Alþýðublaðið - 07.05.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.05.1959, Blaðsíða 10
’ ...... Gerum við bilaði KRANA og klósett-kassa. VATNSVEITA REYKJAVÍKUS, símar 13134 og 35122 Húseigendur. önnumst allskonar vams- og hitalagnir. HITALAGNIR h.f Símar 33712 og 32844. Látið okkur aðstoða yður viö kaup og sölu bifreiðarinnar. Úrvalið er hjá ok'kur, ADSTOÐ við Kalkofnsveg og Laugaveg 92. Símj 15812 og 1065fl áki Jakobssen Krlstján Eirlksson hæstaréttar- og Ihérafi- ðómslögmenffl. Málíiutningur, Innbeimta, iiamningagerðir, fasteigna- og akipasala, ILaugaveg 27. Sím: 1-14-53. IflúsnætllsmilfunSn Bíla og fasteigmasalan Vitastíg 8A. Simi 16205. Keflvíkingair’ Suðurnes j amenm! InnlánsdeiM Kaupfélags Suðurnesja greíðúr yður hæstu fáahtega vexti af innstæðu yðar. Þér getið verið ðragg fiTn sparifé yðar hjá oss, Kaupfélag Suðurnesja, Faxabraut 27.. jVlálflutnings- skrifstofa Lúðvik Gizurarson héraðsdómslögmaðuT, Klapparstíg 29,. Sími 17677., Sandblásfur Sandblástur og málmhúO J .un, myirztrua á glsr og legsteinagerð,. S. Helgasoœ. Súðavog'. 2ð„ Sími 36177. O T JJRskór UTI O G INNI Gólfteppahreinsun Hreinsum gólfteppi, dregla og mottur fljótt og vel. — Gerum einnig við. Sækjum. — Sendum. GÓLFTEPPAGEEÐIN h.f. Skúlagötu 51 Sími 17-360 Samúðarkort Uysavarnafélags Islands kaupa ’lestir. Fást hjá slysavarnadeild- un um land allt. í Reykjavík I Hannyrðaverzl. Bankastræti 6, Verzl, Gunnþórunnar Halldórs- ióttur og í skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd i síma 14897. HeitiS á SlysavarnafélagiS, — >að bregst ekki. Minningarspjöid D. A. 5. :ást hjá Happdrætti DAS, Veat- írveri, sími 17757 — Veiðasfæra zerzl. Verðanda, sími 13786 — Sjámannafélagi Reykjavíkur, lími 11915 — Guðm. Andrés- »yni guilsmið, Laugavegi 50, •ími 13769, — í HafnarfirSi í Pósthúsinu, sími 50267. 3 CO P o 03 m 55 -2 :: „v. - ÖU * 18-2-18 % LEIGUBÍLAR Bifreiðastöð Steindóri Símí 1-15-80 Sifreiðastöð BeykjavUnu Sími J-17-20 Ræða Sigurðar Framhald af 4. siðu. í dag er hátíðisdagur laun- þegasamtakanna. Að þeim standa menn úr öllum stjórn- málaflokkum. Ég mun ekki við þetta tækifæri leggja neinn dóm á það, hvor deilu- aðila hefur rétt fyrir sér, enda myndi það sjálfsagt litlu breyta. Þótt margt orki tvímælis um atburði líðandi stundar verður myndin skýrari ef litið er á lengra tímabil og má meira af henni læra. Ég mun því verja þeim fáu mínútum, sem ég hef til umráða til þess að íhuga hvaða lærdóm laun- þegasamtökin mega draga af reynslunni síðasta áratuginn og nauðsyn þess að endur- skipuleggja starfsemina með tilliti til þeirrar reynslu. — Það er skemmst af þessu tíma bili að segja að við höfum all- an þennan tíma búið við verð- bólgu og svo til árlega á jóla- föstunni hefur því verið lýst fyrir þjóðinni að þörf væri nýrra róttækra efnahagsráð- stafana til þess að bjarga út- flutningsatvinnuvegunum. Ráðstafanir hafa verið fram- kvæmdar, beinar og óbeinar gengislækkanir og tollahækk- anir. Allar þessar aðgerðir hafa óhjákvæmilega haft hækkandi áhrif á vöruverð og leitt til verðbólgu, að und- anskilinni