Alþýðublaðið - 07.05.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.05.1959, Blaðsíða 4
Ötgelandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Grbndal, Gisll J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- «on. Fréttastióri: Björgvin GuBmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- «on. Ritstjórna-rsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- «uni: 14900. éðsetur: AlþýBuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10 Að bjarga lífi sínu HERMANN JÓNASSON, formaður Fram- . söknarilokksins, flutti langa ræðu um kjördæma- rmálið í efri deild alþingis. Þar endurtók hann með iltlum tilbreytingum sömu atriðin, sem flokks- raenn hans höfðu flutt hvað eftir annað í 20—30 Hukkustunda ræðuhöldum um málið í neðri deild. Svo endaði Hermann á því, sem hann telur vera tilgang þríflokkanna með kjördæmabreytingunni. Hvað Alþýðuflokknum viðvíkur er niðurstaða hans sú, að Jón Emils hafi fengið forustumenn flokksins til að taka þessa stefnu til að bj arga lífi flokksins! i Ætla mæíti, að Hermann Jónasson hefði smekk til að tala af örlítilli virðingu um líf eða dauða Alþýðuflokksins, því enginn íslenzkur stjórnmálamaður utan Alþýðuflokksins á flokkn um eins mikið að þakka og Hermann, Er þar átt við, að í bæði skiptin, sem Hermann Jónasson varð forsætisráðherra, gerðist það með fulltingi Alþýðuflokksins, og er erfitt að sjá, hvernig það hefði getað gerzt án þess stuðnings. Hér er sann- arlega ekki verið að telja eftir þennan stuðning. því að Alþýðuflokkurinn hefur rnörgum áhuga- málum sínum komið fram í ráðuneytum Her- manns. En það er óhjákvæmilegt að minna á þetta og vara Hermann við því að gera nú sam- særi með kommúnistum um að koma Alþýðu- f lokknum út af þingi í skjóli hróþlega óréttlátrar kjördæmaskipunar. Hermann og flokkur hans ættu að hugsa þá þraut vandlega til enda, áður en þeir stíga fyrstu skrefin — ef þau hafa ekki þegar verið stigin á bak við tjöldin. Alþýðuflokkurinn hefur vissulega verið í jþeirri hættu að koma ekki mönnum á þing. Þetta ' stafar af því, að fylgi flokksins er mjög dreift og , kann hefur ekki verið talinn viss um að fá kjörinn mann, en án þess fær hann ekki uppbótasæti. ' Þettá þýðir, að samkvæmt núverandi kosninga- •-ckipulagi getur flokkur, sem hefur 11—12000 fejósendur, eða 10—15% alls kjörfylgis í landinu, crðið fyrir því að fá ekki annan á þing. Á sama fc.-ma hefði flokkur með 4—5000 atkvæði, um 5% fejósenda, getað fengið mann eða menn kjörna. Kvert mannsbam hlýtur að sjá, hversu hróplegt ranglæti felst í slíkri skipan. Sá ílokkur, sem berst fyrir afnámi þessarar f jarstæðu, er aðeins að berj- -a.st fyrir heilbrigðri iskynsemi og einfaldasta rétt- : læti. Hitt er svo annað mál, að Alþýðufiokkurinn feefur frá öndverðu haft skýra s-tefnu í þessum mál- «um. Hann barðist á árunum. fram áð 1934 fyrir jþví, að landið yrði allt eitt kjördæmi með hlutfalls- feosningu. Þá var það jafnan yaratillaga flokksins, , að landinu væri skipt í nokkur, stór kjördænii. H ú hefur fiokkurinn fyrir nokkru tekið þá afdrátt- | arlausu stefnubreytingu, að falla algerlega frá hug myndinni urn aílt landið sem eitt kjördæmi, en : "iaka upp baráttu fyrir hinni gömlu varatillögu j ’ Jóns Baldvinssonar og þeirra félaga að .skipta ■t iandinu í fá, stór