Alþýðublaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 4
’A Ctgefandl: AlþýSuflokkurlnn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, GIsU J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- ffion. Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- *on. Ritstjórriarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiöslu- Hmi: 14900. Aðsetur: Alþýöuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. Getur þetta verið satt? TÍMINN gengur berserksgang. Það er ekki óeðlilegt, því Framsóknarflokkurinn á mjög í vök að verjast um þessar mundir. Forustumenn hans hlupu frá stjórn og ábyrgð á vanhugsaðan hátt og héldu þannig á spilum flokksins, að hann er utangátta í íslenzkum stjórnmálum, nema hvaða huggunar hann kann að eiga von hjá kommún- istum. Þess vegna reyna nú forustumennirnir að vekja reiði flokksmanna sinna gegn andstæðing- unum — til að beina athyglinni frá eigin verkum. Þeir menn, sem höfðu samstarf við fram- sóknarmenn í fyrrverandi stjórn, standa nú högg. dofa af undrun yfir því, hve ósvífinn málflutn- ingur Tímans getur verið. Tökum til dæmis inn- flutningsmálin. Fyrir rúmlega ári síðan stóðu ráðherrar Framsóknarflokksins, Eysteinn og Hermann, ásamt fleiri valdamönnum flokksins, að því að undirbúa og samþykkja áætlun um innflutning á hátollavörum fyrir 225 milljón- ir króna. Þá birtist ekki orð í Tímanum sem gaf annað í skyn en þetta væri eftir aðstæðum mjög eðlilegt. Nú hefur stiórn Alþýðuflokksins gengið frá sams konar áætlun og gerir ráð fyrir inn- flutningi á hátollavörum fyrir 209 milljónir. Þá koma stórar fyrirsagnir í Tímanum um að inn- flutningur miður þarfra hátollavara verði stór aukinn á kostnað nauðsynjavöru! Óheilindin og illkvittnin, sem fram koma í slíkum málflutn- ingi eru svo botnlaus, að varla verður með orð- um lýst. Svo gersamlega eru framsóknarmenn búnir að ■missa taumhald á skapsmunum sínum og skyn- semi, að þeir veifa framan í þjóðinni þeirri grýlu, að nú muni verða skortur á nauðsynjum! Þó vita þeir mjög vel, að samkvæmt innflutningsáætlun- inni verður fullkomlega séð fyrir eftirspurn af neyzlu- og rekstursvörum og þeir hafa ekki getað nefnt eitt einasta dæmi þss, að skortur sé á slíkum vörum. Áætlunin um innflutning hátollavöru (sem er alís ekki eingöngu ónauðsynleg vara, fjarri því) er nú 16 milljónum króna LÆGRI en hún var í stjórn artíð Eysteins Jónssonar. Samt básúnar Eysteinn, að þetta hafi HÆKKAÐ stórlega! Þegar menn siá slíkan málflutning hjá þeim manni, sem lengst allra hefur verið f jármálaráðherra á íslandi, spyrja þeir: Getur þetta verið satt? leifjaídagerð Bandalag ísl. leikfélaga og Handíðaskólinn efna til námskeiðs í leiktjaldagerð dagana 4. — 11. júní næst komandi. Kennari verðup Gunnar Róbertsson Hansen. Kennt verður 4 tíma á dag frá kl. 3—7 í Skip- holti 1. Öllum áhugamönnum er heimil þátttaka endurgjaldslaust. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Bantlalags ísl. leikfélaga Garðastræti 6. Sími 16974. 