Alþýðublaðið - 23.05.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.05.1959, Blaðsíða 4
Gtgefandt: AlþýSuflokkurlnn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- uon. Fréttastjóri: Björgvin Guömundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- ion. Ritstjómarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- rimi: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. Vildu þeir þetta? DÝRTÍÐARMÁLIN eru eðlilega mjög á dag- skrá þessa dagana, og mun svo verða í kosninga- baráttunni. Slíkt er harla skiljanlegt. Ekkert skiptir okkur íslendinga meira máli en þjóðarbú- skapurinn, atvinnulífið og efnahagur almennings. Þess vegna lagði Alþýðuflokkurinn megináherzlu á istöðvun dýrtíðarinnar, þegar stjórn hans tók við völdum í vetur. Og hann mun halda þeirri viðleitni áfram. Kommúnistar og Framsóknarmenn halda því fram, að ráðstafanir Alþýðuflokksins í efnahags- málunum séu kostnaðarsamar. Þeim aðilum væri höllt að muna, að vandi dýrtíðarinnar verður ekki leystur fyrirhafnarlaust. Þróunin í haust var orðin geigvænleg. Yfir vofði sú hætta, að þjóðar- búskapurinn og atvinnuvegirnir yrðu fyrir alvar- legu áfalli. Afleiðingin hefði getað orðið atvinnu- leysi með ríkisgjaldþrot á næsta leiti. Kommún- istar og Framsóknarmenn hurfu úr ríkisstjórn í skugga þessa ástands. En nú látast þeir hafa kvatt Iandsstjórnarvöldin í skellibirtu. Þetta sést vel, ef athuguð eru aðeins tvö dæmi af fjölmörgum. Kjötkílóið kostaði um síð- ustu áramót 29,80 kr. Nú kostar það 21,00 kr. En það myndi næsta haust hafa komizt upp í 40,30 kr. með áframhaldandi verðskrúfu. Mjólk- urlítrinn kostaði um áramótin 4,10 kr. og kostar nú 2,95 kr., en hefði næsta haust komizt upp í 5,60 kr. Alþýðuflokkurinn forðaði þessari óheilla þróun með úrræðum sínum. Þess vegna er ekki nóg að íhuga verðlækkunina, sem orðið hefur, enda þótt hún skipti sannarlega miklu máli. — Jafnframt ber að hugleiða þá VERÐHÆKKUN, sem yfir vofði, og augljósar afleiðingar hennar fyrir ríkisreksturinn og þjóðarbúskapinn. Kommúnistar og Framsóknarmenn virðast hafa gleymt þessum staðreyndum, þegar þeir kvöddu stjórnarráðið. Þeir reyndu að halda dýrtíð- inni í skefjum í samstarfi við Alþýðuflokkinn, en sú tilraun mistókst því miður. Alþýðuflokkurinn varð að bjarga þjóðinni frá efnahagslegu hruni. Og það afrek er ekki aðeins fólgið í verðlækkun- um þeim, sem komið hafa til sögunnar. Aðalat- riðið er sá sigur að stöðva dýrtíðarskriðuna miklu, sem vofi yfir landi og þjóð. Andstæðingar þeirra úrræða, sem Alþýðu- flokkurinn valdi, ættu að skýra þjóðinni frá því, hvernig þeir hafi ætlað að komast hjá þeirri ó- heillaþróun, að kjötkílóið færi upp í 40,30 kr. og mjólkurlítrinn upp í 5,60 kr. og að annað verðlag yrði samsvarandi. Eða vildu þeir kannski heldur þau ósköp en árangurinn af stefnu Alþýðuflokks- ins í efnahagsmálunum? Þjóðin ætti að fá svar við þeirri spurningu áður en hún gengur að kjör- borðinu. Sfarfssfúlka óskasf. Duglega stúlku vantar nú þegar { eldhús Vífilstaða- hælis til afleysinga í sumarleyfum. