Alþýðublaðið - 24.05.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.05.1959, Blaðsíða 6
Myndin efst hér á Opnunni er af sæförunum okkar, Ægi og Hólmfríði, þar sem þau sitja yfir ríkulegri máltíð í Nausti. Á efri myndinni hér að neðan sést skip- stjórinn á Fagrakletti í brúnni á skipi sínu og til vinstri er Ægir. Á neðri mynd- inni eru skipverjar við vinnu sína um borð. j Við hittumst öll aftur í Nausti þremur vikum síðar. Sæfararnir okkar voru þá báðir nýrisnir úr inflúenz- unni. Matarlystin var nú í bezta lagi og þau snæddu fjórréttaða máltíð með góðri lyst: rækjukokkteil, buff, ís, kaffi og allt tilheyrandi. Við sátum í bás, sem bar nafnið Andvari, og sæförun um þótti nafnið heldur kald hæðnislegt. Ægif Ferdinandsson, sem starfar við heildverzíun Magnúsar Kjarans og leik- ur auk þess knattspyrnu með Val, sagði, að sjó- mennskan væri miklu erf- iðari en hann hefði gert sér í hugarlund. Hann var þakk látur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri til þess að kynnast kjörum sjómanna- stéttarinnar. — Ég er reynslunni rík- ari, sagði hann. Hólmfríður Ólafsdóttir, sem er starfandi hjúkrunar- kona við Landspítalann, tók í sama streng. Sérstaklega vildi hún taka það fram, hversu skipshöfnin á Fagra- kletti hefði verið elskuleg og vingjarnleg á allan hátt. — Þetta var erfitt, sagði hún og brosti. — En skemmtilegt eftir á að hyggja. ÞAÐ er orðið nokkuð langt síðan við buðum tveimur lesendum okkar í sjóferð til þess að kynnast kjörum sjómannastéttarinn- ar lítið eitt, og auk þess rnáltíð í Nausti á eftir. Fjöl margar umsóknir bárust, en aðeins var unnt að bjóða tveimur, og þau sem hlutu hnossið voru Hólmfríður ÓLafsdóttir og Ægir Ferd- inandsson. Sjóferðin var farin á réttum tíma, en þeg ar kom að góðgerðunum, voru báðir sæfararnir lagst dr í inflúenzu, svo að loks- ins síðastliðinn laugardag var hægt að ljúka ferðinni eins og til stóð. Og svo kemur fiskisagan: Það var lagt af stað frá Hafnarfirði klukkan hálf- tvö aðfaranótt sumardags- ins fyrsta í blíðskaparveðri með vélbátnum Fagrakí\tti. Haldið var beint á miðin 34 m'ílur NV af Garðskaga, þar sem báturinn átti net í sjó, tveggja nátta. Þangað var um fimm tíma stím. Strax og bólbjart var orð ið, var byrjað að draga net in, — en sæfararnir okkar fóru þó ekki á fætur fyrr en um níuleytið. Þá voru há setarnir búnir að draga í tvo tíma og töluverður fisk ur kominn á dekk. Blíðskaparveöur var all- an daginn, en þoka öðru hverju_ Þrátt fyrir það kenndu landkrabbarnir okk ar báðir töluverðrar sjó- veiki og lögðu blátt bann við, að teknar yrðu myndir af þeirn um borð, — sérstak lega ungfrúin. Það var mikið af bátum á þessu svæði 'og ekki laust við, að skammast væri í tal stöðvunum fyrir að leggja netatrossurnar hver ofan í hjá öðrum. Allt gekk þó snurðulaust og skammirnar voru mest á yfirborðinu, því að þetta var prýðilegur róð ur. Fáígriklettur fékk 50 tonn og er þetta bezti róð- ur hans í vetur og með betri róðrum á vertíðinni. Skipstjóri á Fagrakletti er Guðmundur