Alþýðublaðið - 26.05.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.05.1959, Blaðsíða 6
MANNFJÖLDINN á göt- unni hrópaði af skelfingu og gegnum hrópin mátti heyra ýmist bænir eða for- tölur til 32 ára gamallar ítalskrar konu, sem stóð við glugga á fimmtu hæð í húsi í Rómaborg. Hver tilraunin á fætur annarri var gerð til jþess að tala um fyrir hinni ógæfusömu konu og fá hana til að hætta við bjargfasta ákvörðun sína um að fremja sjállsmorð. Meðan mannfjöldi safnaðist saman í skelfingu úti á götunni, var reynt að komast inn í herbergi konunnar. — Það tókst, en um seinan. Hún hafði fleygt sér út um opinn gluggann út í það, sem hún var sannfærð um að væri opinn dauðinn. En það fór á aðra leið. Slökkviliðsmenn borgarinnar komu á vett- vang kömmu áður en hún fleygði sér út um gluggann og um leið og hún stökk sprautuðu þeir á hana með sterkri vatnsslöngu. Vatns- bunan var svo sterk, að hún dró mjög mikið úr fallinnu. Konan hlaut heilahristing og handleggsbrot, og var flutt á sjúkrahús. Óítaðisí að gefa ekki fæft erfingja KRISTÍN Svíadrottning sagði ekki af sér af því að hún gerðist kaþólsk, heldur vegna þess að hún hélt að hún gæti ekki átt börn. Sænski rithöfundurinn Sven Stolpe hefur komist að þessari niðurstöðu í dokt- orsritgerð, sem hann varði nýlega við háskólann í Upp- sölum. Mikill fjöldi bóka hefur verið skrifaður um hina ó- venjulegu drottningu Krist ínu dóttur Gústavs II. Ad- olfs. Hún var aðeins sex ára er faðir hennar féll. Hún þótti frábæum gáfum gædd og um tvítugt tókst henni að ná flestum völdum úr höndum ríkisráðsins og að- alsins, og sýndi í þvi sam- bandi frábæra stjórnmála- hæfileika. Aðdáun hennar og kunn- ingsskapur við franska lær- dómsmenn leiddi til þess að hún tók kaþólska trú og 27 ára að aldri sagði hún af sér konungdómi, fluttist til Róm ar og bjó þar umkringd lista mönnum og vísindamönnum hvaðanæva úr veröldinni. Sven Stolpe telur sig hafa fundið hina réttu ástæðu fyr ir valdaafsali Kristínar. Á hennar dögum var það trú manna að konur skiptust í tvo hópa eftir eðli. Trúað var að hinar heitu gætu ekki fætt eðlileg börn og Kristín taldi sig vera í þeirra hópi. Þar af leiðandi vildi hún ekki giftast þar eð hún ótt- aðist að vera ekki fær um að ala heilbrigðan ríkisarfa. EKKERT lát verður á hneykslismálum í evrópsk- um konungsfjölskyldum. í Brussel er allt upp í loft vegna trúlofana prinsa og í Hollandi hefur Júlíana drottning í annað sinn á þrem árum vakið undrun og gremju þegna sinna vegna viðræðna við undarlegt fólk. 1956 sat hún löngum á fund- um með andalækninum Greet Hofman og á hvíta- sunnudag ræddi hún í eina klukkustund við bandaríska geimvísindamanninn Ge- orge Adamski, en hánn hef- ur ýrnis tíðindi að segja frá öðrum plánetum og óheilla- vænlegu starfi Venusbúa innan ríkisstjórna stórveld- anna. Hollenzk blöð hafa undan farið gagnrýnt drottninguna fyrir að hafa veitt Adamski áheyrn og sagt er að ríkis- stjórnin hafi reynt að £á drottninguna ofan af því að ræða við hann. Talsmaður hirðarinnar sagði, að drottn ingin væri sjálfráð hverja ÞESSAR þrjár myndir eru teknar hver á fætur annarri, — sú fyrsta, þegar hin örvinglaða kona stendur við gluggann og ætlar að fleygja sér út um bann, — önnur þar sem hún stendur í glugga- kistunni, en á samri stundu skrúfuðu slökkviliðsmennirnir frá vatns- slöngunni — og sú þriðja andartaki síðar. hún ræddi við, en almenn- ingur er á annarri skoðun. Talsmaður sagði ennfremur, að viðtal drottningarinnar við géimfræðinginn hefði opnað augu hennar fyrir því, að hann væri ekki ann- að en hálfvitlaus falsari, — sem reynt hefði að hagnast á áhuga drottningarinnar á dulfræðum, trúarbrögðum og yfirnáttúrulegum hlut- um. Adamski talaði í útvarpið í Hilversum fyri og upplýsti að á kæmi út eftir han inniihéldi myndir ir fyrir því, að I hitt og rætt við íi ar. Þetta gerðist I ber 1952 og myn áhöfn á bandarísl vél. Adamski kvai hafa komið til tu íbúarnir þar !h ensku með því a ÞESSI skemmtilega teikni Brigitte Bardot birtist ný franska blaðinu Paris Match. arinn heitir Kan Keine og fáum dráttum náð svip hinna leikkonu. FRANZ TÝNDI GIMSTEINNINN HINN síðbúni farþegi seg ist heita Willem Koster og vera búsettur í Amsterdam. Farseðill hans var í lagi. — Þér komið nokkuð seint“, sagði skipstjórinn, „en engu að síður eruð þér velkom- inn. Ég skal láta fylgja yður niður í klefa yðar. Viljið þér borða strax? Maturinn er til reiðu.“ — Frans og hinir farþegarnir ig niður til þess um föt fyrir mal vörmu spori sitjs an til borðs. Kokl ist hafa lagt sig ; og farþegarnir i arins með beztu 1 0 26. maí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.