Alþýðublaðið - 13.05.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.05.1959, Blaðsíða 1
hamingju 40. árg. — Miðvikudagur 13. maí 1959 — 104. tbl. Eldhússpurning til Hermanns: æfla al svíkja - r gi ff SÍÐARA kvöld eldhúsumræðnanna var í gærkvöldi, að þessu sinni þrjár umferðir. Fyrir Alþýðuflokkinn töluðu þrír ræðumenn, þeir Friðjón Skarphéðinsson dómsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson alþingismaður og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra. Getið er um ræður þeirra á þriðju síðu, eai hér fara á- eftir nokkur höfuðatriði. FRIÐJÖN SKARPHÉÐINSSON sagði: Hermann Jónasson sagði, að Framsókn .þyrfti ekki meirilhluta í næstu kosningum til að stöðva kjördæmamálið. Ef hún fengi aukinn styrk, mundu einhverjir þeir, sem málinu hafa fylgt, endurskoða afstöðu sína. Hverjir eru það, sem Hermann býst við að endurskoði afstöðu sína? Finnbogi, Hannibal og Alfreð? — Það er nauðsyn- legt, að þjóðin geri sér grein fyrir, hvers hún getur vænzt, ef Alþýðubandalagið og Framsókn fá aukið brautargengi í kosn- ingunum. EGGERT G. ÞORSTEINSSON sagði, að dekur Framsóknarflokksins við kom- múnista í verkalýðshreyfingunni og opih- ber stuðningur við þá hafi verið eitt stærsta áfall, sem samstarf Alþýðuflokks- ins og Framsóknar hlaut. Þetta gerðist vegna náinna tengsla nokkurra leiðtoga Framsóknar við kommúnista, en var þessi stefna tekin með samþykki Framsóknar- manna úti um land? Hvernig hefðu Fram- sóknarmenn brugðið við, ef Alþýðuflokks- menn hefðu beitf sér fyrir margra flokka samsteypu til að eyða áhrifum Framsókn- ar í Samvinnuhreyfingunni? GYLFI Þ. GÍSLASON sagði:----------- Er það ekki að misbjóða dómgreind al- mennings, þegar Framsókn ræðst á ríkis- stjórnina fyrir stuðning Sjálfstæðisflokks- ins við hana, svo oft sem Fraihsóknarmenn hafa sjálfir verið í stjórn með 'íhaldsmönn- um? Og halda Alþýðubandalagsmenn, að þjóðin sé búin að gleyma, að kommúnist- ar sátu í stjórn með Ólafi Thors og ræddu nýlega við hann um stjórnarmyndun? •— Munið, að ríkisstjórnin leysti efnahags- málin með hlutleysi Framsóknar og kjör- dæmamálið með stuðningi Alþýðubanda- lagsins. ÍSLENDINGAR sameinast í dag um að árna forseta lýð- veldisins, herra Ásgeir Ás- geirssyni, heilla á 65. afmæl- isdegi hans. Það verður gest- kvæmt að Bessastöðum, því margir munu vilja færa hon- um og fjölskyldu hans ham- ingjuóskir á þessum tíma- mótuni. Forsetinn á yfir langan og viðburðaríkan veg að líta. Þjóðin þekkir þá sögu vel, og launaði störf hans, vizku og farsæld á löngum stjórn- málaferli með því að lyfta honum í forsetastól. Ásgeir Ás^eirsson hefur ekki brugðizt því trausti, sem honum var sýnt. Hann hefur notið sívaxandi ást- sældar landsmanna fyrir að rækja æðsta embætti lýð- veldisins með miklum sóma, koma fram sem glæsilegur fulltrúi þjóðar sinnar gagn- vart umlieiminum, en vera sá æðsti meðal jafningja, sem Islendingar vilja hafa forseta sinn. Alþýðublaðið og Alþýðu- flokkurinn senda forseta ís- lands og f jölskyldu hans innilegustu hamingjuóskir í tilefni dagsins. 