Alþýðublaðið - 27.05.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.05.1959, Blaðsíða 5
(WHO), Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin, sem hóf árs- þing sitt 12. maí s. 1., vann ár- ið 1958 að 600 sundurleitum verkefnum í 121 landi og land svaeði. Stofnunin hefur nú verið við lýði í 10 ár og þegar Iitið er yfir feril hennar, verð ur Ijóst að traustið til starf- semi hennar hefur farið sí- vaxandi. Á þetta er bent í skýrslu framkvæmdastjórans, dr. M. G. Gandau, fyrir árið 1958. Hann bendir á, að þörf- in fyrir starfsemi stofnunar- innar verði æ brýnni, og set- ur þar alþjóðlegar læknis- fræðirannsóknir efst á blað. Eitt helzta áhyggjuefnj Al- þjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar er sú staðreynd, að nokkrir alvarlegir sjúkdómar ógna nú svæðum þar sem þeir voru áður óþekktir. Pannig kvíða menn því nú, að sýfílis verði nú alvarlegt vandamál í héruðum, þar sem tekizt hefur með starfsemi stofnun- arinnar að draga mjög úr hita beltissjúkdóminum „framboe- sia“ (sem líka er nefndur „yaws“, en þetta er sjúkdóm- ur sem mjög líkist sýfílis, þó hann sé ekki talinn til kyn- sjúkdóma). Tæringin er að vinna ný lönd í kjölfar iðn- væðingarinnar, guluveikin (febris flava) breiðist út þar sem hún var áður lítt þekkt og svipuðu máli gegnir um ýmsa aðra skæða sjúkdóma. SKORTUR Á SÉRMENNT- UÐU STARSLIÐI. Dr. Candau leggur ennfrem ur á það áþerzlu, að enn sé tilfinnanlégur og víða í- skyggilegur skortur á sér- menntuðu starfsfólki. Árang- urinn hefur orðið meiri í við- leitninni að koma upp ýmiss konar stofnunum — sjúkra- húsum, rannsóknastofum og ráðgjafastofnunum. Enn vant- ar mikið á, að til sé þjálfað- ur mannafli til að reka allar þessar stofnanir. Starfsemi Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar nær nú til flestra landa heims. Af þeim 600 yerkefnum, sem stofnúnin vann að á síðasta ári, voru 152 í Suðaustur- Asíu. Næstflest voru verkefn- in á svæðinu við austanvert Miðjarðarhaf, en síðan komu Mið- og Suður-Ameríka, Evr- ópa og Afríka . MÝRARKALDA, TÆRING OG LÖMUNARVEIKI eru meðal þeirra sjúkdóma, *lllllillHmillllllllIlllltllllllllIlKlllllllimilIIIIIIIIIIIIIIimmilllllllllllllllllllKKIIIliilllillllllllllllllllllllllltllKllll>r | Fátt er nauðsynlegra fyídr almennar fram.farir í Abyss- jj | iníu en flugsamgöngur. Landlð er svo erfitt yfirferðar 1 I og vegar og járnbrautarlagnljr dýrar. Fyrir því hefur rík | = ið koreíTð upp miklu flugsamgöngukerfi, bæði innan | | landsins ög íil útlanda. Myndin er frá Debra Tabor, og | = maðurmn á hestinum er flugstarfsmaður, sem kemur til | | að afhenda flugskilríki. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKIKIIIIKIIIIIIIIII? Sárefni ræsling fyrir geimför. LOFTRÆSTIKERFI í geim för hefur verið framleitt í Bándaríkjunum. Talið er, að slíkt kerfi muni leysa þrjú helztu vandamálin í sambandi við geimflug — þ.e. vandamál í sambandi við hita, dautt loft inni í kleía geimfarsins og hið algjöra loftleysi utan klefans, þegar geimfarið er komið út fyrir gufuhvolf jarðar. Höfundur þessa kerfis er Frederick H. Green við Garr- ett Corporation í Los Angeles, en það; fyrirtæki framleiðir tæki í flugvélar, flugskeyti og geimför. Þar eð þyngdaraflið í klefa geimfarsins stendur á núlli eða nálægt því, verða engir eðlilegir straumar til þess að TÍU ÁRA sem stofnunin heyr víðtæk- asta og öflugasta baráttu gegn. Á svæðunum þar sem barizt er við mýrarkölduna búa 778 milljónir manna. Það eru "68 hundraðshlutar þeirra 1Í36 milljóna,. sem alls búa á mýrarköldusvæðum. Að því er tekur til tæringar, þá hef- ur baráttan gegn henni verið samhæfð á stórum svæðum, og hafa ýmis ný og ódýr Iyf komið að ómetanlegu liði í því sambandi. Rannsóknir