verðbólgustöðvun- inni, sem nú hefur verið horf- ið að. Ég geri ráð fyrir að fiestar þær ríkisstjórnir sem borið hafa ábyrgð á þessum ráðstöf- unum hafi haft nokkurn vilja til þess að láta gott af þeim leiða að minnsta kosti bjarga því sem bjarga varð í bili þó misjafnlega hafi til tekizt og sumar þeirra fyrirsjáanlega stemmt til vandræða. En hitt er víst að flestar stjórnarand- stöður hafa komið fram af miklu og vítaverðu ábyrgðar- leysi í efnahagsmálum og er það alvarlegur ljóður á þroska okkar þingræðis því stjórnar- andstaðan hefur vissulega hlutverki að gegna. Þess eru jafnvel dæmi, að stjórnmála- menn hafi snarsnúizt á einum degi í afstöðu sinni til efna- hagsmála eftir því hvort þeir hafa sjálfir borið ábyrgð á stjórnartaumum eða ekki. Úr- ræðin sem þeir lögðu sjálfir til meðan þeir sátu í ráðherra- stóli voru ótæk þegar þeir voru oltnir úr þeim sess, og hafa gert allt sem þeir hafa getað til þess að torvelda þeim sem við tóku að ieysa þann vanda,‘sem að þeir höfðu sjálf ir hlaupið frá. Tæknilegar framfarir á þessum áratug hafa orðið stór stígari en nokkru sinni fyrr, nýtízku togarar, fiskibátar með fullkomnustu tækni. Fiskurínn sem áður var seld- ur úr landi óunninn, er nú gerður að dýrmætari útflutn- ingsvöru með fullkomnustu tækni í nýtízku fiskiðjuver- um. — Unnin hefur verið bug- ur á mæðiveikinni og öðrum sauðfjársjúkdómum. Stórauk- in framleiðsluaukning vegna mikilla fjárframlaga til rækt- unar hefur orðið á öllum grein um landbúnaðarins. — Stór- iðjuver hafa risið upp. Árferði hefur verið gott og opnazt hafa nýjir markaðir. — Margt bendir til þess að þjóðarfram- leiðslan hafi aukizt um a.m.k. 40% á hvert mannsbarn í land inu og er þá tekið tillit til hins breytilega verðlags og fólksfjölgunar. — Ég held að jafnvel Ricardo hefði ekki ör- vænt við þessar aðstæður. Augljóst er að miðað við þessa framleiðsluaukningu hefðu kjör launþega átt að batna stórlega. Grunnkaup hefur hækkað um allt að 40%, en reynslan hefur sýnt að verðbólgan hefur gersamlega gleypt þessar stórfe.lldu grunn kaupshækkanir og hafa laun- þegar átt í vök að verjast allt þetta tímabil. Hið mikla starf launþegasamtakanna hefur verið stöðug varnarglíma við dýrtíðardrauginn. — Þetta kemur enn skýrar í Ijós ef at- hugaður er kaupmáttur launa á þessu tímabili. Miðað við grundvöllinn 100 árið 1939 var kaupmáttur tímakaups verkamanna í marz 1948 152 stig, 1950 fyrir gengislækkun- ina var hann 151,4 stig, í marz 1958 eða áður en verðhækk- anirnar af aðgerðunum s.l. vor sögðu til sín 147,7 st>g og í marz s.l. eftir verðbólgu- stöðvunina 152,3 stig. Hefur með öðrum orðum hækkað um 5 stig á s.l. ári og er þar með orðinn 0,3 stigum hærri en hann var 1948. Þessar tölur tala s!