Alþýðublaðið - 07.05.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.05.1959, Blaðsíða 6
Á KOMANDI árum geta foreldrar í Sovétríkjunum, sem vilja skíra börnin sín „rétt“, fengið í hendur bók, sem hefur að geyma 30 000 mannanöfn, sem sovét- stjóminni eru að skapi. í þessu sambandi væri ekki úr vegi að ræða lítillega um mannanöfn í Rússlandi. Fyrir byltinguna létu flestir Rússar skíra börn sín samkvæmt erfðavenjum grísku rétttrúnaðarkirkjunn ar. Nöfn eins og Ivan, Pyotr, Nikolai, Olga og Anna vöru þá eins algeng þar í landi eins og Jón, Guð og Guðrún eru hjá okkur. En þegar kommún- isminn gerði það að verkum að fólk missti virðinguna fyrir skírninni o-g rétt og slétt skráning var talin nægileg, — þá byrjuðu for- eldrar að skíi-a börn sín alls kyns nýjum nöfnum. Fyrst í stað völdu sumir foreldrar börnum sínum nöfn eftir sögulegum mikilmennum eins og Cromwell eða Mar- at. Tækniþróunin sagði einnig til sín og sumar stúlk ur fengu „rómantísk“ og „hljómfögur“ nöfn eins og Radiola eða Electrola. En skáldskapurinn var ekki al- 'æg dauður úr æðum fólks- Nöfn eins og Musika, Noveletta eru algeng. Eldheitir kommúnistar hafa á undanförnum árum rekið töluverðan áróður fyrir því, að börn yrðu skírð í anda kommúnism- ans. Um tíma voru nöfn eins og Stalinina og Stalin- yana mjög algeng, — en eru nú að sjálfsögðu fállin í ónáð. í staðinn er farið að skíra eftir Lenin, en það er undarlegt, að þeir skíra ekki beint eftir honum, heldur fara alls konar krókaleiðir í kringum nafn hans. Drengir eru til að mynda skárðir Vilen (stytt- ing úr V. I. Lenin), Ninel (Lenin stafað aftur á bak), Marlen (stytting úr Marx VOLARE ÍTALSKI söngv- arinn og laga- smiðurinn Dom- enico Modugno varð heimsfræg- ur á svipstundu fyrir lagið Vol- are, sem allir flautuðu og raul- uðu til skamms tíma. Á þessu lagi sínu þénaði Dom- enico í Bandaríkj unum einum sam an hvorki meira né minna en 7 milljónir dollára. Nú er komið á markaðinn nýtt lag með þessum vinsæla söngvara, Bambino, og virð ist það einnig, ætla að fara sig- urför um heim- inn. og Lenin) og jafnvel Devil úndu. Og samkvæmt því (stytting úr ditya epokhi sem sagt hefur verið hér að V. I. Lenin, sem þýðir: barn ofan, geta menn verið viss- til heiðurs V. I. Lenin). ir um, að ekki líður á löngu Á hverju ári fæðast þar til börnin þar í landi 3 000 000 börn í Sovétríkj- verða skírð Sputnik Ivano- unum, eða sex á hverri sek- vich eða Raketa Petronova! Ein áf grasf önnur itsgaði hjóSbarða og flepi handsáp í ágsnmann sinn! FLESTIR eiginmenn hafa að líkindum staðið undr- andi gagnvart hegðun eig- inkonu sinnar meðan hún er með barni. Á vissu tíma- bili eiga þær til að fá und- arlegar flugur í höfuðið. Oftast er það eitthvað í sambandi við mat, eitthvað furðulegt, sem þær langar í, og löngunin er svo sterk, að þær eru ekki í rónni fyrr en henni er svalað. Danska blaðið Aktuelt (sem hét áð- ur feociai-Demokraten) bað lesendur sína fyrir skömmu að segja frá atvikum af þessu tagi, bæði konurnar sjálfar og ekki síður eigin- meimina, og bárust fjöl- mörg bréf. Úrvalið úr þeim birtist síðastliðinn sunnudag og verða nokkur þeirra birt hér til gamans ásamt með- fylgjandi teikningum. Og hér koma þá bréfin: „Ég varð undrandi, þegar ég uppgötvaði í fyrsta sinn, að konan mín þefaði alltaf af skóáburði, þegar hún var svöng. Jafn- vel um miðjar nætur vakn- aði hún skyndilega, brá sér fram í eldhús og þefaði rækilega af skóáburði. Og það varð að vera brúnn skóáburður. Þær eru orðn- ar nokkrar dósirnar, sem hún hefur þefað af. Við eig um fjögur börn. H. R. Bör- kop.“ „Þegar ég gekk með fyrsta barn mitt, Þá var það ástríða mín að kíkja í gegnum skráargöt, ekki að- eins á heimili mínu, heldur jafnvel hjá lítt kunnugu fólki, sem ég og maðurinn minn heimsóttum. Ég varð blátt áfram að kíkja í gegn- um öll skráárgöt, — hvar sem ég var stödd. E. B. Kbh.“ „Leður, ó, ég var vit- laus í leður! Einu sinni var ég glorhungruð og át tvær leðurtöskur og þrjár skó- reimar. Maðurinn minn varð að fela fyrir mér allt, sem var úr leðri. . .. SOS, Frederiksberg.