á lömunarveiki fást einkum. við spurninguna um bólusetn- ingu með lifaridi veirum. Reynslan af Salk-bóluefninu (dauðar veirur) hefur yfir- leitt verið góð, en í ísrael hef- ur sérstök tegund lömunar- veiki.herjað, sem er svo kröft ug, að bólusetriing hefur ekki- komið að liði. Eins og stend- ur er verið að rannsaka orsak- ir þessa. Baráttunni gegn „framboe- sia“, holdsveiki, bólusótt og kóleru er haldið áfram. Talið er að í Afríku séu um 2,3 milljónir holdsveikra manna og um 20 milljónir manna koma hreyfingu á loftið þar. Hætta er því á, að loftið staðni í sumum hlutum klefans og spillist svo, að ekkert líf geti haldizt við í klefanum enda þótt aðstæður í klefanum séu að öðru leyti fullnægjandi. Andrúmsloftið í geysimik- illi hæð er svo rýrt, að ekkert af þeim ráðum, sem nú þekkj- ast til þess að þjappa því sam- an, gætu gefið nægilegt súr- efni, svo að líf gæti þrifizt þar. Til þess að fá ferskt og heil- brigt loft verða geimfararnir því að • nota súrefnisgjafa, geymi með fljótandi súrefni, sem einnig er kælir. Áhald, sem nefnist vortex-hylki, dreg ur til sín óhreint loft í klef- anum. Hitinn er síðan unninn úr þessu Óhreiná lofti' og hon- um bætt í hið fljótandi súr- efni til þess að gera það loft- kennt. í loftræstikerfinu blandast óhreina loftið loks hinu loftkennda súrefrii, þar kælist það og berst síðan út í klefann sem ferskt og heil- brigt loft. með „framboesia“. Ein mill- jón holdsveikra er nú undir læknishendi, og um 12 mill- jónir. manna með „framboe- sia“ hafa verið ranrisakaðar. Af þeim hafa 7 milljónir fengið fullan bata. í fyrra seridi Alþjóðahéilbrigðismála- stofnun-in 2 millj. skammta af bóluefni gegn bólusótt til Pakistans, en þar hafði kom- ið upp faraldur. Bóluefni gegn kóleru var sent til Ne- pals og Thailands. 88 MEÐLIMARÍKI. Einn liður í viðleitni stofn- unarinnar við að ráða bót á starfsmannaskortinum var sá að senda 1300 styrkþega til menntunar í öðrum löndum á síðasta ári. Einnig hélt hún uppi skólum og námskeiðum í einstökum meðlimaríkjum. Aðildarríkin eru nú 88 tals- ins. Fjárframlög þeirra til starfseminnar voru í fyrra samanlagt 13.566.000 dollar- ar, en við það bætist svo 6. 300.^00 dollarar úr tækni- hjálparsjóði Sameinuðu þjóð- anna og 5.200.000 dollarar úr hinum sérstaka mýrarköldu- sjóði. Á árinu 1958 störfuðu . alls 1724 manns hjá Alþjóða- heilbrigðismálastofriuninni, en af þeim unnu 570 á aðalstöðv- um stofnunarinnar í Genf. Myndavél fil al mynda gervifueffi FYRSTA myndavélin, sem getur fylgzt með ferðum gervi hnatta á hraðri hreyfingu og ljósmyndað þá, hefur verið framleidd í Bandaríkjunum. Hingað til hefur bezta aðferð- in við að hafa upp á gervi- tunglum verið að nota loftnet, sem taka við radíómex'kjum frá seriditækjum þeirra. Myndatökutími hinna nýju myndavéla getur verið allt að því 10 mínútur. Til þess að fylgjast með gervitungli á ferð þess frá einum sjóndeild- arhring til annars mun þurfa níu slíkar myndavélar. NeFND sú, sem starfar á vegum FAo að útrýmingu gin- og klaufaveikinnar hefur sent frá sér skýrslu þar sem segir að þessi skæði sjúkdóm- ur sé nú greinilega á undan- haldi í Evrópu. Á síðasta ái'i var henni algerlega útrýmt í mörgum löndum, t. d. Noregi, Svíþjóð og íslandi. Hins veg- ar eru enn dæmi um veikina ‘ í Danmörku og Finnlandí. Skýrslur undanfarinna ára sýna Stöðugt rénun. Séu born- ar sáman tölur frá árunum 1937—38, 1951—52 og 1956— 57 í löndum eins og Dan- mörku, Belgíu, Frakklandi, Hollandi og Sviss, verður út- koman sem hér segir: í Frakk lahdi fækkaði tilfellunum úr 378.000 í 333.000 og loks nið- ur í 104:000, í Belgíu eru sömu tölur sem hér segir: 102.000, 59.000 og loks 1000, í Danmörku 106.000, 27.000 og loks 51, í S’viss 19.000, 426 og loks 232 og í Hollandi’265. 