4 22. maí 1959 — Alþýðubíaðið igur í ellirfaunamálinu S ÆNSKA ríkisstjórnin bar sigur af hólmi í einhverri harðvítugustu baráttu, sem háð hefur verið í sænska þinginu. Eftirlaunafrumvarp stjórnarinnar var í síðastlið- inni viku samþykkt sem lög. Samkvæmt því hljóta allir landsmenn sömu eftirlauna- réttindi og táknar þetta auk- ið öryggi allra þegnanna. S TJÓRNMÁLABARÁTT- AN í Svíþjóð hefur undan- farin ár staðið um eftirlauna- málið og úrslitin hafa verið óviss allt þar til atkvæða- greiðslan um það fór fram s. 1. fimmtudag. Úrslitin í neðri deild þingsins komu ekki á óvart. Þar hafa Jafnaðarmenn hreinan meirihluta en í efri deildinni leit út fyrir að varpa yrði hlutkesti um frumvarp stjórnarinnar. MlKIÐ undirbúningsstarf liggur að baki þessarar laga- setningar og kjósendur hafa greitt atkvæði um hana, fyrst í þjóðaratkvæðagreiðslu og síðar við kosningar til þings- ins. í fyrra var frumvarpið samþykkt í neðri deildinni en fellt með 117 atkvæðum gegn 111 í neðri deildinni. Stjórn- in ákvað þá að éfna til kosn- inga til efri deildarinnar. Jafnaðarmenn sigruðu í þeim kosningum en ekki nógu mikið til að framgangur málsins væri tryggður. Jafnaðarmenn juku fulltrúatölu sína í efri deildinni úr 106 í 111 og með stuðningi hinna 5 kommún- ista voru frumvarpinu tryggð 116 atkvæði af 231. En forseti deildarinnar er Jafnaðarmað- ur og hann fær ekki að taka 'J'age Erlander þátt í atkvæðagreiðslu. Allt benti því . til að atkvæða- greiðslan færi þannig að 115 greiddu atkvæði með en 115 á móti. Borgaraflokkarnir miðuðu taktik sína við þenn- Þjóðflokkurinn; og Miðflokk- an möguleika. Hægri menn, urinn (Bædaflokkurinn) urðu sammála um að greiða at- kvæði gegii frumvarpinu og hefði þá orðið að varpa hlut- kesti um það. ESSI taktik hefði ef til vill valdið falli stjórnarinnar. Þeir voru ósammála innbvrð- is um allt, sem málinu viðkom nema að vera á móti. En Þj óðflokksþingmaður- inn Ture Köningson kom í veg fyrir þessar aðgerðir. Hann neitaði að hlýða fyrir- mælum Bertil Ohlins, for- manns Þjóðflokksins, og hef- ■ ur nú verið' sakaður um svik ■ -við-flokkimi.'Köningson svar- • -ar • þeim • ásökunum' þannig. að hann hafi verið kjörinn á ■ þing' til þess- m. a. að vinna að ■ lausn- ef-tirlaunamálsins og þar eð Þjóðflokkurinn hafi ekki neina möguleika á að koma ■ sínum tillögum fram og því bæri skylda til. að fallast á . einhverja. lausn málsins en . tef ja það. ekki enn árum sam- , an. Auk .þess væri meirihluti , þingroanna fylgjandi frum- varpinu og ósanngjarnt væri að fella frumvarp á því að forseti þingsins, sem er því hlynntur fái ekki að greiða atkvæði. T URE Köningson greiddi ekki atkvæði við lokaatkvæða ' gréiðslu málsins og frumvarp ið var samþykkt með 115 at- kvæðum gegn 114. S AMÞYKKT frumvarps- ■ ins er sigur fyrir Jafnaðar- menn og þjóðina alla, en tal- ið er að Þjóðflokkurinn hafi enn á ný beðið herfilegan ó- sigur í sænskum stjórnmál- . um. ☆ Þorskurinn í þjTðubíaðmu. Al- ☆ Vertíðarkaupið mikið. ☆ Hvert er fólkið fara. að ☆ Hugleiðingar um |umferð út af rekstri. r'1 ÞORSKURINN í Alþýðublað- inu hefur stungið upp í sig vindli og segir: „Mikið ri liað mér að þakka.