Alþýðublaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 4
 fltgeíandl: Alþýðuflokkurinn. Eltstjórar. Benedlkt Grönaai, Gisli J. Ást- þórsson og Helgi Sœmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- eon. Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- ion. Ritstjórnarsimar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiósiu- «!mi: 14900. ASsetur: AlþýSuhúsiS. PrentsmiSja AlþýSubl. Hverfisg. 8—10 Héðimi og Hamúhal í SÖGU ALÞÝÐUFLOKKSINS hafa tveir af forustumönnurn hans valið sér það hlutverk að ganga til samstarfs við kommúnista og freista þess að skapa með þeim sameinaða vinstri fylk- ingu, „'Sameiningarflokk alþýðu“ þða „Álþýðu- toandalag". Sá fyrri og meiri þessara manna var Héðin Valdimarsson. Jafn mikilhæfum forustu- manni og honum tókst þó ekki að ráða við verk- enið. Hinn nýi flokkur var innan skamms fullkom lega á valdi kommúnista, hinna þjálfuðu samsæris manna. Héðinn hafði manndóm til að draga sig út úr stjórnmálum, er hann sá, að honum hafði Riistekist, vonsvikinn eftir mistök sín. Hinn síðari Alþýðuflokksforingi, sem hefur gengið sörnu braut, er Hannibal Váldimarsson. Honum fylgdi að vísu ekki nema brot af þeim hóp, sem Héðkrn leiddi, en Hannibal hóf óheilla- göngu sína á tíma, sem kom kommúnistum einkar vel. Nú hefur farið á sömu lund og fyrr. Komm- únistar hafa hossað Hannibal, á meðan þeir þurftu mest á honum að halda, en síðan tekið af honum allt sem hann færði þeim, og fest hann eins og fiugu í köngulóarvef. Fyrir Jirem árum átti Aiþýðubandalagið í ýmsu sjálfstæða tilveru. Það hafði eigin skrif- stofur fyrir kosningar, eigin slarfsmenn nokkra, gaf út sitt eigið blað, og komu agentar kommún- ista á yfirborðinu hvergi nærri. Nú er búið að innbyrða skrifstofustarfsemi „bandalagsins‘4 í hús kommúnista, taka blaðið Útsýn af þeim Hannibal og Finnboga Valdimarssönar, en það eru launaðir starfsmenn Sósíalistaflökksins, sem fara út á land til að stofna „alþýðubandalagsfé- lög,“ þar sem sósíalistafélög eru fyrir. Skrípa- leikurinn er fullkomnaður. Útvarpsrœða Friðjóns Skarphéðinssonar fé lagsmálaráðherra 1, maí. ÞEKKTU sjálfan þig, segir gamalt máltæki. Ráðlegging þessa spakmælis á ekki síður við heilar stéttir en einstak- linga, enda öllum holl. Sumir gera sér að venju að hugleiða genginn veg á áramótum, aðr- ir á sérstökum hátíðisdögum. Sumir kannski aldrei. En þó segja megi, að stutt hugleið- ing einu sinni á ári í önn líð- andi stundar orki litlu til að- gæzlu og skilnings, er það samt virðingarverð athöfn, sem enginn skyldi líta smáum augum. Verkalýður heims og fjöl- margir aðrir launþegar hafa valið sér 1. maí sem slíkan hugleiðingadag. í-upphafi var hann að vísu fyrst og fremst kröfu- og baráttudagur, með- an kjör verkamanna og aðbúð öll var á örbirgðar stigi. Og enn hlýtur hann að vera svo í vanþróuðum löndum. En þar sem verkalýðshreyfingin hefr ur unnið sig fram .til þess að vera ei+t af ríkjandi öflum þjóðfélagsins, svo sem hún ó- neitanlega er t.d. hér á landi, hefur dagurinn æ meir fengið þann svip, að minnzt sé unn- inna sigra og hugleitt, hvar. næst skuli sótt fram. Auðvitað á íslenzkur verká- lýður mörg verkefni óleyst, að sjálfsögðu bíður hans enn mörg baráttan, en