kjördæmi. Þrátt fyrir þessa atefnubreytingu mun vilji Alþýðuflokksins í þessu má’li hafa verið skýrari en annarra flokka, sem liafa haft reikula og óljósa stefnu í málinu. Ræða Sigurðar I BYRJUN 19. aldar setti hinn frægi hagfræ§ingur Ri- cardo i'ram þá kenningu, að laun verkamanna hefðu ávallt tilhneigingu til þess að svara til þess lágmarks, sem nauð- synlegt væri til þess að halda lífi í verkamanninum og fjöl- skyldu hans. Ef launin færu upp fyrir þetta lágmark, fjölg- aði fólkinu, og þar sem fram- leiðslan ykist' ekki að sama skapi, hlyti því að fækka aftur vegna ónógra afkomumögu- leika. Ef launin færu hins veg ar niður 'fyrir lágmarkið, myndi fólkinu fækka — jafn- vægi gæti aðeins náðst, þegar launin svöruðu til áður- greindra lágmarkslífskj ara. — Þetta var ekki fallegur boð skapur enda hlaut kenninsin nafnið „Járnharða launalög- málið“. Fræðimenn telja a'ð þessi kenm'ng hafi haft við nokkur rök að styðjast fyrr á öldum og bildi enn méðarfrumstæðra þjóða. Reynslan hefur þó sýnt að meðal menningarþjóða verður fólksfiölgunin _ engan veginn jafn ör og lögmálið gerir ráð fyrir os að framleiðsluaukn- ingin hefur vegna síaukinnar tækni marefaldazt miklu örar en fólksfiölgunin og miklu örar erí hinn vísi Ricardo gat séð fvrir. Má gera ráð fvrir ■ áð iafnvel ein tæknileg nýj- ung, frá bví um síðustu alda- mót. framleiðsla köfnunarefn- isáburðar úr lofti, sem var undirs+aða undir áður. óþekkta mösuleika til ræktunar hefði kollvarpað bessari kenningu, þó ekki hefði annað komið til. Það má ef til vill segja að BSRB, 1. maí -- árlegir hátíðisdagar séu vel til þess fállnir að líta yfir lið- ið starfsár og horfa á það Sigurður Ingimundarson næsta. Samtíðin orkar þó jafnan tvímælis og sýnist sitt hverjum. — Meðan fylkingar standa hvor gegn annari og tilfinningalífið er í uppnámi eftir dægurþras og félagsleg átök undanfarinna mánuða, getur verið erfitt að átta sig á því af raunsæi, hvort stefnt hafi vei’ið í rétta átt eða til skynsamlegra úrræða gripið hv.erju sinni. Sem dæmi um umdeildar ráðstafanir af þessu tagi, sem erfitt er að fá almennt viður- kennt mat á til ills eða góðs eru síðustu ráðstafanir í efna- hagsmálum. Fylkingar standa hvor gegn annari. Önnur segir að laun- þegar hafi verið sviptir tíu vísitölustigum bótalaust og raunar meira, þar sem vísi- talan er ekki réttur mæli- kvarði og allt sé þdtta gert að nauðsynjalausu. Hin segir að aðgerðirnar hafi ekki verið kjaraskerðing miðað við það ástand, sem komið var og framundan var. Hún bendir á að kaupgreiðslu vísitala reikn uð út 1. nóv. hafi verið 202 stie, en aðeins greidd með 185 stigum. Vísitöluskerðingin hafi með öðrum orðum í nóv- ember s.l. verið orðin 17 stig, vegna bess að greiðsla á vísi- töluhækkun kemur til fram- kvæmda aðeins á þriggja mán aða fresti. Þetta sama hefði endur^ekið sig á þriggja mán- aða fresti áfram og þó raunar farið versnandi vegna vax- andi verðbólguhraða. Og ekki nóg með það að vísitölubæt- urnar mvndu aldrei hrökkva nema að litlu leyti til þess að mæta hækkun á brýnustu lífs nauðsynjum heldur myndi vaxandi hluti hækkunarinnar ganga til greiðslu á stighækk- andi úfsvörum og öðru opin- berum gjöldum. Þá er einnig á bað bent að aðgerðirnar hafi ekki aðeins orðið til þess að koma í veg fyrir þessa þröun, heldur