000, 27.000 og loks 82. Sér- fróðir menn segja, að gi-n og klaufaveikin sé greinilega að hverfa, nema á nokkrum til- teknum svæðum þar sem hún er landlæg, t. d. í Frakklandi þar sem í janúar 1958 komu fram 2498 tilfelli. Síðan fækk aði þeim smám saman næstu mánuði og komust niður í: 1141 í desember. Annað slíkt svæði er Ítalía, og að vissu marki einnig Belgía, Spánn og Portúgal. Tjónið í Frakk- MARGIR vísindamenn hafa bent á, að það sé niai-gs konar og sérstæð- um erfiðleikum háð að senda eldflaug til mánans. Einn þeirra er sá, að tungl ið er skotmark, sem hreyf ist á sporbraut kringum jörðiná með rúmlega 3200 km hraða á klst. Vís- indamenn hafa sagt, að það sé álíka erfitt að hitta tunglið með eldflaug og skjóta ör í knött á hraðri hreyfingu. Þá kemur það og til, að staðurinn þaðan sem eld- flauginni er skotið, þ'. e. jörðin, er líka á hraðri hreyfingu í geimnum. Hún snýst í kringum sól- ina með rúmlega 106.600 km. hraða á klst. Enn- fremur þeytist jörðin á- sarnt sólinni og öðrum reikistjörnum í sólkerfi oltkar kringum Vetrar- brautina með kringum 1. 152,000 km. hraða á klst. Enn eitt atriðið, sem taka verður til greina í sam- bandi við tunglflaugar, er það, að iniðbaugur jarð- ar snýst um heimskauts- möndulinn með kringum 1,600 km. hraða á klst. landi' af völdum gin- c-g klaufaveikinnar nam 6 milf- jörðurn franka árið 1957. A Ítalíu var tjónið yfir 5ÖÓ milljón lírur sama ár, eri. hafði áður verið mun meira. ÁGÆTUR ÁRANGUR AF EFTIRLITI. Það hefur komið í ljós, ad" strangt eftirlit er öflugasti varnarmúrinn gegn útbreiðslm gin- og klaufaveikinnar. Fyi'- ir stríð var barizt gegn veik- inni án skipulegs eftirlits, og’ gaf það engan veginn sömi* raun og hin vel skipulagða barátta nútímans. Nefndin, sem að ofan getur, var seífc upp 1954, og vinnur hún m* að algerri útrýmingu veikinn- ar í Evrópu. Ríkin sem taka þátt í störf- um nefndarinnar eru Bret- land, Danmörk, Grikklanfl, HoIIánd, írland, ísland, ítalía, Júgóslávía, Noregur, Portú- gal, Tyrkland og Austurríki. Japanir smíða kjarnorkuknú- m fiskiskip 'i alþjóðaráðstefnu Mat- vælá- og landbúnaðarstofnun- arinriar (FAO) í Róm í byrj- un aprílmánaðar, þar sem rúmléga 300 fiskiskipasmiðir báru saman bækur sínar, lögðu Japanar fram áætluri, og uppdrátt að fiskiskipi, sem’ knúiS verði kjarnorku. Skip- ið verður 3000—4000 tonrv. 1' því verður dieselmótor, sem grípa má til, ef þörf kref- u-r. Á þessu skipi verða löiD menn, helmingurinn fiáki- menn og* hinn helmingurinn. vísindamenn. Af þeim munn 20 vinna að athugunum og til raunurn, en 30 annast kjarn- orkustöðina, sem knýr skiptð áfram. Enn sem komið er hcf ur ekki verið hafizt harýa urnt byggingu þessa nýstárlega skips. Skipasmíðadeild háskóV ans í Tókíó gerir sér vonir irm að fá ríkisstyrk til að byggja það. Atushi Tagaki prófessor, sem lagði fram áætlunina í Róm, sagði að það væri álit sérfróðra manna í Japan, að hraðiskreið, k j arnorkuknúirti fiskiskip yrðu komin í notku a fyrir árið 1970. ANtGUN? HVERNIG stendur á því axS Árni svarar mtér ekki, spyr ég á teverju fcvöldi, þegar ég heyri. þáittinn „om íslenzkf mál“ í úfivarpinu. Ég er bxx- inn að senda Árna þýðingar- mákla og tím'abæra spurningix, og samt svarar hann mér ekki. Ég spurði, hvort réttara væt i að segja: negrasöngvari eða söngnegri. Sbr. söngmÉðxa’ söngp'ipa o. s. frv. Söng-negxi er að minni hyggju hið beti’a orð, en úrskurður málfræðings væri hér mikilvægur, og værl æski'légt að einhver þeirxat hlypi í'skarðið ftrir Árna, Og veitti skýr svör við þessari spurningu opinberlegia. Þersteinn Guðjónssoni Alþýðublaðið — 27. maí 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.