Alþýðublaðið - 21.05.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 21.05.1959, Blaðsíða 12
 iifhöfiÉdar fá meira fyrir flufning á ú ÆT Aðalfundur Félags íslenzkra rilhöfunda var haldinn þriðju- daginn 12. maí síðastl. Stefán íáKusson var endurkjörinn for ntaður félagsins. Aðrir í stjórn félagsins eru: Ingólfur Krist- jánsson, gjaldkeri, Indriðj G. Þ'orsteinsson, ritari og með- síjórnendur Þoroddur , Guð- uiundsson og Sigurjón Jónsson. Reykjavíkurmétið Víkingur og Þróffur 1:1 Fram — Valur í kvold. ÁTTUNDI leikur Reykjavíkur- iwótsins fór fram i ærkvöldi. Víkingur og Þróttur léku, og fÓPu ieikar þannig, að jafntefli farð 1:1. Bæði mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. Miíundi og næstsíðasti leikur snotsins fer fram í . bvöld milli Fi’aitn og Vals, en síðasti leikur- hm vterður n. k. mánu,dagsbvT-öld (ttiilli Fram og KR. f&ftir átta leiki er staða ])ann- i3; fSR 3 3 0 0 11:0 6 st. Fram 2 2 0 0 11:1 4 st. Valur 3 2 0 1 6:3 4 st. Þrióttur 4 0 13 3:10 1 st. Víkingur 4 0 13 1:18 1 st. í stjórn Rithöfundasambands íslands voru endurkjörnir þeir Guðmundur Gíslason Hagalin, núverandi forseti þess, og Ste- fán Júlíusson og til vara Indr- iði Indriðason núverandi gjald- keri þess. Á fundinum var skýrt frá nýafstöðnum samningum Rit- höfundasambandsins við Ríkis- útvarpið, en þeir voru undirrit- aðir í apríl síðastliðnum. Nýju samningarnir kveða á um all- verulega hækkun, eða fimmtíu af hundraði, á greiðslum fyrir flutning á bundnu og óbundnu máli í útvarp. Samkvæmt fram komnum tilmælum Félags ís- lenzkra rithöfunda var sett nýtt ákvæði inn í samningana, sem kveður á um sérstaka greiðslu fyrir útvarpsflutning á sögum, sem hefur verið breytt í leikritsform, Þá fékkst hækk- un á árlegu framlagi í Rithöf- undasjóð PJkisúý/arpsins. í’ramlag útvarpáins nam áður fimm þúsund krónum, en hef- ur nú verið hækkað um helm- ing. Á fundinum var samþykkt áskorun á stjórn Rithöfunda- sambands íslands, um að hún beiti sér fyrir því, að Mennta- málaráðuneytið veiti árlega verðlaun fyrir tvær þeztu barna- og unglingabækurnar, sem út koma eftir. íslenzka hofunda. Slík verðlaujvavæit- ing hefur tíðkast um árabil annars staðar á Norðurlöndum og þótt gefa mjög góða raun. HINN 6. maí s. 1. voru | átta hundruð ár liðin frá | því er tilskipun var gefin § út, er veitti höfninni í | Hamborg viss réttindi, er | mörkuðu þau tímamót, að’ I frá því er talið að saga = hafnarinnar hefjist. § Undanfarna áratugi hef- | ur verið. fjölfarin flugstöð | í Hamborg, en fyrir því | var flugsamgangnanna við E . borgina einnig minnst á 8. | aldar afmælisdaginn, er É haldinn var mjög hátíðleg- | ur. Fulltrúar þeirra flugfé- § laga, er halda uppi áætl- = unarferðum til og frá Ham | borg, færðu borgarstjóran- i um gjafir og fluttu honum = ávörp. i Loftleiðir fengu fyrir i milligöngu Unnsttíins Ol- i afssona’> skójastjóra í | Ilveragerði, sýnishorn I margvíslegra ávaxta, er | ræktaðir eru hér í gróður- | húsum, en Ringelberg | blómaskreytingarmaður, | forstjóri blómaverzlunar- | innar Rósin, fékk til við- | = bótar fögur blóm og gerði | | af þessu listilega slcreytta | | ávaxta- og blómakörfu, er = | starfsmenn Loftleiða í | | Hamborg, ungfrú María É | Guðjónsdóttir og Hans | | Fiedler, færðu borgar- | | stjóra. — Myndin er tekin = | við það tækifæri. 1 iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiin.i.? KOM, SÁST OG SIGRAÐI STULKAN á myndinni var fyrir skemamstu kosin fegurðardrottning háskólans í Indiana. Fréttin v'akti mikla atihygli í Bandnríkjun- um. Ástæða: Nýja fegurðardrottningin er blökkukona og sigraði níu hvítar kynsystur sínar í atkvæðagreiðslunni um heiðurstitil- inn. — Nú ætlar hún að taka þátt í keppni um fegnrðardrottningarnafnbót Indianafylkis. Hún iheitir eftir á að hyggia Nancy Streets, er 19 ára gömuí og ætlar að verða leikkona. SA VALDI STAÐINN! FYRIR nokkru var kona á gangi á Grettisgötunni og var hún á hraðri fcirð niður í mið- b.