Alþýðublaðið - 26.05.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.05.1959, Blaðsíða 3
BERLÍN, 25. maí (REUTER). A nifjrgun hefst í Berlín áttundi fundur A'lþjóða hlaðaráðsins, IPI. Verður þar rætt um frjálsa hlaðaút-gáfu og áhrif sjónvarps á útgáfustarfsemi. WiIIy Brandt borgarstjóri í Vestur-Berlín setur fundinn. Talsmaður ráðsins sagði í d!ag, að fyrir lægi'umjsókn tyrk- neskra blaðáútgefenda og blaða marma um aðild áð ráðinu, en óvlíst væri hvort þeir fengju að gerast msðlimir, þar eð aðeins þau lönd, sem leyfa frjálsa folaðaútgáfu, geta orðið meðlim ir, en í Tyrklandi hefðu 800 folaðamenn verið handteknir og fangelsaðir undanfarin fimm ár. Portúgalar eru ekki aðiiar, þar Flugslysið Framhald af 1. síðu. kom að dalnum sá hann, að þar var bjart undir, og hélt inn í dalinn. Kom hann síðan auga á eitthvað ókennilegt í hliðar- dal. Var það flakið. Hafði flug- vélin komið þar niður á sléttan mel á mikilli ferð. Tilkynnti Björn þegar til Reykjavíkur, hvernig komið væri, og bað um að þyrla og læknir yrði send á staðinn. Fór hann því næst til Reykjavíkur, tók þar benzíú Cg vísaði síðan þyrlunni á stað- Inn. Fleiri vélar fóru unn eftir. Er Björn fann flakið var klukkan 6.40 f.h. Var komið með líkin til Revkjavíkur um kl. 9.30. Hafði Björn há verið á flugi alla nóttina. Álítur hann að slysið hafi orðið milli kl. 11 til 11.30 e.h. Hilmár Daníelsson lætur eft- Sr sig konu. Hann var 27 ára gamall. Þau hiónin Björg Sveinsdóttir og Jón Guðnason láta eftir sig börn. eð þar er ritskoðun á öllum fréttum. Ti^ fundarins eru mættir 230 útgefendur og blaðamenn frá 26 ekki-kommúnistíksum ríkj- um'. IPI var stofnað 1951 og'hef ur unnið merkilegt starf á ýmsum sviðum’. Aukin viðskipti Rússa og Breia. MOSKVA, 25. maí (REUT- ER). í gær var undirritaður við skiptasamningur milli Bret lands og Sovétríkjanna. Af hálfu Breta undirritaði sir Da- vid Eccles viðskiptamálaráð- herra samninginn, en hann var formaður brezku sendinefndar- innar, sem gekk frá samningn- um. Talið er að viðskipti Rússa og- Breta muni nú aukast um allt að þfiðjung frá því, sem verið hefur. Bretar kaupa af Rússum bíla, leikföng, hljóðfæri, Ijós- myndavélar og úr auk þess varnings, sem þeir hafa áður keypt. Rússar kaupa á móti bíla, íþróttavarning, gólfdúka, fatnað, skó og baðmullarvörur. Við komuna til London sagði Eccles að þessi viðskiptasamn- ingur mundi ekki hafa áhrif á viðskipti Breta vð Samveldis- löndin. Minningarorð Framhald af 4. síðu ur mót hækkandi sól. Við vit- um líka, að vegarnesti henn- ar úr vorum heimi var ómeng- að og traust. Þess vegna mun landtaka hennar á hinni ó- þekktu strönd góð verða. • H. Þ. MUNCHEN, 25. maí, (REUT- ER). Alþjóðaolympíunefndin, sem nú er á fundi í Munchen, Bamþykkti í dag inntöku nýrra þjóða í nefndina og eru með- limir nú 99. Ekki hefur enn Máðst samkomulag um þátttöku kínversku ríkjanna og Nórður- ®g Suður-Kóreu. Löndin, sem samþykkt voru, eru Albanía, Nicaragua, Hol- lenzka Guinea, Ecuador, Mar- okkó, Rhodesía, San Marino og Eúdan. Formaður olympíunefndar- innar, Svisslendingurinn Otto Mayer, sagði eftir fundinn í dag, að mjög væri deilt um þátt töku Kína og Kóreu. Talið er að gengið verði frá