Alþýðublaðið - 13.05.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.05.1959, Blaðsíða 3
GENF 12. maí (NTB-REUTER). til, að ef Tékkar og Pólverjar fengju sæti á fundinum ættu Danir og Norðmenn ekki síður rétt til setu þar, og eins ítalir. Zorin varautanríkisráðherra Sovétríkjanna sagði við blaða- menn í dag að friðurinn í Evr- ópu væri kominn undir því að Til hægri á myndinni sést gríðarstór flutningavagn, er ók inn í fataverzlun í Cann- onstræti í Lundúnum. 17 manns meiddust hættulega og voru fluttir í sjúkrahús. — Til frekara öryggis var þrunaliðið einnig kvatt á vettvang. sem snúast um ALÞÝÐUFLOKKURINN gengur bjartsýnn til þeirrar bar- áttu, sem framundan er, sagði Gylfi Þ. Gíslason í eldhúsum- ræðunum í gærkvöldi. Talaði hann síðastur Alþýðufiokks- manna í umræðum, sem sýndu það, að deilumálin í kosningun- um verða fyrst og fremst framkvæmd ríkisstjórnarinnar á þeim höfuðatriðum, sem hún lofaði á Þorláksmessu að beita sér fyrir: stöðvun dýrtíðarinnar, hailalaus fjárlög og kjördæmabreyting. Enda þótt gert hafi verið samsæri til að bola Alþýðuflokknum út'af alþingi og stöðva þannig kjördæmamálið, eins og Eggert Þorsteinsson og Friðjón Skarphéðinsson drápu á í ræðum sín- um, treystir Alþýðuflokkurinn dómgreind almennings og rétt- mæti baráttumála sinna. Friðjón Skarphéðinsson tal- aði fyrstur fyrir Alþýðuflokk- inn. Byrjaði hann á að svara nokkrum fráleitustu fullyrð- ingum Alfreðs Gíslasonar frá kvöldinu áður, en talaði síðan fyrst og fremst um kjördæma- málið. Skýrði hann frá því, að leiðinlegasti og ófélegasti kafl- inn í undirbúningi þess máls hefði verið samningarnir við Alþýðubandalagið, sem hefði hótað að taka upp andstöðu við málið með Framsókn, ef þing- menn yrðu fleiri en 60. Þar með var hindrað, að Reykjavík, Reykjanes og Norðurland eystra fengju fyllra réttlæti. Eggert Þorsteinsson ræddi um efnahagsmálin og sagði, að íslenzk alþýða hefði oft lýst yfir, að hún vildi leggja sinn s'kerf fram í baráttu við dýr- tíð ,og verðbólgu, þess vegna hefði hún viljað eira ráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir háværan og neikvæðan í FYRRADAg fannst roskin kona, Sólveig Guðmundsdóttir, til heimilis að Leifsgötu 7, ör- end á götu hér í bænum. Sólveig mun hafa verið á gangi á horni Barónsstígs og Egilsgötu rétt fyrir hádegi, er hún hné skyndilega niður á götuná og var þegar örend. Tveir læknar áttu leið þarna framhjá og komu þegar í stað að. Banamein konunnar mun hafa verið hjartaslag. andróður kommúnista, sem fyrirfram eru á móti hverjum þeim ráðstöfunum, sem þeirra eigin ráðherrar standa ekki að. Nú heitir vísitölueftirgjöf á máli kommúnista kauprán, en þegar þeir sjálfir stóðu að hlið- „Norræn leikara- vika" í Reykjavík SÍÐASTLIÐINN sunnudag komu hingað 5 norrænir leik- arar, einft frá Danmörku, einn frá Noregi, einn frá Svíþjóð og tveir frá Finnlandi, og dvelja hér í vikutíma á svokallaðri „norrænni kynningarviku“, sem Félag íslenzkra leikara stendur fyrir. Slíkar kynning- arvikur hafa undanfarin ár ver ið hafðar á öllum hinum Norð- urlöndunum á vegum leikara- samtakanna þar og hefur ís- lenzkum leikurum verið boðið til þeirra allra, en þetta er í fyrsta sinn að slíkt mót er haldið hér á landi. Leikararnir sem koma hing- að nú, eru: Kjeld Petersen frá Danmörku, Stig Egede Nissen, frá Noregi, Herman Ahlsell frá Svíþjóð, Christian Paisý cheff frá Finnlandi. Um nafn, annars fulltrúans frá Finn- landi er enn ekki vitað. Leikararnir eru gestir Fé- lags íslenzkra leikara meðan þeir dvelja hér. stæðum ráðstöfunum hét það allt að því kauphækkun. Gylfi-ræddi samvinnuslit Al- þýðuflokksins og kommúnista, fjallaði um dýrtíðarvandamálin og benti á þær gífurlegu hækk- anir, sem hefðu orðið, ef ekki hefði verið stöðvuð skrúfa kaupgjalds og verðlags. Hann sagði að lokum, að hann teldi höfuðverkefni íslenzkra stjórn mála í nánustu framtíð þess: 1) Endurskoðun alls uppbóta- kerfisins. 