“ -^- „Þegar konan mín gekk með síðasta barn okkar, voru hjólbarðar það bezta, sem henni var gefið. Á hverjum degi gekk hún niður á hjólbarðaverkstæði, sem var skammt frá okkur, — og bað mennina um að gefa sér ónýtan hjólbarða. Hún kom oftar en einu sinni kjagandi heim með gatslit- inn hjólbarða, hlammaði sér með hann inn í stofu og fór að naga. Og þannig gat hún nagað dag út og dag inn. ... V. D. Hvidovre.“ -^- „í bæði skiptin sem konan mín hefur verið með barni, hefur það verið vani hennar . að fleygja handsápu á eftir mér, — alltaf handsápu. Ég varð sýknt og heilagt að vera á verði gagnvart þessu og gæta þess vel að vera ekki í skotfæri, þegar hún var að þvo sér. Ég var orðinn slyng ur að forða mér frá hætt- unni fyrir rest, en þó tókst henni að hitta í hausinn á mér stundum, og það var síð ur en svo þægilegt. — Þið getið trúað því, hvort ég var ekki feginn, þegar þetta var um garð gengið, og ég fékk aftur mína friðsam- Iegu og hæglátu konu. Ham ingjusamur faðir tveggja friðsamra barna.“ sú þriðja -^- Móðir mín átti stund- um erfitt, þegar hún var vanfær. Hún var nefnilega sólgin í snjó — og átti þess vegna erfitt um vik á sumr- in. En þar sem hún átti 16 börn, var hún oft með barni á veturna og þá leið henni vel. Lukkulegust sagðist hún hafa verið veturinn 1929. Það var langur og snjóþungur vetur svo að hún gat fengið sinn snjó allan meðgöngutímann. — H. A. Glostrup.“ -^- „Allan meðgöngutím- ann dvaldist ég á sveita setri og sá daglega kýrnar í haganum, þar sem þær bitu gras og jórtruðu og voru svo velsældarlegar. Ég fékk vatn í munninn í hvert skipti sem ég horfði á þær. Einu sinni, þegar ég gekk um hagann, tók ég hnefafylli af fersku og ilm- andi grasi og stakk því und- ir svuntuna mína. Ég át það allt þegar heim kom og það var yndislegt. Og þetta end- urtók sig oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Barnið, sem ég ól varð drengur og hann varð síðar dugmikill læknir. Kannski vegna hinn ar heilnæmu fæðu, sem hann fékk í móðurkviði? Hver veit? M. Randers.“ iír Tveir landbúnaðar- verkamenn hafa við vorsáninguna í Rennes í Vestur-Frakklandi fundið 800 bronsaxir. Fornleifa- fræðingar hafa rannsakað þennan merkilega fund og komizt að þeirri niðurstöðu, að axirnar séu frá því 1000 og 800 fyrir Krists burð. PASTERNAK hefur nú þénað sem 30 miljónumislenzk- króna á hinni nafntog- uðu bók sinni: „Dr. Sivago“. Allt þetta fé er lagt inn í svissneskan banka af útgef- anda Pasternaks í Ítalíu, — Giangiacomo Feltinelli. — Pasternak fær ekki þessa peninga yfirfærða til heima lands síns, — og ekki vill hann yfirgefa Rússland ein- göngu peninga vegna, — svo að þessi áiitlega fúlga kemur til með að standa í bankanum í framtíðinni. ÞAÐ er ekki h: hræða þennan snác! því að segja honurn si Marzbúum, því að be ur hans er Robbie, s( ir hans daglega og i öðrum hnetti“, Rob gervimaður, sem rafi verkfræðingur í Ban unum hefur gert hani sínum. Og Robbie gert furðulegustu hl Hann getur talað, -^- SOVÉTRÍKIN hafa ráð ið til sín fjölmarga yoga-sérfræðinga frá Ind- landi til þess að kenna þeim Rússum, sem eiga að taka þátt í geimferðum í fram- tíðinni að anda imdir erfið- um kringumstæðum. Þessir sérfræðingar, sem hingað til hafa notað náðargáfu sína til þess að komast í snert- ingu við guðdóminn, eru sagðir lítt hrifnir af væntan legri atvinnu sinni, — en hafa þó ekki þorað að mót- mæla, og nokkrir þeirra eru þegar komnir til Rússlands. oOo + REYNSLA er orðið, sem við notum yfir mis- tök okkar. Oscar Wilde. SAMTÍN1N6UR KROSSGÁTA NR Lárétt: 2 sýna vi 6 fangamark, 8 h siðvæðingarfélag, vægð, 15 fleygja, I 17 olíufélag, 18 v: ur. Lóðrétt: 1 kaká. (þf.), 4 karlmaru 5 skammst., 7 le: ílát úr tré, 11 reið 13 synda, 14 frétl 16 upphrópun. Láusn á krossgátu nr. 72: Lóðrétt: 1 jakki, ' Lárétt: 2 harla, 6 AA, 8 rakar, 5 LF, 7 ana, 1 kaf, 9 kná, 12 ltaflana, 15 11 kanan, 13 læða, lærin, 16 sið, 17 LN, 18 dáð- 16 sá. ar. LEYNDARD6MUR MONT EVEREST 'FRANS, sem situr við stýrið, fer eftir leiðsögn Philips eftir bugðóttri, gr.unnri á, en Philip er eini maðurinn, sem eitthvað þekkir til staðhátta. Á bökk- unum standa há tré og hver.gi er nokkra mannlega veru að sjá. Þau fara í land. „Við neyðumst til að halda ikyrr.u fyrir í þessum skóg.i,“ segir Philip, „þar til um úr allri hættu. H< þeir okkur aldrei“. ,1 .getum við gert við ] orinn? Hann er svc að hann gæti komið 0 7. maí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.