Alþýðublaðið - 24.05.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.05.1959, Blaðsíða 4
Gtgeíandi: Alþýðufloltkurtan. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gfsli J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- ion. Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. Auglýstagastjóri Pétur Péturs- *en. Ritstjómarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. AfgreiSslu- •ími: 14900. ASsetur: AlþýSuhúsiS. PrentsmiSja AlþýSubl. Hverfisg. 8—10. 25 bandamenn ÞÆR upplýsingar, sem Alþýðublaðið birti í fyrradag úr skýrslum sameinuðu þjóðanna um að 25 þjóðir heims hefðu 12 mílna eða meiri land- helgi eða fiskveiðilögsögu, hafa að vonum vakið athygli hér á landi. Þetta eru góðar fregnir fyrir íslendinga, og gefa til kynna, að við hljótum að eiga marga bandamenn í þeirri baráttu, sem við heyjum út af fiskveiðilögsögu okkar. Þessar upplýsingar gera framkomu Breta gagnvart íslendingum enn óskiljanlegri en áður. Hvernig stendur á því, að þeir hafa látið 25 þjóð- ir táka sér 12-200 mílna landhelgi og fiskilögsögu, án þess að senda brezka flotann á staðinn til að ögra og ógna? Hvers vegna þurfa Bretar nú fyrst að grípa til slíkra örþrifaráða og það gegn vopn- lausri bandalagsþjóð þeirra? Hvar var hinn vold- ugi brezki floti, hvar var „réttur Breta á úthaf- ánu,“ þegar hinar 25 þjóðirnar útvíkkuðu sína landhelgi? Það er athyglisvert, að margar þessara þjóða hafa einmitt gert ráðstafanir til útfærslu land- helgi sinnar á síðustu árum. Thailand tók sér 12 mílna fiskveiðilögsögu í fyrra og Cambodia gerði hið sama 1957. Ceylon lýsti yfir 100 mílna fiskveiðilögsögu 1957 og ríki Mið- og Suður-Ame- ríku útvíkkuðu mikið á árunum 1946—50. Ethi- ópía tók 12 mílna fiskveiðilögsögu 1953. Kórea 50 —60 mílur eftir Kóreeusyrjöldina eða á árinu 1951. Þannig mætti lengi telja. Allt bendir þetta ótvírætt til þess, sem er að gerast í landhelgismálunum. Það er algerlega úr- elt að halda við þriggja mílna línuna, sem upp- haflega var miðuð við lengd fallbyssuskots frá strandvirki. Hin gömlu nýlenduríki, sem reyna að spyrna gegn þróun landhelgismála, hljóta að, sjá, að sú viðleitni getur ekki náð árangri til lengdar. Hinar fjölmörgu nýfrjá'lsu þjóðir í öll- um álfum heims munu fá þetta réttlætismál sitt formlega viðurkennt innan skamms. Vonandi verður það þegar á landhelgisráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Genf næsta ár. Kirkjuþáttur EIGINGJORN TRU. EIGINGIRNI getur komið fram í trúarlífi fólks, alveg eins óg í breytni. Hugsaðu þér mann, sem biður ein- göngu fyrir sjálfum sér, — eða þeim, sem hann telur sína. Hann lítur á guð sem eins konar afgreiðslumann, sem eigi að vera boðinn og búinn 'áð þjóna honum, fara fyrir hann sendiferðir og bera byrðarnar fyrir hann. — þeg- ar slíkut „trúmaður“ hugsar um annað lít er þar fyrst og fremst um að ræða sælu handa honum sjálfum, hvað sem um aðra verður. Hann1 vill þjóna guði hérna megin, til þess að vera nokkurn veg- inn öruggur um að eiga inni sáluhjálp annars heims. ANDLEG NEYÐ. „HJARTA vort er órótt, unz það hvílist í þér“. — Ekki er neitt óeðlilegt við það, þótt maðurinn sé „eigingjarn“ í vissum skilningi, þ. e. a. s. sækist eftir lífi sínu og til- veru. Sjúkur maður vill verða heilbrigður, vansæll maður leitar friðar, villtur maður þráir hinn rétta veg. Jesús Kristur fann ekkert at- hugavert við það, að slíkir menn leituðu hjálpar hans í neyð sinni, og enn þann dag í dag kemur hann til móts við milljónir manna, sem svo er ástatt um. En þrátt fyrir það kenndi hann, að eigingirnin, og þá einnig eigingirni hins „trúaða“ væri banamein mannsandans, sjúkdómur til- verunnar. ÓEIGINGJÖRN TRÚ. SÚ TRÚ, sem Jesús boðaði, var kærleikssamfélagið við góðan guð, og við mennina. Sá, sem vill elska guð, hlýtur um leið að elska mennina, — og Kristur kallar oss til að þjóna öðrum, miskunna og hjálpa. — Þess vegna er það ekki í samræmi við hans kenningu að vilja eiga gæði himnaríkis fyrst og fremst handa sjálfum sér, heldur hitt, að láta sér annt um aðra, bæði í bæn, orði og verki. Sá maður er vissulega nær guðs- ríkinu, sem hugsar minna um það, hvaða gæði kunni að bíða hans hinum megin, held- ur en hinn, sem miðlar gæð- um þessa heims til þeirra, sem eru í neyð. Jakob Jónsson. Leiðir allra, sem ætla að kaupa eða selja B f L liggja til okkar Bf lasalan Klapparstíg 37. Sími 19032. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906. Þakpappi, Eingangrunar- .V kork, 1” 1V2” 2” fyrirliggjandi. Sighvatur Einarsson & Co. Skipholti 15, Símar 24133 — 24137. Eldfastur steinn T og leir fyrirliggjandi. Sighvatur Einarsson & Co. Skipholti 15, Símar 24133 og 24137. Pípur og fittings, svart og galv. fyrirliggjandi. Sighvatur Einarsson & Co. Skipholti 15, Símar 24133 og 24137. Baðker, hand- Iaugar, hand- Iaugafætur, .. blöndunarkranar lásar fyrirliggjandi. Sighvatur Einarsson & Co. Skipholti 15, Símar 24133 og 24137. I verðá 'seld í dag á Laugavegi 63 og Vitatorgi. Mikið úrval af afskornum blómumi. Blóma og grænmetisnnarkaðurinn Sími 16990 Aðsfoðarlæknisstaða Staða 2. aðstoðarlæknis við Bæjarspítala Reykja- víkur er laus frá 1. septemher n. k. Hmsóknir sendist yfirlækni fyrir 1. júlí. Stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. F 1 S K 1 B Á T A R - * ■ j 8,w.V)i r ’ Wn Bj ■ (8|7 feta, ca. 140 rúml, norjskur stál fiskibátur). Útvegum hverja þá stærð af stál fiskibátum, sem óskað er, smíðaða hjá 1. flokks norskum skipasmíðastöðvum. Til afhendingar fyrir áramót, ef samið er strax. Einnig eikarbáta frá Noregi og Danmörku. aSa Tjarnargata 3. Sími 14174. Símnefni: Bátur. Einkaumboð fyrir Landssamband norskra skipasmíðastöðva. 4 24. maí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.