2) Heildarsamningar verkalýðs og atvinnurekenda um kaup og kjör til langs tíma. 3) Heildaráætlanir um fram- kvæmdir næstu ára. 4) Endurskoðun skattakerfis- Norðmenn auka er- lenda fjárfeslingu OSLÓ 12. maí (NTB). Trygve Lie fylkisþingmaður og fyrr- verandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur ver ið skipaður eins konar fjárfest- ingarsendiherra Noregs. Hefur ríkisstjórnin falið honum að vinna að því, að auka fjárfest- ingu erlendra fyrirtækja í Nor- egi og koma með ýmsar tillög- ur í þeim efnum. ins og afnám tekjuskatta og útsvara. 5) Lífeyrissjóðir fyrir alla landsmenn. Alþýðublaðið mun síðar geta nánar um ræður Alþýðuflokks- manna í umræðunum. samkomulag héldist með Þjóð- ’ verjum annars vegar \g Tékk- um og Pólverjum hins vegar. Hann neitaði að svara því, hvort Rússar myndu fara af ráðstefnunni, ef þessar þjóðir fengju þar ekki sæti. Talsmaður bandarísku sendi- nefndarinnar á fundinum lét svo um mælt, að á næsta fundi yrði ekki rætt um þátttöku Tékka og Pólverja í fundinum. Mikil fundahöld eru bak við tjöldin í Genf og reynt að brúa bilið, sem skilur austur og vest ur. Aðalmál fundarins verður Þýzkalandsvandamálið. Fundur utanríkisráðherra stór- veldanna hófst í Genf í gær. Dag Hammarskjöld fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna setti fundinn, en Selwyn. Lloyd utanríkisráðherra Breta var í forsætj á fyrsta fundin- um. Nokkrar deilur urðu í upp- hafi um setu utanríkisráðherra beggja hluta Þýzkalands á fund inum, en samkomulag náðist um að þeir skyldu vera ráðgef- andi. Á fundinum í dag krafðist Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna þess, að fulltrú- ar Tékka og Pólverja fengju sæti á fundinum. Herter utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og Selwyn Lloyd svöruðu því rnorkuráðstefnunni GENF 12. maí (NTB-REUTER). Ráðstefnu Breta, Bandaríkja- manna og Rússa um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn hefur verið frestað meðan fund ur utanríkisráðherra stórveld- anna stendur yfir. Fullt samkomulag var um frestun ráðstefnunnar. Af hálfu vesturveldanna var sú skoðun látin í ljós, að hlé á störfum ráðstefnunnar um sinn gæti komið sér vel. Undanfarið hef- ur náðst merkilegur árangur á ráðstefnunni og vilja vestur- veldin nú gjarnan athuga nán- ar þá tillögu Rússa, að eftirlits- sveitir rannsaki vissan fjölda atvika, er verið gætu leynileg- ar tilraunir með kjarnorku- vopn, árlega. Rússar athuga og Tíu ár síðan Berlínar var loftbrúin líl BERLIN 12. maí, (NTB-REUT- ER). Rúmlega 10 000 Berlínar- búar voru viðstaddir minning- arhátíð í dag á Tempelhoffflug- vellinum, I tilefni af því, að 10 ár eru liðin síðan hægt var að leggja niður loftbrúna til borgarinnar. Fjölmargir krans- ar voru lagðir á minnismerki um þá 79 menn, sem létu Hfið í loftflutningunum. í níu mánuði fengu Berþnar- búar allar nauðsynjar sínar loftleiðis eftir að Rússar höfðu lokað landleiðinni til borgar- innar. Á þeim tíma voru farnar meira en 800 000 flugferðir frá Vestur-Þýzkalandi til Berlínar. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru hátíðahöldin í dag voru Clement Attlee, fyrrum for- sætisráðherra Breta, og Robert Schumann, fyrrverandi forsæt- isráðherra Frakka, og ýmsir fyrirmenn aðrir. tillögur vesturveldanna um skipun eftirlitsnefnda þeirra, sem sjá eiga um, að banni við kjarnorkutilraunum verði fram fyigt. 17. fyrstu greinar samnings um stöðvun kj arnorkuvopnatil- rauna hafa þegar verið sain- þykktar í Genf. Talið er að samningurinn verði í 23 eða 24 greinum. Aukin landhelgis- gæzla við Færeyjar ÞÓRSHÖFN 12. maí (NTB). Samningur ríkisstjórna Breta og Dana um fiskveiðilandhelgi við Færeyjar hefur leitt til þess að landhelgisgæzla verður nú aukin allmikið við Færeyjar. Freygátan Niels Ebbesen verð- ur nú á miðunum við eyjarnar ásamt gæzluskipinu Thetis. Um þessar rnundir stunda tíu brezk ir togarar veiðar við Færeyjar en búizt er við að þeim rnuni fjölga að mun er líður á sum- arið. m innuujarópj ópÍöÍcl Alþýðublaðið — 13. maí 1959 ........^ ‘ i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.