æ. Um leið og hún gekk fram hjá einu húsanna við götuna, vissi hún ekki fyrri til, en hún fékk á sig skvettu úr fullu næt- urgagni, sem leigjandi var að losa út á götuna. ‘Skvettan lenti ofan á konunni og tókst henni iveð snarræði sínu að forða því, að hún lenti í andliti hennar. Er1 konan leit í kring um sig eftir baðið, sá hún mann standa þar við húsið og hélt hann á tómum kopp í hendinni. Málið mun hafa verið kært til lögreglunnar. Forseti Guðspekl- félagsins kemur til íslands FORSETI Guðspekifélagsins, Indverjinn N. Sri Ram, frægur fyrirlesari og rithöfundur, ér væntanlegur til íslands seinni þartinn í júní. Hann mun halda öpinberan fyrirlestur í Reykja- vík, og verða aðalfyrirlesari á Sumarskóla Guðspekifélagsins, sem haldinn verður ’í Hlíðar- dalsskóla í Ölfusi 20.—25. júní. Skóliivi er þegar nálega full- Skipaður, en varðandi umsókn- ir ber að snúa sér til frú Guð- rúnar Indriðadóttur, sími 13476 . og fru Önnu Guðmundsdóttur, Uími 15569. - iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiín ■ k Loflleiðir afmælisgjöf Genf, 20. maí (Reuter). RÁÐSTEFNA utar.iríkisráð- herra hinna f jögurra stóru held- ur áfram í Genf. Ráðherrarnir ræddu í dag um tillögur sínar varðandi Þýzkaland og Berlín. Talið er að fyrsta skrefið í átt til samninga verði stigið á ínorgun er utainríkisráðherrarn ir snæða hádegisverð í boði Herters, utanríkisráðherra Bandariíkjanna. Gullfoss hefur flutt yfir 50 þús. farþega í DAG kemur „Gullfoss“ frá Leith og Kaupmannahöfn í fyrstu sumarferð sinni á þessu ári. Með þessari ferð skipsins hefst 10. siglingasumar þess milli Reykjavíkur, Leith og Kaupmannahafnar. Á þeim 9 árum, sem skipið hefur verið í förum hefur það flutt yfir 50 þús. farþega milli landa. Eftir- spurn eftir farþegarúmum hef ur jafnan verið meiri yfir sUm- artímann en unnt hefur verið að anna og nú er þegar búið að fastsetja flest farþegarúm með ferðum skipsins í sumar. Þeim sem ætla að láta draum sinn rætast um utanför með Gullfossi er því ráðlagt að tryggja sér farþegarúm hið fyrsta. Aðalfundur ísl. - ameríska félagsins AÐALFUNDUR íslenzk- ameríska félagsins í Reykjavík var nýlega haldinn. Ritari fé- íagsins, Njáll Símonarson, flutti skýrslu stjórnarinnar og greindi frá helztu störfum þess á síðasta starfsári. Svo sem mörg undanfarin ár hefur aðalverkefni félagsins verið að annast fyrirgreiðslu og útvegun námsstyrkja í Bandaríkjunum fyrir íslenzka námsmenn. Fimm stúdentar hlutu styrk til háskólanáms vestra fyrir milligöngu félags- ins og með fyrirgreiðslu Insti- tute of International Education í New York. Slíkir styrkir nema venjulegast ókeypis skólagjöldum, fæði og húsnæði. Mr. Brittingham kom hingað s. 1. haust til þess að velja námsmenn, sem hann kostar til háskólariáms í Bandaríkjunum. Þeir sem styrkina hljóta eru Björn Matthíasson, Gunnar Engilbertsson, Haukur Hauks- son og Sigvaldi Sigurgeirsson. Herler Á fundinum í dag töluðu Hert er' og Selwyn Lloyd- og mæltu fyrir tillögumi Vesturveldanna. umi sameiningu Þýzkalands. —• Gromyko utanríkisráðherra Scvóirikjanna hélt 45 mínútna ræðu og vísaði öllum ti'Uögum Vesturveldanna á bug. Herter sakaði Rússa um óhæfilega tor- tryggni í garð Vesturveldanna og sagði að afstaða og áróður Rússa væri ekki til þess fallin að auðveldá störf fundarins. —• Varðandi þá ásökun Gromykos, að Vesturveldin ætluðu sér að eyðileggj a utanrí kisr'áðherr a- fundinn sagði Herter, að slíkar aðdróttanir væru furðulegar. —• „Almienningur. um heim allan hefur lýst sig fylgjandi þeirri ste'fnu Vesturveldanna að tryggja friðinn mieð samkomu- lagi. Tillögur Rússa um sérfrið- arsamninga við þýzku ilandshlut). ana gera ekki annað en að Þýzkaland verður aldrei sam- einað“. 'Selwyn Lloyd sagði í sinni ræðu að hersveitir Vesturveld- annia í Berlín væru ekki þar til að kúga íbúana. Allur þorri borgartoúa væru hlynntur ver u þeirra þar. Skarphéðinn Árnason Ný skrifsfofa Flugfélags íslands í Osló FLUGFÉLAG ÍSLANDS, — sem um árabil hefur starfrækt skrifstofu í Oslo, fiutti nýlega starfsemi sína frá Hákon den VII. gade 9, í nýtt húsnæði í hinni nýju byggingu SAS, þar í borg. Hið nýja heimilisfang félags- ins í Oslo er að Ruselökkveien 6 og símanúmer er hið samia og áður 41 29 Í6. iSkarphéðinn Árnason, full- trúi Flugfélags íslands í Noregi veitir1 skrifstofunni forstöðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.