Alþýðublaðið - 26.05.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.05.1959, Blaðsíða 9
Þorsteinn Löve. FYRISTA frjálsíþróttainót sumarsins, — Vormót IR — var háð á sunnudaginn. Þátttakend ur voru í færra lagi, en árang- ur góður, þrátt fyrir frekar ó- hagstætt veður. Til að hyrja með gekk mótið frekar illa, en það lagaðist þegar á leið. Valbjörn náði ágætu afreki í stangarstökki — 4,25 m. Sjaldan hefur Val'björn byrj- að eins vel ag nú, hann stökk allhátt yfir 4,25 í fyrstu til- raun og var í alla staði öruggur í keppninni. Næst var hækkað í 4,35 mi., en töluvert vantaði á, að Valbirni tækist að stökkva iþá hæð. Heiðar og Valgarður virtust ek'ki upplagðir, en sá fyrrnefndi hefur lítið sem ekk- ert getað æft í vetur og vor. Hvað gerir Ki’istleifur í góðu veðri og harðri keppni — 8:10,0? Kristleifur Guðbjörnsson sýndi það í 3000 m. blaupinu, að íhann er Hklegur til stórafreka á hlaupabrautinni í sumar. Að ná 8:41,4 í þó nokkrum vindi á fyrsta móti sumarsins, algjör- lega keppnislaust, er frábært afrek. Kristleifur hefur lagfært Ihlaupastíl sinn, stytt skrefin og allt var hlaup hans létt og skemmilegt. Kristján og Haukur gátu hvorugur verið með að þessu Björgvin Hólmi. sinni, sá fyrrnefndi vegna veik- inda, en Haukur meiddi sig smávægiiega í ökla. Þorsteinn Löve var öruggur í kringlukastinu. Að þessu sinni sýndi Þor- steinn Löve mikið öryggi í kringlukastinu og sigraði þá Friðrik og Hallgrím með mikl- um ýfirburðum. Flest köst hans voru 48 til 49 metrar. Björgvin Hólm og Einar Frímannsson unnu ágæt afrek. QBjörgvin Hólm virðist vera c ÍÞróltir '3 í ágætri æfingu, hann keppti í fjórum greinumi, sigraði í 110 m. grindi (15,1) og spjótkasti (58,21) og náði 6,81 m. í lang- stökki og hljóp 100 m. á 11,1 sek. Það verður fróðlegt að fylgjast með Björgvin í tug- þrautinni í sumar. Einar Frí- mannsson sigraði í 100 m. hlaupi á góðum endaspretti og sýndi ágæt tilþrif og gott keppn isskap í langstökkinu. Þórir Þorsteinsson hefur lítið æft, en hl jóp samt léttilega eins og hans er vani. •jc Aðrar greinar mótsins. Drengjahlaupin tvö 100 og 400 m. yoru skemmtileg. Guð- jón Ingi úr F'H er efnilegur og það sama má segja um Helga, Steinar og Jón. Sprett'hlaupar- arnir hlupu einnig vel og eiga örugglega e'ftir' að láta að sér kveða í framtíðinni. ÚRSLIT: 110 m. grindahlau.p: Björgvin Hólm, ÍR, 15,1 Sigurður Lárusson, Á, 16,0 Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, ÍR, 4,25 Heiðar Georgsson, ÍR, 3,45 Valgarður Sigurðsson, ÍR, 3,45 100 m. hlaup: Einar Frímannsson, KR, 11,0 Valbjörn Þorláksson, ÍR, 11,0 Björgvin Hólm, ÍR, 11,1 Grétar Þorsteinsson, Á, og Guðm. Guðjónsson, KR, 11,5 Spjótkast: Rjörgvin Hólm, ÍR, 58,21 Ingvar Hallsteinsson, FH, 57,90 Sigm. Hermundss., ÍR, 46.35 400 m. hlaup: Þórir Þorsteinsson, Á, 51,9 .......' 1 Valbjörn 4,25, Löve 50,28, Kristleifur 8:41. Björgvin og Einar tvöfaldir sigurvegarar. * f i j Guðm. HaHgrímsson, UÍA, 53,8 Kringlukast: Þorsteinn Löve, ÍR, 50,28 Friðrik Guðmundss., KR, 46,71 Hallgrímur Jónsson, Á, 45.72 Gunnar Huseby, KR, 42,68 Langstökk: Einar Frimiannsso'n, KR, 6,83 Björgvin Hólm, ÍR 6,81 Sig. Sigurðss., Umf. Fram, 6,24 Helgi Björnsson, ÍR, 6,14 3000 m. hlaup: Kristi. Guðbjörnss., KR, 8:41,4 Reynir Þorsteinss., KR, 9:58,6 100 m. hlaup drengja: Steindór Guðjónsson, ÍR, 11,9 400 m. hlaup dx*engja: Guðjón I. Sigurðss., FH, 55,9 Helgi Hó'lm, ÍR, 56,4 Steinar Erlendsson, FH, 57.51 Jón Júlíusson, Á, 588.8 J m. : - f '4 Vaíbjörn Þorláksson. Kristleifur Guðbjörnsson. Kristán Eyjólfsson, ÍR, 12,0 Lárus Lárusson, ÍR, 12,1 Halgi Hóim, ÍR, 12,2 I. DEILDARKEPPNI Knatt- spyrnumóís fslands hefst í kvöld með leik Vals og Kefl- víkinga, sem fer fram á Mela- t vellinuin og hefst kl. 8.30. í mótinu taka þátt KR, Fram, Valur, Þróttur, ÍA og ÍBK. Keflvíkingar hafa leikið fá- eina æfingaleiki í vor og hefur þeim gengið vel. Þeir eru sterk ir og harðir í horn að taka, og virðast komnir í góða þjálfun. Þeim