego og gifzt honum, því faðir hennar vildi það, en hún gat það ekki. Því hagaði maðurinn. sér ekki eins og caballero? Því sýndi hann ekki minnsta snef- il af viti? Því var hann ekki ungur maður, Ijómandi af héilbrigði og hreysti í stað þess að vera eins og aldraður don með annan fótinn í gröf- inni. Don Diego steig út úr vagn- inum og veifaðj ekilnum að aka að útihúsunum. Hann heilsaði Don Carlos letiléga og Don Carlos var furðu lost- inn er hann sá að Don Diego bar gítar undir hendinni. Hann lagði gítarinn á gólfið tók ofan hattinn og andvarp- aði. „Eg fór til föður míns,“ sagði hann. „Ha! Er Don Alejandro við góða; heilsu?“ „Hann er heilsuhraustur að venju, hann skipaði mér að biðla ákaft til senoritu Lolitu. Ef hún vill ekki giftast mér, ætlar hann að gera mig arf- lausan.“ „Er það satt?“ „Hann sagði svo og faðir minn gengur ekki á bak orða minna, Don Carlos. Senoritan verður að taka mér. Eg þekki tenga aðra, sem faðir minn vildi fyrir tengdadóttur.“ „Biðlið til hennar, Don Di ego, ég bið yður þess. Verið ekki svona hreinskilinn.“ „Eg hef ákveðið að blðla til hennar eins og aðrir menn, þó ég viti að mér leiðist það. Hvernig ráðlteggið þér mér að haga mér?“ „Það er erfitt að ráðleggja slíkt,“ sagði Don Carlos. Og reyndi árangurslaust “ að muna hvernig hann biðlaði til Don Catalinu. „Maður þarf annað hvort að hafa æfingu eða vera einn af þeim sem’ er þetta eðliltegt.“ „Eg er hvorugt,“ andvarp- aði Don Diego o>g leit þreytu- lega á Don Carlos. „Lítið á senorituna eins og þér tilbiðjið- hana. Talið ekki um hjónaband en um ástina. Talið lágt og hægt pg segið þýðingarlaus orð. sem ung stúlka getur liesið mikið úr. Það er auðvelt að segja eitt pg meina annað. „Það get ég ekki,“ sagði Don Diego. ,,En ég mun reyna það. Gæti ég fengið að sjá senorituna?“ Don Carlos fór í dyragætt- ina og kallaði á konu sína og dóttur, sú fyrrnefnda brostí við Don Diego og hin. brosti líka af ótta. Þvj hún elskaði hinn óþekkta Senor Zorro og gat engan annan elskað og hún myndi aldrei giftast manni sem hún elskaði ekki ekki einu sinn-i til að bjarga föður sínum frá niðurlæg- ingu. Don Diego leiddi senorit- una að bekk og hóf að tala við hana um allt og ekkert, hann sló á gítarstrengina með an hann gerði það og Don Carlos og kona hans settust ihinum megin á svalimar og vonuðu að allt gengi vel. Senorita Lolita gladdist yf- jr því að Don Diego minntist ekki á hjónaband eins og hann hafði gert fyrr. Hann sagði henni í stað þess frá því 32 eftir Johnsfon McCuIley sem gerzt hafði á torginu, frá húðstrýkingu bróður Fe- lipes og frá því hvernig Se- nor Zorro hegndi dómarann og barðist við marga menn og slapp. Þrátt fyrir leti sína talaði Don Diego vel og sagði skemmtilega frá og senoritan fann að hún kunni vel við hann. Hann sagði henni einnig frá því, að ihann hafði farið út á búgarð föður síns og hvernig caballeroarnir höfðu skemmt sér þar, en hann minntist ekki á komu Senor Zorro og samtökin. sem þeir höfðu bundizt, því hafði hann lofað. „Faðir minn ætlar að gera mig arflausan, ef ég fæ mér ekki konu,“ sagði Don Diego svo. „Viljið þér að ég missi eiignir föður míns, senorita? „Vitanlega ekki, svaraði hún. Það eru margar stúlkur sem glaðar vildu giftast yður Don Diego. „En ekki þér?“ „Eg myndi vera hreykin? En get ég að því gert að ég elska yður ekki? Viljið þér eignast konu, sem ekki elskar yður? Hugsið um öll þau ár, sem þið væruð gift og engin áát til að gera lífið bærilegt.“ „Haldið þér, að þér getið ekki lært að elska mig, sen- orita?“ —i Stúlkan snéri sér að honum og sagði lágt: „Þér eruð caballero, senor. Get ég treyst yður?“ „Til dauðans, senorita!“ „Þá hef ég dálítið að segja yður. Gg ég bið yður að halda því leýndu. Það er að vissu leyti útskýring.“ „Haldið áfram, senorita." „Ef hjarta mitt leyfði myndi ekkert gleðja mig meira en að lofast yður, sen- or, því ég veit hve mjög fað- ir minn óskar þess. En ég er of heiðarleg til að giftast manni, sem ég ekki, elska. — Það eru vissar ástæður fyrir því að ég get ekki elskað yð- ur.