Alþýðublaðið - 07.05.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1959, Blaðsíða 3
* « m eftir Picasso i ir: m Verk iifandi höfundar aidrei fyrr selt fyrir svo hátt verð. . London, 6. maí (Reuter). LISTAVERKAKAUPENÐUR greiddu næstum 400.000 sterl- ingspund fyrir 160 málverk eftir impressionista og nútíma- höfunda á uppboði í hinum frægu uppboðssölum Sotheby’s í London í dag. Er þetta hæsta sala síðan í október, að sjö mál- verk voru seld fyrir 781.000 pund. Kaupendur voru alls staðar að úr heiminum. Málverk af nakinni konu eft ir Picasso fór til listasafns í Queensland í Ástralíu fyrir 55.000 pund (fjórSung úr mill- jón á skráðu gengi), og er þetta hæsta verð, sem greitt hefur verið fyrir nokkurt verk eftir Picasso, en auk þess er þetta talið hæsta verð, sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir verk lifandi höfundar. — Málverkið var hluti af safni, sem ástralskur fjárbóndi hafði átt; Á fyrsta hálftíma uppboðs- ins var búið að bjóða í fvrir yfir 100.000 pund. — Sjálfs- mynd eftir Paul Césanne fór fyrir 32.000 pund og vatnslita- mynd eftir Toulouse-Lautrec fyrir 13.000 pund. Meðal mál-' verka og teikninga á uppboð- inu voru verk eftir Utrillo, Renoir, Degas og Coi'ot. Ástralska safnið keypti fimm Bæjarsfjórnar- kosningar í Breflandi. London, 6. maí (Reuter). FLOKKSSKRIFSTOFA í- ihaldsflokksins sagði í dag, að síðustu tölur í bæja- og sveita- stjórnakosningunum í Bret- landi sýni, að jafnaðarmenn hafi alls tapað 15 sætum, en íhaldsmenn og stuðningsflokk- ar þeirra unnið 24. Óháðir hafi tapað sex og frjáislyndir tapað 3 aðrar myndir fyrir samtals ná- lega 40.000 pund, og voru þær allar í eign ástralska fjárbónd- ans Harold de Vahl Rubin. Kvaðst hann hafa haft 49.000 pund upp úr Picasso myndinni einni saman. Hann lét í það skína, að hann mundi gefa ástralska safninu nokkurt fé til að styrkja það til kaupa þess- ara. Athyglisvert er, að safn bóndans, sem var 12 málverk og teikningar, var virt á 30.000 pund, áður en það var boðið upp. Rubin er ekki neinn venju- legur fjárbóndi. Hann á 23 fjár býli víða í Ástralíu, en býr sjálfur lengstum í London. Hann seldi myndir sínar til að afla nokkurs reiðufjár, þar eð hann er að því kominn að kvænast í fimmta sinn. Um 600 manns voru viðstadd ir uppboðið, en hundruð urðu frá að snúa vegna rúmleysis. Framhald af 1. síða. „Gufutogarinn Ashanti, sem íslenzka varðskipið Álbert reyndi að taka 29. apríl, er^ á heimleið af miðunum við ís- land samkvæmt fyrirmælum eigendanna eftir að hafa ver- ið úti síðan 21. apríl. Er því haldið fram, að Ashanti hafi verið að veiðum innan fjög- urra mílna markanna, er ís- lendingar gerðu kröfu til 1952. Þótt Bretar viðurkenni ekki þessi takmörk, hafa brezkir út- gerðarmenn viðurkennt þau í framkvæmd. Síðan brezkir tog arar hófu að veiða innan hinna nýju 12-mílna takmarka undir vernd konunglega flotans, hef- ur það komið tvisvar fyrir, að eigendur hafa, vegna óskar iiiiiiiimmimiiiim.imiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiigiHj. I Viðlekin venja. 1 | ALÞAÐUBLAÐIÐ snéri | 1 sér til landhelgisgæzlunn- | | ar í gær í tilefni af mót- | = mælaorðsendingu Breta. | | Fékk blaðið þau svör, að | | líldega hefðu Bretar einna | 1 helzt í huga það tilfellið, | I er varðskipið skaut fyrir = 1 framan brezka togarann | = „Arctic Viking“ en sá tog- | 1 ari var þá að vbiðum í | | landhelgi. Neitaði togar- | | inn ‘að stöðva enda var | | brezkt herskip þá á næstu | | grösum. En Landhelgis- | | gæzlan skýrði blaðinu frá \ | því, að það væri viðtekin | | venja að_ skjóta Sausum | | skotum að togurum, sem = 1 væru að ólöglegum veið- | | um. Sj ‘ » S Tiilillllilllliiiillillillliiliiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin' París, 6. maí (Reuter). ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL vísaði í dag á bug áfrýjun í máli tveggja Algiermanna, er diæmdir höfðu verið til dauða fyrir að gera tilraun til að ráða 'Soustelle, þáverandi upplýsinga málaráðherra, af dögurn. Einn Algiermaður fékk lífstíðar hegn ingarvinnu og Þrír aðrir fengu árs fangelsi hver. um sáttastefnu, upp á eigin spýtur, látið togara fara til ís- lenzkrar hafnar til að svara til saka um meintar ólöglegar veiðar innan fjögurra mílna línunnar. Hið seinna af þess- um skiptum var tilfellið með Lord Montgomery, en skip- stjóri hans varð, auk þess að svara ákæru um brot það, er eigendur hans létu hann af fús- um vilja fara inn út af, að svara fjölda annarra ákæra um veið- ar milli 4 og 12 mílna mark- anna marga mánuði aftur í tímann. Hann var sektaður um rúmlega 3000 sterlingspund, afli og veiðarfæri gerð upptæk, og hann var dæmdur í 3 mán- aða „varðhald11. Honum hefur síðan verið sleppt gegn rúm- lega 9000 punda tryggingu. Vegna meðferðarinnar á skip- stjóra Lord Montgomery hef- ur samband brezkra togaraeig- enda leitað eftir því við ís- lenzku ríkisstjórnina, að hún tryggi, að skipstjóri, er fær fyrirmæli frá eigendum um að svara til saka fyrir íslenzkum rétti fyrir ákveðið meint brot um fiskveiðar innan 4 mílna markanna frá 1952 verði að- eins ákærður fyrir hið ákveðna meinta brot um fiskveiðar inn- an 4 mílna markanna frá 1952, sem eigendur hafi samþykkt að senda hann til hafnar út af. Samband brezkra togaraeig- enda hefur nú fengið þær upp- lýsingar hjá íslenzka sendiráð- inu í London, að ekki sé hægt að tryggja slíkt. Við þær að- stæður getur það aðeins sam- þykkt þá ákvörðun, er eigend- ur Ashanti hafa tekið um, að skipið fari heim, er það hefur nú lokið veiðiför sinni“. STOFNFUNDI FUJ í Árnes sýslu er frestað Aregna inflú- enzu en fundurinn átti að vera í dag. Verðlaimakeppni um íslenzk sönglög. í tilefni af fyrsta söngmóti barnaskóla Reykjavíkur, semi haldið er í dag, boðar Fræðsluráð Reykjavíkur til samkeppni íslenzkra tónskáOida um ný sönglög við íslenzk Ijóð. Val texta er frjálst, en efni þeirra skal vera við hæfi bama og unglinga, s. s. þjóðvísur, þulur, ættjarðarkvæði, árstiíðaljóða eða barnaljóð, Sönglögin mega vera einrödduð m|eð píanóundirleik eða tví- þrírödduð með eða án undirleiks. Eftir úrskurði dómnefndar munu verða veitt þrenn verð- laun að uppfaæð kr. 5000.— kr.3000. — og kr. 2000. —•' Handrit skulu send Fræðsluráði Reykjavíkur í lokuðu um- slagi, nafn höfundar í öðru umslagi, hvort tveggja merkt sama dulmerki. Frestur til að skila handritumi til keppninnar rennur út 1. september 1959. Nánari upplýsingar um samkeppni þessa og ibendingar umj val söngtexta veitir IngóMur Guðbrandsson, söng- námsstjóri (35990). Fræðsluráð Reykjavíkur. Fyrirspurn um „dularfullar" heimséknir í léfur og vesiur Liondon, 6. maí (Reuter). STJÓRN Harold Macmillans var í dac spurð, hvort „hinar dularfullu“ heimsóknir Sir Winston Churchills til Washing ton og Montgomerys lávarðar ti[ Moskva væru runnar undan rifjum hennar. Innanríkisráð- herrann, R. A. Butler, svaraði í neðri niólstofunni, að Macmill an teldi, að hinir frjálsu borg- arar Bretlands — „einkum þeg ar þeir væru gæddir sérstökum hæfileikum“ — hefðu rétt til að gera Það, sem þeir vildu. Montgomery er nýkominn