hefur bætzt liðsstyrkur frá Akureyri, Haukur Jakobs- son, hinn snjalli framvörður Akureyringa, sem er fluttur til Keflavíkur og leikur með ÍBK, og Skúli Skúlason hefur flutt sig um set; hann lék áður með íþróttafélagi Keflavíkurflug- vallar, en leikur nú með IBK. KR OFTAST UNNIÐ. Þetta er 48. íslandsmótið í Valur og Keflavík leika í kvöld. knattspyrnu og 5. I. deildar- keppnin, sem fram fer. Sigur- vegarar hafa verið KR (15 sinn- um), Fram (13 sinnum), Valur (12 sinnum), Akurnesingar (5 sinnum) og Víkingur (2 sinn- um). Mótið verður sett hátíð- lega af fulltrúa Knattspyrnu- sambands íslands. TVÖFÖLD UMFERÐ. Mót þetta markar söguleg tímamót, því að með því verð- ur tekinn upp sá háttur, að keppt verður í tvöfaldri um- ferð, og leika félögin 5 leiki heima og 5 leiki að heiman hvert, og fara því fram 5 leikir á Akranesi og 5 leikir í Kefla- vík, en 20 leikir í Reykjavík. Næstu leikir verða sunnu- daginn 31. maí. Leika Akurnes- ingar við Þrótt á Akranesi kl. 4 og KR og Keflvíkingar kl. 8.30. Afmælisleikur Akranes si Á SUNNUDAGINN var léku Akurnesingar viS Þrótt. Leik- ur þessi fór fram að því tilefni, aS á þessu ári er Þróttur 10 ára. Þetta var því afmælis- leikur. Knattspyrnufélagið Þróttur er stofnað 5. ágúst 1949. Aðal- hvatamenn að félagsstofnun- inni voru þeir Halldór Sigurðs- son og Eyjólfur Jónsson sund- kappi. Stofnendur voru 37 tals- ins. Stofnsvæði Þróttar var Gi'ímsstaðarholtið og Skerja- fjörður. Félagið hefur dafnað vej og eflzt, enda jafnan átt á- hugasömum félögum og for- ustumönnum á að skipa. Fyrsti formaður Þróttar var Halldór Sigurðsson fisksalh En núver- andi formaður er Óskar Péturs son, verkstjóri. Er Þróttur var stofnaður fyrir 10 árum, hafði ekkert knattspyrnufélag verið stofnað í Reykjavík frá því ár- ið 1911, þótt íbúum borgarinn- ar hefði fjölgað á þessu tíma- bili úr 12230 í 54707. En nóg um þetta, hér er ekki ætlunin að rekja sögu Þróttar, heldur minnast með nokkrum orðum á áðurnefndan afmælisleik. En honum lauk með sigri Akurnes- inga, sem skoruðu tvö mörk gegn engu. ☆ Áhorfendur voru margir að leiknum, sem fór fram við hin beztu veðurskilyrði. Akurnes- ingar hafa haft og hafa enn að- dráttarafl fyrir þá, sem gaman hafa af þessum skemmtilega leik — knattspyrnunni, og vissulega eru þeir margir í þessum bæ. Hins vegar leikur það ekki á tveim tungum að framfarir þessarar íþróttagrein Þrótt 2:0 ar, sem svo mikilla vinsælda nýtur með bæjarbúum, er ekld eins mikil og vænta mætti. Það sýna Ijóslega þeir leikix’, sem þegar hafa verið leiknir í vor. Þar skortir mikið á xxm snerpu, leikni og skothörku, aij knattspyrnumenn vorir geti tal izt liðgengir til nokkurs jafns' við leikmenn annarra þjóða. Mætti það og vera yfirstjóm knattspyrnumála vorra og leik mönnum athugunarefni. -—o— í þeim leik, sem hér urn ræ<5- ir, tefldu Akurnesingar ekki fram. sínu gamla og sigursæla liði, sem svo mörgum hefur verið yndi unaðsstunda á knattspyrnuvellinum undanfar in ár. Burtu var Rikki, brotinn Þórður en Donni stóð einn, tepptur við gaflhlað svifaseinna . samherja í framlínunni, en hann lék nú miðherja. En x framherjasveitina vantaði Óg Þórð Jónsson og Helga Björg- vinsson. Guðjón’ Finnbogason, einn okkar allra bezti fram- vörður um árabil, var heldtn’ ekki með. Þrótíur styrkti lið sitt með n okkrum lánsmönnum, þ. e. Albert Guðmundssyni, Páli Jónssyni úr Keflavík og Einari Sigurðssyni úr Hafnai'firði. Þrátt fyrir sigur Akui'nes- inga verður ekki annað sagt, en að leikurinn hafi verið jafe og yfirleitt tilþrifalítill. ☆ Frá leiknum er fátt snjallra tilvika, sem geymast mun i í endurminningum þeiri'a þús- unda, sem þarna komu saman. Fyrri hálfleik lauk án þess (Framliald á 10. síffh), HELAVÖLLUR íslandsmótið. -1 leikur. I kvöld kl. 8,30 leia Valur §| IBK Dómari: Guðbjöra Jónssoxi. LíiiuverSir: Frímann Gunnlaugsson og Sigurður Karlsson. Mótanefndin. Alþýðublaðið — 26. maí 1959 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.