samkoniu- lagi um sameiginlega þátttöku Austur- og Vestur-Þýzkalands í Olympíuleikjum í framtíðinni. Á næsta fundi verður rætt um kynþáttamisrétíi í Suður-Af- ríku í sambandi við val kepp- enda á Olympíuleikina. Olympíunefndin ákveður brátt, hvar Olympíuleikarnir 1964 fara fram. Eftirtaldar borg ir hafa farið fram á að halda leikana, Brussel, Detroit, Tokyo og Vínarborg. Calgary í Kanada og Innsbruck vilja halda vetr- arleikana. Ábbas fús III samninga við Frakka. KARTÚM, 25. maí (REUTER). Ferhat Abbas forsætisráðherra alsírsku útlagastjórnarinnar, sem aðsetur hefur í Kairó, er á ferð um Súdan. Hann ræddi við blaðaménn í dag. Hann kvað Alsírbúa múndu halda á- fram baráttunni gegn Frökkum þar til Alsír hlyti fullt sjálf- stæði. Hann sagðist vera reiðu- búinn að semja við Frakka, ef eftirtöld skilyrði yrðu uppfyllt, slíkir samningar færu fram í hlutlausu landi, útlagastjórnin yrði viðurkennd sem samnings- aðili fyrir Alsír, og á ráðstefn- unni yrði gengið frá öllum deilumálum. Framhald af 1. síðn. fram á vegum ríkisins n.k. mið- vikudag. Verður hann jarðsétt- ur í Arlingtonkirkjugarðinum, þar sem þeir hvílast, sem látið hafa lífið í þjónustu fyrir ætt- jörðina. — Samúðarskeyti hafa borizt hvaðanæva úr heiminum vegrta fráfalls Dullesar. Framhald af 12. jíðu valdsson. Nemendur 15. 5. Nám skeig í tágavinnu. Kennári Sig- ríður Skaftadóttir. Nemendur 14. 6. Námskeið I Hjálp í við- lögum. Kennari Trýggvi Þor- stei'nsson. Neniendur 15. Alls voru því á þessum 7 námskeið- um 92 nemendur. 8. Módelfélag Akureyrár. Auk þessara námskeiða starf aði Módelfélag Akureyrar. í Varðborg tvo til þrjá daga í viku og fékk þar húsnæði, Ijós og hita án endurgjalds. Þátt- takendur í félaginu hafa flestir verið á námskeiðum í Varðborg. Og eftir námskeiðið í vetur hafa myndazt nýir hópar í þess- ari tómstundastarfsemi. 9. Skák. Æskulýðsheimilið lét Skáta- félagi Akureyrar í té húsnæði til skákæfinga fyrir unglinga nokkúrn hluta vetraríns. Var teflt eitt kvöld í viku og leið- beindu þá fullorðnir skákmenn úr taflfélaginu. Umgengni barna og unglinga í Æskulýðsheimilinu var yfir- leitf góð, og samstarf við starfs fólk hússins ágætt. Starfsem- inni lauk að þessu sinni" 30. marz. Framkvæmdastjóri heim ilisins var eins og áður Tryggvi Þorsteinsson, yfirkennari. Var starfsemi heimilisins í vetur með fjölbreyttasta og þrótt- mesta móti. BÓKASAFNIÐ. Bókasafnið var opnað jafnt heimilinu um miðjan október og var opið tvo daga í viku á safna tíma og leikstofurnar. Það var opið til marzloka. Á þeim tíma voru skráð lánuð 1630 bindi (bækur og blöð), þar af voru 980 skrásett fyrir ára- mót. Af blöðum var Spegillinn langvinsælastur og mest lesinn. En af bókum einkum nýju bæk urnar, sem höfðu bætzt í safn- ið, svo sem Pjölfræðibókin og nýju barnabækurnar eftir Ái'- mann Kr. Einarsson, Margréti Jónsdóttur og Jennu og Hreið- ar. Yngstu börnin fengu mikið Ævintýri Andersens, hina nýju myndskreyttu útgáfu. Sá breyt ing varð einnig á lestrarefni nú og áður, að mikið var nú beðið um þjóðsögur og voru það eink- um þjóðsögur Jóns Árnasonar, sem voru eftirsóttastar, og einn ig Ólafs Davíðssonar. Safnvörð- ur lét. binda nokkuð af bókum og blöðum. Talsvei't af