hafi þær einnig orðið til bess að koma í veg fyrir stöðvun vertíðarflotans og að- steðjandi atvinnuleysi. Framhald á 10. síðu. a n n e s á h o r n i n u ÍZ Fyrsti maí í nýjum Að svíkast aftan a'ð þeim, sem samið hef- ur verið við. ýf Ilverja átti að útiloka ÍX Ræða Guðm. Hagálín ÉG SA<3ÐI FYRSTA MAÍ, aS þessi hátíðisdagur verkalýðsins væri búinn að fá allt annan svip en hann áður hafði. Nú blessa öll dagblöð þennan dag.og taka þátt í. því að hvetja verkafólkið til þess að berjast fyrir bættum kjörum sínum. Áður réðust öll blöð, að Alþýðubiaðinu einu und anteknu, á samtök alþýðunnar og MorgunMaðið og Vísir keppt ust um að lýsa eymd samtak- anna og kröfugöngu þeirra. , EN-SVONA BREYTAST tím- arnir. Og hvað er nema gott eitt um það að segja? ‘Bara að hugur fylgi máli. Alþýðublaðið hefur aLdrei breytt um stefnu frekar en Alþýðuflokkurinn, en starfs- aðferðimar breytast eftir því, sem alþýðan vinnur fleiri sigra. í dag er ekki krafizt þess sama og fyrrum var gert. Enda þýð* ingarlaust að hefja baráttu fyrir því, sem þegar er unnið. ÉN EINNIG að ýmsu fleiru hefur dagurinn breytzt. Það vakti mikla athygli, að Alþýðu- sambandið neitaði að láta full- trúa sinn tala í dagskrá útvarps- ins þetta kvöld. Hvers vegna | neitaði meirihluti sambands- (stjórnar? Vegna þess, að hann heimtaði að fá einn áð ráða dag- skrá útvarpsins. Tilgangur hans var að miða hana við flokkspóli- tískan áróður. Það vildi eitt fá að ráða svipnum. Þessi meiri- hluti ætlaði að útiloka öll þau launþegasamtök, sem ekki eru á snærum hans. EINN AÐALTILGANGUR- INN var að útiloka að formaður svo fjölmennra launþegasam- taka sem Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Sigurður Ingi- mundarson, fengi að tala. Hans rödd mátti ekki heyr.ast þennan dag. Hvers vegna? Vegna þess að hann er ekki kommúnisti, að- eins- þess vegna og ekki vegna neins annars. Svona er starfsemi þessa fólks, enn ein sönnunin fyrir því, að ekki er hægt að semja við það, að það er aldrei hægt að treysta því. I»AÐ KOM SVO SEM FRAM í fleiru, að ekki er hægt að hafa samvinnu við kommúnista. Þeir sviku samkomulagið um fyrsta maí. Þeir ruddust inn í kröfu- gönguna með sín sérstöku áróð- ursspjöld--og þó höfðu fulltrú- ar þeirra þegar gert samkómu- lag um allar kröfur, sem fram yrðu bornar. Þeir flykktust um ræðustólinn og hrópuðu, þegar Eggert Þorsteinsson, varaforseti Alþýðusambandsins, talaði: —- „Klappið þið ekki. Þetta er hel- vítis krati.“ — Þetta er glögg mynd af allri starfsemi þessara manna. DAGSKRÁ ÚTVARPSINS um kvöldið vgr mjög góð. Ræð- ur . félagsmáiaráðherra og Sig- urðar Ingimundarsonar f jölluðu um stefnu og stefnumark alþýð- unnar. í dag,, baráttuna fyrrum og sigrana, sem unnizt heiðu. Þeir bentu til framtíðarinnar og sögðu sitt álit ó því hvað næst væri framundán. RÆÐA GUÐMUNDAR Haga- líns mun lengi í minnum höfð. Hann rakti af skáldlegum krafti og hugsjónaeldi söguna frá því alþýðusamtökin tóku til starfa — og dró upp línurnar fyrir starfseminni í dag og í najstu framtíð. Ræðan var þrungin af eldmóði fyrir hugsjónum a-lþýð- unnar og minnist ég ekki að hafa heyrt betri ræðu til framgangs stefnumálum fólksins en þessa fyrstu maí ræðu Guðmundar Hagalíns. Hannes á horninu. $ 7. maí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.