Alþýðublaðið - 30.05.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.05.1959, Blaðsíða 1
Sfofnfundur FUi 40. árg. — Laúgardagur 30. maí 1959 — 117. tbl. SÁTTASEMJARI hefur átt fUndi með fulltrúum prentara og prensmiðjueigenda undan- farið til þess að reyna að finna lausn á deilu þeirra um kaup og kjör. Ekki hefur enn náðst sanikomulag. Fundur var með sáttasemj- ara í fyrrakvöld, en ekkert dró s^man meS deiluaðilum. Næsti fundur verður í kvöld. LJÁ EKKI MÁLS Á KAUPHÆKKUN. Prentsmiðjueigendur hafa ekki léð máls á að hækka g'runnkaup um eitt einasta pró- sent. En prentarar fara fram á 15% grunnkaupshækkun. Horf ur þykja slæmar á því að sam- komulag náist áður en til verk- falls komi, en verkfall er boð- að 1. júní þ.e. á mánudag. Blaðið hefur híeraö — Að í haust sé væntanleg hók um landhelgismál eftir Gunnar M. (,Her í landi‘) Magnúss. Setberg mun hafa tryggt sér útgáfu- réttinn. Að Ullarverksmiðjan Gefjun á Akureyri hafi gert samninga um útflutning á nokkru magni af liús- gagnaáklæði til Dan- merkur, og eru líkur á sams konar útflutningi til Noregs pg Svíþjóðar. Ein af fremstu húsgagna verksmiðjum Dana hef- ur í hyggju að nota á- klæðið á húsgögn sín. á Snæfellsnesi. ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna Félag ungra jafnaðar- manna í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu á morgun, sunnudag. Verður stofnfundur inn haldinn í Olafsvík. Pétur Pétursson, alþingis- maður, frambjóðandi Alþýðu- flokksins í kjördæminu, mætir á fundinum. VIÐ gleymdum að geta þess í fyrradag, að Þjóðvilj- inn gerði grein fyrir tap- B B ffl rekstri sínum í forsíðugrein- inni, sem liann helgaði Al- þýðublaðinu s.l. miðvikudag. Þjóðviljinn gaf þessa skýr- ingu á því, hvernig hann flýt ur fjárhagslega: „Halli ÞjóS- viljans er greiddur af les- endum og stuðningsmönnum blaðsins . . Við leyfum okkur að myndskreyta þessa yfirlýsingu. * ; ..... . ; Þessir reykvísku borgarar ■ • voru á göngu um bæinn sinn,: : þegar blaðamann Alþýðu- ■ ; bláðsins bar að. Hann smelltij ; af þeim mynd og skiláði: j henni upp á ritstjórn, og svo: ;var gert myndamót af mynd; ; inni, og undir kvöldið í kvöldj ■ verður hún komin út og suð-: : ur um land, ef áætlunarbíl-; ■ arnir bregðast ekki. ■ í ■ : BROTIZT var inn í Tó-' baksverzlun í Kolasundi í fyrrinótt. Var stolið þaðan töluverðu magníi af tóbaks- vörum. Ennfremur var stolið vindlakveikj urum, gosdrykkj- um og miklu magni af sæl- gæti. ÍÞá var einnig í fyrrinótt brotizt inn í mötuneyti Loft- leiða að Skólavörðustíg 45, kjallara. Var farið inn f búr- ið og gæddi þjófurinn sér á þem kræsingum þa sem þar var að finna. Loks var brotizt inn þessa sömu nótt í gamla pakkhúsið hjá Eimskip. Var brotinn þar upp peningaskápur, en hann var tómur. Þar sem útborgun ardagur var í gær, má búast við, |ð þjófurinn hafi haldið að hann gæti nælt sér í dá- lítinn skilding. FORSETI Atlantshafsráðstefnu NATO-ríkjanna, Hollend- ingurinh J. J. Fens, hefur sent íslenzku undlirbúningsnefnd- inni skeyti og skorað eindregiið á hana að endurskoða þá á- kvörðun sína að taka ekki þátt í ráðstefnunni. f gær sendi nefndin honum aftur skeyi. þar sem hún neitar enn að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Hefur mál þetta vakið ntikla atliygli erlendis og mikið verið um það skrifað. — Svarskeyti nefnd- arinnar var á þessa leiið: „íslenzka undirbúningsnefnd in hefur fullan skilning á þeim hug, sem fram kemur í skeyti yðar, en þykir leitt að geta ekki breytt ákvörðun sinni um að taka ekki Þátt í Atlantshafsráð- stefnunni. Meðan Breland held- ur áfram að beita vopnavaldi gegn íslendingum er London að voru áliti ekki staðurinn til að ræða þann vanda að leysa deil- una milli þessara tveggja þátt- tökuríkja í NATO. Með fjar- veru viorri viljum vér árétta einróma mótmæli íslenzku þjóð arinnar gegn aðgerðum brezkra stjórnafivalda og leggja áherzlu á hversu alvarlegt málið er. Benedikt Gröndal.“ 'Skeyti forseta ráðstefnunnar var á þessa leið: ,,Ég harmia mjög skeyti yðar þar sem þér tilkynnið að Islend ingar hætti við þátttöku í At- lantsihafsráðstefnunni í næsta mánuði. Enda þótt ráðstefnan sé undir vernd forsætisráðherra NATO ríkjanna er hún ekki haldin á vegum ríkisstjórna og eru full- trúar bæði þingmenn og aðrir forustumenn. . v Ehda Þótt ráðstefnan fafi fram í London, munuð þér minn ast þess, að hugmyndin una ráð- Framhald á 3. síðu. immii

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.