“ „Elskið þér annan mann?“ „Það er rétt senor. Hjarta mitt er barmafullt af ást. Þér vilduð ekkj eiga mjg fyrir konu fyrst svona stendur á. Foreldrar mínir vita það ekki. Þér vexðið að geyma leyndar mál mitt. Eg sver að ég hef sagt satt.“ „Er maðurinn yður sam- !boðinn?“ „Það er ég viss um að hann er, eaballero. Ef hann væri það ekki, myndi ég syrgja allt mitt líf, en ég myndi ekki hætta að elska hann. Skiljið þér mig nú?“ „Eg skil yður senorita. Má ég láta þá von í Ijós, að mað- urinn sé yður samboðinn og maður við yðar hæfi?“ Eg vissi að þér voruð sann- ur caballero.“ „Og gangi eitthvað illa og þér þurfið á hjálp að halda hlæjandi. Ikallið þá á mig, senorita.“ „Föður minn má ekkert grúna. Við verðum að láta hann halda að þér biðlið til mín og ég skal reyna að láta sem ég hugsi um yður. Og smátt og smátt hættið þér að koma.“ „Eg skil yður senorita. En þá lendi ég í slæmri klípu. Eg hef beðið föður yðar leyfis til að biðla til yðar og ef ég biðla til einhverrar annarrar ræðst hann á mig. Og ef ég biðla ekki til annarrar ræðst faðir minn á mdg. Þetta er Ijóta klípan.“ „Það stendur ekki lengi, stenor.“ „Ha, nú veit ég.“ Hvað ger ir maður sem er í ástarsorg? Hann syrgir, hann er mæðu- legur, hann neitar að taka þátt í æsingum og ævintýrum. Senorita, þér hafið bjargað mér. Eg get verið latur, þvi ást mín er ekki endurgoldin. Þá halda allir að þeir þekki ástæðuna fyrir þvj að mig dreymir í sólinni og ég hugsa í stað þess að ríða og berjast eins og fífl! Eg fæ að vera eins og ég vil í friði og töfrar ástarinnar leika um mig, Ðá- samlegt. Suma rd va larheimil i lamaðra oq fatlaðra barna é vegum S L F EINS OG kunnugt er hefur Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra starfrækt æfingastöð fyr- ir lamað og fatlað fólk að Sjafn argötu 14 undanfarin 4 ár. Nú er í ráði að starfrækja sams konar æfingastöð í sumar að Varmalandi í Borgarfirði. Formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Svavar Pálsson og' framkvæmdastjóri, Sveinbjörn Finnsson skýrðu fréttamönnum frá starfsemi og markmiðum félagsins nýlega. Það var í lömunarveikifaraldr- inum 1955, sem undinn var bráður bugur að því að koma upp þessari æfingastöð á Sjafn argötunni. Hefur þangað sótt mikill fjöldi fólks í ýmiss kon- ar æfingar, sem miða að því að styrkja lamaða vöðva og hjálpa eiga til þess, að þetta fólk verði aftur virkir þátttakendur í lífs- baráttunni. Mikill rekstrarhalli hefur verið af þessari starfsemi, enda þörf mikils starfsliðs við slíka æfingastöð. Opinber fjár- veiting sú, sem veitt hefur ver- ið hefur hrokkið mjög skammt aiiniiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiimiiiii'iiii til þess að standa straum a£ kostnaðinum. Þrátt fyrir þessa örðugleika hyggja formenn félagsins til þess að koma á fót þessu sum- arheimili, sem áður er um get- ið. Verður það einkum ætlað börnum 5—12 ára. Ráðgert er að hafa 40 börn á dvalarheimil- inu í sumar, sem næst 20 pilta og 20 stúlkur. Enda þótt meg- inhluti sjúklinga við æfinga- stöð S.L.F. að Sjafnargötu 14 sé úr Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, vonar S.L;F., að börn um allt land geti notfært sér þessa sumardvöl, innan þeirra takmarka, sem rúm leyf ir. Greiðslum verður mjög í hóf stillt, enda gerir S.L.F. ráð fyr ir verulegum rekstrarhalla. —■ Forráðamenn félagsins létu þess mjög getið, hve mikið vant aði á skilning yfirvalda og al- mennings, þannig að félaginu væri gert fjárhagslega Ikleyft að starfa með beztu æfinga- tækjum og við þá aðstöðu, að unnt yrði að gera sjúkhngana sjálfbjarga, en ekki loka þá inni á hælum. P. I. n 'Bo* 6 Goi>*»nbapcn GRANNABNIÍ „Ekki get ég gert að því, þótt þú hafir gleymt að setja tvöfalt gler í rúðurnar.“ Alþýðublaðið — 5. maí 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.