frá Moskva, þar sem hann átti tvö einkasamitöl við Krústjov, for- sætisráðherra, um heimsmá'lin. Ohurchill er nú í heimisókn í Bandaríkjunum. Hann gat ekki þegið boð Eiseúhowers, forseta, í fyrra, vegna veikinda. Jafnaðarmaðurinn Woodburni — fyrnverandi ráðíherra og íblaðamaður, hafði spurt, hvort þessum dularfullu ferðum væri stjórnað af forsætisráðherran- um. Aherzla á samstöðu V-Evrópu í efnahags- og sfjórnmálum Fundi Debré og Adenauers íokið Bonn, 6. maí (Reuter). — LEIÐTOGAR Frakka og Þjóð- verja samþykktu í dag að leggja áherzlu á meiri sam- stöðu Vestur-Evrópu í efna- 2 heimsmet, 1 Evrópumet SETT VORIJ tvö heimsmet og eitt Evrópumet í frjálsum íþrótt um um síðustu helgi. Banda- ríkjamaðurinn Dallas Long varpaði skúlu 19,38 metra, og er það 13 sm. lengra en miet O’Brien. Rússinn Fedosjev stökk 16,70 imetra í þrístökki á móti við Svartahaf og er það 11 sm. lengra en gamla metið, sem annar Rússi átti. Rússinn Bulatov istökk 4,62 metra í stangarstökki, sem er nýtt Evr- ópumet, 2 sin, betra en gamla metið, sem Grikki átti. hags- og stjórnmálum. Sam- þykkt þessi var gerð á heils dags fundi þeirra Konrads Adenauers, kanzlara, og Mich- el Debré, forsætisráðherra Frakka. Utanríkisráðherrar þeirra, von Brentano og de Murville, tóku þátt í viðræð- unum. Hinir frönsku gestir komu flugleiðis frá París í morgun og hyggjast fara heim á morg- un. Aðalumræðuefnið { dag var utanríkisráðherrafundurinn, sem hefst í Genf á mánudag. Frakkar og Vestur-Þjóðverjar hafa þegar mælt gegn því aö sýna „nokkurn bilbug gagn- vart Rússum, nema þeir breyti sinni eigin afstöðu til Berlín- ar- og Þýzkalandsmálanna. Franskur talsmaður sagði í kvöld, að ráðherrarnir hefðu lagt áherzlu á mikilvægi vest- rænnar einingar. Kvað hann! þá hafa látið í ljós ákvörðun um að vinna að „meiri sam- stöðu, efnahagslegri og póli- tískri, í Vestur-Evrópu“. „Oréttlæfanlegar og ólögleg- ar” barsmíðar á Mau Ma!u Rannsókn Iokið á dauðsföllum f fangabúðum í Kenya í marz .. Mombasa, Kenya, 6. maí. < LÍKSKOÐUNARDÓMARI sagði hér í dag, að beitt hefði verið „algjörlega óréttlætanleg unt Ojj ólöglegum“ harsmíðum við harðvítuga Mau-Mau hermd arverkamenn í fangabúðum í Kenya af vörðuin þar. Kom þetta fram, er dómarinn kvað upp ú^skurð í sambandi við dauða 10 meðlima Mau-Mau 3. marz s. 1. og annað dauðsfall 3 sólarhringum síðar. Sagði í op- inherri tilkynningu 4. marz, að anennirnir hefðu dáið af að drekka vatn, en ikrufning sýndi áverka, er hefðu getað stafað af ofbeldi. Dómarinn sagði, að nú væri ómöguiegt orðið að segja til um á hvern hvaða árás hefði verið gerð, eða af hverjum, — en hann kvaðst ekki geta kveð ið upp þann úrskurð, að engu l ofbeldi hefði verið beitt. ■ í Nairobi, höifuðstað landsins, sagði aðalritari stjórnarinnar, að víðtæk rannsókn yrði gerð á framtíð hinna fjögurra fanga- húða í landinu, þar sem Mau- Mau menn eru geymdir. Dóm'arin kvað vitnishurð hafa verið svo sundurleitan og óáreiðanlegan, að ómögutegt væri að gera sér grein fyrir, hvað gerzt hefði í búðununi 3. rnarz. Kvað 'hann engan, hvórki verði né fanga, hafa gert ,'til- raun til að segja allan sannl^ik- ann. Hann bætti því við, að 85 óhlýðnir fangar hefðu yer- ið barðir reglulega af fanga- vörðum að því er virtist með samþykki yfirmanns búðanna. Barsmíðarnar hefðu farið fram eingöngu til að neyða fanga til að vinna eða til að hegna þeim fyrir að vilja ekki vinna, sem væri „algjörlega óréttlætan legt og ólöglegt“. Alþýðublaðið — 10. maí 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.