þó verður því ekki andmælt með rökum, að aðstaða hans í þjóðfélaginu er um margt mjög góð. Er þar fyrst að nefna, að samtök hans eru ein þau f jöl mennustu ög áhrifaríkustu um ýmis mál í landinu. Stétt arskipting, í þeirri merkingu sem oftast er lagt í það orð, er hverfandi. Segja má, áð leiðin til menntunar liggi öilum opin, hvar í stétt sem Friðjón Skaipliéðinsson þeir standa, og dæmin höf- um vér alls stáðar fyrir oss, að synir verkamanna og hænda skipi æðstu virðing- arstöður þjóðfélagsins. Sann- ast hér hið fornkveðna, að menntun er máttur. Þann mátt getur íslenzkur þegn öðlazt, sem hæfileika og dugnað hefur til að tileinka sér hann. Þar skipta ekki stéttir, sem lieldur á ekki að vera. En þekkir íslenzkur verka- lýður sjálfan sig? Hefur hann fullan skilning á valdi sínu? Skilur hann til hlítar, hvílíkr- ar aðstöðu hann hefur aflaS sér? Og er honum ljóst, hvaða skyldur valdið og aðstaðan -leggur honum á herðar? Þessu er varpað hér fram til umhugsunar, en að sjálf- sögðu ekki sem staðhæfing x spurnárformi. Það er gömul arfleifð frá þeim dögum, er verkalýðs- hreyfingin var að rísa á legg sem þjóðfélagsafl og kjör verkamanna voru enn á ör- birgðarstiginu, að halda bar- áttuglaðar kröfuræður i. maí. Kröfur hafa til síns ágætis nokkuð, en enginn skyldi gleyma því, að engu minna er um það vert, að gæta þess, sem áunniz*~ hefur en afla nýs. Kaup verkamannsins og laun- þegans, afrakstur bóndans og sjómannsins af erfiði sínu er aðeins önnur hliðin á kjörum þeirra. Atvinnuöryggi, aðild þeirra að ráöstöfun þjóðar- teknanna, áhrif þeirra á laga- setningu ríkisvaldsins, hlut- deild þeirra og ákvörðunar- þáttur í því, hvaðá steinar eru lagðir í grunnirin undir fram- tíð þjóðarinnar, og hvernig þeir eru lagðir, allt eru þetta atriði, Sem enginn framsýnn forystumaður stéttar má gleyma að gera henni sem ljósust. Hann verður einnig Framhald á 10. siðu. Sá er munur á mönnum, að Hannibal lætur etns og ekkert sé. Hann er eins og keisarinn í nýju fötunum sínum. En þjóðin sér vel, að það er ekk- ert Alþýðubandálag til. Það er aðeins nýtt nafn -a Sósíalistaflokknum. Þjóðin sér, að Hannibal er ekki sj álfstæður stjórnmálamaður lengur. Hann á s eilt sitt pólitíska líf undir kommúnistum og þjónar ■ | þeim dyggilega tii að fresta þeim pólitíska dauða, aem blasir við honum. Það væri betur, ef Hannibal hefði manndóm Heðins, og segði skilið við kommúnistá í stað þess að láta þá nota sig eins og skynlausan lepp öllu iengur. H a n n es á hor nin u 3 hvífasitnmrferð- ir F. í. FERÐAFÉLAG íslawds ráð- «erir þrjár ferðir um Hvíta- sinmuhelgina. Ein ferðin verð- «ir farin á Snæfellsnes, Verð- «s" lagt af stað 16. maí og ekið w'estuv að Hamraendum eða * Aniarstapa og gist jþar. Farn- ^ ar rerða göngu- og skíðaferðir ; á Snæfellsjökul. Einnig verð- Húr farið iít að 'Lóndröngmn, í Sönghelli og unihverii Arnar- -js’éáþa skoðað. FerSIn tekur 2% ■-dag-. '( Önnur feröin verður til Þórsmerkur og farið 16, maí. Gist verður í sæluhúsi F. í. Ferðin mun taka 2% dag. Þriðja ferðin verður í Land- mannalaugar og hún verður einnig farin 16. maí. Cxöngu- ferðir verða í umhverfi laug- anna, á næstu fjöll, inti í Brandsgil og víðar. Gist verð- ur í sæluhúsi S. í. Á