Kristjáns- son. Þegar hann sá farþega sína um leið og lagt var af stað, varð honum að orði: — Bara að þeir séu nu ekki fiskifælur. En þegar sá ótti var á- stæðulaus og róðurinn virt- ist ætla að takast prýðilega, — fór hann mörgum orðum um þá blessun, að hafa þessa landkrabba um borð. Svo að við gleymum því ekki, viljum við færa honum og skipshöfn hans beztu þakk- ir fyrir prýðilega fyrir- greiðslu. Sérstaklega biðj- um við að heilsa Simba kokk. Hann var eins og skipshöfnin reyndar öll hin vingjarnlegasti við okkur. Hann skildi það ósköp vel, að landkrabbarnir væru sjóveikir, en hins vegar átti hann bágt með að trúa því, að þeir vildu ekki svið. Slíkt og annað eins hafði aldrei borið við í kokkstíð hans! Þetta var með lengri róðr um, og Fagriklettur kom ekki að fyrr en eftir tæpan sólarhring. Þegar við héld- um heimleiðis, var starfi skipshafnarinnar síður en svo lokið Þá fóru þeir að landa. * Á ÞESSU ári Iæra 10 þús. Amerikumenn rúss nesku. Á sama tíma eru 10 milljónir Rússa að læra ensku PENINGAR eru mikils virði fyrir þá, sem kunna að fyrirlíta þá_ Montesquieu. ☆ + RAINIER fursti af Mo- naco hefur íburðarmik ið kvikmyndahús í höll sinni. Eftirlætis kvikmyndir hans eru kúreka- og glæpa- myndir, — en þar sem eig- inkona hans Grace Kelly hefur tekið að sér rekstur kvikmyndahússins, fær furstinn sárasjaldan að sjá slíkar myndir. Hann verður að láta sér lynda að sitja geispandi yfir ástarvellum og gamr/.Vnyndum ,af létt- asta tagi! ■iiiiiiiiiiiiiuiiiimiiimHiiiiiifiiiuiiiiiiiiiuiiiiiii Simbi kokkur vildu ekki einu sinni svið! BLAÐAMENN ei um á þönum eftir fc hefur drýgt einhvei ir eða lifað eitthv er í frásögur fær; lesendum þykir v En oft á tíðum. hlýti spurning að íhva: þeim, hvort þeir 1< langt yfir skammt, ■ hetjurnar séu ekki þeir, sem vinna hii dagslegu störf og I yfir sér. f dag er mæðrac og í tilefni af því hi að rnáli húsmóður ladni, sem er stöd bænum um þesar Hún heitir StefaníE er búsett að Eiðum, ur hennar er ken: skólann þar. Hún barna móðir, — he: ar eignazt ellefu, i eitt. Hún kom í bæ eitt barna sinna t: inga, en til þess ai færi ekki til spillis an, fékk hún sér tín hjá Sigurðj Birkis í söngstjórn hjá Þórðarsyni. Við spurðum fyr heimilið væri ekki —Erfitt? Nei, þe1 ur áfram. Það er d; að eiga mörg börn — Einhverjir er: hljóta nú að vera ] fara. — Ja, það væri að koma þeim á morgnana, klæða og kalla svo allan inn á matmálstím það verður að gæta það er ólík aðstað upp mörg börn í borg. Hér í höfuf væri sennilega óhuj TÝNDI GIMSTEINNINN EINS og fyrr er getið er ung stúlka frá Amsterdam meðal farþega. Frans kynn ist henni fljótt og þau taka tal saman. ,,Ég hlakka mik- ið til að koma til írlands,“ segir ungfrúin, „við þekkj- um allt of lítið þessa e'yju.“ Þegar hér er komið sögu siglir „Sækötturinn“ undir stóra brú, — þegar Vibe skipstjóri sér skyndilega merki frá litlum dráttarbát, sem hefur dregi uppi. Á afturdekki bátsins sér hann m veifar höndunum. báturinn kemur 0 24. maí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.