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 50332 milli kl. 1 og 4. Skrifstofa ríkisspítalanna. Hannes h o r n i n u ýý Hver er iskýringin á vaxandi viðgangi? ýV Reynsla af viðskipt- um óþolinmóðra manna. W Svikari níðir þann, sem hann sveik. ýV Verkefni handa þér á morgun. * ) ANDSTÆÐINGAR Alþýðu- flokksins hafa furðað sig á vax- andi viðgangi og útbreiðslu AI- þýðublaðsins síðastliðið hálft ár. Þeir reyna að halða því fram, að varið sé til þess stórfé. Það sé eina skýringin á þeim breyting- um, sem á blaðinu hafa orðið. Þetta er rangt. Það hefur ekki verið ausið peningum í blaðijð, enda hafa þeir ekki og eru ekki fyrir hendi. Hins vegar liggur þrotlaust starf, fórnfýsi og á- stundun bak við þann árangur, sem náðst hefur. ÞAÐ KR SKÝRINGIN. Einn- ig sú, að síðan árið 1930 hefur Alþýðuflokkurinn ekki verið eins einhuga og hann er nú. Kom það bezt fram þegar ákveðinn var framboðslistinn hér í Rvík undanfarna daga. Það er í fyrsta sinn síðan ég man eftir að enginn ágreiningur var um fyrstu sæti listans Einhuga starf er grund- völlur þess að góður árangur ná- ist. ÞAÐ ER GÖMUL SAGA, að st j ór nmálaf lokkar, sem vilja gagngerðar breytingar á þjóðfé- lagsháttum, eru oft lausir í bönd um. Það er, að oft kennir mikils skoðanamunar innan þeirra, nema þá þegar um er að ræða trúmálaklíkur haldnar ofstæki og hatri. Alþýðuflokkurinn hef- ur gengið í gegnum eld sundr- ungar og ýmsir liðsmenn hans verið sólgnir í vistaskipti í til- raunaskyni. En allir, sem flúið hafa, hafa orðið fyrir sárum von brigðum, og þeir jafnvel mest- um, sem nú reyna að afsaka sjálfa sig með þrotlausu níði um flokkinn. Tímabili sundrngar- innar er lokið. ÞROTLAUST STARF og ein- hugur er grundvöllurinn. Al- þýðuflokksmenn hafa alltaf snú- ið bökum saman — og bjargað flokknum, jafnvel þó að sýnzt hafi að við ofurefli væri að etja. Þeir gerðu það 1930, þegar kom- múnistar klufu sig út úr. Þeir gerðu það 1938 þegar Héðinn vildi reyna aðra leið — og þeir gerðu það þegar óþolinmæði Hannibals hrakti hann í klærnar á kommúnistum. ANDSTÆÐINGARNIR hafa oft furðað sig á þessum innri styrkleika Alþýðuflokksins Ein skýringin á honurn er sú, að það fólk, sem myndar íhinn þögula kjarna lians, er vant því að sýna þrautseigju í sínu eigin lífi. — Á fimmtudagskvöld þurfti að fá flokksfólk til þess að undirbúa hlutaveltu, sem flokkurinn held ur á morgun til ágóða fyrir kosn ingasjóð sinn. Þar mætti flokks fólk. Kona ein jfcom nokkug seint. Hún sagði: „Ég verð a'ð biðja ykkur að afsaka hvað ég kem seint. Ég varð að lúka skúr- ingunum.“ Hún vinnur fyrir sér með skúringum, en á þeim get- ur hún ekki byrjað fyrr en búið er að loka. FJÖLDA MÖRG fleiri dæmi gæti ég nefnt. Það er þetta fólk, sem myndar kjarna flokksins, þó að það haldi aldrei ræður, skrifi aldrei í blöð — og sé aldrei nefnt með nafni opinberlega. Þetta fólk heldur á kyndlinum. Al- þýðuflokkurinn á hundruð slíkra heimila. Þau eru að vísu ekki nógu mörg svo að hægt sé að sýna meiri árangur af barátt- unni, en þau hafa verndað Al- þýðuflokkinn — og þau eru Al- þýðuflokkurinn. STARFIÐ ER MARGÞÆTT, og í hverju og einu verður að sýna trúnað. ALþýðuflokkurinn þarf til dæmis nú á fé að halda til þess að kosta kosningabarátt- una. Hann efnir til Ihlutaveltu á morgun. ’Hundruð manna hafa undirbúið hana sem bezt. Nú er það hinna hlutveirk, sem ekki hafa átt kost á því að vinna að undirbúningsstarfinu, að heim- sækja hlutaveltuna á morgun og kaupa miða. Hannes á horninu. Risaeldflaugar- hreyfill smíðaður. í TILKYNNINGU frá íjtærsta framleiðanda geimrannsókn- artækja í Bandaríkjunum, Rocketdyne Company, segir, að innan tíðar verði farið að vinna að framleiðslu risaeld- flaugahreyfla með allt að níu milljón kg. kný. Þykir senni- legt, að við rannsóknarstarfið