heimleið verður ekið að Landmanna- helli og ef til vill gengið á Loðmund. Férðin tekur 2Vi dag. ' ýý Ilúmar hægt að kveldi. Ýr Skyggnzt um. ýý Boðskapurinn. ÍZ Fréttayfirlit ,á dauð- um tíma. Hlægiiegir í augum heimsins. HÚMAR HÆGT AÐ KVELDI sýnir okkur fjölskyldulíf í nak- inni upplausn. Leikritið er ein skýrasta myndin, sem okkur hefur verið gefin af niðurlæg- ingu fjölskyldulífsins, vonleysi og gjaldþroti. Þetta er ákaflega áhrifamikið leikrit og ósjálfrátt fara menn að skyggnast í kring- um sig, hvort þeir þekki ekki eða kannist við álíka f jölskyldu líf í umhverfinu. Og dæmi finn- ast. MANNI ER EKKI alveg Ijóst, hvað valdið hefur upphafinu, nema ef vera skyldi svik eigin- mannsins og föðurins við innsta eðli sitt og hæfileika, en þessi svik hans eiga sér djúpar rætur í flótta föður hans og fátækt og umkomuleysi móður hans, er hún barðist fyrir börnunum. Þessi skoptur æskuáranna veld- ur því, að hann velur auðveld- ■ustu leiðina til þess að afla sér fjár, en það er sprottið af ótt- anum við fátæktina. FJÖLSKYLDAN er algerlega sundruð. Móðirin flýr inn á dul- arlönd eiturlyfjanna og þau eru hinn kolsvarti skuggi, sem hvílir yfir fjölskyldulífinu öllu. Eldri sonurinn er drykkjusjúklingur og yngri sonurinn tæringarveik ur. — Þetta er átakanlegt leik- rit og hefur mikinn og tímabær- an boðskap að flytja, einnig okk ur íslendingum einmitt nú. — Leikurinn er frábær, og er vafa- mál að Arndís Björnsdóttir hafi nokkurn tíma komizt hærra á hinum glæsilega listferli sínum. ÉG HELD, að Kristbjörg Kjeld ætti að taka sér frí um sinn frá leiklist. Hún er alltaf Anna Frank. Hún lifði sig inn í það hlutverk svo mjög, að það er eins og það sé orðið eðli henn ; ar að vera Anna Frank, en ekki fjölhæfa listakonan Kristbjörg Kjeld, sem við vorum að vona. Kristbjörg Kjeld þyrfti að fara utan og nema, breyta um um- hverfi um sinn, kynnast nýju lífi, losa sig við Önnu Frank. Kristbjörgu stafar mikil hætta af Önnu. ÞAÐ ER EKKI RÉTT, sem haldið var frarn fyrir nokkru í pistlum mínum, að ekki væri lesið fréttayfirlit á morgnana. Það er gert með veðurfréttunum kl. 10.10. Hins vegar var ekki nema eðlilegt þó að þessu væri haldið fram. Áður en klukkurini var flýtt, var fréttayfirlitið lesið kl. 9. Þá hætta og nær allir, nema sjómenn ef til vill, hlusta ekki kl. 10.10. Þess vegna kem- ur fréttayíirlitið ekki að notum þá. ÞJÓÐIN ER ÖLL sammála i landhelgisdeilunni. Þess vegna finnst mér það broslegt þegar menn eru með æsingaræður og hatursskrif út af þessu máli. Það er ástæðulaust að brýna íslenzku þjóðina og ofsaskrif gegn Bret- um eru algerlega þýðingarlaus. Hins vegar er rétt að vorkenna Bretum. Þetta mikla og fyrrum volduga heimsveldj eltist nú. eingöngu við eyþjóðir. Þeir eru nýhættir að berjast við Kýpur- búa. Nú halda þeir Möltubúum í fjötrum, hafa þar numið stjórn. arskrána úr gildi og kúgað verk lýðshreyfinguna.—Og loks eru þeir að fikta við að brjóta land- lielgi íslendinga. MAÐUR GETUR VARLA hugsað sér aumari örlög gamals og mikilsvirts stórveldis. Og al- veg er furðulegt, að Bretar skuli ekki sjálfir sjá eymd sína. Þeir eru bókstaflega broslegir í aug- um heimsins. 6. maí 1959 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.