\ýru máli. Þetta er óhugnanlegt jafn- vægi í heilan áratug. Það er hart lögmál ef aukin þjóðar- framleiðsla og endurbætt tækni hættir að bæta kjör þjóð arinnar. Þessar hugleiðingar rifjuðu upp í hu^a mér jafn- vægið í kenningum Ricardos og hið járnharða launalögmál. Þessar aðstæður vekja vissu- lega grun um að einhver leki sé kominn að hagkerfi okkar. — Fjárfesting sé of mikil og handahófskennd, að fjármagn og vinnuafl sé ekki nýtt með hag allrar þjóðarinnar fyrir augum. Að eitt éti annað upp en sé þó jafnmagurt eftir sem áður. Þó menn greini á um það hverju verði síðustu dýrtíð- arráðstafanir voru keyptar þá hljóta allir launþegar að vera sammála um og fagna þrennu í sambandi við þessar ráðstaf- anir. í fyrsta lagi að tekizt hefur að stöðva verðbólgu- hjólið. í öðru lagi að þetta eru fyrstu ráðstafanirnar í efnahagsmálum á þessum ára- tug, sem í sjálfu sér eru ekki líklegar til þess að valda verð hækkunum og nýrri verð- bólgu. Og í þriðja lagi að tekinn var upp nýr vísitölu- grundvöllur í samræmi við nútíma neyzluvenjur, sem sennilegt er að komi í veg fyr- ir þann vísitöluskollaleik, sem leikinn hefur verið árum sam- an. Sérhver kjarabót launþega í heilan áratug hefur verið þurrkuð út á örskömmum tíma með verðbólguþróun. Þess vegna er það höfuðkrafa launþegasamtakanna í dag að verðbólgunni verði ekki aftur gefin laus taumur. Stöðugt verðlag er frumskilyrði þess að kjarabaráttan beri árang- ur. Augljóst er að hin gamla einhliða baráttuaðferð laun- þegasamtakanna um hækkun kaupgjalds hefur að nokkru leyti brugðizt. — Launþega- samtökin verða að taka upp nýja öfluga þætti í baráttu sinni í samræmi við þessa reynslu. Þau verða að fylgj- ast með í hverjum krók og kima atvinnulífsins og efna- hagsmálanna. Þau verða að taka vísindin í þjónustu sína og koma á fót öflugri Hag- stofnun. Með því móti einu verða þau fær um að leggja á ráðin um skynsamlega nýt- ingu vinnuafls og fjármagns og stuðla að háínarksafköst- um þjóðarbúsins. Það yrðl tæki til þess að tryggja rétt- láta og skynsamlega skiptingu þjóðarteknanna og tæki til þess að standast vélabrögð verðbólgunnar. Ekkert værl líklegra til þess að losa laun- þegasamtökin úr hinum flokks pólitísku viðjum og byggja þau á sterkum faglegum grundvelli. Hugmyndin um samstarf launþegasamtaka og ríkis- valds er góð, en það samstarf verður ekki byggt upp og gegni um fært á jólaföstunni ár hvert. Launþegasamtökin þurfa að byggja það samstarf á fræðilegum grundvelli. Það samstarf þarf að vera stöðugt og fyrir opnum tjöldum. Þjóð in öll þarf að fylgjast með og skilja það sem fram fer. Þá munu viðbrögð hennar verða jákvæð og leggjast á eitt um hag íslenzku þjóðarinnar. ú Félagslíf Ferðafélag íslands Ferðafélag fslands fer tvær. skemmtiferðir á sunnudaginn. Suður með sjó, og gönguferð á Hengil. Lagt af stað í báð- ar -ferðirnar á sunnudagsmiorg uninn kl. 9 frá Austurvelli. —■ Farmiðar seldir við bílana. Föðursystir okkar. GUÐNÝ HRÓBJARTSDÓTTIR, Suðurgötu 29, Hafnarfirði, verður jarðsungin laugardagimi 9- maí frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 e. m. Bróðurbörn hinnar látnu. Eiginmaður minn og faðir okkar, BENEDIKT ÞÓRARINSSON, fyrrverandi bankabókari á Seyðisfirði verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. maí kl. 1,30 síðdegis. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson, . Anna Þóra Benediktsdóttú'. £0 7. maí 1959 — Aiþýðublaöið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.