Alþýðublaðið - 28.05.1959, Page 1

Alþýðublaðið - 28.05.1959, Page 1
40. árg. — Fimmtudagur 28. maí 1959 — 115. tbl AÐALFUNDUR S.H. var hald- ihn í Reykjavík dagana 21. og 22. maí. Mættir voru 58 i'ull- irúar frá frystihúsum innan samtakanna. Elías Þorsteinsson formaður stjórnar SjH. setti fundinn o'g skýrði frá starfsemi félagsins á síðastliðnu starfs- ári. Framleiðslan á árinu 1958 nam 73.000 lestum af frystum sjávarafurðum, sem er 48% aukning frá árinu áður, en fram að því hafði aldrei verið fram- leitt meira. . Útflutningur á árinu nam (56.300 lestum, sem seldist til 12 landa. Mest var selt til Sov- étríkjanna og þar næst til Bandarí kj anna. Jón Gunnarsson, framkv.- stjóri, skýrði frá sölu afurða S.H. og markaðshorfum. Hann gat þess að verksmiðja sú, sem frystihúsin eiga í Ameríku, liefði framleitt rúm 3.000 tonn verða á þeirri framleiðslu á ár- inu í ár. Þessi matreiddi fiskur er seld ur undir vörumerki S.H. og dreift um næstum öll Banda- ríkin. Sala á fiski þannig til- reiddum fer mjög í vöxt í Framhald á 3 síðu. ; Þessi Alþýðublaðsmynd á sér þá sögu að við báðum blaðamanninn að útvega okk ur mynd af „lífinu í mið- bænum í rigningu“. Hann skauzt niður í Hafnarstræti, tók sér stöðu í grennd við „Blóm & Avexti“ — og hér er árangurinn. (Og okkar á milli sagt höfum við hann grunaðan um að hafa beðið eftir því að stytti upp.) af soðnum fiski og fiski tilbún- um til steikingar á á rinu 1958 og að veruleg aukning myndi HLERAÐ VINARBORG, 27. maí. (REU TEI^). Á síðustu stundu feykti vindhviða tékkneskum svifflug manni yfir til frelsisins í Aust- urríki, eftir að óhagstæðir vind ar höfðu tafið undankomu-á- ætlun hans um fjórar stundir, sögðu austurrísk yfirvöld i dag. Maðurinn, sem heitir Kinsky, sveif yfir járntjaidið sh sunnu- dag og er þetta í fyrsta sinn, sem maður flýr sæluna í svif- flugu, þótt ýmislegt hafi verið reynt áður. Flugumferðaryfirvöldin í Austurríki tilkynna, >að Kinsky hafi beðið um hæli sem póli- tískur flóttamaður, þar eð hann hafi verið óánægður með að búa undir komimiúnistfsku skipulagi. Sagði haijn við komu I sína til Austurrikis, að hann vildi ekki, vjinna fyrir ríkis- stjórn, sem hann fyrirliti. Kinsky hafði verið að taka þátt í svifflugsýningu í Bratis- lava, þegar hann tók stefnu sína til frelsisins handan landamær- anna. Minnstu munvði, að til- raunin mistækist, því að í fjóra tíma var hann að leita að heppi legu loftstreymi. Á síðustu árum hafa menn beitt ýmsurn aðferðum1 við að komjast gegnum, járntjaldið. Framhald á 10. síðu. IIIIIIIIIlllllllllllllllllIllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIlllllllIllllllllllllllIIIIIIIIllllllllllllllllIlllllllIllllllllllllIlllllllllllllllJIII Ór MIG AUMA! Við höfum í tvígang sagt frá nýrri myijA sem Brigitte Bardot er að leika í og á að heita: Babette fer í stríðið. Hér er enn atriði úr mynd- inni: Brigitte Babette Bardot er að stökkva út úr flugvél. P.S. — Lesendur mega ekki halda, að við teljum það til heimssögulegra viðburða þó að B.B. Ieiki í kvikmynd. En í einlægni mælt: Við höf- um lúmskan grun um að ýmsir hafi meiri áhuga á B.B. en heimssögulegum við- burðum. Blaðið hefur hlerað — Að eigendaskipti verði á Röðli innan skamms. — Mun Ólafur Ólafsson núverandi eigandi ætla að selja Helgu Marteins- dóttur, sem áður rak Vetrargarðinn, Veitinga- húsið Röðul. SANDGERÐI í gær. HÉR er enginn bátur á sjó, því að allir bátar eru að búa sig undir síldveiðarnar. Ætla bátarnir að fara strax af stað, eða snemma í júní, ef eitthvað lifnar yfir síldinni. — Ó.V. — iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiTai Alþýðuflokkiins í Mýrasýslu, V-Húnavatnssýslu, Þingeyjarsýslum og A-Skaptafellssýslu eru birt á bls. 2. LONDON. — Útvarp- ið í Moskvu hefur til- kynnt, að rússneskir vís- indamenn hafi fundið upp nýtt leynivopn, sem framleiðsla sé þegar haf- in á. Að sögn útvarpsins, getur þetta nýjasta múg- morðstæki framleitt „gervistorm, isem býr yfir feiknmiklum eyði- leggingarmætti. ‘ ‘ Sama vél hefur það sér til ágætis, að geta „'blásið úr sér 30 stiga köldum loftstraumi.“ Hún er — sagði út- varpið enn — ekki stærri en það, ajð hægt er að flytja hana á bíl. ÞJÓÐVILJINN laug fimm- tán sinnum upp á Alþýðu- blaðið í gær — í einni og sömu greininni! Svona vinnubrögð eru ekki á margra manna færi, og við höfum Magnús rit- stjóra Kjartansson grunað- an. í Þjóðviljagreininni eru bollaleggingar um utanríkis- ráðherra, auðsuppsprettur, skuldasöfnun, blaðamenn, Alþýðuhúsið, innréttingar, ljósmyndir, skeyti frá útlönd um, útvarpsþátt, íhaldið, heildsala, auglýsingar, Tím- ann, SÍS, liappdrætti, banda- ríska sendiráðið, Marshall- samninginn, Mótvirðissjóð, lántökur, undirróður, bóka- útgáfu og þrælabúðir Stal- ins. Það vantar ekkert í þessa samsuðu — nema sannleik- Dylgjur Þjóðviljans um „duldar peningalindir“ Al- þýðublaðsins eru ekki eyris virði. Ástæða: Þjóðviijaritstjór- inn kýs að sleppa þeirri stað- reynd úr reikningsdæmi sínu, að upplag Alþýðublaðs- ins hefur aukizt um rösklega 2,000 eintök á fáeinum mán- uðum, en það þýðir 70—80 þúsund króna tekjuaukn- ingu á mánuði. Það munar um minna. Á hinn bóginn má benda Þjóðviljanum á, áð hafi menn nokkurn tíma verið staddir í glerhúsi með áróð- urshnútur sínar, þá eru það kommúnistar, þegar þeir víkja talinu að dularfullum „auðsuppsprettum“. MAGNÚS ER NAUMAST ÞAÐ BARN AÐ ÆTLA, AÐ ÍSLENDINGAR SÉU ÞAU BÖRN AÐ ÆTLA, AÐ Þ JÓÐVILJINN LIFI Á VIN- SÆLDUM SÍNUM.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.