nýjum bókum var keypt til' safnsins. Einnig bár- ust safninu bókagjafir frá tveimur útgáfufélögum: Bóka- útgáfu Æskimnar og Bókaút- gáfunnj Setberg. Bókavörður var eins óg áður Bjarni Hall- dórsson skrifstofustjóri. Eiríkur Sigurðsson var fyrir hönd stjómarinnar í ráðum með framkvæmdastjóra og bókaverði um starfsemi heimil- isins skina: Jón Kristinsson, Ei- ríkur Sigurðsson, Hannes J. Magnússon, Stefán Ág. Krist- jánsson og Guðmundur Magn- ússon. Rott leikstióri. — Ljósm. Alþýðublaðsins, O. ÓI. Sjá frétt á 12. síðu. GENF, 25. maí (REUTER). Þriðja vika utanríkisráðherra- fundarins í Genf hófst í dag. Eundur var settur í rnorgun, en slitið rétt strax. Talið er að all- if utanríkisráðlierrarnir faxi til Bandaríkjanna og verði við út- för Dullesar. Sagt er að Gi'oixty- ko utanríkisráðherra Sovétríkj anna bíði aðeins eftir staðfest- Útgerðarfélag Ák. Framhald af 2. síðu. STJÓRNARKJÖR Aðeins einn listi kom fram til stjórnarkjörs, borinn fram af bæjarstjórn- Akureyrar. Vaxð hann því sj álfkj örinn. Stjórn félagsins skipa nú: Helgi Pálsson. Jakob Frímanns son, Jónas G. Rafnai', Albert Sölvason og Tryggvi Helgason. Varamenn: Gunnar H. Krist- jánsson, Gísli Konráðsson, Ey- þór H. Tómasson, Jón M. Árna- son og.Jóhannes Jósefsson. End urskoðendur Voru kjörnir Ragnar Steinbergsson og Þórir Daníelsson. I lok fundarins flutti fund- arstjóri þakkir hluthafa og framkvæmd’astjóra fyrir góða og farsæla stjórn á félaginu á sl. ári og óskaði þeimi velfarn- aðar í starfi framivegis, hinn nýja meðframkvæmdastjóra, Andrés Pétursson, bauð hann velkominn til starfs, lýsti á- nægju sinni með mjög glögga og greinagóða ársreiknina úr hendj skrifstofustjóra félasins, Ólafs Bjarka Ragnnrssonar, og bað stjórn og framkvæmda- stjóra að flytja skipslhöfnum' fé lagsins og starfsfólki öllu í landi alúðai’þakkir aðalfundar fyrir farsæl störf. Bragi Sigurj. ingu Krxxstjovs, en síðan mxuxil hann, fara vestur unx haf. Von Brentano, utajxríkisráö- herra Véstur-Þýzkalp,nds, Iagði á fundi nueð utanríkismála- nefnd þingsins í Bonn í dag, að búast mætti við að Genfarfund urilnni standi lengi, til þessa hefði sovétstjórnin ekki slakað til á einu einasta atriði varð- andi Þýzkaland. i MIKILL OG GÓÐUR MAÐUH Selwyn Lloyd minntist Duil-’ esar á fundi ráðherranna í morgun. Haan sagð.i að hania hefði verið mikill maður og góður maður. — „Mikilleiki manns orkar jafnan tívmælis, en ég; er hreykinn af að hsfa notið vináttu og samstarfs við Dulies umi árabil.“ sl BELGRAD, 25. maí (REUTER), Nikita Krústjov forsætisráÖ* heira Sovétríkjanna kom i 12 daga opinbera heimsókn '11 Albaníu í dag. Á flugyellinum tóku heíztu nxenn landsins á móti honum og héldn ræðuf0 Krústjov fluíti fyrstu ræðiína og kvaS Sovétríkin og Alhanim bundin cilífum vináttubönduri„ Forsæfisráðh. Albanaíu, Mch-> met Shehu og formaður aib» anska kommúnista£Iokksir's!> Enver Hoxha, kváðu heimsói » Krústjovs fylla hjörtu Albansv ósegjanlegri -gleði og hrifningu. „Þetta er merkasti viðburður » allri sögu Albaníu“, sagði Hex- ha. ,Allt, sem gert hefur veri’# í Albaníu hefur verið gert afl. Hoxha“, svaraði Krústjov. Alþýðublaðið — 26. maí 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.