“ — Vertíðin hefur víð- ast hvar á landinu reynzt drjúg og betri en í fyrra og t/.kjur allra þeirra, sem unnið hafa að henni á einn eða annan hátt, hafa reynzt miklar. Að visu er ekki nóg að birta tölur um það, hvað tekjur einstakra manna hafa reynzt, þar á meðal landverka- fólksins í verstöðvunum, því að margt af því, til dæmis í Vest- mannaeyjum, vann nótt og dag meðan hrotan stóð. EN HVAÐ SEM því líður, er það gott hve góð vertíðin varð. Hitt er verra, að fólk stökk frá aflanum áður en honum var iok- ið. í Vestmannaeyjum flykkt.ist fólk burt jafnvel áður en hrotan var búin, og sums staðar eru mikil vandræði jafnvel nú vegna mikils afla og fólksfæðar. Hvert er fólkið að fara? í útvarpinu var sagt ,að vorverk væru hafin i n n es o r n i n u í sveitum, vegavinna væri að byrja og þar fram eftir götun- um. En ótrúlegt finnst mamni að verstöðvafólkið hafi þust í þessa vinnu frá uppgripunum í ver- stöðvunum. ÁHORFANDI skrifar mér á I þessa leið: „Fyrir nokkr.u varð ég sjónarvottur að hörðum á- rekstri, sem olli því að tvær nýj ar bifreiðir skemmdust mikið. Lítill Fiatbíll kom akandi eftir Hringbrautinni og var ekið hægt og rólega. Þarna við götubrún stóð bíll og virtist sofandi maður hanga fram á stý/ið. Fiatbílstjór inn hægði enn á sér er hann fór framhjá þessari bifreið. Á EFTIR ÞESSUM Fiatbíl kom nýr Taunusbíll, fallegur og snyrtilegur, og var honum ekið á allmiklum hraða. Ég sá að bíl- stjórinn á honurn leit til bílsins sem stóð, og horfði því ekki fram eftir brautinni. Skipti það þá engum togum, að þessi taíll ók aiftan á Fiatbílinn — og skémmdust báðir. Bílstjórinn snarhemlaði af öllum kröftum um leið og áreksturinn varð og var svört rák eftir hjólin á ótrú- lega löngum kafla. Fn hraðinn hafði verið allt of mikill. ÞETTA VARÐ TIL ÞESS að ég fór að hugsa um það, að bíl- stjórar mega aldrei líta af sjálfri brautinni, og sérstaklega þó ekki þegar bifreiðir eru á undan. Vit- anlega mega þeir heldur ekki aka hratt, þvi að alltaf geta þeir búizt við því, að bíllinn, sem er á undan, snarhemli af einhverj- um ástæðum. Áreksturinn þarna á Hringbrautinni stafaði af á- hyggjuleysi og ■ hugsunarleysi bílstjórans á Taunusinum. EINNIG FÓR ÉG að hugsa um það, að það kemur þráfaldlega fyrir, að fólk til dæmis á Lauga- veginum, veifar bílurn og þeir snarhemla til þess ,að taka það upp í. Þetta er stórhættulegt, því að oftast er straumur bifreiða ó- slitinn niður allan Laugaveg. Þegar einn bíll snarhemlar get- ur það valdið þyí að hver bíllinn af öðrumi aki aftan á þann, sem á undan er. ÉG SENDI ÞÉR þessar línur svo að þú ge.tir birt þær, en ein- mitt svona ábendingar eru til þess fallnar að vekja bifreiðar- stjóra til umhugsunar um það, að margs er að gæta. Maður við stýri í urnferð er sannarlega ekki frjáls maður. Hann má ekki hugsa um annað en umferðina.“ I-Iamies á horninu. s___ SKIPAUTOCRB RIKISINS M.s SEijaldbreið Tekið á móti flutningi til Táknafjarðar, áætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð, og til Ólafsvíkur í dag. Fárseðlar seldir á mánudag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.