1040 funnur í snurpu á 5 dðgum Bjarni Jóhannesson fékk 256 funnur í gær íslenzkar barna- sögur í eriendu úfvarpi ÞANN 22. apríl- var fluttur í skólaþætti 'brezka útvarpsins 20 mínútna leikþáttur, saminn upp úr tveimi sögum eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson, og eru þær úr bók hans Við Álftavatn. Þennan þátt tók samian ís- lenzk kona, Áslaug Boucher, sem gift er brezkum fræði- mianni, dr. Alan Boucher, en hann starfar við brezka skóla- útvarpið. Dr. Boutíher hefur dvalið hér á landi. Doktorsnafn bót hlaut hann fyrir ritgerð um Hallfreðarsögu. Við Álftavatn hefur komið út í fjórurn útgáfum, nú síðast á nýliðnu hausti. Fregn til Alþýðublaðsins. AKRANESI í gær. BJARNI JÓHANNESSON kom í dag með 256 tunnur síld- ar, er hann hafði veitt í snurpu- nót. Hefur báturinn þá fengið 1040 tunnur í 5 róðrum. Einn annar bátur, Höfrungur, er nú að útbúa sig á síidveiðar með snurpu. 5 Á REKNETAVEIÐUM Fimrn bátar eru á síldveiðum með reknet. Aflinn var fremur tregur hjá þeim í dag. Var sá aflahæsti með 64 tunnur. Síldin sem veiðist er góð og fer hún öll í frystingu. Grindavík í gær. — Einn bát- ur héðan úr Grindavík er byrj- aður síldveiðar með snurpu. Er það Hafrenningur, sem kom inn - í morgun með fyrsta aflajan, 160 tunnur síldar. Fékk hann aflann vestur á Sandvík. Nokkr ir bátar eru að búa sig á rek- netaveiðar. S.A. LANDSSAMBAND danskra námsmanna, Danske Studer- endes Fællesrád, hefur gefið út yfirlýsingu, þar sem skýrt er tekið fram, að heimsmót „lýð- Tilefni: Heimsmóf „íýð- ræðissinnaðrarrr æsku ræðissinnaðrar11 æsku, sem efnt verður til í Vínarborg dagana 26. júlí til 4. ágúst, sé ekkert annað en vandlega undirbúinn Framhald á 3 síðu. MARGIR bátar róa enn frá Keflavík. Sumir ætluðu aA taka upp í fyrradag, en þá fékk einn bátur 15 lestir djúpt úti og lagði þar aftur. Nokkrir fleiri munu hafa fært net sín þangað. Ekki er búizt við að haldið ve^ði lengur áfram en þessa V,íCU. Fagrar kvikmymiir frá Kanada SL. laugardag bauð aðalræð- ismannsskrifstofa Kanada á íslandi fjöímörgum gestum að sjá undurfallegar kvikmyndir frá Kanada. Hafa myndir þess- ar verið gerðar á vegum kanad- íska ríkisins. Fyrsta myndin sýndi þjóð- veginn mikla þvert yfir Kanada. Næst var mynd um vetrarhátíð hinna frönskumælandi íbúa Quebecborgar og að lokum var mynd, er sýndi lifnaðarhætti Eskimóa á Baffinseyju. Voru myndir þessar allar í litum og mjög fallegar og skemmtilegar. ! Í ÞETTA FR HAN! VIÐ reyndum í gær að birta mynd af Benóný Frið- rikssyni, aflakóngi Vest- mannaeyja, en pressan okk- ar, sem farin er að eldast, sveik okkur, svo að aðeins sást skugginn af þessum ann álaða fiskimanni, þó að skips höfn hans prentaðist ágæt- lega. En við VILJUM sýna ykkur liann. Og hérna er liann — vonum við. mWWWMWWWMWWMWWWWtWWViWIWWWMWWWWVttMWWWIWWWMtW Slökkviliðið gabbað KL. rúmlega 8 í fyrrakvöld var slökkviliðið gabbað út. Hringt var á slökkvistöðina og tilkynnt, að eldur væri uppi í húsinu Bergstaðastræti 54. Sím anum var haldið uppi, ef ske kynni, að hér væri um gabb að ræðaj Refyndist svo vera. Á símstöðinni var unnt að hafa upp á númerinu, sem hringt hafði verið frá, og að því búnu var lögreglunni fengið málið til meðferðar. Er ástæða til að reyna að koma í veg fyrir að slíkt sem þetta endurtaki sig. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.