í sambandi við slíka hreyfla geti komið fram nýjar hug- myndir og aðferðir við upp- byggingu orkukerfa. Hjá Rocketdyne er nú verið að framleiða einklefa eld- flaugahreyfil, sem á að hafa kringum 675,000 kg. kný, en stærstu eldflaugahreyflarnir af þessari gerð, sem hingað til hafa verið smíðaðir, gáfu frá sér tæplega 225,000 kg. kný. (iiiiimmiimimiiiiiiiifiiiiiiiiHiiimiii'itiiiDMiiiiiiiiiu Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906. FJÖLDI FÓLKS deyr áður en það nær gamalsaldri fyrir þá sök að eitthvert líffæri sýk- ist eða ónýtist. Hjartabilun er algeng á vorum dögum. í mörgum tilfellum er hjartað það sjúkt, að ekkert getur bjargað lífi sjúklingsins nema nýtt líffæri, — nýtt hjarta. Höfuðtakmark rannsóknar- stofnunar þeirrar, sem ég veiti forstöðu er að gera mögu legt að taka búrt skemmt líf- færi og setja heilbrigt í stað- inn. Eins og er eru allar til- raunir í þá átt gerðar á hund- um. Líffærabygging þeirra er nægilega skyld byggingu mannslíkamans til þess að ár- angur megi nást. Við höfum flutt hjörtu, lungu, höfuð og fætur milli hunda og í flestum tilfellum hefur þetta tekizt, blóðrásin hefur verið eðlileg og hin nýplöntuðu líffæri þeg- ar í stað tekið til starfa. Möguleikinn á að endur- lífga starfsemi hjartans var fyrst sannaður 1902 af Rúss- anum Kulyabko. Hann vakti það með því að koma hjartanu til að starfa á ný. Tekizt hef- ur að vekja menn til lífsins 112 klukkustundum eftir að hjartað hætti að slá. Aftur á móti er ekki mögulegt að end- urvekja starfsemi heilans, ef .meira en 5-—10 mínútur líða frá því hann skaddaðist og RÚSSNESKI læknirinn Vladimir Demikhov hlaut heimsfrægð í vetur, er hon um tókst að græða nýjan liaus á hund. Lifði hundur- inn góðu lífi með hausana sína tvo í nokkurn tíma. í eftirfarandi grein, sem Demikhov riíaði fyrir UPI skýrir hann frá, hvernig þessi aðgerð opnar Ieið til nýrra sigra í baráttunni við elli og hrörnun.------Dr. Demikhov er 43 ára að aldri og hefur fengizt við rækt- un og flutning líffæra í 19 ár. Hann er forstöðumaður á einni af deildum lækna- skólans í Moskvu. þar til læknir hefur aðgerðir sínar í þá átt að lækna hann. í tilraunum mínum hef ég tengt hjörtu og lungu‘við brjósthol hunda og þegar í stað hafa bæði líffærin tekið til starfa. Aukahjartað ann- ast dælingu blóðsins til jafns við hjartað, sem fyrir er. í sumum tilfellum hefur það komið fyrir að eðlilega hjartað sýktist og þá jók auka hjartað starfsemi sína. Einnig hefur tekizt að skipta algerlega um hjörtu og lungu í hundum. Hundar með slík líffæri hafa lifað allt að sex dögum. Hundar með tvö hjörtu hafa lifað í rnánuð. Nú hefur okkur heppnazt að kom- ast að, hvað veldur dauða til- ^raunadýrannú og verður í framtíðinni unnt að koma í veg fyrir hann. Alsasshundur- inn, sem ég setti aukahausinn á lifði í mánuð með höfuðin tvö og verður það að teljast mikil framför. Að sjálfsögðu er tilgangurinn ekki að gera slíkar tilraunir á mönnum, sem ég gerði á Alsasshundin- um, en sá árangur, sem náðst hefur með þessum tilraunum, á eftir að hafa mikil áhrif á vandamál elli og hrumleika. Hvað gerist ef ungt höfuð er sett á ellihrumar herðar? Með höfðinu er ekki aðeins skipt um heila, heldur einnig fjöl- marga kirtla. Er jákvæður ár- angur næst í tilraunum með líffæraskipti, þá er fyrsta skrefið stigið í þá átt að lækna ellihrumleika. 4 23. maí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.